Morgunblaðið - 08.05.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 08.05.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 19«8 Ábur ðarverksmið j an framleiddi fyrir 102,8 millj. kr. árið 1967 FÖSTUD. 19. apríl sl. var aðalfundur Áburðarverksmiðj- unnar h.f. haldinn í Gufunesi. Fundarstjóri var kjörinn Pétur Gunnarsson framkvæmdastjóri, stjórnarformaður verksmiðjunn- ar, og fundarritari var Halldór H. Jónsson arkitekt. Mættir voru hluthafar og fulltrúar hluthafa fyrir 97.7% hlutafjárins. Stjórn- arformaður, Pétur Gunnarsson flutti skýrslu stjórnarinnar um starfsemi fyrirtækisins á árinu 1967. í árslok 1967 hafði verksmiðj- an starfað í tæp 14 ár og fram- leitt samtals 285.474 smóil'estir Kjarnaáburðar. Meðaltail vinnslu daga í öllum deiMum í verk- smiðjunnar var 348 dagar á ár- inu og voru framleiddar 23.904 smálestir Kjarna. Var það 1169 smálestum meira en á árinu 1966. Skortur var á sem fyrr, að fáan- leg raforka nægði til fullrar nýtingar á afkastagetu verk- smiðj.unnar. Af þeim sökum voru fluttar inn 6969 smálestir ammóníakis til framleiðslu Kjarna. Af heiMarframleiðslu Kjarna á árinu voru 64% unnin úr innfluttu ammóníaki, en 38% úr. ammóníaki framleiddu í verk smiðjunni. Seldar vonu samtals á árinu 24.313 smálestir Kjarna, og auk þesis nokkurt magn ammóníaks, saltpéturssýsru, vatnsefnis og súrefniis .Nam sölu- verðmæti samtals 102.8 miil'jón- um króna. Formaður skýrði frá því að komið hefði verið upp á árinu stöð til hleðslu súrefnis á stálflöskur. Er súrefni nú selt ísaga h.f., sem annaist dreifingu og sölu þess um land allt sem fyrri Þá ræddi formaður um áform varðandi stækkun verksmiðjunn- ar og breytta framleiðlsluíhætti, þannig að framleiðsiia blandaðs þrígildis áburðar yrði hafin að stækkun lokinni, auk þess sem Kjarni yrði þá grófkornaðuir. Tók hann fram-að Búnaðarfélag íslands, Stéttasam/band bænda og Rannsóknarstofnun landbún- aðarins voru sammála stjórn verksmiðjunnar um þá fram- 48 íbúðir I byggingu á vegum atvinnubílstjóra Byggingarsamvinnufélag at- vinnubifreiðastjóra í Reykjavík og nágrenni, hélt aðalfund sinn 13. febr. sl. Starfsemi félagsins hefur ver- ið með miklum blóma undan- farin áir. Á vormánuðum 1966 hóf félagið byggingu 40 íbúða við Fellsmúla 14—22 og er þeim nú langt til lökið og flestir eig- endur fluttir í íbúðirnar. Á sl. sumri var svo hafin bygg ing 48 íbúða við Kóngsbakka 2— 16 í Breiðholtshverfi og er nú nær því hálfnað að steypa, það fjölbýlishús upp. Standa vonir til að hægt verði að flytja inn í eitthvað af þe'm íbúðum á þessu ári. Aðalfundurinn samþykkti ein róma eftirfarandi ályktun til Húsnæðismálastofnunar ríkis- ims: „Aðalfundur Byggingarsam- vinnufélags atvinnubifreiða- stjóra í Reykjavík og nágrenni, skorar á hæstvirta stjórn Hús- næðismálastofnunar ríkisins, að beita sér fyrh að veitt verði bráðabirgðalián úr Bygginga- sjóði ríkisins, til þeinra bygg- ingasamvinnufélaga er ríkis- álbyrgð hafa, og geta skilað til Húsnæðismálastafnunarinnar kostnaðar og byggingatíma-áætl un ekki síðar en þegar firam- kvæmdÍT hefjast. Lán þessi kæmu til útborgun- ar í áföngum eftir að grunn- plata er steypt, og næmu allt að 75% heildarláns til þeirra ein- staklinga sem skráðir eru fyrir íbúðum viðkomandi bygginga- flokks. Lánin væru veitt til bygigingasamvinnufélaganna sjálfra meðan á byggingarfram- kvæmdum stæði, og endurgreidd ust við endanlega úthlutun hús næðismálalána til íbúðareigenda. Aðalí'undurinn lítur svo á, að með þessu st.uðlaði Húsnæðis- málastafnunin að aukinni hag- kvæmni í íbúðabyggingum og bættri nýtingu þess lánsfjár sem til þeirra er varið. Og þar sem byggingarsamvinnufélög af- henda íbúðir sínar á sannanlegu kostnaðarverði, er þessi aukna aðstoð Húsnæðismálastofnunar- innar til þeirra, ef af verður, algjör forsenda þess að þau geti fullbyggt og gengið frá íbúðum sínum.“ Stjórn Byggingarsamvinnufé- lags atvinnubifreiðastjóra skipa nú: Formaður: Guðm .Óskar Jónsson, Varaform.: ,Ingjaldur ísaksson, Ritan: Þorvaldur Jóhannesson, Gjaldkeri: Jón Einarsson, Meðstj.: Siguirður Flosason. Fóstra Mosfellshreppur vill ráða fóstru til að sjá um leik- skóla sem fyrirhugað er að starfrækja í sumar fyrir hörn á aldrinum 2ja til 6 ára í Varmárskóla frá 1. júní n.k. Uppl. veittar hjá Salóme Þorkelsdóttur í síma 66149 og skrifstofu Mosfellshrepps í síma 66218. Sveitarstjóri. leiðslU sem fyrirhuguð væri. Þá tók hann fram að landbúnaðar- ráðherra hefð: veitt þesisu máli mikinn stuðning og hefði bæði hann og forsætisráðherra lýst því yfir opinberiega, að ríkis- stjórnin vilji berta sér fyrir framkvæmd þeissa máls sVo fijótt sem auðið er. Formaður skýrði siðan frá því að Áburðarverksmiðjan hefði nú annast rekstur Áburðarsölu rík- isins í 6 ár. Innflutninigur er- lends áburðar á árinu nam 30.258 smálestum og var það um 12% meira magn en árið áður. Sölu- verðm'æti innflutts áburðar nam 110.5 milljónum króna. Sekkjað- ar vor.u í Gufunesi 9.567 smálest- ir áburðar, sem inn höfðu verið fluttar ósekkjaðar. Hjálmar Finnsson framkvæmdastjóri lais því næst ánsreikninga félagsins fyrir árið 1967. Samkvæmt uipp- gjöri nam tekjuafgangur ársins 627 þús. kr. eiftir að afskrifað hafði verið, og lögákveðið fram- lag lagt í varasjóð. Stjórn Áburðarverksmiðjunn- ar h.f. skipa nú: Pétur Gunn- arsson, framkvæmdastjóri, for- maður, Halldór H. Jónsson, arki- tekt, Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri, Steingrímur Her- mannsson, . framkvæmdastjóri, Tómas Vigfússon, bygginga- meistari. (Frá Áburðarverksmiðjunni h.f.) Sig. H. Þorsteinsson afhendir Ib Eichner Larsen viðurkenning- arskjalið. ísl. Irímerkjasaimarar heiðra tvo Dani — fyrir aðstoð við málefni þeirra SL. sunnudag afhenti Sigurður H. Þorsteinsson, forseti Lands- sambands íslenzkra frímerkja- safnara, þeim Ib Eichner-Larsen frímerkjaritstjóra Berlingske Tid ehde og Otto Ustrup, forseta Danske Filatelister Fællesfond, heiðursskjal sambandsins fyrir margháttaða aðstoð við málefni þess, við hátíðlega athöfn er fram fór í Ráðhúsi Kaupmanna- hafnar. Dagana 2.-28. apríl var hald- in í Ráðhúsinu alþjóðleg frí- Flóabúið tók við 35.6 millj. lítra INNVEGIÐ mjólkurmagn hjá Mjólkurbúi Flóamanna árið 1967 var 35.636.239 lítrar á móti 35.728.759 lítrum árið á undan. Seld nýmjólk var 22.431.843 lítr ar, seldur rjómi 604.058 lítrar, framleitt smjör 232.242 kg., fram Ieitt skyr 742.924 kg., framleitt mjólkurduft 727.337 kg„ og fram leiddur mjólkurostur 86.754 kg. Upplýsingar þessar fékk Mbl. hjá Grétari Símonarsyni, mjólk- urbússtjóra, en tölurnar komu fram á aðalfundi mjólkurbúsins, sem haldinn var í fyrradag. Ennfremur kom fram, að nið urstöðutölur á rekstrarreikning mjólkurbúsins fyrir sl. ár eru 378.047.000 kr. og á eignarreikn- ingi kr. 173.809.000 kr. 987 bændur lögðu inn mjólk á sl. ári, og hafði þeim fækkað um 56 frá árinu á undan, og um síðustu áramót voru þeir orðnir 931. merkjasýning, sem aðeins ung- lingar tóku þátt í. Þrjú söfn voru send frá íslandi, og hlutu tvö þeirra þriðju verðlaun. 1 sam- bandi við sýninguna, var haldið þing æskulýðsleiðtoga frá öllum Norðurlöndunum og rætt um æskulý’ðsstarfið, og á hvaða veg mætti auka það. Fulltrúi íslands á þinginu var Sigurður H. Þor- steinsson og flutti hann erindi um íslenzka f rímerkj af ræði, á samkomy í Ráðhúsinu og einnig í Österbro og Amager. Voru fyrirlestrarnir vel sóttir. Á sunnudag fór svo fram at- höfn í Ráðhúsinu og veitti þar Sigurður viðurkenning j arskj al landssambandsins svo sem fyrr segír, en Bicher-Larsen og Ustrup fluttu þakkir og þökkuðu störf hans við að kynna .Island og koma á samvinnu við önnur lönd. Prins Henrik var verndari sýn ingarinnar og mætti til hennar. Þá var gefin út sérstök blokk með myndum af frímerkjatillög- um, teiknuðum af Olaf Mathisen, en hann hefur teiknað 15 af frí- merkjum Sameinuðu þjóðanna. Auk þess er á blokkinni mynd af henrik prins, me’ð eiginhand- aráritun. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Arnar Þór, hrl., verður húseignin Mark- holt 14, Mosfellshreppi, þinglesin eign Guðjóns Haraldssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 10. maí 1968, kl. 3.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 50., 51. og 53. tölu- blaði Lögbirtingablaðsins 1967. Sýslumaðurinn í GuIIbringu- og Kjósarsýslu. Leikstjóri í Pdllondi flokksrækur Varsjá, 4. maí. NTB—AP. EINN kunnasti kvikmyndaleik- . stjóri Pólverja, Alexander Ford, hefur verið rekinn úr kommún- istaflokknum. Hann hefur haft samvinnu við vestræna kvik- myndafrámleiðendur og er sakaðl ur um að hafa staðið í nánu sambandi við vestur-þýzkan zíonista. Ford hefur sætt gagn- rýni á flokksfundi, en hefur vísað henni á bug. Kunnur leikstjóri, Jan Ryb- kowski, hefur fengið áminninigu og viðvörun vegna þess, að 1 einni kvikmynd hans er lýst ástum pólsks fanga 1 þraela- vinnubúðum og þýzkrar konu í heimsistyrjöldmni. Robkowski og þrír aðrir kunnir leikstjórar, Czeslawa Petelski Wanda Jakubowski og Jerzy KaWatero- wics, hafa birt yfirlýsingar þar sem þeir taka undir gagnrýni, sem þeir hafa sætt. Stéttarsamband og Framleiðsluráð gera bændum erfitt fyrir Frá bœndafundi að Reykhólum BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Miðhúsum 30. apríl. A aðalfundi Búnaðarfélags Reykhólahrepps, sem haldinn var á Reykhólum í gær, gerðist þetta m.a.: Er komið var að þeim lið kosninga, er kjósa átti fulltrúa Reykhólahrepps í mjólkurbús- nefnd A.-Barð„ barst tillagafrá Sigurgeir Tómassyni bónda á Mávavatni þess efnis, að fund- urinn beini þeim tilmælum til nefndarmanna, þeir gefi ekki kost á sér. f greinargerð fyrir tillögunni segir m.a.: Störf mjólkurbúsnefndar hafa mistek- izt gersamle'ga. Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð hafa brugðizt bændum hér og gert lífsbaráttuna erfiðari en efni stóðu til, enda eru bændur í Austur-Barðastrandasýslu tekju lægstu menn landsins. Umræður urðu miklar og að lokum var tillagan felld að viðhöfðu nafna- kalli með 6 atkv. gegn 2, en 10 satu hjá. Þess má og geta, að af þessum sex, sem greiddu atkv. gegn tillögunni, eru aðeins 4 sem selja mjólk. Þeir menn, sem voru í nefndinni, neituðu að taka við endurkosningu og þeir sem kosn ir voru í þeirra stað neituðu kosningu. Mjólkurbúsnefnd er nú óstarf hæf og getur nú Stéttarsambands stjórnin og Framleiðsluráð glaðzt yfir því, að hafa brotið niður sjálfstæðis- og sjálfsbjargarvið- leitni þeirra bænda, sem einna erfiðast eiga í lífsbaráttunni. Þá kom fram tillaga frá Garð- ari Halldórssyni, bónda á Hrís- hóli, svohljóðandi: „Aðalfundur Búnaðarfélags Reykhólahrepps haldinn að Reykhólum 29. apríl 1968, telur, að með tilliti til versnandi árferðis og erfiðleika með heyöflun hjá bændum víða á landinu, þá sé ekki réttlætan- legt að leggja á fóðurbætisskatt og mótmælir því eindregið fram- komnum tillögum frá aukafundi Stéttarsambands bænda 1968 um það mál, enda hlyti framkvæmd þess að hafa mikinn kostnað í för með sér“. Þessi tillaga var samþykkt sam hljóða. Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.