Morgunblaðið - 27.04.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 27.04.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUA 27. APRÍL 1968 17 v • • " . • ' * Er stjðrnarandstöðulaust lýðræði grundvöllur upplausnar? fslenzkir stúdentar í Vestur- Þýzkalandi láta í Ijós álit sitt á ðeirðunum þar MORGUNBLAÐIÐ hefur haft tal af íslenzkum stúd- entum í Þýzkalandi og spurzt fyrir um óeirðirnar meðal stúdentanna þar og um álit Islendinganna á þeim. Allir þeir, er spurðir voru, álitu málin flókin og töldu enga eina ástæðu vera fyrir ó- eirðunum. Skiptu menn ástæðunum aðallega í þrennt. F.in er, að háskólakerf- ið er að áliti margra s údentanna gamalt orð- ið einnig sögðu þeir póli- tískar ástæður liggja fyrir lát unum og nefndu þeir þá jafn an Axel Springer sem póli- tiskan ásteitingarstein, en einnig kom fram að um van stillingu meðal hins unga fólks gæti verið að ræða. Þórður Vigfússon Fyrst hittum við að máli Þórð Vigfússon, sem leggur stund á verkfræðinám í Ber- lín. en hann sagði: Óeirðirnar eiga sér lang- an aðdraganda. Ég minnist þess að þegar Humphrey vara forseti Bandaríkjanna kom til Berlínar mótmæltu stúdentar Vietnamstríðinu. Tel ég lík- legt að sömu eða svipaðir hópar hafi staðið að óeirðun- Ein ástæðan fyrir óeirðun- um er skólakerfið sem margir telja úrelt. Mál það hefur verið lengi á döfinni og verð ur alltaf. Stúdentum finnst prófessorarnir allt of mikil goð á stalli og vilja frjáls- ari samskipti þeirra við stúd enta. — Ekki alls fyrir löngu kom Persakeisari til Berlínar í opinbera heimsókn. Þá var farið í mótmælagöngur og gerð ist þá sá atburður, að lög- reglumaður skaut einn stúd- entinn og lézt hann af sárum sínum. Lögreglumaðurinn hafði verið hrakinn í horn af manngrúa og til þess að ögra fólkinu tók hann upp byssu. Skot hljóp úr henni og lenti í einum stúdentinum. Álit manna í Þýzkalandi á þessum atburði er æði misjafnt Sum- ir segja að lögreglumaðurinn hafi skotið hann viljandi, aðr ir að þetta hafi verið slys og enn aðrir að lögreglumað- urinn hafði skotið í sjálfs- vörn. Eitt er víst, að er lög- reglumúðurinn var sýknaður af að hafa myrt manninn, hleypti það illu blóði í rót- tæka stúdenta. Atburður þessi gerðist við óperuna í Berlín 2. júní síðastliðinn — Að öðru leyti hefur ver ið hálfgerð skálmöld í Þýzka- landi í þessu tilliti undanfar- in tvö ár og hafa menn alltaf öðru hverju verið að mót- mæla. Fyrst eftir slysið eða hvað maður skyldi kalla það varð mikil ólga. Próf-essorar og stúdentar söfnuðust þá saman á Kúrfurstendamm og ræddu málin. Safnast þeir þar saman og fara þar fram at- mennar umræður milli fjölda fólks, en allar opinberar mót mælaaðgerðir voru þá bann- aðar. — Nú Axel Springer er maður er fer í taugar átúd- entanna. í Berlín á hann m.a. 3 dagblöð og halda stúd entar því fram að hann hafi of mikil áhrif á skoðanamynd un fólks og segja að blöð hans berl fram of einhliða sko-ðan ir. Telja þeir það mikinn á- byrgðarhluta að einum manni sé falið svo mikið vald, en ég tel þó að andstaðan gegn Springer sé sérstaklega mik- il vegna þess að blöð hans hafa ráðizt gegn stúdentun- um og kallað þá öllum illum nöfnum. Persónulega hef ég ekki mikið álit á þessum blöð um, en þau seljast vel eins og títt er um æsifregnablöð — Mörg æskulýðsfélög eru aðilar að óeirðum þessum. Einna mest ber á SDS —- samtökum sósíalistiskra stúd- enta, en sá félagsskapur er mjög róttækur. Rudi Dut- schke, sá er reynt var að myrða um daginn er áhang- andi þessum félagsskap.Hann er 28 ára gamall Austur-Þjóð verji er ætlaði að gtúdera í- þnóttablaðamennsku, en flýði Erlendur Haraldsson vestur yfir eftir að hann hafði fengið fyrirskipun um að gegna herskyldu. Var honum þá meinað að halda námi sínu áfram. Hann er nú kvænt ur bandarískri konu og á einn son og var, er skotið var á hann, að ljúka doktors- ritgerð í þjóðfélagsfræðum. Kona hans stundar nám í guðfræði. Dutschke hefur ver ið kallaður hugmyndafræðing Stúdentar mótmæla og bera rauðan fána. I.ögreglan sprautar vatni að æstum múg. ur SDS, hefur lagt þeim lín urnar. —Ég álít að þessir stúdent ar, sem þátt taka í óeirðunum hafi margir hverjir misst sjón ar á eiginlegu markmiði sínu og einn er kannski að berjast fyrir sínum hugsjónum á með an annar befst fyrir allt öðru Bairáttumálin eru mörg og þeim ægir saman. Þá hefur mér virzt áberandi, hve við- brögð roskins fólks hafa ver- ið andsnúin þessum ungu mönnum og konum. Fólkið, sem man Hitlerstímann hræð- ist þetta og leggur á það ríka áherzlu, að innsta ósk þess sé friður. Hve mikill hluti stúdenta tekur þátt í þessu er og ekki vitað, sagði Þórður að lokum. Næst töluðum við við Er- lend Haraldsson, sem leggur stund á sálfiræði í Múnchen. Erlendur kvað ekki auðvelt að svara því, hver væri or- sök óeirðanna og ekki væri unnt að gefa neitt eitt svar við því. Málið væri flókið og erfitt. Erlendur kvað háskólakerf ið þykja nokkuð gamalt og ekki vel skipulagt. Einnig lægju að baki óeirðunum ýms ar pólitískar ástæður og fynd ist stúdentunum flokkarn- ir nokkuð fastir í skorð- um, þannig, að jákvæðum breytingum miðaði lítið áfram. Ekki kvaðst Erlendur vita um sannleikgildi þess, en síðan sagði hann: — Svo er þetta með Spring er-blöðin. f reynd finnst mér þau ekki sterkari en ýmsar blaðasamsteypur í ýmsum öðr um löndum og lítil ástæða til þess að vera með sérstök ó- læti þess vegna. Hér er út- varp og sjónvarp. Springer ræður hins vegar aðeins yfir blöðum og eru áhríf hans því ekki eins geysileg og stúd- entarnir vilja vera láta. Mér finnst þetta því svolítið út í bláinn. — Að ýmsu leyti finnst mér um vanstillingu vera að ræða meðal stúdentanna eða ef til vill ofstæki. SDS — að alsamtök stúdentanna, sem að mótmælunum standa, eru að sjálfsögðu mjög róttæk, þótt ekki sé unnt að kalla meðlimi þeirra kommúnista. Mér finnst þeir oft og tíðum tala ósköp út í bláinn. Mál- flutningur þeirra er frasa- og fullyrðingakenndur, sem oft er vanhugsaður. Líta þeir oft ekki á hlutina í réttum hlutföllum, Alltaf má finna eitthvað að einhverju allsstað- ar, en þá verður að miða við það hvernig kringumstæður- nar eru og svo framvegis. Ef við miðum aðstæður hér við það sem er t.d. í Austur- Þýzkalandi, sjáum við geysi- legan mun, hvað snertir lýð- ræðisleg réttindi. — Gæta verður þess að meirihluti meðal stúdenta er ekki fylgjandi þessum óeirð- um. Hér í Múnchen t.d. er stjórn stúdentasamtakanna andstæð þessum félagsskap, sem að óeirðunum stendur. Hins vegar eru meðlimir SDS athafnasamastir, það ber mest á þeim, þeir halda flesta fundi og starfsemi þeirra er sterkust. I Berlín eru þeir sterkastir. — Mikið er að sjálfsögðu rætt um þetta. Sumir telja að þetta sé mjög hættulegt og ég myndi segja að það sé ekki hættulaust og þó sérstaklega þar sem jafnvægi í stjórn- málum Þýzkalands hefur ver ið öruggt og traust eftir stríð ið að því er mér finnst. Nú hinsvegar ekmur fram ein- hver óstöðugleiki og það er ekki gott. Tíminn sker úr því hvort hér er um veikleika- merki að ræða. Mér finnst hins vegar vanta einhvern pólitískan þroska meðal ungs fólks, sem eldri kynslóðin hins vegar hefur um sína reynslu — ekki sízt firá heims styrjöldinni. Þessi unga kyn- slóð hefur hins vegar enga reynslu af síðasta stríði. Hún þekkir ekki Hitlerstím- ann og Weimar lýðveldið, en þegar rætt er um þetta verð- ur jafnframt að hafa í huga að hér er um lítinn minni- hluta meðal Þjóðverja að ræða Minnihluti þessi fer þó held- ur stækkandi um þessar mundir, að því er mér virð- ist, en hvort það verður á- firam veit enginn. Allir vona að ástandið lagist að sjálf- sögðu, sagðj Erlendur að lok- um. Indriði Þorláksson leggur stund á hagfræði í Berlín. Við spurðum hann sömu spurninga og aðra stúdenta, er við höfðum tal af. Indriði taldi undirrót óeirðanna vera m.a. pólitíska óánægju með samsteypustjórn Kristilega demókrataflokksins og Jafn- aðarmannaflokksins. Mörgum finnst, og þá sérstaklega stúd entum, að stjórnarandstöðu Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.