Morgunblaðið - 01.05.1968, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR, 1. MAÍ
-v
1
14. landsþingi
SVFI lokið
FJÓRTÁNDA landsþingi slysa
varnafélags íslands lauk á sunnu
daginn var í Slysavarnahúsinu
við Grandagarð. Á sunnudag
var fjallað um tillögur frá nefnd
um þingsins og þær afgreiddar.
Þá fór fram stjórnarkjör og var
landsþinginu síðan slitið í hófi
sem kvennadeild félagsins í
Reykjavík bauð til. Tókst þing-
ið í alla staði mjög vel og var
árangursríkt, en jafnhliða þing-
haldinu var minnst 40 ára af-
mælis félagsins.
Stjóm SVFÍ
Stjórn Slysavarnafélagí ÍS-
lands var einróma kjörin, og
skipa hana þessir menn: Forseit
Gunnar Friðriksson, Reykjavík.
Gjaldkeri: Árni Sigurjónsson
Kópavogi. Varaforseti Gróa Pét
ursdóttir, Reykjavík. Ritari:
Baldur Jónsson, Reykjavík Með
stjórnendur: Ingólfur Þórðar-
son, Reykjavík, Hulda Sigurjóns
dóttir, Hafnarfirði, og Geir Ól-
afsson, Reykjavík. — Árni Árna
son, kaupmaður, sem verið hef-
ur gjaldkeri félagsins í 26 ár
baðst eindregið undan endur-
kjöri og voru honum þökkuð
Jóhannes Ceir
opnar mál-
verkasýningu
í DAG opnar Jóhannes Geir, list
málari málverkasýningu í Unu-
húsi við Veghúsastig.
Sýningin verður opin dagana
1.—12 maí frá klukkan 14—22.
Á sýninguni verða 23 myndir,
gerðar á tímabilinu frá 1962—
.1968, og verða sautján þeirra til
sölu.
Steingrímur Sigurðsson á við
•hann viðtal í blaðinu í dag, á
bls. 5.
mikil og giftudrjúg störf í þágu
félagsins.
Meðstjórnendur úr landsfjórð-
ungunum:
Sunnlendingafjórðungur: Sig
ríður Magnúsdóttir, Vestmanna-
eyjum, og til vara Bergur Arn-
björnsson, Akranesi.
Vestfirðingafjórðungur: Þórð-
ur Jónsson, Látrum, og til vara
Daníel Sigmundsson, ísafirði.
Norðlendingafjórðungur: Eg-
ill Júlíusson, Dalvík, og til vara
Tryggvi Þorsteinsson, Akureyri
Austfirðingafjórðungur: Árni
Vilhjálmsson, Reykjavík og til
vara Þórunn Jakobsdóttir, Nes-
kaupstað.
Endurskoðendur félagsins
voru kjörnir Þorsteinn Árnason
Reykjavík, og Sigurbjörn Sigur-
jónsson, Reykjavík. Til vara: Jó
hannes Briem, Reykjavík.
Heiðursfélagar:
f tilefni af 40 ára afmæli SVFÍ
voru eftirtaldir menn kjörnir
heiðursfélagar fyrir störf í þágu
slysavarna: Ólafur Albertsson,
stórkaupmaður, Kaupmannahöfn
sem verið hefur gjaldkeri slysa-
varnadeildarinnar „Gefion“ í
Kaupmannahöfn frá stofnun
hennar. — Árni Árnason, kaup-
maður, sem verið hefur gjald-
keri SVFÍ í 26 ár. — Ingibjörg
Pétursdóttir fyrir margháttuð
störf í þágu SVFÍ. — Séra Jón
M. Guðjónsson Akranesi, fyrir
útbreiðslustörf og stofnun fjölda
slysavarnadeilda. — Björn
Pálsson, flugmaður, fyrir braut-
ryðjendastarf í skúkraflugi. —
Gísli Guðmundsson, Sandger'ði,
sem verið hefur í stjórn félags-
ins í 40 ár.
Á þinginu var samþykkt til-
laga allsherjarnefndar, sem hljóð
ar svo: ,,14 landsþing SVFl ■
viU, að athugaðri skýrlsu félags
stjórnar fyrir árið 1966 og 1967
og í samanburði við ályktanir
og fyrirmæli 13. landsþings 1966
votta forseta félagsins og stjórn
þess í heild, þakklæti fyrir far-
sæla stjórn á málefnum félags-
ins, út á við og inn á við, á því
stjórnartímabili, sem nú er á
enda, og fyrir þróttmikla og öt-
ula baráttu fyrir málefnalegir
og félagslegri eflingu samtak-
anna.
Stríösglæparéttarhöld
í V-Þýzkalandi
— Hinir dœmdu voru í 55 og Cestapo
Stuttgart, 29. apríl, NTB.
FYRRVEBANDI SS-foring-
inn Ernest Epple var í dag
dæmdur í lífstíðarfangelsi og
níu SS-menn aðrir fengu
lengri eða skemmri fangelsis
dóma í einum mestu stríðs-
glæparéttarhöldum, sem fram
hafa farið í V-I»ýzka-
landi. Hinir dæmdu eru með-
„Óvænt heimsóhn" ó flkureyri
Akureyri, 29. apríl.—
Leikfélag Akureyrar frumsýn-
ir sjónleikinn Óvænta heimsókn
eftir J. B. Priestley næstkomandi
fimmtudagskvöld kl. 8.30. Leik-
stjóri er Gísli Halldórsson, en
íslenzk þýðing er eftir Val Gísla
son. Þetta er 3ja verkefni leik-
félagsins á leikárinu. Leikendur
eru 7 Guðlaug Hermannsdóttir.
Laufey Einarsdóttir, Sigurveig
Jónsdóttir, Guðmundur Gunnars
son, Júlíus Oddsson, Ólafur Ax-
elsson og Sæmundur Guðvins-
son. — Sv.P.
Þeir félagar Sigurður Árnason, Sigurjón Hannesson og Pálmi
Hlöðversson um borð í Óðni. Ljósm.: Ól. K. M.
Óðinsmenn fara utan til
Grimsby á morgun
al 15 manna úr SS eða
Gestapo, sem ákærðir voru
fyrir að hafa tekið þátt í út-
rýmingu 160.000 Gyðinga í
Lwow (Lemberg) sem í síð-
ari heimsstyrjöldinni til-
heyrði Póllandi, en heyrir nú
undir sovézkt umráðasvæði. I
Hinir ákærðu voru ýmist í
starfsliði höfuðstöðva Gestapo í
Lwow eða vaktmenn í þrælkun-
arbúðum nazista í Lwvw. Réttar
höldin hófust í október 1966 og
lauk á mánudag eftir 144 fundi
og þá höfðu samtals 250 vitni
sagt hina hroðalegu sögi* Lwow-
fangabúðanna hvernig Gyðing- ■
arnir voru reknir áfram misk-
unnarlaust við þrælkunarvinnu
þar til þeir gátu ekki staðið á
fótunum lengur og þá voru þeir
myrtir á grimmdarlegan hátt.
Fjórir hinna ákærðu voru sýkn
aðir, en einn sem fundinn hafði
verið sekur var látinn laus án
dóms. Var það SS-foringinn
Walter Schallok, en málshöfðun ,
gegn honum var látin falla nið-
ur með tilliti til heilsufarslegra
ástæðna hans.
Krafizt hafði verið lífstíðar-
fangelsunar átta hinna ákærðu,
milli 4—8 ára fangelsunar fjög-
urra þeirra og sýknunar hinna.
Vitnin skýrðu frá því hvernig
SS-mennimir hefðu með svip-
um rekið Gyðinga inn í vöru-
flutningalestir, sem fluttu þá til
Belzec, þar sem þeir voru lif-
látnir. Einn hinna ákærðu var
meðlimur í ^sérdeiild 1005“, sem
hafði það verkefni að grafa
fjöldagrafir og brenna jarðnesk-
ar leifar hinna myrtu Gyðinga
áður en Rauði herinn kæmist
til Lwow.
„HERRA eða frú. Borgarstjórinn
biður yður að sækja fund
í borgarstjórn, sem haldinn verð
ur í Ráðhúsinu á föstudag, 3.
maí 1968 kl. 7 eftir hádegi stund
víslega, að eftirfarandi tilefni:
Til þess að láta í ljós þakk-
læti borgarstjórnarinnar til á-
hafnarinnar á varðskipinu Óðni
fyrir djarfa og hreystilega björg
un áhafnarinnar af Grímsbytog-
aranum Notts County, er tog-
arinn hafði strandað á Isafirði
í fárviðri hinn 5. febrúar 1968,
og til þess að afhenda áritaðan
skjöld handa skipinu og þrjá á-
rituð silfurstaup handa áhöfn-
inni“
Þannig hljóðar boðskort, er
þrír af áhöfn Óðins hefur nýlega
verið sent, eða þeir SigurSur
Árnason, skipherra og tveir
skipsmenn hans Sigurjón Hann-
] esson og Pálmi Hlöðversson. Þeir
j tveir síðastnefndu fóru á gúm-
I bát að hinum strandaða togara
og björguðu þannig áhöfninni
j um borð í Óðin. Þeir félagar
fara utan á morgun og á föstu-
dag veita þeir viðtöku þakklæt-
isvotti Grimsbyborgar.
Boðsbréfið.
Jarðskjálftar í Iran
mrnæmmmm**/. mmmmmm..'■ wmmWmmm
Nýlega var sett upp við Elliheimilið Grund (að austanverðu)
afsteypa af einu listaverka Einars Jónssonar. — Nefnist það
„Demantur". Tvær afsteypur voru gerðar af verkinu í Osló, og
er hin í listasafni Einars Jónssonar á Skólavörðuholti.
Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.
Teheran, fran, 30. apríl.
(AP)
AÐ minnsta kosti 50 manns hafa
farizt, um 250 særzt og hundruð
misst heimili sín í jarðskjálftum,
sem gengu yfir norð-vestur hér-
uð írans á mánudagskvöld. Mest
ar urðu eyðileggingarnar í borg-
inni Maku skammt sunnan við
landamæri Sovétríkjanna. Stend
ur borgin á fjalli, sem jarð-
skjálftar hafa verið í öðru hverju
undanfarna tvo mánuði, þótt
skemmdir hafi ekki orðið á
mannvirkjum né slys á mönnum
fyrr en nú.
í fréttum sem borizt hafa til
höfuðborgarinnar Teheran segir
að um sjö þúsund íbúar Maku
hafi flúið heimili sín í gær og
hafzt við undir berum himni í
nótt af ótta við nýjar jarðhrær-
ingar. Tveir miklir jarðskjálftar
urðu þarna í gærkvöldi, sá fyrri
klukkan átta, og sá síðari
skömmu fyrir miðnætti. Varð
jarðskjólftani|a vart víðar en í
Maku, og hafa miklar skemmd-
ir orðið í fjölmörgum þorpum og
bæjum í nágrenninu.
Björgunarsveitir og læknar
hafa verið sendir til jarðskjálfta-
svæðanna frá Teheran, og auk
þess vistir til þeirra, sem misst
hafa heimili sín.
Jarðskjálftar eru algengir í
íran, og er þess skemmst að minn
ast að í septembér 1962 fórust
um tíu þúsund manns í miklum
jarðskjálftúm á Qazvin-svæðinu
í vesturhluta landsins fyrir sunn-
an Maku.