Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1968 17 „Mér þykir þið snemma á ferð á sjálfan Pálmasunnudaginn, sagði Steingrímur Þorsteinsson, kennari á Dalvík, þegar við knúðum dyra á heimili hans, en þangað vorum við komnir til að spjalla svolítið við hann um leikhúslíf Dalvíkinga. — Þið eruð að sýna Fjalla- Eyvind núna? — Já, það eru nú liðin 28 ár síðan Eyvindur var sýndur hérna síðast og okkur fannst tími til kominn að endurnýja kynnin. Annars hödlum við okkur sem mest við íslenzku leikritin, þau liggja nær okkur ómenntaða fólkinu, ef svo mætti segja. í fyrra sýndum við Skugga-Svein og skömmu þar á undan Lénharð fógeta. — Er miikið leikið á Dalvík? — Já, já, nú orðið alltaf minnst eitt leikrit á vetri, stund um tvö. Annars hefur gengið á ýmsu í sögu Leikfélags Dalvíkur A sínum tíma spratt það upp úr leikstarfsemi Unigmenniafélags- ins og þegar illa áraði ærfði Ungmeinihafélagiið Leiikféliagi|S sem þó reis altaf upp aftur eftir mislöng hlé. Nú síðustu Steingrímur og Fjalla -Ey vindi. „Við ætlum ekki að láta deigann síga“ spiallað við Stcingrím Þorsteinsson, kennara og leikstjóra á Dalvík árin hafa félögin starfað saman að leiksýningum og virðist ekk- ert lát ætla að verða þar á í bráð. — Er þetta mest ungt fólk, sem leikur í Fjalla-Eyvindi? — Já, þetta er allt ungt fólk með sáralitla reynslu að baki. Það koma alltaf annað veifið tímar, þegar eygja má efnilega krafta fyrir sviðið og auðvitað grípum við tækifærið. Þannig var þetta núna. — Hvenær hófust æfingar? — Við byrjuðum síðast í jan- úar og frumsýndum 30. marz. Þið sjáið að þetta hefur verið strangt hjá fólkinu, því æfing- um varð ekki við komið fyrr en að loknum vinnudegi og um helgar. En áhuginn er fyrir hendi og hann heldur þessu uppi. — Hvernig er aðstaðan hérna? — Æfingaraðstaðan er alveg sæmileg, en við æfum mikið í skólahúsinu. En það fer ekki hjá því, að svona óvant fólk þurfi að æfa meira í réttu um- hverfi — á sviðinu sjálfu — og við höfium alltaf notið ágæts skilnings, hvað það snertir. — Og sýningaraðstaðan? — Hún er ekki svo mjög slæm. Samkonuhúsið, sem tekur um 140 í sæti, er að vísu 40 ára gamalt og sviðið lítið, en það kemur ekki svo mjög við okkur. Hitt er verra, að vinnu- aðstaða á bak við sviðið er reglulega erfið. — Að ráðast í svona leikrit — er þetta ekki dýrt framtak? —- Jú þetta eru heimikil fyrir tæki. Skugga-Sveinn í fyrra kostaði t.d. um 200.000 krónur. Það er margt sem fellur til, þó leikararnir fái ekkert fyrir sinn snúð. — Fáið þið ekki stundum leik stjóra að? — Jú, stundum er það. Það er nauðsynlegt að fá kunnáttu- mann annað veifið til að hleypa nýju lofti inn. En sannleikur- inn er sá, að fyrir þessi litlu leikfélög er það ákaflega erfitt að fá leikstjóra að. Yfirleitt stanza þeir ekki lengi og fólk, sem er að stíga sín fyrstu spor á sviðinu og hefur auk þess um sína vinnu að hugsa, á meir en fullt í fangi með að hlaupa inn í svo stíft æfingaprógramm, sem aðkomuleikstjórar gjarnan vilja hafa. En þó þetta sé bæði 'dýrt og erfitt er engu að síður nauðsynlegt að axla þá byrði öðru hverju. — Ætlið þið að fara eitthvað með Fjalla-Eyvind? — Nei, það held ég ekki. Við treystum á að fólk komi til okk- ar, enda leyfa vegirnir það núna. — Nú, Steingrímur. Þú ert leikstjóri að þessu sinni. Hvað hefur þú stjórnað mörgum leik- ritum? — Þetta mun vera það 31. í röðinni. — Og þú hefur leikið líka? — Já, blessaður vertu. Ég hef málað leiktjöld, leikið og stjórn að. Það vantar ekki, segir Stein grímur og hló við. Eg hef verið með annan fótinn i leiklistinni hérna allar götur síðan 1932. Þá byrjaði ég sem leiktjaldamálari en svo vantaði fólk á sviðið og maður var drifinn í það líka. Þessi árin var hér tímabund- ið atvinnuleysi og menn voru dauðfegnir að geta einbeitt sér Steingrímur Þorsteinsson. að einhverju og þá varð leik- iistin fyrir valinu. Það er alveg lygilegt, hvað mikið var leikið - VIETNAM Framh. af bls. 1 ljósmyndara. Fjölmörg vest- ræn blaðamannasamtök hafa látið í Ijós hrylling sinn á þessum ódæðissverkum gegn vopnlausum fréttamönnm. Bandarískir og n-viet- nanxskir diplómatar lögðu leið sína í franska utanríkis- ráðuneytið í dag til að ræða frekar urn heppilegan fund- arstað í París fyrir friðarum- ræður um Vietnam. Ákvörð- un unx slíkan fundarstað verð ur að öllum líkindum tekin á morgun, þriðjudag. Órói í Washington Fregnirnar um« hina hörðu sókn kommúnista í S-Vietnam ollu bandarískum valdamönn- um kvíða í gær og kváðu þeir N-Vietnama gera mikið glappa- skot, ef þeir áliju að þeir gætu treyst samningsaðstöðu sína með nýjum hernaðaraðgerðuiri. Hinn nýi ambassador Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, George Ball, sagði í sjónvarps- viðtali í gær, eftir að hafa ráð- fært sig við Johnson forseta, að Hanoi mundi á engan hátt hafa betri samningsaðstöðu í París á komandi vikum þrátt fyrir aukna sókn í Vietnam. Ball var að því spurður hvort hann áliti, að þessar nýju hernaðaraðgerð- ir mundu veikja möguleikana á þvi, að samkomulag næðist í París og svaraði hann því til, að hann væri sannfærður um vilja Joihnsons forseta til að draga úr bardögunum. Heimildir í stjórn Jo’hnsons hermdu á sunnudag, að N-Viet- hér þá, ég man eftir fimm leik- ritum einn veturinn. — Og svo sigldirðu, var það ekki? — Jú, ég var í 1 og % ár við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn, það var 1938-39 og ég kom heim í stríðsbyrjun.Þar var ég aðallega við -leiktjalda- málun, en var einnig óregluleg- ur nemandi í leikskólanum. — Átt þú þitt óskahlutverk? — Já, já. Ég er að vísu bú- inn að taka það út, en engu að síður. Það er Kári í Fjalla- Eyvindi, ég lék hann hér 1939- 40. Það er hlutverk, sem mér finnst bjóða upp á svo marga túlkunarmöguleika. — Og þið ætlið að halda á- firam að leifca hér á Dalvíkinni? — Það getið þið reitt ykkur á. Éfniviðurinn' er fyrir hendi og við ætlum ekki að láta deig- ann síga, sagði þessi þúsund- þjalasmiður Dalvíkingga í leik- húsmálum að lokum. Ath. Grein þessi hefur beðið hjá blaðinu vegna þren.gsla. namar hefðu fært sér takmaijic- anir í loftárásum á N-Vietnam sér í nyt til hins ítrasta og 75.000—80.000 hermenn Hanoi- stjórnarinnar hafi verið fluttir til eða yfir hlutlausa beltið á 17. breiddargráðu. Þessi fjöldi hermanna er næstum því jafn mikill og sá sem sendur var yfir hlutlausa beltið inn í Suður-Vietnam á öllu síð- asta ári. Heimildirnar í Was- hington lögðu þó áherzlu á, að enginn hefði lagt til að loft- árásirnar yrðu hafnar á nýjan leik, þótt bandaríska herforingja ráðið hafi sýnt vaxandi áhyggj- ur yfir þróun mála sl. tvo mán- uði. Útvarpsstöð Viet Cong sendi í dag út áskorun til hermanna í her S-Vietnam þess efnis, að þeir snerust til liðs við skæru- liða og vörpuðu sprengjum á Sjálfstæðishöllina í Saigon, á bandaríska sendiráðið í borg- inni og herbækistöðvar Banda- ríkjamanna. Lögreglan í S-Vietnam hefur í dag með tilstyrk hátalara hvatt íbúa Saigon til að veita upplýs- ingar um felustaði Viet Cong og að halda sig innandyra. Skæruliðarnir hafa gert harðar árásir með sprengjuvörpum á brýr, hafnarmannvirki og banda ríska sendiráðið, en engar skemmdir hafa orðið á sendi- ráðsbyggingunni. Talsmenn Bandaríkjahers í borginni segja, að 14 vietnamskir borgarar hafi fallið og 235 særst síðan sókn kommúnista hófst. Talsmenn- irnir skýrðu einnig frá því, að 5000 flóttamenn hefðu nú bæzt í hóp þeirra er fyrir voru í Sai- gon, en skæruliðarnir gerðu 4000 samlanda sína heimilislausa í bardögum í útjaðri borgarinnar ÍBÚÐIR TIL SÖLU í byggingarsameignarfélagi Eftir er að ráðstafa nokkrum 3ja og 4ra herb. íbúð- um, með sérþvotta- og vinnuherb. á hæðinni. íbúð- irnar eru með suðursvölum. Ibúðir þessar eru í Breiðhoitshverfi, og byggingarframkvæmdir að hefjast um þessar mundir. Ýmsir hættir verða hafðir á til að lækká byggingarkostnað, þó án þess að það komi fram á frágangi á íbúðunum. Möguleiki er á því að íbúðareigendur geti fengið að vinna við íbúðirnar að einhverju leyti. Þeir sem vildu komast í þessa byggingarflokka sendi sem gleggstar upplýsingar um greiðslugetu á þessu og næsta ári og ýmislegt fleira til Mbl. sem allra fyrst, merkt: „Hagstætt verð — 8098“. í gær og 1000 manns flýðu heim- iii sín í suðvesturhluta borgar- innar. Diplómat og blaðamenn myrtir Talsmaður Bonn-stjórnarinn- ar sagði í gær, að v-þýzka stjórn in væri hryllingi lostin yfir af- töku þýzka sendiráðsritarans, Collenbergs baróns. Sagði tals- maðurinn, að sérstakan óhug vekti frétt þessi eftir áð Viet Cong skæruliðar myrtu þrjá v- þýzka • lækna og eiginkonu eins þeirra í Hue í síðasta mánuði. V-þýzka utanríkisráðuneytið hef ur þegar sent skeyti til sendi- ráðs síns í Saigon og beðið um skýrslu um afdrif Gollenbergs. Baróninn var á fertugsaldri og hafði verið í Saigon síðan haust- ið 1965. Fregnir um morðin á blaða- mönnunum fjórum í Saigon í gær og bandaríska fréttaljós- myndaranum í dag hafa vakið óhug almennings um ailan heim. Eins og áður er frá greint óku þeir í merktri jeppabifreið, hvít- málaðri, um Oholon-hverfið til að fylgjast með götubardögum þar. í jeppanum voru tveir Bret ar og þrír Ástralíumenn. Að sögn Bretans, sem af komst, John Palmos, sáu þeir að skæruliðarnir höfðu í hyggju að skjóta á þá og hrópuðu því hvað eftir annað „Bao Chi“ (frétta- þjónusta), en skæruliðarnir hófu skothríð eftir sem áður. Er bif- reiðin hafði stöðvazt hljóp Viet Cong-maður með skammbyssu að henni til að ganga úr skugga um að enginn væri á lífi, og ákvað Palmos þá að látast vera dáinn. Enn óvíst um fundarstað Fregnir frá París nú um helg- ina benda til þess, að töluverð óvissa sé ríkjandi þar varðandi val á byggingu, þar sem samn- ingaviðræður Bandaríkjamanna og N-Vietnama geta farið fram, sérstaklega um það hvort halda eigi fundina í miðborginni eða í útjaðri hennar. Blaðafuiltrúi bandaríska utan ríkisráðuneytisins, Robert Mc Closkey, sagði í dag, að sendi- nefnd Bandaríkjanna á þessum fundum hefði ekki enn verið að fullu skipuð, en Averell Harri- man mun veita henni forstöðu og honum til fulltingis er fyrr- um varavarnarmáiaráðherra, Cyrus Vance. McCloskey sagði, að viðræð- urnar yrðu lokaðar, þ.e. hvorki almenningur né fréttamenn fá aðgang að þeim. MeCloskey neit aði að svara þeirri spurningu, hvort Bandaríkin og N-Vietnam hefðu rætt um Vatíkanið sem heppilegan fundarstað, en Páll páfi hefur boðið fulltrúum land- anna tveggja að ræðast yið inn- an veggja Páfagarðs. Vélapakkningar De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, disel Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, disel Thames Trader Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine l>. Jónsson & Co. Simi 15362 og 19215. Brautarholti 6. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.