Morgunblaðið - 05.05.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.05.1968, Qupperneq 1
LESBOK 32 SÍÐBR OG 90. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hjomsveit Tónlistarskólans hélt tónleika í Háskólabíó í gær. Komu þar fram þrír einleikar- ar, sem ljúka munu burtfararprófi frá skólanum. Hér sést Lára Rafnsdóttir við flygilinn, en hún lék einleik með hljómsveitinni í píanókonsert eftir Mozart. Var myndin tekin á æfingu daginn áður. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Vietnam-viöræðum hvarvetna fagnað Sagt er að þœr geti orð/ð langar og erfiðar London og Washington, 4 maí — AP — FRÉTTINNI um að stjómir Bandaríkjanna og Norður-Viet- nam hafi komizt að samkomu- lagi um að undirbúningsviðræð- ur um frið í Vietnam skuli fara fram í París, hefur verið fagn- að í flestum höfuðborgum heims, en þótt látin sé í ljós von um, að viðræðurnar beri árangur einkennast spádómar um þær af varkárni. Fréttinni hefur verið útvarp- að í Sovétríkjunum og á Kúbu, en ekkert hefur verið sagt frá samkomulaginu í Kína og í öðr- um kommúnistalöndum hefur yfirleitt ekki verið látið í Ijós álit á því af opinberri hálfu. Forseti Suður-Vietnam, Ngu- yen Van Thieu, sagði í dag, að stjórn hans væri því samþykk að viðræðurnar færu fram í París, en þótt fulltrúar Suður- Vietnam taki ekki þátt í við- ræðunum munu þeir hafa náið samband við bandarísku full- trúanna í viðræðunum. í til- kynningu sem utanríkisráðu- neyti Suður-Vietnam gaf út er hins vegar látin í ljós von um að Frakkaf sýni óhlutdrægni, en sambúð Frakka og Suður-Viet- nam hefur verið stirð um nokk- urt skeið. Einnig er varað við því, að kommúnistar kunni að nota sér viðræðurnar í áróðurs- skyni og reyna að reka fleyg milli Suður-Vietnama og banda- manna þeirra, auk þess sem bú- ast megi við að kommúnistar herði á styrjöldinni og auki iiðs- og birgðaflutninga til að bæta samningsaðstöðu sína. Suður-Kóreumenn, sem hafa sent 50.000 hermenn til Suður- Vietnam, hafa einnig fagnað vali fundarstaðarins, enda geti fulltrúar Suður-Kóreumanna og bandamanna farið frjálsir ferða Framh. á bls. 16 Hjartaflutningar: Einn sjúldingnnna í hæltu Rússar Tékkum stól- inn fyrir dyrnar? Talið, að þeir setji pólitísk skilyrði fyrir lánveitingu — Heilsa hinna tveggja sögð góð NTB-AP — Moskvu, 4. maí. AP-NTB HELZTU leiðtogar nýju stjórnarinnar í Tékkósló- vakíu hófu í dag viðræður við Leonid Brezhnev, aðal- ritara sovézka kommúnista- flokksins, og aðra sovézka ráðamenn um málefni, sem varða kommúnistaflokka Tékkóslóvakíu og Sovétríkj- anna, að því er skýrt var frá í Moskvu. Því er haldið leyndu, um hvaða málefni hér er að ræða. Té kkós ló v a k í sk.u leiðtogamir komu til Moskvu í gærkvöldi án þess að þar hefði veTÍð tilkynnt fyrirfram um heimsóknina, sem heifur komið talsvert á óvart, en vitað er að sovézkir leiðtogar hafa miklar áhyggjur af hinni nýju og frjálslyndu stefnu tékkóslóvakíska kommúnista- flokksins. Átta klukkuistundum etftir að tékkósilióvakísku leið- togarnir komu til Moskvu, til- bynnti Tass-fréttastofan, að þeim hefði verið boðið í stutta vimáttuiheimsókn, en áður hafði verið skýrt frá heimsókninni í Prag. Fréttir frá Prag herma , að tékkóslavnesku leiðtogarnir, þeir Alexander Dubcek, Cernik for- sætisráðherra, Josef Smrkovsky þingforseti, Vasil Bilak, aðalrit- ari kommúnistaflokksins í Sló- vakíu, og aðrir meðlimir sendi- nefndaTÍnnar muni gera vald- höfunum í Kreml grein fyrir hinni nýju stetfnu, sem tekin hefúr verið upp. Dubcek hefur þegar gert gre:n fyrir nýju stetfn- unni á fundi með leiðtogum annarra kommúnistalanda í Dresden í Austur-Þýzkaiandi. Samningar um lán Kunnugir í Moskvu te.lja hins vegar að ön.nur ástæða sé fyrir viðræðunum og hún sé sú að samningar standa nú yfir um skynd lán frá Sovétrikjunum til þess að leýsa hina miklu erfið- leika sem Tékkóslóvakar eiga við að striða í efnahagsmálum um þessaT mundir. Að því er bezt er vitað, hefur Dubcek einu sinni áður komið til Moskvu síðan hann komst til valda í janúar- byrjun, þegar hinn tryggi sam- herji herranna í Kreml, Antonin Novotny, var sviptur starfi aðal- Titara kom.múnistaflokksins. Þessar heimiflidiT herma, að mikilvæg mál hafi komið upp á og beri brýna nauðsyn til að af- greiða þau í flýti. Bent er á, að í ræðu sinni 1. miaí sagði Duibcek að Tékkóslóvakía gæti veenzt bróðurlegrar aðstoðar frá Sovét- ríkjunum. Samtímis var tilkynnt í Prag, að Rússar hetfðu boðizt til að lána Tékkóelóvöfcum 100 milljónir dollara í hörðum gjald- eyri. Áður hafði verið frá þvi skýrt í Prag að stjórnin atihug- aði miöguleika á því að útvega lán á Vesturlöndum ti’l að leysa efnahagserfiðleikana. Heimildirnar í Moskvu henma að víst megi telja að ertfiðleikar í þesum samningum Rússa og Tékkóslóvaka séu helzta orsök heimsóknarinnar að þessu sinni. Sennilegt er talið, að erfiðleik- ar þessir eigi rætUT að rekja til þess að Rússa'r setji pólitísk sfcil- Framh. á bls. 16 París, 4. maí — NTB-AP FRÖNSK háskólayfirvöld ákváðu í gær að loka fyrirlestra söium Sorbonne-háskólans í París, eftir að komið hafði til heiftarlegra mótmælaaðgerða og ofbeldisaðgerða af hálfu vinstri sinnaðra stúdenta og árekstra við lögregluna. Þetta er annar háskólinn í Frakklandi, sem lok- að er vegna stúdentaóeirða, en á fimmtudag var kennslu hætt að sinni í háskólanum í Nan- terre ,einni af útborgum París- ar. Fjölmennt lögreglulið búið kylfum og táragassprengjum sótti inn í hina virðulegu sali Sorbonne-háskóla og bókstaf- lega drógu út stúdentana þar inni, sem að óeirðunum stóðu. Þeir voru settir inn í lögreglu- bifreiðir og síðan ekið á brott, en aðrir stúdentar skipuðu sér í mótmælagöngu uhdir vígorð- inu: ,,Niður með kúgunina" og héldu til latneska hverfisins, þar sem kom til harðra árekstra við lögregluna. Stúdentarnir, sem voru inni í háskólanum, höfðu vopnazt m.a. járnstöngum, áður en lögreglu- lið var kallað saman, umkringdi LÆKNAR fylgdust með athygli með líðan mannanna tveggja, sem skipt var um hjarta í í Bandaríkjunum í gær, en annar sjúklingurinn hefur nú fengið alvarleg lungnasjúkdómsein- kenni og má búast við, að hann sé í mikilli hættu. háskólabygginguna og ruddist inn í hana .Öflugt lið lögreglu- manna ruddi, á meðan þetta var að gerast, göturnar umhverfis og stöðvaði alla, sem vildu kom ast inn í háskólann. Alls voru um 200 vinstri sinnaðir stúdent- ar dregnir út úr bygginguíini og voru fluttir burt. Fyrir utan kom til átaka milli þúsunda annarra stúdenta, eink um í grennd við latneska hverf- ið, en endir á mótmælaaðgerðir þeirra var einnig bundinn með táragasi, en stúdentarnir slóg- ust við lögregluþjónanna og köst uðu að þeim grjóti.' Seint á 'föstudagskvöld kom enn til nokkurra átaka milli stúdenta og lögreglu á nokkrum stöðum á Boulevard Saint Michel og margir stúdentar voru handteknir. Öll umferð á Boulevard Saint Micheí og Boulevard Saint Ger- main stöðvaðist á aðalumferðar- tímanum. Einn fréttaljósmynd- ari slasaðist og fólk, sem gekk yfir göturnar varð að hafa vasa- klúta fyrir vitum sér vegna tára gassins. Lögreglan hélt inn í háskól- Framh. á bls. 4 Það eru lungun í hjartasjúkl- ingnum Joseph Rizor, sem virð- ast vera að gefa sig, en skipt var um hjarta í honum í gær í sjúkrahúsi Stanford-háskólans í Kaliforníu. Norman Shumway, sem stjórnaði aðgerðinni, sagði í gærkvöldi að ástand lungna sjúklingsins væri mjög alvar- legt, því að þau megnuðu ekki að veita nægu súrefni út í blóð sjúklingsins. Rizor fékk nýtt hjarta úr íþróttaunnandanum Rudy And- erson, sem var vanur að hlaupa þrjá km. á hverjum morgni, en hann hlaut heilablóðfall sl. mánudagskvöld. Heilsan er hins vegar góð eftir atvikum í níunda manninum, sem skipt hefur verið um hjarta í, en það er Everett Thomas, 47 ára gamall, sem hjartagræðsla var gerð á í Huston í Texas í gær. Thomas fékk hjartað úr 15 ára gamalli giftri stúlku Kath- leen Martin að nafni, sem látizt hafði af skotsári á höfði. Hjarta hennar hæfði líkama Thomasar næstum fullkomlega, þrátt fyr- ir aldursmismun þeirra. Thomas var alvarlega sjúkur og myndi hafa dáið, ef ekki hefði veríð skipt um hjarta í honum. Það var Denton Cooley, læknir, sem stjórnaði hjartaaðgerðinni í Huston, en hann er sérfræðing- ur í skurðlækningum, þar sem ekki er gefið blóð og hefur gert marga uppskurði á meðlimutn úr trúarhreyfingunni „Vottar Jehova“, en trúarskoðun þeirra leyfir ekki ,að þeim sé gefið blóð úr öðru fólki. Heilsa Frederic Wests, 45 ára gamals atvinnurekanda og fyrsta mannsins sem skipt er um hjarta í á Bretlandi, var sögð góð hálfum sólarhring eft- ir að aðgerðin fór fram. Sögðu læknar hans, að aðgerðin hefði tekizt eins vel og unnt hefði verið við að búasí við hvaða Framh. á bls. 2 Miklar stúdenta- óeirðir í París — Tveimur háskólum lokað og 200 stúdentar handteknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.