Morgunblaðið - 07.05.1968, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.05.1968, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÖJUDAGUR 7. MAÍ 196« Víkingar áttu skil- ið annað stigið Frúm og Víkingur Iéku fjórða leik Reykjavíkurmótsins á sunnudaginn og fór Fram með sigur af hólmi 4:3. Sannarlega var það heppni að þakka því Víkingar höfðu náð forystu sem átti að nægja til sigurs en leik- reynsla Framara færði þeim sig- urinn. Leikurinn var framan af m.jög tilbreytingaríkur, hratt leikið og á köflum vel leikinn. Þegar 9 mínutur voru af leik skoruðu Framarar. Grétar mið- herji fékk sendingu af hægri kanti og leit út fyrir að hann mundi misnota sendinguna — en í mark.ið fór knötturinn þrátt fyrir allt. Á 18 mínútu jöfnuðu Víkingar, Hafliði Pétursson miðherji • lék laglega í gegnum Framvörnina og skoraði af vítateig með fall- egu skoti. Eftir 6 mínútur náðu Víking- ar forystu í leiknum. Hafliði var þar aftur að verki eftir að Anton Björnsson miðvörður Fram hafði misst sendingu yfir sig og skorað var af vítateig. Víkingar juku forystuna í 3:1 eftir 35 mínútur og var þar að verki Bjarni Gunnarsson, sem lék laglega í gegn á miðjunni og skoraði með fallegu skoti af vítateig. En Adam var ekki lengi í Paradís. Á síðustu átta mínút- um hálfleiksins náðu Framarar ekki einungis að jafna leikinn heldur einnig forystu. Þeir skor uðu þrjú mörk á átta mínútum. Á 37 mínútu var skorað úr horn spyrnu. Á 40. mínútu skoraði Helgi Númason og á 43. mínútu skoraði Grétar Sigurðsson sigur- mark Fram. Framarar voru afar heppn- ir með að hljóta bæði stigin í þessum leik. Framliðið lék eng- anveginn sannfærandi, en naut meiri leikreynslu og hún færði liðinu sigurinn. Víkingar þurfa engu að kvíða í framtíðnni,' haldi svo fram sem nú stefnir. Þeir réðu lögum og lofum á vallarmiðju lengst af í leiknum og áttu Magnús og Jón Ólafsson mestan þáttinn þar í. Framh. á bls. 27 I Sigurvegarar í flokki 18 ára og yngri. Frá vinstri: Kristinn, Árni Þór, Sigurbjarni, Arnar, Guðni Þór, Hannes og Gísli. SKÍÐAMÓT ÁRMANNS INNANFÉLAGSMÓT skíðadeild ar Glímufélagsins Ármanns var haldið í Jósepsdal 1. maí sl. Keppni fór fram í Suðurgili og var skíðafæri og veður eins gotf og bezt verður á kosið. Keppt var í svigi karla, kvenna, unglinga og barna- flokka. Islenzku judómennirnir stóðu í Norðurlandameisturunum Síðastliðinn vetur hefur Judo verið töluvert á dagskrá í skrif- um blaða og sjónvarpi, en lítið hefur þó verið að frétta af keppnum íslenzkra Judomanna fram að þessu. Síðastliðið sumar, var stofnað hér sjálfstætt í- þróttafélag, sem eingöngu legg- ur stund á Judo og heitir það Judofélag Reykjavíkur. Það sótti strax um inngöngu í Í.B.R. og Í.S.Í., en vegna nokkurra forms- atriða hefur endanleg innganga þess dregizt nokkuð en ekki er annað vitað en því verði kippt í lag innan skamms. Takmark Judoféiags Reykjavíkur er að vinna að því að koma á sam- vinnu allra, sem leggja stund á Judo hér á landi, með það fyrir augum að gerast fullgildur aðili að Judosambandi Evrópu. í janúar sl. barst Judofélagi Reykjavíkur bréf frá Judosam- bandi Danmerkur og boð um að taká þátt í Judomeistaramóti Norðurlanda, sem fram skyldi fara í Kaupmannahöfn 27. og 28. apríl. Þar sem ísland er enn ekki orðinn aðili að neinum al- þjóða Judosamböndum, var þetta sérstök vinsemd af hálfu danska sambandsins, og einstakt tæki- færi fyfir íslenzka Judomenn að komast í stórmót meðal alþjóð- legra Judokeppnismanna. Þetta var tækifæri, sem ekki mátti láta ónotað þar sem það myndi opna dyrnar fyrir frekari samvinnu á alþjóða vettvangi. Judofélag Reykjavíkur sendi því bréfið á- fram til Judodeildar Ármanns og bauð þeim samvinnu um að und- irbúa þátttöku í mótinu. En Judodeild Ármanns lýsti því yf- ir, að þeir hefðu ekki áhuga á málinu. Stjórn Judofélags Reykjavíkur ákvað því að senda tvo þátttakendur, Sigurð H. Jó- hannesson til keppni í léttmilli- vigt og Sigurjón Kristjánsson í millivigt. Fóru þeir utan 25. apríl. Keppni hófst kl. 10 f.h. 27. apríl og fór þá fram sveita- keppni, fimm frá hverju landi. Þessa keppni unnu Danir, en Finnar urðu í öðru sæti. Einn- ig fór fram undankeppni í opn- um flokki. Skilyrði til þátttöku í sveitakeppni er 5 keppendur frá hverju landi. Við tilkynntum ekki þátttöku í opna flokkinum. Sunnudaginn 28- apríl fór svo fram flokka keppni, Svíar sigr- uðu í léttvigt eftir mjög skemmti lega keppni. í léttmillivigt vann Sigurður H. Jóhannsson norska keppand ann, en tapaði svo fyrir þeim danska og finnska. Danir og Finnar unnu alla sína leiki og kepptu til úrslita. Skildu þeir jafnir eftir mjög harða keppni, en Finnanum var dæmdur sigur. Sigurjón Kristjánsson keppti í millivigt og glímdi fyrst við Norðmann og vann eftir ágæta og snarpa keRpni. Þar næst keppti hann við Finna, sem var einn bezti Judomaður mótsins, og vakti það undrun viðstaddra að þrívegis losaði Sigurjón sig úr fastatökum, en svo fór þó, að Finninn vann, og keppti til úrslita við landa sinn, sem var að lokum dæmdur sigur. Sigur- jón keppti einnig við Dana og tapaði naumlega á stigum, en sá komst í undanúrslit. Þar tapaði Daninn fyrir Finnanum. Létt- þungavigt unnu Svíar og Finn- ar þungavigt. í opna flokknum var mjög hörð keppni milli Dana og Finna, og sigraði Daninn eft- ir að hafa beitt mjög skemmti- lega svokölluðum fórnarbrögð- um, sem komu Finnanum jafnan úr jafnvægi. í heild fór mót þetta mjög vel fram og var Dönum til sóma. „Standardinn“ í Judo á Norð- urlöndum er orðinn hár, einkum voru harðar og skemmtilegar glímur í léttari flokkunum, en allir keppendur voru vel þjálf- aðir og ýmsir þeirra þrautreynd- ir í mörgum alþjóðamótum. Stjórnarfundur Judosambands Norðurlanda var haldinn annan mótsdaginn. Sat Sigurður H. Jó- hannesson fundinn skv. sérstöku boði sambandsins. Gerði hann grein fyrir gangi judomála á ís- landi. Ákveðið var að halda næsta meistaramót í Svíþjóð 1970 og að ísland skuli boðin þátt- taka. Auðvitað var þess vænzt, að ísland yrði þá orðin form- legur aðili að Judosambandi Norðurlanda. Telpnafl. 12 ára og yngri: samanl. tími 1. Margrét Ásgeirsdóttir 5(1.6 sek 2. Sigurbj. Þórmundsd. 54.4 sek 3. Guðrún Harðard. 5(6.4 sek Ásgeir Eyjólfsson og voru braut ir hans að vanda mjög skemmti legar. Stúlknafl. 13—14 ára: samanl. tími 1. Áslaug Sigurðard. 129.5 sek Kvennaflokkur: samanl. tími 1. Hrafnh. Helgadóttir 97.5 sek 2. Guðrún Björnsdóttir 113.0 sek 3. Jóna Bjarnadóttir 164.8 sek Drengir 12 ára og yngri: samanl. tími 1. Hannes Ríkharðsson 52.9 sek 2. Árni Þór Árnason 59.2 sek 3. Kristinn Þorsteinsson 60.2 sek Drengir 13—14 ára: samanl. tími 1. Magnús Árnason 9'8.2 sek 2. Eyjóifur Bragason 139.4 sek Drengir 15—16 ára: samanl. tími 1. Þorv. Þorsteinsson 96.3 sek 2. Einar Guðbjartsson 111.8 sek Karlaflokkur: samanl. tími 1. Arnór Guðbjartsson 112.4 sek 2. Bjarni Einarsson 114.3 sek 3. Georg Guðjónsson 118.9 sek Fleiri keppendur luku ekki keppni, en skráðir voru til leiks -<Íf33. Brautarlagningar annaðist Valur vann KR 2:1 VALUR vann KR í gær með 2:1 í hálfleik var staðan 1:0 KR í vil. Molar AUSTURRÍKI og Rúmenar (atvinnumannalið) skildu , jöfn í knattspyrnulandsleik - ' Linz 1. maí. I lið 1 mark. Skoraði hvtfrt I PÓLLAND og Holland skildu / jöfn í knattspymulandsleik í ’ Varsjá 1. mai. Hvorugu liðinu j tókst að skora mark. 1 FRAKKAR unnu Austurríkis 1 menn 3—1 í fyrri úrslitaleikn um í 3. riðli undankeppni OL- Ileikannna í Mexico. Frakkar höfðu forystu í hálfleik 1—0. Síðari leikurinn verður í Vín | 12. maí. jj Sigurvegarar í flokki telpna 12 ára og yngri. Guðrún Margrét, Guðbjörn og Sigurbjörg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.