Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1 í>68 5 Brauðborg í veg- legu húsnæii ÞEGAR verkfallið sfóð sem hæst í marz sl. flutti smurbrauðstofan Brauðborg alla starfsemi sína í ný húsakynni að Njálsgötu 112. Brauðborg hefur um níu ára skeið verið til húsa að Frakka- stig, en húsrými þar var löngu orðið of lítið fyrir starfsemi brauðstofunnar . Eigendur Brauðborgar eru hjónin Kristín Þorsteinsdóttir og Kjartan Halldórsson, en for- stöðukona er Hrönn Haralds- dóttir. Mbl. ræddi við hana fyr- ir skömmu, og tjáði hún okkur, að nýja húsnæðið að Njálsgötu væri um 300 fermetrar að stærð, og væri því góð og rúm vinnu- aðstaða þar, auk rúmgóðs borð- sals fyrir um 40-50 manns. Segja má að vinnurými brauðstofunn- ar sé skipt í nokkrar deildir, t.d. er sérrými fyrir suðu á áleggi, deild til undirbúnings á hrámeti, rúmgóð frystigeymsla, sérstök aðstaða til uppþvottar, auk mjög rúmgóðs sals til að smyrja brauð ið. Allar innréttingar og frá- Hrönn Haraldsdóttir gangur er gerður með sérstöku tiliiti til hreinlætis. Auk smurða brauðsins verða á boðstólum í Brauðborg grill- matur, einhverjir sérréttir á matm^lstímum, heitar súpur, kaffi og te o.fl. Brauðstofan á Frakkastíg verður rekin áfram, en nú aðeins sem útsölustaður og er opin frá kl, 10 f.h. til 6 síð- degis alla virka daga nema laug- ardaga kl. 10-1. Frú Kristín og Kjartan tjáðu okkur, að hjá Brauðborg starf- aði nú smurbrauðsdama, sem ný komin væri heim frá námi í Danmörku, auk tveggja annarra sem einnig Væru lærðar á þessu sviði. Hið nýja húsnæði Brauð- borgar er bæði vistlegt og glæsi- legt. Hafa þau hjónin byggt .fyr- irtækið upp af einstæðúm dugn- aði. Ferðastyikir til Bandaríkjanna Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (Fulbrightstofnunin) tilkynnir, að hún muni vieta ferðastyrki íslendingum, sem fengið hafa inngöngu í háskóla eða aðrar æðri menntastofnan- ir í Bandaríkjunum á námsár- inu 1068-69. Styrkir þessir munu nægja fyrir ferðakostnaði frá Reykjavík til þeirrar borgar, sem næst er viðkomandi háskóla og heim aftur. Með umsóknum skulu fylgja afrit af skilríkjum fyrir því, að umsækjanda hafi verið veitt innganga í háskóla eða æðri menntastofnun í Bandaríkjun- um. Einnig þarf umsækjandi að geta sýnt, að hann geti staðið straum af kostnaði við nám sitt og dvöl ytra. Þá þarf umsækj- andi að ganga undir sérstakt enskupróf á skrifstofu stofnun arinnar og einnig að sýna heil brigðis-vottorð. Umsækjendur skulu vera íslenzkir ríkisborg- arar. Umsóknareyðublöð eru af- hend á skrifstofu Menntastofn- unar Bandaríkjanna, Kirkju- torg 6, 3. hæð. Umsóknir skulu síðan sendar í pósthólf Stofn- unarinnar nr. 1059, Reykjavík fyrir 20. maí n.k. (Fréttatilkynning frá Mennta- stofnun Bandaríkjanna) íbúð til leigu Til leigu frá 1. júni 4ra—5 herbeirgja íbúð á I. hæð í fjöl býlishúsi. Teppi á stofuim og „holi“. Sjálfvirkar þvottavél- ar. Tilboð ásamt nauðsyrrleg- um upplýsingum sendisit afgr. Mbl. fyrir maí, merkt: „Háa- leitishverfi - 5190“. Frú Kristin Þorsteinsdóttir og Kjartan Halldórsson. Nauðiingaruppboð Eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Jóhanns Ragnarssonar hdl., Kjartans R. Ólafssonar hdl., verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á opinberu uppboði sem haldið verður í húsakynnum verzlunar Friðjóns Þorleifssonar, Faxabraut 2, Keflavík, í dag kl. 14. Þrjú kæliborð af Bene gerð, tvær búðarvogir af Wistoft gerð, kæliskápur admiral gerð, Regne peningakassi, Berkel áleggsskurðarvél og Olivetti samlagningarvél handsnúin. Bæjarfógetinn í Keflavík. Orðsending frá heilbrigbisnetnd Keflavíkur Samkvæmt heilbrigðissamþykkt Keflavíkur eru húsráðendur og • umráðamenn athafnarsvæða áminntir að hreinsa lóðir sínar og athafnarsvæði. Fjarlægja ber allt er veldur óþrifnáði og óprýði og hafa lokið því fyrir 25. maí næstkomandi. Áð þeim tíma verður lóðahreinsun framkvæmd á kostnað og ábyrgð lóðareiganda. Gömul bílaræksni, ónýtir kofar, ónýtar gi'rðingar og skranhaugar verða fjarlægðir á kostnað eiganda án frekari aðvörunar. Keflavík, 4. maí 1968. Heilbrigðisnefnd. EIIMANGRLIMARGLER er heimsþekkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutími. 10 ARA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 2-4-5-6 mm. Einkaumhoð: HANNES ÞORSTEINSSON, heiidverzlun, Sími 2-44-55. BOUSSOIS INSULATING GLASS Ovænt heimsókn ó Akureyri Akureyri, 3. maí. LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýndi í gærkvöldi sjónleikinn Óvænta heimsókn eftir J. B. Priestley í þýðingu Vals Gísla- sonar. Leikstjóri var Gísli Hall- dórsson frá Reykjavík, leiksviðs- stjóri Guðmundur Magnússon og ■1 ljósameistari Árni Valur Viggós- son. Leikendur voru 7, Guðlaug Hermannsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Laufey Einarsdóttir, Guð mundur Gunnarsson, Júlíus Odds son, Ólafur Axelsson og Sæ- mundur Guðvinsson. Leikendur voru óspart hylltir í leikslok og leikstjóri kallaður fram, og var þeim öllum þökkuð afar vönduð og eftirminnileg sýning. LITAVER Pilkington4s tiles postulínsveggflísar ! GRENSASVEGIZ2- 24 Stærðir 11x11, 7V2xl5 og 15x15 | SlMAfii 30280-3Z2G2 cm Mikið úrval — Gott verð. Kaupmenn og framleiðendur geta snúið sér til samtakanna þegar þá vantar sýningafólk til að auglýsa vöru sína. Allai* nánari upplýsingar veittar í símum 3-3222 og 8-1838. MODELSAMTÖKIN. TÍZKUSKÓLI ANDREU MIÐSTRÆTI 7 SÍMI 1 9395 IMILSOL sólgleraugu Hin heimsþekktu ítölsku NILSOL- sólgleraugu í miklu úrvali. — Tízku-sólgleraugu — — Polarized-sólgleraugu — — Klassísk-sólgleraugu — Afgreidd samdægurs, hvert á land sem er. Heildsölubirgðir: Ármúla 7 — Símar 15583 — 82540.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.