Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1968 PARIS: Enn ókyrrð meðal stúdenta París, 6. maí — AP-NTB PARÍSARLÖGREGLAN beitti í dag táragassprengjum til að dreifa fjölmennum stúdentahópi sem safnazt hafði saman í latínu hverfinu i París og höfðu uppi mikil mótmæli. Óeirðirnar brut ust út þegar stúdentar hófu að grýta lögregiuna, en hún hafði áður lagt bann við frekari mót- mælafundum stúdenta. Mikill fjöldi lögreglumanna var á verði í hverfinu í dag en stúdentar hafa boðað frekari að- gerðir í kvöld. !>á sló lögreglan hring um Sorbonne-háskólann og fengu aðeins þeir sem eru í prófum og aðrir, sem búa við há skólann, að komast þangað. Eins og skýrt hefur verið frá í frétt- um er Sorbonne-háskóli lokað- ur, en próf eru þó haldin þar með nokkurn veginn eðlilegum hætti. Upphaf þessara síðustu mót- mælaaðgerða var, að sjö nem- endur voru kvaddir fyrir aga- dómstól skðians og þeim gefið að sök að hafa staðið fyrir óeirð Árni Friðriksson í síldarleiðangur ÁRNI Friðriksson fór frá Reykja vik kl. 11 í gærkvöldi og hélt austur í haf í síldarleitarleiðang ur. Áætlað er að leiðangurinn standi yfir í 3-4 vikur og leið- angursstjóri er Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðingur. Ef siglingarleiðir opnast fyrir norð- an land mun skipið koma til hafnar eftir 3 vikur og taka við bótarstarfslið til leiðangurs norð ur og norðaustur fyrir land. Þetta svæði var athugað að venju í maíbyrjun í fyrra, en nú er það ekki hægt í bráð vegna ísa. unum fyrir síðustu helgi, en þær leiddu til þess að Nantarre-há- skólanum og síðan Sorbonne var lokað. Stúdentar krefjast þess, að skipulag háskólans verði endur- skoðað og þeir segja að kennslu- tæki séu ófullkomin og úr sér gengin. Fréttastofufregnum ber ekki saman um, hvort einhverjir hafi meiðzt í látunum í dag. NTB segir svo ekki vera, en AP- fréttastofan skýrir frá því, að einn stúdent að minnsta kosti hafi meiðzt í andliti, er hann varð fyrir táragassprengju og fleiri hafi meiðzt nokkuð. m Myndin sýnir hitabreytingarnar á 3ja tíma fresti fyrstu fimm dagana í maí í Reykjavík og á Raufarhöfn og samanburð við meðalhita sömu daga 1931—60. Heilu línurnar merkja hita- breytingarnar, en þær brotnu meðalhitann 1931—60. Meðalhitinn núna hefur verið sem hér segir: Á Raufarhöfn: 4-7,8 stig, 44,9, 47,9, 48,8 og 47,5 stig. í Reykjavík: 1,9 stig, 1,8, 45,6, 44,1 og 1,9 stig. Á þessu sést, hve miklu munar á hita. Efri línurnar merkja Reykjavík, en þær neðri Raufarhöfn. Hitinn 5 til 9 stigum lœgri — það sem af er maímánaðar MAÍ- MÁNUÐUR byrjaði með miklum frosthörkum, meiri en oftast áður. Mældist mest frost í byggð 16 stig á Raufarhöfn og er það mesta frost sem mælst hefur á þess ari öld, en sama frost var 1955 á Barkarstöðum og 1927 á Grímsstöðum á Fjöllum. Meðalhiti í Reykjavík var fyrstu fimm dagana 1 stig, en er í meðalári rúmlega 5 stig. Á Raufarhöfn, þar sem frost- ið varð mest var hitinn um 9 stigum lægri en í meðal- ári, var -í-7,2 stig en er í með alári tæplega tvö stig. Veðurfar var að öðru leyti ágætt, stillt og bjart. Meira bjartviðri var sunnanlands og veldur það mestu um hita- muninn, en hafísinn veldur kuldunum. Hefur merkur veðurfræðingur sagt á einum stað, að hafísinn sé hitamæl- ir landsins og megi marka hlýindi og kulda á stöðu haf- íssins við landið. Þetta ár er að verða með meiri hafísár- um á þessari öld. Er hafísinn meiri nú, en menn vita dæmi um allt frá árinu 1915. Þá var ís við land fram í júní. Einnig var árið 1919 mikill ís við landið. En menn skyldu ekki ör- vænta þótt kalt hafi verið. undanfarið. Aprílmánuður var álíka hlýr og í meðalári og þess eru oft dæmi, að kuldaköst hafi komið í maí, t.d. kom mikið kuldakast í byrjun maímánaðar 1927 og komst hitinn þá niður í -f-3,9 stig í Reykjavík fyrsta og þriðja maí, og var nokk- uð svipaður híti um land allt. Sá maímánuður var þó á end anum rúmu stigi yfir meðal- ári. í dag spá veðurfræðingar batnandi veðri, suðaustan og sex stiga hita í Reykjavík, en nálægt frostmarki norður á Akureyri. Fjórsöinun I Hnteigskirkju — til prestsembœttisins í Kaupmannahöfn VIÐ messu í Háteigskirkju s.l. sunnudag, 5. maí vakti prestur- inn, Séra Arngrímur Jónsson at- hygli fólks á því, að um þessar mundir færi fjársöfnun fram til Dulspekiskólinn vill IMorðurlandaprentsmiðju SIGFÚS Elíasson skýrði Morgun blaðinu svo frá í gær, að Dul- spekiskólinn legði til að stofn- sett verði Norðurlandaprent- smiðja í Reykjavík. Hlutverk hennar verði að prenta dulda helgidóma, sem geymdir eru á íslandi og safnað hefur verið í 30 ár. Helgidómarnir verði prent aðir á íslenzku og hinum Norður landamálunum jafnhliða. Tveir bátar voru fastir í ís á Reyðarfirði í gær. Bátarnir voru Krossanesið og Sigurbjörg ÓF, en þeir héldu hvor annan í þröngri vík, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ljósm-: Friðgeir Olgeirsson. íslenzka prestsembættisins í Kaupmannahöfn. Söfnuðust þegar í lok mess- unnar 1500 krónur, og að auki 10 krónur í dönskum peningum. Peningar þessir voru afhentir Mbl. til fyrirgreiðslu. Ef fleiri safnaðarmeðlimir vildu láta fé til þessa embættis af hendi rakna, mun verða tekið við því í Háteigskirkju milli kl. 5—7 daglega. Ekki er vitað um, að slíkar safnanir hafi farið fram í öðr- um kirkjum borgarinnar, hingað til. Pulitzer- verðlaunin New York, 6. maí, AP. SKÁLDSAGNAHÖFUNDUR- inn William Styron hlaut Pulitzer-verðlaunin i ár fyrir skáldsögu sína „Játningar Nats Turner.“ Bókin kom út í Banda- ríkjunum og hefur verið á met- sölulista síðan. Fjallar hún um þrælauppreisn í Bandaríkjunum fyrir rúmum hundrað árum. Skáldsaga Styrons hefur aftur á móti hlotið slæma dóma í Evrópu m.a. hjá gagnrýnanda „The Times“ í Lundúnum. Ýmis dagblöð hlutu Pulitzer- vearðlaunin fyrir góða blaða- mennsku. Verðlau'ni-n fyrir ljóð- lrat hiaut Anthony Hecht fyriir ljóðabókina „The Haird Houirs“. Hjóniin Will oig Ariel Durant hlutu sömuleiðis Pulifzer-veirð- iaunin fyrir lokabindið af „Sögu miennimgarin'nair“, „Rausseau og byltirugin". Stólu 15 þús. kr. TVEIR menn rændu sl. laugar- dagskvöld peningakassa úr Brauðbæ við Þórsgötu, en eng- inn var frammi til afgreiðslu, þegar þá bar að. Voru 15—16 þúsund krónur í kassanum. Eins og fyrr segir var enginn við afgreiðslu, er mennirnir komu inn í verzlunina, þar sem lítið hafði verið um viðskipti síðari hluta kvöldsins. Var af- greiðslufólkfð í herbergi bak við. Höfðu mennirnir snör handtök, þrifu peningakassann af borð- um og hlupu með hann út. Átt- aði afgreiðslufólkið sig ekki á því, hvað gerzt hafðh, fyrr en allt var um seinan. Peningakassinn fannst brátt tæmdur, og er málið nú í rann- sókn hjá rannsóknarlögregl- - TVISYNAR Framh. af bls. 1 ir McCarthy, þótt þau þurfi ekki að þýða, að hann muni hætta við framboð sitt. Þess ber áð gæta, að 30% demókrata í Indi- ana hafa ekki tekið endanlega afstöðu til forsetaefnanna og geta úrslitin því orðið allt önnur en skoðanakönnunin sýnir. • Samstarfsmenn Kennedys hafa haft öll spjót úti til að fá þesssi 30% á sitt band og m.a. hefur móðir Kennedys og fjöl- margir frægir stuðningsmenn hans verið fengnir til að reka áróður fyrir öldungadeildar- þingmanninum. - HJARTAÞEGAR Framh. af bls. 1 dag, væri ágæt. Hann hefði góða matarlyst og kona hans hefði fengið að heimsækja mann ainn í sunnudag. Fyrsti hjartaþegi Bret- lands, Frederick West, er við ágæta heilsu og hann hefur neytt matar og drykkjar. í gær fékk hann að sitja uppi í rúmi sínu og lét í ljósi ósk- ir um að horfa á sjónvarp og fá nokkurn bókakost. Hjúkrunarlið Groote Shuur sjúkrahússins í Höfðaborg er nú reiðubúið að hefja þriðju hjartagræðsluna, að því er fréttir þaðan hermdu í gær. Próf. Christian Barnard, sem fyrstur gerði slíka aðgerð, mun einnig stjórna þessari. Ekki hefur verið tilkynnt, hvenær aðgerðin fer fram. BRIDCE EINS og áður hefir verið skýrt frá, sigraði íslenzka landsliðið skozka landsliðið í lands- keppni, sem fram fór hér í Reykjavík sl. föstudagskvöld, með 104 stigum gegn 70. Skozku spilararnir tóku þátt í hraðkeppni fyrir sveitir, sem fram fór sl. laugardag. Sveitun- um var skipt í tvo riðla, og sigruðu skozku spilararnir í öðr- um riðlinum, en hlutu annað sætið í hinum riðlinum næst á eftir B-sveit íslands, sem keppa mun á Norðurlandamótinu í Gautaborg síðar í þesssum mán- uði. Sl. sunnudag kepptu skozku spilararnir við A-sveit Islands, sem keppa mun á Norðurlanda- mótinu í Gautaborg, en hér er um að ræða sveit Benedikts Jó- hannssonar, sem sigraði á ís- landsmótinu 1968. íslenzka sveitin sigraði með miklum yfirburðum 87 st. gegn 27. íslenzka sveitin var þannig skipuð: Benedikt Jóhannsson, Jóhann Jónsson, Jón Arason og Sigurður Helgason. Skozku spilararnir héldu utan í gærmorgun, en á sunnudags- kvöldið var þeim haldið hóf, þar sem skipzt var á gjöfum, og létu Skotamir í ljós mikla ánægju með þessa fyrstu keppnisferð til íslands, og rómúðu allar mót- tökur. Fyrirhugað er, að lands- keppni milli Islands og Skot- lands fari fram árlega. Norðurlandamót í bridge fer fram að þessu sinni í Gautaborg, og sendir Bridgesamband Is- lands tvær sveitir til keppninn- ar, sem hefst 23. maí n.k. Sjóprófum lokið SJÓPRÓFUM vegna Fanney RE 4 sem sökk á dögunum, lauk á Siglufirði sl. föstudag en ekkert nýtt kom í ljós, sem skýrt getur þann mikla leka sem kom að skipinu. Skipið mun mjög óveru lega hafa snert ísjaka, en engin óyggjandi skýring hefur fundizt á þessum ofsalega leka, sem sökkti skipinu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.