Morgunblaðið - 05.05.1968, Page 2

Morgunblaðið - 05.05.1968, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNLJDAGUR 5. MAI 195» Þar eru mannréttindin Mannréttindanefnd Evrópuráðsins heldur alla fundi sína fyrir luktum dyrum. Her ur hluti nefndarinnar á fundi — prófessor Theodór Líndal er annar frá vinstri. einstaklingi, sem átti sér staö í Þýzkalandi nazismans og íta- líu fasismans — og fyrst ég er að minnast á þá Hitler ,og Musso lini, sé ég enga ástæðu til að undanskilja „félaga“ Stalín. — Hvaða munur er á þessum tveimur mannréttindasáttmái- um? — Mannréttindasáttmáli Ev- rópuráðsins er auðvitað mjög svo líkur sáttmála Sameinuðu þjóðanna efnislega ,en þó skii- ur einkum tvennt þar á milli, en það eru mannréttindanefnd Evrópuráðsins og mannréttinda- dómstóllinn. ísland er aðili að báðum þess um stofnunum ,en t.d. Frakk- land og Sviss, sem bæði eru að- ilar að Evrópuráðinu, eru ekki aðilar að mannréttindasáttmál- anum. Nú eru sextán aðildar- ríki Evrópuráðsins einnig aðilar að mannréttindasáttmála þess. í heiðri höfð — Rœtt við prófessor Theodór Líndat, fulltrúa Islands í mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins DAGUR Evrópu er hátíðlegur haldinn í dag og hefur Evrópu- ráðið forgöngu þar um. Prófess- or Theodór B. Líndal hefur um nokkurt skeið starfað í mannrétt indanefnd Evrópuráðsins, sem fulltrúi íslands, og í tilefni dags ins heimsóttum við prófessor Theodór til að fræðast svolítið um starfsemi mannréttinda- nefndar Evrópuráðsins. — Árið 1968 er mannréttinda- ár mikið, segir prófessor Theo- dór, um leið og við komum okk- ur fyrir við skrifborðið. — Mannréttindasáttmáli Samein- uðu þjóðanna er tvítugur á þessu ári og er þess minnzt með alls kyns fundum og ráðstefnum víða um heim, m.a. stendur nú yfir í Teheran Mannréttindaráð- stefna Sameinuðu þjóðanna og má segja, að fjöldi aðildarríkja samtóikanna láti mann- réttindi sig sérstaklega skipta þetta árið. Á þessu ári eru einnig liðin fimmtán ár síðan mannréttinda- sáttmáli Evrópuráðsins gekk í gildi. Það, sem fyrst og fremst hrinti honum í framkvæmd og reyndar sáttmála Sameinuðu þjóðanna líka, var sú algjöra fyrirlitning á manninum sem Bridge-landskeppnin: Unnum Skotana með yfirburðum ÍSLAND sigraði Skotland í lands keppni í bridge, sem fram fór í Reykjavík s..l föstudagskvöld með 104 stigum gegn 70. í hálf- leik var staðan 74:32. Keppnin fór fram í Sigtúni og voru áhorfendur margir og skemmtu sér mjög vel, enda var Jeiku'rinn sýndur á sýningar- tjaldi og spilin skýrð jafnóðum og þau voru spiliuð. íslenzka sveitin spiilaði vel og var sigurinn verðskuldaður. I lok keppninnar afhenti Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- félags ísalnds h.f. sigurvegurun- um bikar þann, er félagið hetfur gefið til keppninnar, en áformað er að keppn: milli landanna fari fram árlega. — Nýr seðill Framh. af bls. 32 500 króna seðlana í umtferð með an birgðir entuist. Fyrir um þremur árum þraut birgðirnar og kemur nú nýr 500 króna seðill í umtferð. Er hann jafnstór 100 króna seðlinum, en á bakhlið hans er mynd úr sjá-varútvegi. Á framhlið seðilsins er mynd af Hannesi Hafstein, ráðherra. Hætt verður að getfa út 10 króna seðil um leið og 10 króna myntin kemur í umferð. 10 króna mynt- in er fyrsti nýi peningurinn, sem getfinn er út í 40 ár á íslandi. Aðeins krónu- og tveggja- krónupeningarnir, svo og að sjáltfsögðu 10 krónapeningurinn kosta minna en í framleiðslu, en nafnvirði þeirra er. Einseyring- uxinn kostar t. d. 31 eyri, 5-eyr- ingurinn 76 aura og tíeyringur- inn 33 auraa Minnstu seðlarnir eru í rauninni töluvert dýrir einnig. Fimm króna seði,ll kostar t. d. 20 aura og endist að jafnaði í 20 mánuði og geri-r 10 króna- seðillinn það einnig, en hann er þrefalt ódýra-ri en 10 króna myntin, sem kostar um 85 aura og endist kannski í áratugi. Bankastjórar Seðlabankans tjáðu blaðamönnum í gær að bankinn myndi le-ggja til við rík- isstjórnina niðurtfelling smá- myntar verði gerð um næstu ára mót. Mun þá hætt að slá mynt smærri en 10 aura og ein-nig mun 25-eyringur óþarfur. Mun því að vænta 50 aura myntar í staðinn. Einni-g mun 5 króna mynt fylgja í kjölfar 10 króna mynta-rinnar og verður sú mynt líklega nokkuð minni en krónu- peningarnÍT nú. Sennilega verð- ur tveggjakrónujpeningurinn þá óþarfur. Loks hetfur svo Seðla- bankinn fyrirætlanir um, að sleginn verði stæri mynt en 10 krónur og er skoðun bankans að 50 króna mynt sé hagkvæmust. Sú mynt mundi verða að svip- uðu verðgildi og stærstu myntir nágrannalandanna. Með myntsláttu stærri upp- hæða verða að sjálfsögðu seðl- arnir óþartfir og mun bankinn því hætta að gefa út seðla minni en 100 krónur. Hins vegar er ráðgert að gefa út áður en langt um líður 5000 króna seðil og hefur það mál verið að nokkru undi-rbúið og er ákveðið að á framhlið han-s verði mynd af Einari Benediktssyni, en á bak- hlið myn-d af Dettifossi. Eftir að Seðlaban-kinn hefur innkallað óþartfa myntstærðir og endurskipulagt mynt- og seðla- útgáfuna mun-u íslenzkar pen- ingastærðir verða þannig: 10 aurar, 50 aurar, 1 króna, 5 krón- ur, 10 krónur og 50 k-rónur, allt í mynt. Seðlar verða að verð- gildi: 100 króraur, 500 krónur, 100 krónu-r og 5000 krónur. íslenzka sveitin var þannig skipuð: Ásmund-ur Pálsson, Hjalti Eiía-sson, Stetfán J. Guð- johnsen, Eggert Benónýsson, Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson. Fyrirlið er Þórður H. Jónsson. Skozku spilararni-r keppa í dag við A.-sveit íslands sem keppa mun á Norðuriandamótinu í Gautaborg síðar í þessu-m mán- uði. Fer keppnin fram í Sigtúni og hetfst kl. 13.30. Leikurinn verður sýn-dur á sýningartjaldi. Hér fer á etftir spil rar. 15 í kepninni, en fyrir það fékk ísl. sveitin 13 stig. Norður. A Á-K-8-7-6 ¥ Á-10-6-2 * Á-8 * G-8 5 * 10-9-2 D-9 ¥ 8-7-3 D-9-7-5 ♦ G-10 3-2 K-9-6 D-10-7-5 3-2 Suður. A D-G-4-3 ¥ K-G-4-3 4 K-6-4 * Á-4 Á því borði er Stétfán og Eggert sátu N.—S. gengu sagnir þannig: Suður. 1 Hjarta 3 Spaðar 5 Tíglar 6 Hjörtu Norður. 2 Spaðar 4 Grönd 5 Grörad Pass. Vestur lét út Tígul 5 og spilið vannst auðveldlega þar eð sagn- hafi getur kastað laufi í 5. spað- ann í borði. Spilið vinnst alltaf með þessu útspiii, en sagn- hafi verður að fara rétt í trompið ef lauf kemur út. Skotarnir spiluðu á sömu spil 4 hjörtu og unnu 6. - HJARTA Framh. af bls. 1 hjartaflutning annan. Sögðust þeir búast við því, að græða bæði ný lungu og nýtt hjarta í annan sjúkling síðar á þessu ári. Einn þeirra sagði, að West hefði ekki lifað lengur en nokkra mánuði enn, ef til vill aðeíns fá- eina daga ,ef ekki hefði verið skipt um hjarta í honum. West er kvæntur og á tvö börn. Prófessor Theodór B. Líndal. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Persónulega held ég, að afstaða t.d. Frakklands og Sviss stafi af ýmsum vangaveltum sem fram hafa komið um sjálfstæði ríkja í sambandi við aðild að þessum sáttmála, en það er of löng saga til að við séum að fara út í hana hér. — Nú, mannréttindanefndin og mannréttindadómstóllinn eru þá það, sem skilur í milli Ev- rópuráðsins og Sameinuðu þjóð- anna á sviði mannréttindamá’.- anna. Gaman væri að fá lýs- ingu á því, hvernig afgreiðsla mála fyrir þessum stofnunum fer fram. —: Já, meðlimir Evrópuráðs- ins kjósa fulltrúa í nefndina og dómstólinn, einn frá hverju aðildarríki, þannig, að fulltrú- arnir eru nú sextán í hvorri stofnun. Þess ber að gæta, að þeir, sem í nefndinni og dóm- stólnum sitja ,starfa algerlega á eigin ábyrgð og hlíta engum fyr irmælum annarra. Þau mál ein koma • fyrir dómsstólinn, sem nefndin ákveður að fái þá af- greiðslu, en þau mál eru tiltölu- lega fá miðað við þann mála- fjölda, sem fyrir nefndina kem- ur. Má því segja, að mannrétt- indanefndin beri frekar hita og þunga dagsins, hvað þetta snert- ir. Samkvæmt alþjóðarétti hefir löngum verið litið svo á, að ríki en ekki einstaklingar, væru að- ilar á þessum vettvangi. Sam- kvæmt 25. gr. mannréttindasátt mála Evrópuráðsins geta hins vegar einstaklingar fengið kröf- ur sínar teknar til meðferðar hjá nefndinni. Er það mjög þýð- ingarmikið ákvæði til verndar mannréttindum, enda hefur þessi leið verið mikið notuð og má í því sambandi geta þess, að síðan slík erindi fóru að berast nefndinni árið 1955, munu alls á fjórða þúsund mála hafa komið til hennar kasta. Nú, en snúum okkur þá að gangi málanna. Byrjunin er sú, að ríkisstjórn eða einstaklingur sendir bréf til aðalskrifstofu nefndarinnar, sem er í Strass- borg, og ber í því fram sína kvörtun. í aðalskrifstofunni er brugðið við og starfsmenn henn- ar taka saman öll tiltæk gögn um málið og semja svo aðgengi- lega skýrslu, þar sem í eru rakt- ar staðreyndir og málavextir allir. Næsta skref er svo það, að þriggja manna nefnd er skipuð og eiga í henni sæti einhverjir þrír fulltrúar úr mannréttinda- nefndinni. Þessi nefnd athugar málið gaumgæfilega og leggur svo fyrir mannréttindanefndina tillögu sína um það, hvort taka eigi málið til efnismeðferðar eða vísa því frá. Allt er þetta að- eins undirbúningsvinna. — Nú munu mál þurfa að uppfylla viss skilyrði til að geta komið til efnismeðferðar hjá mannréttindanefndinni sjálfri? — Það er rétt ,að ýmislegt þarf að athuga vel. Til þess, að mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins láti málið til sín taka að efni til, þarf viss- um skilyrðum að vera fullnægt. í fyrsta lagi verða þau atvik sem kærð eru að hafa gerzt eft- ir að viðkomanði land gerðist aðili að mannréttindasáttmálan- um og í öðru lagi þarf dómstóla- leiðin í viðkomandi landi að hafa verið reynd til þrautar. Enn ber þess að gæta, að kæra verður til aðalskrifstofu mann- réttindanefndarinnar innan sex mánaða frá því að loka dómstig ið fjallaði um málið. Ef þessum skilyrðum er fullnægt tekur nefndin málið til nánari m§ð- ferðar en annars er því vísað frá. — En það eru fleiri ljón á veginum en þessi? — Já, það er ýmislegt, sem þarf enn að athuga, segir prófess or Theodór og brosir við. — Kvörtunarefnið ,eða kæran, verður að sjálfsögðu að falla undir ákvæði mannréttindasátt- málans, en það getur oft verið vandi að skera úr um, hvort svo sé í raun og veru. Orðalag sátt- málans er mjög almenns eðlis. Þegar skera skal úr um það, hvort slíkt almennt orðalag eigi við um tiltekið mál, eða með öðrum orðum, hvort sáttmálinn nái til þess, þarf mikillar að- gæzlu við og í mörg horn er að líta. Úrskurðir nefndarinnar eru gefnir úr í „Yearbook of the European Convention of Human Rights", sem út er komin í 10 bindum (500—800 bls. hvert) á ensku og frönsku. Þar má finna nákvæmar skýringar á ýmsum orðum og orðatiltækjum sáttmál ans, sem nefndin síðan að jafn- aði fer eftir, er sams konar at- vik koma upp og áður hefur gengið úrskurður um. En ef málið stenzt þessa raun, er enn einn björninn unninn. — En ekki .. . ? — Nei, nei, það þarf meira til að málið komizt heilt í höfn. Ef nefndin hefur fjallað um sams konar mál áður, er það látið nægja og málum af sama toga vísað frá. Nú ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að kæran sé ekki á rökum byggð, eða ef kæran er nafnlaus, er mál- inu líka vísað frá. Og þá má heldur ekki vera um sýnilega misnotkun á kæruheimildinni að ræða. Ýmislegt fleira gæti ég nefnt, en ætli við látum þetta ekki nægja til að sýna að það er engin tilviljun, sem ræður því hvort mannréttindanefndin fjall- ar um málið eða ekki — nei annars, það er bezt að taka það fram líka að kærandinn verður að vera aðili að málinu. — Nú uppfyllir málið öll skil- yrði? — Já, þá fer nú róðurinn að lgjtast. Þriggja manna nefndin semur tillögu um það hvort mál- inu skuli vísað frá eða það hljóta frekari meðferð, og þá eftir át- vikum tillögu um hVað gera skuli. Leggur nefndin síðan til- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.