Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1968 19 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Bókmenntakynningar BÓKMENNTAKYNNINGAR hafa tíðkazt hérlendis lun nokk- uð margra ára ekeið, mest hér í Stór-Reykjavík, hygg ég, en einnig á víð og dreif úti um landsbyggðina. Kynningar þessar hafa jafnan farið fram á svipaðan hátt: Kynnir kveður sér 'hljóðs, segir, hvaða höfund eigi að kynna, og les upp dagskrána, sem síðan hefst, með því að einíhver bók- menntafræðingur eða spekingur stígur í ræðustólinn og les upp skrifað erindi eftir sjálfan sig. Erindið er að sjálfsögðu helgað höfundinum, sem kynna skal, og er í flestum dæmum eins og sambland af ritskýringu, afmæl- isbveðju og minningarorðum. Erindið er svo snyrtilegt og vel samið ,að það getur síðan birzt í Skírni, óbreytt. Höfundurinn situr á fremsta bekk, skáldlegur og innhverfur og svipbrigðalaus og stekkur ekki bros, meðan bókmennta- fræðingurinn upplýsir hlustend- ur um þá stórgáfulegu speki, sem lesa megi út úr verkum hans. Þegar svo bókmenntafræðing- urinn hefur lokið máli sínu, hefst upplestur úr verkum skáldsins, og annast hann oftast einn eða fleiri leikarar ásamt höfundinum. Hlutverk þeirra er þó einungis að lesa upp og alls ekkert fram yfir það. Að upp- lestri loknum stígur kynnirinn aftur í stólinn og þakkar við- stöddum og segir, að þessari kynningu sé nú lokið. Og hver fer til síns heima. Svo hefur viljað til, að ég hef verið stadöur á nokkuð mörgum bókmenntakynningum, og hafa þær verið svo nauðalíkar hver annarri, að ofangreind lýsing á við þær flestar, og eiginlega all- ar, ef undan er skilið, að höfund ar hafa ekki alltaf verið við- staddir sjálfir. Því stundum hafa t.d. verið kynnt verk látinna höf unda. Vafalaust hafa allir, sem stað- ið hafa fyrir bókmenntakynning um af þessu tagi, haft gott eitt í huga. Tilgangurinn hefur vitan- lega verið sá að vekja athygli á ritum skáldanna og fá fólk til að lesa meira. Vera má, að árangur hafi ein- hver orðið. Og viðleitnin er allt- af góðra gjalda verð. En þrátt fyrir lofsverða við- leitni og nosturslegan undirbún- ing hafa kynningar þessar verið allt of stífar og stirðbusalegar og stundum beinlínis fráhrind' andi. Það er t.d. vafasöm aðferð til árangurs að lesa upp ritgerð eftir sjálfan sig; ritgerð, sem er auðheyri'lega samin með það fyr ir augum, að hún birtist á prenti, þegar búið er að notast við hana til upplestrar. Ræðumenn geta verið áheyri- legir eða þreytandi eftir atvik- um. En þeir, sem geta ekki kom- ið fyrir sig orði í heyranda hljóði öðru vísi en lesa hverja setninigu upp af blöðum, eru und antekningarlítið leiðinlegir. Samskipti manna, augliti til aug litis, hafa, frá því mannlegt mál I varð til ,verið munnleg, en ekki skrifleg. Hingað til höfum við bjargazt við að tala upp úr okk- ur, þegar við hittum einhvern góðkunningja á förnum vegi. Sama máli gegnir um öll önn- ur dagleg viðskipti. Góðir ræðumenn púnta hjá sér staðreyndir, sem fyrirhafn- arsamt er að leggja á minnið. En hvorir tveggja: mennirnir, sem hittast á götunni, og ræðu- mennirnir, sem mæla af munni fram, haga orðum sínum að uoKKt-u leyti samkvæmt því, sem stemming andartaksins blæs þeim í brjóst. Upplesarinn er dauð vél hjá hinum, sem mælir af munni fram. Hinn fyrrnefndi vekur enga eftirvænting. Hinn síðar- nefndi vekur eftirvænting, því sérhver áheyrandi tekur óbein- an þátt í ræðu hans. Enginn veit, hvað hann segir næst. Enginn veit, hvernig honum mun takast upp, og allra sízt hann sjálfur. Þeir, sem geta ekki mælt ræðustúf eða erindiskorn af munni fram, ættu að skrifa fyrst, læra síðan utan bókar, það sem þeir hafa skrifað, og flytja mál sitt þannig. En hinir, sem geta hvorki talað upp úr sér né nenna að læra utan bókar sín eigin orð — þeir ættu ekki yfir- höfuð að taka til máls í augsýn áheyrenda. Þeirra staður er á öðrum vettvangi. Og svo er það upplesturinn á bókmenntakynningum. Oftast eru leikarar fengnir til að gegna því starfi. Upplestur er talinn í verkáhring þeirra, af því þeir hafa numið hann með lei'klistarnámi sínu. En ég efast um, að upplestur bókmennta — einkum ljóða — ætti að teljast einhver sérgrein þeirra fremur en annarra vel læsra manna. Að leika og lesa — er það ekki sitt hvað? Mér finnst leikurum hætta til að oftúlka texta, sem þeir fara með; leggja í þá ýktan og óeðlilegan kraft. Eða hver minnist ekki að hafa heyrt upplesara skeiða yfir öll svið mannlegrar raddar; fetta sig og bretta; reka upp rokur, þegar sízt vonum varði; en snar- lækka róminn þess á milli; og gera sér upp hinar og þessar tilfinningar, sem sýndust hreint ekki henta því efni, sem lesið var? Lestur með þvílíkum hunda- kúnstum heyrðist oft hér á ár- unum, en gerist nú sjaldgæfur, sem betur fer. Vera má, að ein- hverjir haldi fram slíkum flutn- ingi og þyki til hans koma. En hitt er víst, að hann á ekki við venjulegan texta, allra sízt ljóð. Textinn fer forgörðum, týn- ist hreint og beint, ef lesari læt- ur svo mikið bera á pensónu sinni. En ég vil taka fram, að ég tel yngri leikara okkar gæta meira hófs í upplestri en fyrr- um tíðkaðist. Og stöku leikarar eru líka afbragðs upplesarar án minnstu hliðsjónar af því, hvern ig þeir bera sig á leiksviði. Fyrsta skilyrði góðs upplestr- ar er auðvitað, að upplesarinn sé handgenginn því efni, sem hann les. Rithöfundar eru mis- jafnlega góðir upplesarar. Samt held ég, að höfundur verði að vera klaufskur upplesari, ef hann getur ekki lesið af meiri innlifun en aðrir sitt eigið verk. Ég tiltek aftur ljóð. Ef skáldið sjálft kann ekki á hrynjandi þess ljóðs, sem það hefur sjálft ort, hver ætti þá fremur að þekkja hana og koma henni til skila? Þegar verk eins tiltekins höf- undar eru kynnt og höfundur- inn les sjálfur upp úr verkum sínum, gæti sá upplestur verið miðpúnktur og aðalatriði kynn- ingarinnar, það er að segja, ef formið og venjan byði upp á það. En sú hefur ekki verið reyndin. Það telst ekki til undantekn- ingar, að höfundur lesi upp úr verkum sínum á bókmennta- kynningu og líti naumast upp af blöðunum né horfi teljandi fram an í áheyrendur. Og hvernig má það öðru vísi vera? Hvernig dirfist maður að líta upp, eftir að nýbúið er kannski að þylja yíir honum heil eftirmæíi af hóli? í rauninni ætti hann að látast vera dauður. Mönnum er stundum vorkunn. En hverjum er þetta fyrir komulag eiginlega að kenna? Auk venjunnar er yfirsjón- in beggja: þeirra sem standa fyrir bókmenntákynningum og höfundanna sjálfra. Sum- ir höfundar beinlínis gangast upp í, að litið sé á verk þeirra, og þar með þá sjáifa, eins og dularfulla leyndardóma. Sjálfir mega þeir ekki botna neitt í sjáif um sér. Verk þeirra s'kulu vera ávöxtur innblásturs og anda- giftar, sem þeir skilja sjálfir ailra manna sízt. ÍBoðorðið er því fyrst og síðast að segja ekki aukatekið orð um sín eigin verk í viðurvist almennings. — Mitt er að yrkja, en ykkar að skilja. Þessi viðhorf eru gömul og rómantísk, en úrelt, enda er nú orðið viðtekin venja, að rithöf- undar spjalli frjálslega um vinnubrögð sín við t.d. blaða- menn og aðra fjölmiðla. Stífar og hátíðlegar bók- menntakynningar eiga ekki við nema sem minningarathafnir, þegar svo stendur á, að gjnhver heiðursmaður af Braga bekk hefur nýverið horfið yfir landa- mærin. Höfundur, sem kemur á bók- menntakynningu, þar sem verk hans eru kynnt, á náttúrlega að lesa upp úr ritum sínum, meðal annars. En hann á ekki að láta þar staðar numið. Hann á líka að segja eitthvað, sem hvergi stendur í bókum; eitthvað frjálst og óþvingað. Langi einhvern áheyrenda til að spyrja höfund- inn, t.d. um það, sem hann hef ur verið að lesa, þá á hverjum, sem er, að vera frjálst að spyrja. Sömuleiðis á hverjum, sem er, að vera heimilt að láta í ljós álit sitt. Skáldverk, sem stenzt ekki umræður, gagnrýni eða jafnvel fávislegan misskiln- ing, getur einskis misst, því það er hvort sem er vonlautst til kynningar. Það væri ósanngjarnt og heimskulegt að ætlast til, að fólk, upp og ofan, hefði meiri áhuga á bókmenntum en öðr- um mannlegum viðfangsefnum, svo sem vísindum, fþróttum, stjórnmálum eða öðrum listum. Þeir, sem láta sjá sig á bók- menntakynningum, koma ekki þangað einungis í því skyni að svelgja í sig unað þann, sem listin veitir, heldur einnig til að njóta félagslegra sanwista með öðru fólki og — fylgjast með, eins og kallað er. Bók- menntakynningar ættu því að vera meir við almennings hæfi. Þær ættu að vera líflegri en þær hafa veríð hingað til, skemmti- legri, fjölbreyttari og umfram allt frjálslegri, eins og vera ber í nútímanum. Erlendur Jónsson. 4! Arni G. Eylands. Bók um framræslu hér á landi síðustu 25 árin Blaðinu hefir borizt bókin „Skurðgröftur Vélasjóðs 1942- 1966“ eftir Árna G. Eylands frv. stjórnarráðsfulltrúa. Bókinni er skipt í tvo hluta og nefnist hinn fyrri „Skurðgröfur að verki 1952 1966“. Fyrri hlutinn er mun styttri og skiptist í inngang, ræktun og framræslu, skurðgröf ur vinnustaði og afköst, afköst vélanna 1942-1951, framræslu. framkvæmdir 1942-1951 og loks landstærð og kostnað. í síðari hlutanum eru kaflar um löggjöf um Vélasjóð og skurð gröfur, framlög ríkisstjóðs til Vélasjóðs, fleira um fjárveiting- ar þessar, aðilar og vélakostur, mælingar og úttekt, tölurnar tala (töflur), Landnám ríkisins, handgrafnir skurðir, lokræsi önnur framlög ríkisstjóðs, fram lög ríkisstjóðs og bænda, hið ræsta land, verkstæðið, jarðýt- urnar fyrstu, breytt viðhorf, stjórn Vélasjóðs, úrræði, úr reikningum Vélasjóðs, heimildir og loks English Summary. Vélanefnd ríkisins segir í for- mála: Hinn fyrsta júní, 1967 voru liðin 25 ár frá því, að byrjað var að grafa framræslu- skurði hér á landi með skurð- gröfum af þéirri gerð, sem mest hafa verið notaðar síðan í land- inu, þ.e. beltavélum með drag- skofliu. Starfsemi Vélasjóðs hefur á síðustu árum dregizt mjög sam- an og orðið vaxandi hallarekst- ur á sjóðnum. v Veldur þar mestu um að marg- ir aðilar hafa snúið sér að fram- ræslu og náð undir sig flestum arðvænlegustu verketfnunuan, en Vélasjóður hefir orðið að sinna vondum og erfiðum verkefnum í tiltölulega stærri stíl en áður. Hafa fjárhagsörðugleikar Véla sjóðs orðið ýmsum umræðuefni og hafa sumir látið í ljós þá skoðun sína, að starfsemi hans beri að leggja niður. Vélanefnd taldi því tímabært að gefin yrði út skýrsla um fram ræslu í landinu síðustu 25 ár og hlutdeild Vélasjóðs í henni. Þess var farið á leit við Árna G. Eylands, að hann tæki að sér að rita bókina og varð hann góð fúslega við því.“ Þá segir í formálanum að höf- undi hafi verið gefnar frjálsar heldur um samningu bókarinnar og hafi hann lagt sig fram um úrvinnslu þeirra gagna, sem fyr ir lágu. Loks væntir Vélanetfnd þess, að bókina megi skoða sem trausta heimild um framræslu hér á landi undanfarin 25 ár. Bókin er 278 síður, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. - FRIÐARSVEITIR Frsimh. atf bls. 11 hættulega þjóðum þein\ sem njóta eiga hjálpar iþeirra. Og árið 19107 stofnuðu Sovét- menn í Maskvu nokkurs könar hliðlstæða starfsemi í samíbandi við ferðaskrifstofus'farf sitt og fyrirgreiðslu útlendra gesta. Þeir nefna þaðSIVSAJ, en það er skamm'stöfun á Internationai Vbluntary Serviee for Friend- s/hiip and Solidarity og Ybutlh, og mætti mefraa það á ítsienzku: „Aliþjóðleg sjálflboðaiþjónusta til eflingar vináttu og saimáibyrgðar ætsfcunnar". Að mörgu leyti er þessi sbofn- un í Mbskvu sviipuð Friðarsveit- unum. Sjálflboðaliðar eru ihatfðir til starfa. Greitt er fyrir fæði og húsnæði og liitiisháttar vaisapen- ingar. Stofnun þessi geriir ti'lraunir til að bæta úr ólæsi og þekking- arskorti, veitir aðstoð með lyfj- um og læknisráðum og á að stbfn set.ja skióla og fræðsluráð, sem á að veita tæknilega og viisinda- lega menratun til jarðyrkju, upp- eldis og iðnreksturs. Flestir sj álflboðarnir eru urag- ar manneskjur með háfskóla- menntun eða sérmenntun á ein- hverju sviði tækni eða iðraaðar og verksmiðjureksturs. Og þeir lýsa yfir hlutleytsi og afskipta- leysi atf inna'nríkismálum þeirra iþjóða, sem þeir d'velja hjá. Vissulega eru verkefnira nóg í veröldinni fyrir friðarsveitir toæði úr austri og vestri. En aðal- munur Friðarsveita Kennedys og friðarsveita frá Austur-Evrópii er sá, að í Bandarikijunum er ekki spurt um stjórnmál'askoð an- ir sjálfboðaliðannia, en í Sovét- ríkjunum verða þeir auðvitað að sýna réttan lit í stjórnmálaskoð- unum og eiga hina „einu sönnu lífsihugstión", eins og Leonid Bre2)hnev komast að orði við stofnun þeissarar starfsemi fyrir ári. Þótt smáþjóð Mkt og íslend- ingar hljóti því miður að eiga olf.url'ítinn skugga af tortryggni gagnvart aðgerðum stórvelda, Iþá eru samt hugsjónir og fram- kvæmdir þessara friðarsveita, éf þær veita fræðslu, lífcn og frið, mikilsverðar, hvaðan sem. þœr koma. „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“, var sagt um spá- menn og sendilboða nýrra hug- sjóna fyrir þúsundum éra. Sannleilkur þeirra orða hefur engum brugðizt ennþá. Það virðist því einsætt af ís- lenzku þjóðinni og í'slenzku rík- isstjórirani að styðja kröftuglega þær hugmyndir og samtök ís- jenzkra merantamanna og œsku- lýðs, sem vlll ganga inn á þess- ar brautir og berjast gegn böli Ihefmsins: Hungri, ólæsi, sjúk- dómum og styrjölduira. •Hugsun og skilningur í'slenzkr- ar æsku gagravart þessum mál- um og þeim hugsjónum, sem Ibirtast í stoifnun Friðarsveita Kennedys vex nú óðuim, og uinga fól'kið er farið að ræða og rita um þessi mlál Hver veit nema íslarad eigi eftir að eignast þarna kri'stni- boða og friðarsveitir á nýjum starfsgrundvelli og búningi, sem er og verður að skapa nútíma þjóðfélag. En eitt er samt víist, alit, sem gert er og gert verður til efliragar frelsis og friðar verður að bera •blæ þess boðskapar, sem friðar- Ihöfðinginn frá Nazaret flutti. Enginn getur annan grundvöll lagt til sannra heilla en þann sem lagður er með Jesú Krist að hornstéini hárra sala. Síðari hluta marzmánaðar er gert ráð fyrir að hingað komi forstöðumaður friðarsveitanna I Svíþjóð og fræði íslenzka æsku í Reykjavík um starfsemi þessa þar. En í Svíþjóð starfa friðar- sVeitirnar á vegum kirkjunraar. Og er það vel og virðiist eiga .sérstakan og eðlilegan svip. Vbinandi raotfærir unga fólkið á íslandi, sem vill vera menntað og 'víðsýnt, sér vel í nyt fræðslu þessa víðförla foringja, sem heitir Jonas J'onson. Fylgist vel með fréttum um komu hans og kennslutilhögun. RVík, 16. fébr. 196« Maður óskast tíl starfa á verkstæði okkar. S. HELGASON H.F., sími 36177, Súðavog 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.