Morgunblaðið - 27.04.1968, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGITÁ 27. APRÍL 1&68
11
irnir eru á hinn bóginn lin-
ari á þessu sviði, og þess
vegna höfum við aldrei hætt
á að skipta deildinni í karla
og kvennadeild, erum hrædd
ar um að það yrði ósköp lít-
ið úr störfum hjá karlmönn-
unum. Unglingarnir eru á
hinn bóginn mjög áhugasam-
ir og hafa starfað mikið fyrir
deildina. Má í því sambandi
geta þess, að aldursforseti
skemmtinefndar sveitarinnar
er um tvítugt, en aðrir nefnd
armenn eru allir talsvert
yngri.
— Að hverju hefur deild-
in á Eyrarbakka aðallega unn
ið nú að undanförnu?
— Við erum nú í þann
mund að ljúka við björgunar
skýli fyrir björgunarsveitina
okkar og útbúnað hennar.
Stendur skýlið skammt frá
þorpinu, og við munum af-
henda það núna á 45 ára af-
mæli SVFÍ, en um áþekkt
leyti á deildin okkar 40 ára
afmæli, þannig að þetta er
sameiginlegur áfangi. Skýlið
er annars að mestu byggt yfir
12 manna björgunarbát, sem
Landhelgisgæslan gaf sveit-
inni okkar, en auk þess er
þarna geymslurými fyrir all-
an tækjaútbúnað sveitarinn
ar Núna vinnum við að því
gerð úr pólintien-efni og eru
sömu stærðar og venjuleg
teppi, en svo næfurþunn, að
samanbrotin eru þau ekki
stærri en venjulegur Pall
Mall vindlingapakki. Tilraun
okkar beindist að því að
finna út, hvort þau veittu
sömu hlýju og venjuleg ull-
arteppi, og við komust að því,
að maður gat legið klukku-
stund og 20 mínútum lengur
undir þessu teppi en undir
ullarteppi. Var það einkum
því að þakka að geimfara-
teppin blotna ekki eins og
ullarteppin. Þessi teppi eru
bylting að því leyti, að venju
lega hefur sex manna ieitar-
flokkur aðeins tvö teppt með
ferðis en nú getur hver maður
haft sitt teppi. Hinsvegar höf
um við ýmislegt við þessi
geimfarateppi að athuga, því
að okkur finnst þau ekki
nógu breið né nógu löng.
— Hefur komið verulega til
kasta landbjörgunardeildar-
innar á síðustu árum?
— Við fengum okkar eld-
skím fyrir fáeinum árum, er
flugvél fórst á leið frá Norð-
firði. Það var mjög viðamikil
leit, sem þá fór fram, og út
frá þeirri reynslu fórum við
af færa ákveðin leitarsvæði
inn á kort. Er gert ráð fyrir
Elías Jónsson frá Höfn í Hornafirði ásamt konu sinni Odd-
björgu Ögmundsdóttir, sem situr þingið sem fulltrúi kvenna
deildarinnar í Höfn.
að útbúa ullarföt handa 12
mönnum, sem við æltum að
hafa um borð í björgunarbátn
um, en næsta átak verður svo
að fá ullarfatnað handa skips
áhöfnum bátanna, sem róa að
heiman. Ætlum við að hafa
ullarföt þessi í plastpokum
borð í bátunum, því að það er
ekki nóg að mennirnir bjarg-
ist í gúmbáta ef þeir krókna
svo úr kulda.
Gróa segir okkur að ekki
hafi mikið komið til kasta
deildarinnar á Eyrarbakka
nú síðustu árin nema við leit-
ir á týndu fólki. — Björgun-
arsveitin er aðallega þjálfuð
með tilliti til björgunar úr
sjávarháska, en nú er unnið
að því að fjölhæfa hana,
bæði hvað lýtur að flugbjörg
un og leit á landi af týndu
fólki.
Tilraunir með ný teppi
Slysavarnardeildinni á
Höfn í Hornafirði er tvískipt-
— önnur er þjálfuð með til-
liti til bjóbjörgunar, en hin
til landbjörgunar. Eiríkur
Eiríksson er formaður sjó-
björgunardeilsarinnar, en E1
ías Jónsson er formaður hinn
ar. Fengum við Elías til að
segja okkur frá starfi deild-
ar sinnar.
— Við höfum æft land-
björgun nokkuð í fyrrasumar
fórum við á Fláarjökum til
æfinga. Við gerðum þá jafn-
framt tilraunir með svonefnd
geimfarateppi, en þau eru
að hvert svæði nægi fyrir
sex manna leitarflokki til dag
leitar.
— Hvernig er með útbúnað
deildarinnar?
— Hún verður að teljast
mjög vel búin tækjum. Við
höfum þar notið góðrar fyrir-
greiðslu frá Slysavarnarfé-
lagini íslands og erum t.d.
með alveg ný fluglínutæki, en
gömlu tækin höfum við stað
sett í svonefndri Austurfjör-
unni. Þá höfum við umsjón
með þremur skýlum og einu
sæluhúsi á Lónsheiði reist var
í samvinnu í deildina á Djúpa
vogi. Loks má geta þess að
við höfum fengið mjög full-
kominn vatnabíl, sem án efa
mun koma okkur að miklum
notum. Bill þessi var í eigu
kaupfélagsins í Höfn, og átti
að nota hann til flutninga
yfir fljótin fyrir austan, en
ekki urðu not fyrir hann því
að þarna var brúað litlu sið-
ar. Fengum við þá bílinn með
mjög góðum kjörum.
Elías segir okkur að end-
ingu, að félagar í deildinni á
Höfn í Hornafirði væru mjög
áhugasamir og gat þess, að á
næstu jöklaæfingu, sem hald-
in yrði í sumar kæmust vafa
laust færri að en vildu.
Seve Ljungman afhendir Jóni Nordal skjalið. Til vinstri stendur dr. Páll ísólfsson, fyrsti ís-
lendingurinn, sem varð þess heiðurs aðnjótandi að vera kjörinn í akademiuna. (Ljósm. IM).
Jón Nordol meðlimur sænsku músíkukndemíunnar
FORSETI konunglegu sænsku
mústkakademíunnar, Seve Ljung-
man, hefur dvalizt hér undan-
farna daga, en erindi hans hing
að var m.a. að afhenda Jóni Nor
dal, tónskáldi skjal sem sönnun
þess að hann hafi verið valinn í
músíkakamediuna. Hann var kjör
inn meðlimur hennar 29. febr. síð
astliðinn, samtímis Pablo Casals,
hinum þekkta hnéfiðluleikara.
Áður hefur einum fslendingi
hlotnazt sú sæmd að vera kjör-
inn meðlimur akamedíunnar dr.
Páli ísólfssyni tónskáldi og fyrr-
um dómorganista.
Mbl. ræddi í gær stuttlega við
Jón Nordal, sem sagði að þetta
hefði komið sér mjög á óvart og
sér þætti mjög vænt um þessa
viðurkenningu. Kvaðst hann líta
á hana sem viðurkenningu á ís-
lenzkri tónlist yfirleitt.
Ljungman afhenti Jóni skjal-
ið síðasta vetrardag á heimili
sænska sendiherrans. Viðstaddir
voru nokkrir vinir Jóns svo og
framámenn í tónlistarlífi. Einnig
var viðstaddur dr. Páll ísólfsson.
Sænska músíkakademian var
stofnuð árið 1771 af Gúsrtafi III,
sem var mikill áhugamaður um
tónl. Músikakademíuna má telja
meðal áhrifamestu stofnana 1
sænsku tónlistarlifi, en hún ann-
ast bæði kennslu og er ráðgef-
andi konungs. Félagar eru 120,
þar af 40 útlendingar. Meðal
þeirra sem sæti hafa átt í aka-
demíunni má nefna Haydn og
Beethoven, en nú eiga sæti þar
m.a. Stnavinsky og Rubenstein.
Kennaraskólmn heldur tónleika
KENNARA SKÓLAKÓRINN
1968 heldur tónleika n.k. sunnu-
dag kl. 3 e.h. í Austurbæjarbíó.
Efnisskrá tónleikanna er þrí-
þætt:
ísl. þjóðlög í raddsetningu Sig-
fúsar Einarssonar og kórstjór-
ans.
Lög frá 16. og 17. öld eftir
Hans Leo Hassler, Crazio,
Vecchi, Thomas Morley og Hein-
rich Isaac, en þessum þætti lýk-
ur með sálmalaginu Slá þú
hjartans hörpustrengi eftir Bach.
Þjóðlög og létt tónlist frá ýms-
um löndum.
Einsöngvari með kómum er
Helgi Einarsson, en undirleik
annast Jón Stefánsson á píanó,
Eysteinn Jónasson og Snoiri
Snorrason, báðir á gítar.
Þetta er þriðja starfsár kórs-
ins, en fyrsta skipti sem hann
kemur fram á opinberum tón-
leikum.
Skólakórar eru æfðir í flest-
um skóllum landsins, en oftast
a'ðeins til að koma fram á skóla-
skemmtunum. Það hefur hins
Jón Ásgeirsson stjórnandi.
Ljósmynd: Kr. Ben.
vegar verið ætlunin frá upphafi
að Kennaraskólakórinn starfaði
sem fullgildur kór. T.d. er í ráðl
að færa upp næsta vetur óper-
una Mikdó eftir Gilbert og
Sullivan.
í því sambandi hvort hugsan-
legt sé að korna upp góðum skóla
kór, má benda á, að víða við
skóla erlendis starfa mjög góðir
kórar.
Kennaraskólakórnum hefur
verið sköpuð góð aðsta'ða, bæðii
hvað snertir skilyrði til æfinga
og kennslu. Nemendur fá
kennslu í nótnalestri, tvo tíma 1
viku og einnig fá nokkrir sér-
þjálfun i raddbeitingu, sem
Guðrún Sveinsdóttir annast, en
í viðbót við þetta eru svo kór-
æfingar tvisvar á viku, allan vet-
urinn. í kórnum eru um 80 nem-
endur og lýsir það nokkuð á-
huga nemenda á söng.
Stjórnandi Kennaraskólakórs-
ins er Jón Ásgeirsson, tónskáld.
Miðasala að tónleikunum verður
í Austurbæjarbíói á laugardag
eftir kl. 4 og á sunnudag kL
1—3 e.h.
Kennaraskólakórinn á söngæfingu fyrir tónleikan a. Jón Ásgeirsson stjómandi er við flygilinn.
g*!SSil & ^ 4 L jSSKí ■ fSÍ L jfl jfln^
i