Morgunblaðið - 05.05.1968, Page 31
MORGUNBLAÐÍÐ; SU'NNUDAGUR 5. MAÍ 196«
31
— Evrópudagur
Framliald af bls 2.
lögur sínar fyrir mannréttinda-
nefndina, sem ræðir þær og
tekur síðan ákvörðun um næstu
skref. Það eru mörg málin, sem
vísað er frá vegna þess að þau
uppfylla ekki öll nauðsynleg
skilyrði, annaðhvort efnislega
eða að formi til, nú eða þá hvort
tveggja.
— Og nú skulum við láta
mannréttindanefndina sam-
þykkja frekari afgreiðslu máls-
ins.
— Já, já, þá erum við komnir
þetta langt og nú skulum við
fá okkur kaffisopa svona í til-
efni af því, segir prófessor Theó
dór og brosir af stóiskri ró.
Þegar kaffið er komið á borð-
ið og við höfum gætt okkur á
því hallar prófessor Theodór sér
aftur á bak í stólnum og heldur
áfram ...
— Já, nú hefur mannréttinda-
nefndin samþykkt að fjalla nán
ar um málið. Aðalskrifstofunni
er falið að skrifa málsaðilum, til-
kynna þeim ákvörðunina og
biðja um frekari skýringar
þéirra, ef einhverjar eru. Þegar
svörin berast getur margt borið
þar í milli og er þá eftir at-
vikum leitað frekari upplýsinga
eða þá málsaðilum gefinn kostur
á að flytja mál sitt munnlega
fyrir mannréttindanefndinni.
Slíkur munnlegur málflutningur
er nú á döfinni í Grikklands-
málinu, og hefur þegar farið
fram í Belgíumálinu svonefnda,
en það er risið út af tungu-
máladeilum Flæmingja og Vall-
óna í því landi.
Þegar þessum málflutningi er
lokið sezt nefndin aftur á rök-
stóla og greiðir atkvæði um það,
hvort málið eigi að fara fynr
mannréttindadómstólinn eða
ekki. Oftast er það nú svo, þeg-
ar mál hefur náð þetta langt,
að nefndinni þykir rétt að láta
það koma til kasta dómstólsins,
en þó er það ekki einhlít regla.
Og nú þegar málið er komið
fyrir mannréttindadómstól Evr-
ópuráðsins, skenkir prófessor
Theodór aftur í bollana.
— Já, nú skulum við aðeins
athuga vinnubrögðin frekar. Sjö
manna nefnd frá mannréttinda-
nefndinni fylgir málinu fyrir
dómstólinn og gerir þar grein
fyrir niðurstöðum hennar, en
málsaðilar sækja og verja málið
sjálfir.
Loks fellur úrskurður dóm-
stólsins: annað hvort er þarna
um að ræða brot á mannrétt-
indasáttmálanum eða ekki. Hlut-
aðeigandi ríkisstjórn er tilkynnt
um niðurstöðu dómstólsins og
ætlast er til að hún breyti eftir
henni.
En mannréttindadómstóllinn
hefur ekki framkvæmdavald og
úrskurður hans fellir á engan
hátt úr gildi efnislegan úrskurð
æðsta dómsvalds viðkomandi
lands. Það eina, sem á þessu
umstangi öllu græðist er úrskurð
ur mannréttindadómstólsins um
það, hvort mannréttindasáttmál
inn hafi þarna verið brotinn eða
ekkl.
— Hvaða gagn er þá í þessu
eftir allt saman?
— Ja, það er vop að þessi
spurning komi fram. En aðeins
tilvist mannréttindanefndarinnar
bg mannréttindadómstólsis veit
ir ríkisstjórnum aðildarríkjanna
visst aðhald og sýnir um leið
fram á, að mannréttindasáttmáli
Evrópuráðsins er ekki aðeins til
á pappírnum heldur einnig í
raunhæfri framkvæmd. Það þyk-
ir engri ríkisstjórn gott að tapa
máli fyrir mannréttindadómstóln
um og því eru hann og mannrétt-
indanefndin allmikill öryggis-
þáttur til þess að mannréttind-
in séu raunverulega tryggð í
þeim löndum, sem þessar stofn-
anir ná til, segir prófessor Theo-
dór að lokum.
Við erum nú komnir á leið-
arenda — höfum fylgt málinu
alla leið og vonandi hefur þessi
hugleikur okkar sannað ein-
hverjum, að orðið mannréttindi
er eitthvað annað en nafnið
tómt — að minnsta kosti ein-
hvers staðar í heiminum.
Tréldossarnir
margeftirspurðu nýkomnir aftur.
SKÓSKEMMAN, Bankastræti.
Sumardvalarheimilið
í Reylqadal
Mosfellssveit tekur til starfa 6. júní.
Nánari upplýsingar í síma 12523.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Byggingartæknifræðingur
með 3ja ára starfsreynslu óskar eftir atvinnu.
Margs konar vinna kemur til greina. Tilboð merkt:
„Áhugasamur — 8140“ sendist Mbl. fyrir 12. maí.
Starfsmannafélag
óskar að kaupa eða leigja jörð eða jarðarpart, sem
hefur rétt til lax- eða silungsveiði eða möguleika
til fiskiræktar.
Tilboð merkt: „Starfsmannafélag“ sendist í póst-
hólf 229, Reykjavík, sem alra fyrst.
Aðalfundur
Iðngarða lif., verður haldinn í skrifstofu Lands-
sambands iðnaðarmanna, Iðnaðarbankahúsi, 4. hæð,
föstudaginn 10. maí 1968 kl. 5 e.h.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðiiar að I. byggingaflokki mæti kl. 4 e.h.
á sama stað.
STJÓRNIN.
Atvinnurekendur!
Maður á bezta aldri, með góða verzlunarþekkingu
og langa starfsreynslu, óskar eftir atvinnu. Er vanur
erlendum og innlendum bréfaskriftum, bókhaldi,
banka- og tollafgreiðslum, framkvæmda- og skrif-
stofustjórn og allri venjulegri skrifstofuvinnu.
Algjör reglusemi. .
Tilboð óskast send í pósthólf 578, Reýkjavík.
Skrifstofustúlka óskast
Opinber stofnun óskar að ráða vana skrifstofu-
stúlku. Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist til Morgunblaðsins merktar: „5095“
fyrir 15. maí n.k.
BORGARSPÍTALINN
Stöður ritara (fulltrúa) við skurðlæknisdeild og
geðdeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar.
Upplýsingar í síma 81200.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar.
Umsóknir, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur
Borgarspítalanum fyrir 15. maí n.k.
Reykjavík, 3. 5. 1968.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Aukavinna
í síma 23190, mánudaginn ). maí kl. 2—6 e.h.
Ungur maður eða kona óskast til sölu- og dreif-
ingarstarfa í verzlanir í Reykjavík og næsta ná-
grenni.
Algerlega sjálfstætt starf. Hentugt fyrir þann,
sem vinnur vaktavinnu. Viðkomandi þarf helzt
að hafa bíl til umráða.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun, núverandi
og fyrrverandi störf sendist Morgunblaðinu merkt:
„Aukastarf — 8094“.
Sumarkápur - sumarkápur
Ný sending áf sumarkápum í öllum stærðum frá
36—48, verð frá kr: 1450—2350.
Kápur sem má nota á báða vegu kr: 2350.
Enskir kjólar í úrvali.
Stærstu og ódýrustu kápurnar eru á Laugavegi 2.
Laufið, Laugavegi 2 og Austurstræti 1.
Sumarkjólar - sumarkjólar
Fjölbreytt úrval af sumarkjólum á krónur 450.—
sumarkápur í öllum stærðum á kr: 1450.— og
1560,—
Laufið, Laugavegi 2.
Stórkostlegt úrval af alls konar sumarfatnaði.
Hin margeftirspurðu rúmteppi, gluggatjöld
og púðar er komið aftur.
Nýir litir og gerðir.
Sumarkjólar frá kr. 495.—
Stórkostlegt úrval af allskonar sumarfatnaði.
UPPBOÐ
Að kröfu Guðjóns Steingrímssonar, hrl., verður
trillubátur, talinn eign Baldvins Péturssonar,
seldur á opinberu uppboði í húsi Bátafélags
Hafnarfjarðar við Strandgötu í dag, laugardaginn
4. maí, kl. 2 síðdegis.
Hef opnað tannlæknistofu
í Skipholti 17 A 3. hæð.
Viðtalstími eftir samkomulagi.
SÍMI 195 85
Jón Snæbjörnsson tannlæknir.
LITAVER
Teppi — Teppi
GRENSÍSVEGI22-24 Nylon-teppi,
SIM4R: 302 80-322 SZ
verð pr. ferm. kr 255.—
\