Morgunblaðið - 05.05.1968, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAl 13W»
BORGARSPÍTALINN
Staða sérfræðings í handlækningum við slysavarð-
stofu Borgarspítalans er laus til umsóknar.
Upplýsingar um stöðurnar veitir Haukur Krist-
jánsson yfirlæknir.
Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykja-
víkur við Reykjavíkurborg.
Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. eða síðar eftir
sámkomulagi.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgar-
spítalanum fyrir 30. maí n.k.
Reykjavík, 3. 5. 1968.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Iðnfræðsluráð.
Anglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um
land allt í maí og júní 1968.
Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um
próftöku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa
námstíma og burtfararprófi frá iðnskóla. Enn-
fremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá
nemendur sem eiga 2 mánuði eða minna eftir af
námstímanum, enda hafi þeir lokið iðnskólaprófi.
Umsóknir um próftöku sendist formanni viðkom-
andi prófnefndar fyrir 15. maí n.k., ásamt venju-
legum gögnum og prófgjaldi.
Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavík fá um-
sóknareyðublöð afhent í skrifstofu iðnfræðsluráðs,
sem einnig veitir upplýsingar um formenn próf-
nefnda.
Reykjavík, 2. maí 1968.
Iðnfræðsluráð.
Auglýsing
um styrki úr Menningarsjóði
Norðurlanda
Árið 1969 hefur sjóðurinn til ráðstöfunar fjárhæð
sem svarar til 22.9 milljóna íslenzkra króna. Sjóðn-
um er ætlað að styrkja norrænt menningarsamstarf
á sviði vísinda, skólamála, alþýðufræðsíu, bók-
mennta, myndlistar, tónlistar, leiklistar, kvik-
mynda og annarra listgreina. Meðal þess, sem til
greina kemur að sjóðurinn styrki, má nefna:
1. Norræn samstarfsverkefni, sem stofnað er til
í eitt skipti, svo sem sýningar, útgáfu, ráð-
stefnur og námskeið,
2. samstarf, sem efnt er til í reynslu skjmi, enda
sé þá reynslutíminn ákveðinn af sjóðstjórn-
inni,
3. samnorræn nefndastörf,
4. upplýsingastarfsemi varðandi norræna menn-
ingu og menningarsamvinnu.
Styrkir úr sjóðnum eru yfirleitt ekki veittir til
verkefna, er varða færri en þrjár Norðurlanda-
þjóðir sameiginlega.
Umsóknum um styrki til einstaklinga er yfirleitt
ekki unnt að sinna.
Þeir, sem sækja um styrki úr sjóðnum til vís-
indalegra rannsókna, þurfa að hafa í huga, að
styrkir eru yfirleitt því aðeins veittir til slíkra verk-
efna, að gert sé ráð fyrir samstarfi vísindamanna
frá Norðurlöndum að lausn þeirra.
Að jafnaði eru ekki veittir styrkir úr sjóðnum
til að halda áfram starfi, sem þegar er hafið, sbr.
þó 2. lið hér að framan. Sjóðurinn mun ekki, nema
alveg sérstaklega standi á, veita fé til greiðslu
kostnaðar við verkefni, sem þegar er lokið.
Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku eða
sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást í mennta-
málaráðneytum Norðurlanda og hjá Nordisk kult-
urfond, Nybrogade 2, Kaupmannahöfn.
Umsóknir skulu stílaðar til sjóðstjórnarinnar og
þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins eigi síðar
en 15. ágúst 1968. Tilkynningar um afgreiðslu um-
sókna er ekki að vænta fyrr en í desember 1968.
Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda, 3. maí 1968.
Jason Bröttugötu 3 B
Saumum jakka, kápur og dragtir.
Rautt, orange, grænt og blátt nappaskinn.
Rautt, ljósgrænt, drapp, blátt og dökkgrænt rúskinn.
Jakkar frá 3060.—, kápur frá 4155.— og dragtir
frá kr. 4600.—
JASON, Bröttugötu 3 B.
Gólfdúkur —
plastdúkur
Amerískur plastdúkur á böð
og eldhús í miklu úrvali.
Þýzkur D.L.W. plastdúkur
með korkundirlagi.
Enskur Dunlop plastdúkur.
Línoleum.
Þýzkur D.L.W. marmar-
jaspe- og parketdúkur.
Hálflínoleum, mörg mynstur
gólf og stigagúmmí,
margir litir.
Gólfdúkalím.
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H/F.
Bankastræti- 11 — Skúlagötu 30.
Fimmtugur í gœr:
Haraldur
Ásgeirsson
í HUGUM samferðamanna „í
lífsins ólgu sjó“ finnst manni
jafnan að vissum áfanga sé náð,
eða vissu marki, þegar aldurs-
árin standa á heilum tugum, og
síðar, er lengra liður, á hálfum
og heilum. f þessari röð merk-
isdaga ber þó jafnan hæst, ald-
ursmörkin fimmtíu ár, sextíu ár
o-s.frv. Öll ár sem samfylgd
góðra vina helzt eru að sjálf-
sögðu merkisár. En samt er það
svo, að við grípum tækifærið
við þessi hin stærri aldursmörk
til að votta góðum samferða-
mönnum sérstaka þökk og fram-
tiðaróskir. Fimmtugur maður
er á okkar tíð ennþá ungmenni
í anda og að mætti. Hann er
raunar ungmenninu langt um
fremri. Þroski og reynsla hafa
bæzt við. Margur er því við
þessi aldursmörk á hátindi lífs-
ferilsins.
Haraldur Ásgeirsson, verk-
fræðingur, er einn af mörgum
í þeim flokki. Léttur í lundu,
lipur og drenglundaður, áhuga-
maður í starfi og lífi. Þetta tel
ég hans einkenni og höfuðkojti.
Það er því ekki að ófyrirsynju
að Haraldur hefir haft mörgu
að sinna á starfsferli sínum og
náð langt í sinni grein, sem er
ein hinna mikilvægustu í landi
okkar. Varanleiki bygginga, með
ferð efnis, nýjar leiðir um notk-
un efnis og framkvæmdatækni
eru hans hugðarmál og höfuð-
starfssvið. Uppbygging rann-
sókastarfs á sviði byggingar-
mála í rúma tvo áratugi er hans
verk, enda þótt hann hafi víðar
lagt hönd á plóginn. Árangur
af slíku starfi verður ekki auð-
veldlega metinn. Margt er þar
raunar ómetanlegt og verður
aldrei mælt né vegið.
Hér er ekki ætlunin að rekja
störf hans eða meta gildi þeirra.
Það er ekki tímabært um at-
hafnamann á miðjum aldri. Ég
óska Haraldi og fjölskyldu hans
heilla í starfi og lífi, og þakka
hin góðu kynni.
Jóhann Jakobsson.
Nómsstyrkur
í Þýzkulondi
STJÓRNARVÖLD Lubeckborg-
ar í Þýzkalandi bjóða fram
styrk handa fslendingi til náms
í Lubeck skólaárið 1968-69.
Styrkurinn nemur allt að 350
þýzkum mörkum á mánuði.
Námsgreinar þær, sem til greina
koma, eru tónlist, þ.á.m. organ-
leikur, ýmsar greinar tækni-
fræði, svo sem vélfræði, raf-
magnsfræði, fjarskiptafræði,
eðlistæknifræði og bygginga-
fræði, svo og siglingafræði og
loks síðara hluta nám í læknis-
fræði. Styrkþega, sem áfátt er í
þýzkukunnáttu, gefst kostur á
að bæta úr því áður en skóla-
námið hefst.
Frekari upplýsingar um styrk
þennan' fást í menntamálaráðu-
neytinu, Stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg. Umsóknum skal
komið til ráðuneytisins fyrir 1.
júní n.k. og fylgi staðfest afrit
prófskírteina ásamt meðmælum.