Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐEÐ ÞRIÖJUDAGUR 7. MAÍ 1»68 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. MERKUR ÁFANGI í HÚSNÆÐISMÁL UM IT'yrir nokkrum dögum voru fyrstu íbúðir í fjölbýlis- húsum Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar í Breið- holtshverfi afhentar og munu fleiri íbúðir fylgja í kjölfar- ið á næstu vikum og mánuð- um. Þar kemur í ljós fyrsti ávöxtur einna djörfustu að- gerða, sem ráðizt hefur verið í hér á landi til úrbóta í hús- næðismálum láglaunafólks. Kjörin eru svo hagstæð, að langflestir hinna efnaminni félaga verkalýðshreyfingar- innar munu hafa bolmagn til þess að festa kaup á íbúðun- um. Þessar byggingafram- kvæmdir munu stuðla að betra húsnæðisástandi í borg- inni og lélegt húsnæði verð- ur tekið úr notkun. Ekki hafa enn verið gefnar upplýsingar um raunverulegt kostnaðarverð þessara íbúða, en annar höfuðtilgangurinn méð byggingaráætluninni er einmitt sá, að lækka bygg- ingarkostnað verulega með fjöldaframleiðslu. Ýmsir bera ugg í brjósti um, að marg- víslegur undirbúningskostnað ur sé þegar orðinn býsna mik ill við Breiðholtsframkvæmd- irnar, en sá kostnaður hlýtur að dreifast á allár 1250 íbúð- irnar, en ekki fýrstu íbúðirn- ar eingöngu. Verður fróðlegt að sjá endanlegt kostnaðar- verð. Byggingaframkvæmdirnar eru töluvert á eftir áætlun. Þegar samið var um þessar aðgerðir sumarið 1965 var ætlunin, að lokið yrði við byggingu 1250 íbúða árið 1970 en nú er ljóst, að því marki verður engan veginn náð og vera má, að dráttur- inn verði allt að tvö ár. Þótt mörgum kunni að þykja sá dráttur ■ aðfinnsluverður, hljóta menn að hafa í huga, að hér er um mjög viðamikl- ar framkvæmdir að ræða, sem nauðsynlegt er að takist vel. - Framkvæmdunum í Breið- holti var ætlað að bæta úr húsnæðisþörf hinna efna- minni meðlima verkalýðsfé- laganna. Það var hins vegar aldrei ætlunin að þessar framkvæmdir drægju úr öðrum byggingaframkvæmd- um í borginni og vonandi verður svo ekki. En á þeim tímamótum, þegar fyrstu íbúðir Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar eru af- hentar er ástæða til að minna á, að nauðsynlegt er, að þau lánakjör, sem efnaminni með limir verkalýðsfélaganna njóta nú, verði færð út eins fljótt og kostur er, þannig að unga fólkið, sem er í hinni brýnustu húsnæðisþörf eigi þess kost að eignast íbúðir með sambærilegum eða svip- uðum kjörum. Með þeirri ábendingu er engan veginn gert lítið úr þeim mikilsverðu áföngum, sem náðst hafa í lánamálum húsbyggjenda, en vakin at- Jiygli á, að fullnægjandi árangri verður ekki náð, nema hin unga og uppvax- andi kynslóð ,eigi þess kost að eignast þak yfir höfuðið með lánakjörum, sem eru svipuð og tíðkast í nágranna- löndum okkar. KÆRKOMIN HEIMSÓKN Tðnaðarmálaráðherra Noregs, Sverre Rostoft, er í héim sókn hérlendis um þessar mundir en sl. haust fór Jóhann Hafstein til Noregs í boði norsku ríkisstjórnar- innar til þess að kynna sér iðnaðarmál í Noregi og er heimsókn hins norska ráð- herra nú til endurgjalds þeirri för. íslendingum er það ánægju efni að fá svo góðan gest frá Noregi. Raunar eru engir jafn miklir aufúsugestir á íslandi og einmitt Norðmenn en heimsókn hins norska iðn- aðarmálaráðherra, sem sjálf- ur hefur stjórnað iðnfyrir- tæki um tveggja áratuga skeið er okkur sérstaklega kærkomin nú, þar sem ís- lenzkur iðnaður stendur um margt á vegamótum. Á næstu mánuðum mun væntanlega verða tekin loka ákvörðun um það, hvort ís- land muni æskja. aðildar að Fríverzlunarbandalagi Evrópu. Sú ákvörðun er ekki sízt örlagarík fyrir íslenzkan iðnað og þar sem norskur iðn aður stóð frammi fyrir sams konar viðhorfum fyrir nokkr um árum er fagnaðarefni að fá hingað til lands norska iðn aðarmálaráðherrann, sem manna bezt getur skýrt að- stöðu norsks iðnaðar eftir að ild Noregs að Fríverzlunar- bandalaginu. Þess er að vænta, að ís- lenzkir iðnrekendur og iðn- aðarmenn' komist í sem nán- ust kynni við hinn norska ráð herra og vonandi leiða gagn- kvæm kynni iðnaðarmálaráð- herra þessara tveggja frænd- þjóða til náins samstarfs á svið iðnaðarins sem getur orðið íslenzkum iðnaði til góðs. Hinar nýju bækistöðvar SHAPE, yfirstjórnar NATO í Evrópu. í NOREGI hafa talsvert miklar umræður verið um NATO og áframhaldandi þátt töku landsins í varnarbanda- bandalaginu. Síðast í gær- kvöldi deildu þeir próf. J. Sannes og háskólalektorarnir Per Maurseth og Jakob Sver- drup um NATO hátt upp í klukkutíma í sjónvarpinu og nokkru áður leiddu þeir sam- an hesta sína Torstein Eck- hoff og Knut Frydenlun og eiga að gera það aftur á morg un. Þessar umræður eru þó ekki eins og stjórnmálaum- umræður gerast, þær eru nökkurn veginn lausar við áróður og miða að því að skýra sem flesta þætti máls- ins og svara spurningunni: eiga Norðmenn að vera í NATO áfram? Hvað þá fimm stjórnmála- flokka snertir, sem sæti eiga á Stórþinginu, er það aðeins einn, sem eindregið hefur lýst andstöðu sinni við NATO og það er Sociálistaflokkur- inn, þ.e. Finn Gustavsen og annar maður til. Ennfremur er kommúnistaflokkurinn vit anlega andstæður NATO, en hann á engan fulltrúa á þing- inu. Þessir flokkar fegnu samtals 7,4% atkvæða við síðustu þingkosningar, en samkvæmt skoðanakönnun Gallups hefur Gustavsen auk izt nokkuð fylgi síðan. Um hina flokkana er það að segja, að líklega eru í þeim öl'lum einstaka kjósend- ur, sem óska að Noregur segi sig úr NATO. Flestir munu þeir vera í Verkamanna- flokknum og vinstri flokkn- um. En það er athugunar- vert, að Verkamannaflokkur- inn — langstærsti flokkur landsins — og borgaraflokk- arnir þrír, sem nú skipa stjórn, hafa lengstum eftir stríð átt svo að segja samleið í utanríkismálum, en í þeim málaflokki er einmitt NATO- þátttakan veigamesta atriðið. Stjórnarskiptin 1965 voru ein göngu út af innanríkismálum — þar var NATO ekkert deiluatriði. Þessyegna má gera ráð fyr ir óbreyttri eða lítt breyttri afstöðu stjórnarflokkanrta og aðal-andstöðuflokksins og verið hefur hingað til. Ætla mætti, að afstaða de Gaulle til NATO hefði eitthvað breytt henni hjá sumum. En rétt er að taka fram, að yfirleitt er de Gaulle lítið vinsæll í Nor- egi, ekki sízt vegna and- styrnu hans gegn Bretum og þátttöku þeirra í BBE, en hún bitnar líka á Norðmönn- um, því að þeir hafa lítið gagn af EBE ef Bretar verða þar ekki líka. — I öðru lagi er bent á það, að þeim sem um NATO hafa fjallað undan farið, að síðan Rússar eignuð- ust langskeyttar sprengjur, er jafnast á við þær amerí- könsku, sé mikilvægi varnar- sambands V-Evrópuþjóðanna orðið stórum minna en áður, Bandaríkjamenn „skotizt á yfir V-Evrópu og Atlantshaf- ið“ og þess vegna sé lítil hætta á að V-Evrópa yrði víg völlur þó að til ófriðar kæmi milli þeirra. Þó að þessar full yrðingar byggst ekki á stað- reyndum, enn sem komið er, eru þær notaðar til að sanna að NATO sé orðin úrelt stofn un. Þá benda NATO-andstæð- ingarnir á, að hætta sú, sem var á yfirgangi Sovét-Rúss- lands árin eftir stríð sé nú úr sögunni, en þó viðurkenna þeir að það hafi verið NATO, sem stöðvaði yfirgang þeirra vesfur á bóginn. Og það þyk- ir augljóst mál, að utanríkis- stefna Rússa sé í dag gerólík þeirri sem réð á Stalíns- tímanum. En hvað sem öllum vanga- veltum um NATO-iþátttöku líður, hefir norska stjórnin ótvírætt lýst yfir því að hún vilji ekki segja skilið við NATO. Þann 8. marz fékk Stórþingið boðskap frá ríkis- ráðinu um að gert yrði ráð fyrir áframhaldandi þátttöku. Og í hernaðaráætlun Noregs næstu 5 árin er gerð með hlið sjón af framkvæmdaáætlun NATO. Einstaka raddir hafa heyrzt um að Norðmenn getí orðið meðlimir áfram til eins árs í senn, en slíkt fyrirkomu lag á litlu fylgi að fagna. Fylgismenn NATO í Noregi benda á, að undanfarin 20 ár hafi hervarnir Noregs stór- batnað. Strandvarnavirki hafa verið byggð og endur- bætt, Noregur hefur eignazt allmörg létt, nýtízku her- skip og hraðbáta, og sam- bandsþjónustukerfi er komið á allri ströndinni. Margt af þessu hefur verið gert með stuðningi frá NATO (þ.e.a.s. Bandaríkjunum). Fjárhags- stuðningurinn hefur minnkað síðustu árin og er að hverfa úr sögunni, en um leið hafa útgjöld Noregs til hervarna aukizt úr 1300 upp í nær 2000 milljónir síðustu árin. Án NATO hefðu Norðmenn varla risið undir hervarnakostnað- inum. -— Og það er einmitt hann, sem oft er bent á í NATO-umræðunum núna. Ef Norðmenn færu sömu leiðina og Svíar og tækju upp algert hlutleysi, yrðu þeir að vera viðbúnir atlögum úr öllum áttum, en það yrði þeim um megn. Danir sem eiga 8 sinn- um smærra land að v^rja en Noregur er, borga jafn mikið fyrir hervarnir og Norðmenn gera, eða kringum 2000 millj- ón krónur. Svíar, sem eru hlut láusir, borga 7000 milljónir í hervarnir á ári. — Fjárhags- atriðið kemur því mjög fram í NATO-umræðunum. Ef Norðmenn ættu að greiða sama hervarnakostnað — mið að við landstærð — og Danir gera, yrðu það 16000 miiljón- ir á ári eða hærri upphæð en allar ríkistekjurnar eru í dag. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir umræður á þingi, hve margir norskir þingmenn greiða atkvæði gegn áfram- haldandi þátttöku í NATO. En heita má víst, að það verði ekki nema slæðingur, því að ólíklegt má telja að stjórnar- andstöðuflokkurinn — Verka mannaflokkurinn — vilji beita atkvæðum um NATO 29. marz. SK. SK. til þess að sýna stjórninni vantraust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.