Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1968 Fylgst með framkvæmdum hjá SIAB í Straumsvík yfirmenn SIAB í Straumsvík, frá vinstri: Jónas Nyberg og Niels Erik Helmer. Steypuskáli: Málmurinn kemur í fljótandi ástandi frá kerja- skála og þar er hann steyptu r í mót. Mótin eru ýmist hleifar, bútar eða klumpar, en þeir eru frá 10-20 kg. og upp í nokkur hundruð kíló. Mestur hluti málmsins er valsaður í plötur og einnig er hann pressaður í mismunandi prófíla. Vinna við Straumsvík gengur samkvæmt áætlun og allir aðil- ar sem vinna verkið standast á- ætl. Sá aðilinn sem hefur stærst verksvið í Straumsvík er sænska fyrirtækið SIAB. Við öfluðum okkur uppiýsinga um SIAB og verksvið þess. SIAB er stærsti verktakinn hjá ISAL í Straumsvík og fyrir- tækið er aðalfyrirtækið fyrir' steypumannvirkjagerð, vegagerð og frárennslilagnir. 275 menn vinria hjá SIAB við þessar fram- kvæmdir og aðalframkvæmdastj. fyrirtækisinS hér eru Jónas Ny- berg og Niels Erik Helmer. SIAB rékur mjög víðtæka starfsemi í Svíþjóð og er annar stærsti byggingaverktaki í Svíþjóð. Þar vinna um 6000 manns hjá SIAB. Stærsti liður verksins, sem SIAB vinnur í Straumsvík er gerð steypumannvirkja, sérstak- lega undirstaða. SIAB byggir mikið á framleiðslu byggingar- eininga til þess að flýta fram- leiðslunni og með því hafa þeir sparað mikinn vinnukraft. í Straumsvík hefur SIAB steypu- stöð, sem getur afkastað um 200 rúmmetrum af steypu á dag mið- að við 10 tíma vinnu. Sandur og möl er keypt hjá Steypu- stöðinni, en blágrýtismölin og sandurinn er unnið á Rauðamel í Reykjanesi. Sem.entið er keypt á Akranesi. Langflestir starfsmenn SIAB, eða um 95%, eru íslendingar og þeir hafa fæði í matsal ISAL í Straumsvík. Flestir starfsmenn irnir búa í Reykjavík og Hafnar firði, en nokkur hluti þeirra býr í íbúðarskálum ISAL í Straums- vík, sérlega menn utan af landi. SIAB flytur starfsmenn úr Reykja vík og Hafnarfirði í og úr vinnu. SIAB hóf framkvæmdir í Straumsvík í júlílok ‘67 með því að reisa steypustöð og skrif- stofu. Framkvæmdir hófust síð- an af fullum krafti í ágúst. U. þ.b. 30 þúsund rúmmetrar af steypu eru áætlaðir í þær bygg- ingar, sem SIAB sér um. Frost hafa ekki hamlað því að hægt væri að steypa í vetur, því að SIAB hefur í Straumsvík hitun- artæki til þéss að hita upp plastskýli, sem þeir reisa þar sem verið er að steypa. Mjög mikið af járni fer í undirstöðurnar og er áætlað að það verði um 2000 tonn. Væntanlega verður verki SI- AB lokið í árslok 1968. Kerjaskálinn verður 640 metra langur og eftir honum endilön gum verða tvær kerjaraðir, en kerin eru alls 120. í þeim fe r málmbræðsla fram. Kerjaskálinn verður lengsta bygging á landinu. Undirstöðurnar í kerjaskálanu m eru eins og nútíma skúlptúr. Áloxyd verður flutt inn frá A fríku og síðar Ástralíu. Á mynd- inni sést fyrsta undirstaða áloxydgeymisins, en geymirinn mun t aka um 30 þúsund tonn af áli. Undirbyggingin er úr steypu og geymirinn sjálfur, sem er 60 metra hár, verður úr stáli. Um 4000 ferm. af st eypu fara í undirstöður og um 500 tonn af járni. Álið verður flutt úr aðalgeyminum í svokallaða daggeyma, en það er magn, sein mun nægja til dagvinnslu. Daggeymarnir eru 3 og úr þeim er álið flutt í kerjaskálann til bræðslu. Ljósm. Ól- K. M. Til sölu notaður ísskápur, tvö náttborð, snyrtiborð, bvotta- pottur og strauvél. Til sýnis og sölu mánudaginn þann 6/5. á Lauga- teigi 11 1. hæð, sími 36218. Nordisk konversations leksikon, 0 hindi. Kjarakaup. Þar sem núverandi birgðir okkar al Nordisk konversations leksikon eru greiddar fyrir síðustu gengisfellingu, þá getum við boðið leksi- konið á verulega hagstæðara verði, en það er selt á í Danmörku. Með hinum hagstæðu afborgunkjörum er okkar verð kr. 7.550.00, en til samanburðar má geta þess, að verð þess í Danmörku er um 8.700.00 kr. íslenzkar. Gegn staðgreiðsiu er »okkar verð kr. 6.795.00, en danska verðið er um 8.200.00 íslenzkar kr. Athugið upplýstur ljóshnöttur fylgir með í kaup- unum. Takmarkaðar birgðir. Notið þetta einstæða tækifæri. BÓKABÚÐ NORÐRA, Hafnarstræti 4, sími 14281.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.