Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 22

Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1968 Jón Einarsson Blönduósi h’inn fyrsta þess mánaðar and aðist snögglega á heimili sínu á Blönduósi, einn af þekktustu mönnum þess staðar: Jón Einars son verkalýðsforingi og kennari Hann var jarðsunginn frá Blönduóskirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni þann 10. þessa mánaðar. Séra Jón Kr. Isfeld prestur í Bólstaðarhlíð jarð- söng. Félagar Verkalýðsfélags Blönduóss stóð heiðursvörð við kistuna, og á stöngum blasti fáni verkalýðsfélagsins og 6 aðrir ís- lenzkir fánar. Jón Einarsson var fæddur í .Neðri Lækjardal í Engihlíðar- Jireppi 13. september 1895. For- Ældrar hans voru hjónin: Einar ■Stefánsson og Björg Jóhannes- .dóttir Þegar Ján var 8 ára gam- •all flutti hann með foreldurm sínum að Þverá í Norðurárdal .og þar ólst hann upp Einn vet- .ur stundaði hann nám í Ungl- t Systir okkar Hólmfríður Jónsdóttir Höfða, Vallahreppi, andaðist að Elliheimilinu Gnmd, þann 26. apríL Aðalheiður Jónsdóttir, Einar Jónsson. t Eiginmaður minn Lúðvík Guðmundsson Lönguhlíð 25 andaðist á Landsspítalanum 25. þ.m. Sigríður Þórðardóttir og vandamenn. t Konan mín Edith Rasmus andaðist að heimili okkar Efstasundi 66 að kvöldi 24. april. Ingibergur Sveinsson og börn. — Minning jngaskóla á Sauðárkróki, en alla aðra tíma æskuáranna vann Jiann, eins og þá tíðkaðist, að Jandbúnaðarstörfum. Árið 1922 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Elínborgu Guðmundsdótt- ur frá Kringlu. Fluttu þau til Blönduóss vorið 1925 og þar hafa þau átt heima alla tíð síð- an. Aðeins eitt barn hafa þau eignast. Er það nú fullorðin og gift kona á Blönduósi. dugleg kona og mikilhæf, Anna að nafni. Heimili þeirra hjóna: Jóns og Elínborgar hefir alla tíð ver- ið mikið gestrisnisheimili. enda bæði hjónin greind hjón glað- lynd og alúðleg og rausnarleg í veitingum. Þangað hafamargra leiðir legið og ber þar margt til sem nú verður nánar að vik- ið. Jón Einarsson gerðist á fyrstu árum sínum á Blönduósi hvatamaður þess, að stofna þar verkalýðsfélag og varð hann fyrsti formaður þess. Munhann alls hafa verið formaður þess félagsskapar rúm 20 ár, en ekki alveg samfleytt. Og frá því að hann hætti formennskunni, og fram á síðustu ár, hefur hann alltaf verið mikill áhrifamaður í þeim félagsskap. Hefir það og margt annað stuðlað mjög að því, að hans heimili hefir verið meiri samkomustaður félags- manna, en almennt gerist. Vill og oft svo ganga bæði í kaup- túnum og sveitum, að forustu- menn í félagsmálum verða fyrir meiri átroðningi, en aðrir vegna þess, að til þeirra er mikið leit- að. Jón og kona hans vorubæði hjá mér í þrjú sumur við hey- vinnu á Akri. Var og dóttir þeirra, sem þá var barn að aldri, líka hjá mér á þessum tíma. Var þetta hið skemmtilegasta fólk á heimili. Hjónin bæði ágætt hey- skaparfólk og ánægjulegt í allri samvinnu. Var og kunnugt að hvar sem Jón Einarsson var að verki, þá var hann handlaginn, ósérhlífinn og áhrifamikill verk- maður. Eftir að hann var síðast hjá mér mun han hafa hætt hey vinnu að mestu, því á síðustu áratugum ævinnar, var hann í opinberri vinnu á öllum sumr- t Ég þakka af alhug auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar, Guðrúnar Árnadóttur frá Oddsstöffum. Bjarni Tómasson. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við fráfall Halldóru Guðjónsdóttur frá Ingunnarstöðum Eiginmaður, börn, tengda- dóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna fráfalls og jarð arfarar mó'ður minnar og tengdamóður, Sólveigar Elíasdóttur Selma French, Charles E. French. t Innilega þökkum við ölliun þeim, sem vottað hafa samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föð ur okkar, tengdaföður og afa Jóns Hallvarðssonar hæstaréttarlögmanns Sérstakar þakkir eru tjáðar björgunarsveit S. V. F. í., Borg arnesi og öðrum Mýramönn- um fyrir ómetanlega aðsto'ð, svo og þeim er sérstaklega hafa heiðrað minningu hins látna. Ólöf Bjarnadóttir, Sigríður Jónsdóttir, Baldur Jónsson, Bjarni Bragi Jónsson, Rósa Guðmundsdóttir og barnabörn. um, einkum brúarvinnu. En þeg ar hennar var ekki völ, þá var það vegavinnan, sem hann gaf sig að. Á vetrum stundaði hann skósmíði á Blönduósi, að öðrum þærði. Enn nokkuð oft var hann við barnakennslu á far- skólum sveitanna, og það í fleiri sveitum. Fyrst mun það hafa gerst í Torfalækjarhreppi Síðan nokkuð í Áshreppi, en á síðari árum eingöngu í Engihlíð- arhreppi og Vindhælishreppi. Hann var vel greindur maður og skemmtilegur í viðræðu. Hann var prýðilega hagmæltur, en fór dult með. Hitt var al- kunnugt, að hann hafði gott vit á öllum skáldskap, og hafði ánægju og áhuga á því, að ræða skáldskaparmál. Varð það með fl. til að gera hann mjög skemmti- legan í viðræðu. Þegar dóttir hjónanna. flutti burt af heimili þeirra fyrir nokkrum árum tóku þau að sér hennar elsta barn og hafa alið það upp síðan. Er það drengur Jón Stefnir að nafni. f stjórnmálum hefir Jón Ein- arsson fylgt Alþýðuflokknum alla tíð síðan hann flutti til Blönduóss. En á fyrstu árum minnar þirígmennsku vissi ég að hann studdi mig í alþingiskosn- ingum. Réði þar um persónuleg vinátta og svo hitt, að Alþýðu- flokkurinn var svo fámennur í héraðinu, að hann hafði enga persónulega sigurvon í þing- kosningum. Beitti sér því meira í innan héraðsmálum. Vinátta okkar Jóns hófst á þeim árum, þegar hann var minn heimamað- ur, og það studdi hana, að hann vissi og viðurkenndi, að ég fylgdi mörgum hagsmunamálum Blönduósinga afdráttarlaust bæði á Alþingi og utan þings. Fengu og mörg þeirra góða afgreiðslu meðfram fyrir góða innansveit- ar samvinnu, og að öðru leytj fyrir minn atbeina. 'Jón Einars- son var myndarlegur maður. Heldur hærri en meðalmaður, þreklega vaxinn, enda hraust" menni að burðum. Hann var upp vaxinn í stórri og þrótt- mikilli fjölskyldu. Einn af 6 systkinum og náðu 5 þeirra full orðins aldri. Nú þegar þessi fomi vinur er fluttur yfir tjaldið mikla, þá votta ég minningu hans innilegt þakkiæti fyrir margar ánægju- stundir á liðnum árum og fyrir langa og mikilsverða vináttu, ’konu hans og dóttur og öllum aðstandendum votta ég einlæga samúð og hluttekningu vegna hins mikla missis. Og ég óska þess og vona það, að friður Drottins fylgi anda hans í hin- um nýjju heimkynnum. Reykjavík í apríl 1968 Jón Pálmason MOBGUHBLAÐIÐ Páll ísleifur Vilhjálms- son — Minninq 1 FEBRÚAR sl. fórst vél- báturinn Heiðrún frá Bolung- arvík með 6 menn innanborðs, einn þessara sex var Páll ís- leifur Vildhjálmsson frá Branda* skarði, A-Hún. Páll var yngsta barn þeirra Jensínu Hallgríms- dóttur og Vilhjálms Benedikts- sonar bónda í Brandaskarði A— Hún. Jensína var Bolvikingur en réðist tvitug að aldri norður í Húnavatnssýslu þar giftist hún Vilhjálmi Benediktssyni, Hún- verskum bóndasyni og hófu þau búskap árið 1930 á eignarjörð Vilhjálms Brandaskarði og eign- uðust fimm börn. Þau Jensína og Vilhjálmur voru um margt ólík. Hún var skapmikil, en glöð og létt í lund, góður fulltrúi hinna óvilsömu Bolvíkinga — hamhleypa til allra verka og aldrei óvinnandi. Vilhjálmur var skáldmæltur vel og kaus gjaman að sitja með penna í hönd og una í sín um draumaheimi en það var ekki hent fátækum bónda, og það áttu þau Vilhjálmur og Jensína sam- eiginlegt að þau vildu ekki vera upp á aðra komin en til þess að bjargast áfram á kreppuár- um, sem þau hófu búskap varð að vinna hörðum höndum og Vilhjálmur lét ekki sitt eftir liggja að vinna fyrir hópnum sínum en leitaði sér svo stjrrks í kveðskap þegar þreytan var að buga hann. Hann lýsir því svo sjálfur í einni vísu sinni. Oft mér hugljóst yndi var ómþýð ljóðahending. Hún í erjum vetrar var vörn og þrautlending. Með samstilltu átaki þeirra og hlífðarlausri vinnu búnaðist þeim fljótt vel og er börn- in komust á legg, voru þau dug- leg að hjálpa og lét Páll ekki sinn hlut eftir liggja þó yngstur væri, sérstaklega var hann góð- ur og hjálpsamur móður sinni. Páll var greindur vel og skemmtilegur í viðmóti og fljót- ur til svars og lét ekki sinn hlut fyrir neinum og kærði sig kollóttan hvort hann deildi við kóng eða klerk. Fríður sýnum var Páll með sérkennileg leiftrandi augu, sem stundum virtust sjá út yfir hinn þrönga vanalega sjóndeildar- hring. Páll dvaldist nær óslitið í foreldrahúsum til 18 ára ald- urs en þá slasaðist hann alvar- lega og var vart hugað líf, og samur maður varð hann aldrei. Hann fór að heiman og dvaldi víða, vann ýmist til sjós eða lands og þótti hvarvetna hinn bezti starfsmaður. Það fór svo að Páll kaus að gera sjómennsku að ævistarfi sínu. Fór hann í Stýrimannaskól ann í Rvík veturinn 1964-65 og lauk þar minna prófinu en vet- urinn 1964—65 lauk hann svo meiraprófinu. Nokkuð bar á því eftir að Páll slasaðist, að hann yndi ekki lengi á sama stað, en haustið 1962 réðist hann til Bolungarvíkur, þar kunni hann strax vel við sig og fannst heima byggð móður sinnar bjóða sig velkominn. Þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Svanfríði Krist jánsdóttur, og gengu þau íhjóna band 31. des. 1965. Þau eignuð- ust einn son. Konu sinni unni Páll heitt og fannst nú lífið blasa við sér en þá kom hið afdrífaríka kall, 5. febr. að bjarga bátnum, sem var í hættu við brimbrjótinn. Páll var ekki vanur að standa hjá, sem áhorfandi, og þó hann væri ekki skipverji á Heiðrúnu var hann kominn þar til liðs með öðrum, og hinsta ferðin var hafin. Sár harmur er kveð- inn að eiginkonunni ungu og þó sonur þeirra hjóna skilji ekki nú hvað hefur gerzt á hann eftir að spyrja sínar spum ingar um föðurinn, sem hvarf svo snöggt. Systkinin syrgja ástkæran bróður, sem ávallt reyndist sannur bróðir. í hjarta sínu átti Páll örugga trú að kærleika og miskunn Drottins, sem fyrirgef- ur breyskum börnum sínum, þar heima hefur hann tekið höfn og úr þeirri höfn þarf enginn að flýja. Vinur frá æskudögum. Minning: Þórður Kristjánsson Fæddur 26. marz 1890 Dáinn 19. maí 1967. Kveða frá systursyni. Burt er liðin, lífs þíns saga löngum minning, dvelst í hug. Alla þína ævidaga, alltaf sýndir ráð og dug. Burt er liðin lífs þíns saga, löngum minning, dveist í hug. n. Bjart var yfir bænum þínum, Breiðabólstað, unnir þú. Þó horfinn sértu, heimi, sýnum, hjörtun geyma, ást og trú. Bjart var yfir bænum þínum, Breiðabólstað, unnir þú. III. Þegar blóm, af blundi vakna, bjart er þá, í vorsins dal. Kona og börn, þín sárast sakna, sólskin þverr, í lífsins sal. Þegar blóm, af blundi vakna, bjart er þá, í vorsins dal. IV. Drottinn sefar, sorgir allar syrgjendunum gefur frið. Sárt er vini, er sorgin kallar samfylgdina, þökkum við. Drottinn sefar, sorgir allar syrgjendunum gefur frið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.