Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 28
 RITSTJORN • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1968 AU61YSIN6AR SÍMI SS*4*80 TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á stefni Goðafoss, þegar skipið sigldi í gegn um allþéttan ís úti af Vestfjörðum í fyrrinótt. Kom gat á stefnið um sjólínu og flæddi sjór inn í fortankinn, en hann hélt og kom Goðafoss til Húsavíkur í gærkvöldi. Þar átti að losa um 150 tonn úr skipinu í nótt, en síðan átti það að fara til Akureyrar, þar sem bráða- birgðaviðgerð fer fram. Bakkafoss varð líka fyrir skemmdum í ísnum í síðustu viku, þegar skipið ætlaði að reyna að sigla fyrir Langanes á leið til Noregs. Varð Bakka- foss að snúa við og fara vestur fyrir, en þegar skipið kom til Noregs, kom í ljós, að skrúfan hafði skemmzt og varð Bakka- foss að fara inn til Stavangurs, þar sem skipt verður um skrúfu. Isinn lengir leiö skólabarna — Egilssrtöðum, 7. maí. SKÓLABÖRN, sem eiga heima í Mjóafirði, þurftu í dag að fara frá Neskaupstað um Eskifjörð, Reyðarfjörð, Egilsstaði, þaðan upp á Fjarðarheiði og taka þar snjóbíl til Mjóafjarðar, vegna þess að Norðfjarðarflói og Mjói- fjörður eru ófærir vegna íss. Sigling á milli Neskaupstaðar og Brekku í Mjóafirði tekur tæp an kkikkutíma, en leið s<ú, sem skólabörnin þurftu að fara er á annað hundrað kílómetirar. Lögðu börnin af stað fró Nes- kaupstað eftir hádegi og voru ókomin til Mjóafjarðar klukkan 20.00 í kvöld. í morgun var Mjóifjörður full ur af ís og frost þair táu stig. í kvöld stemdur vinidur út fjörð- inn og var ísinn farinn að reka frá landi. — H. A. Bragi Eiríksson / Afriku er: Langholtsvegur aðalbraut ÁKVEÐIÐ hefur verið að Lang- holtvegur verði aðalbraut, þó þannig að umferð um hann viki fyrir umferð um Suðurlands- braut og Kleppsveg. Féllst borg- arráð á tillögu umferðarnefnd- ar þar áð lútandi. Einnig verður tekinn upp ein- stefnuakstur á Skólavörðustíg til norðvesturs frá Bergstaðastræti til Bankastrætis. Fundur Fiskveiðinefndar NA-Atlantshafsins í Hótel Sögu. Fyrir miðju borði má sjá sjávarút- vegsmálaráðherra Eggert Þorste insson við hlið formanns nefndirinnar og fundarstjóra, Davíðs Ólafssonar. Enginn fundarstaður NA-Atlants- hafsnefndarinnar háðari fiski- veiðum en ísland — sagði sjávarútvegsmálaráðherra við opnun ráðstefnunnar f gærmorgun hófst í Hótel Sögu 6. fundur Fiiskveiðinetfndar NA-Atlantshafsins að viðstödd- um sjávarútvegsmálaráðherra, Eggerti G. Þorsteinssyni, en nefndin kemur nú í fyrsta skipti saman í Reykjavík. Mættir voru fulltrúar frá Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, írlandi, íslandi, Hollandi, V-Þýzkaiandi, Noregi, Póllandi, Portúgal, Spáni, Svíþjóð og Sovétríkjun- um, auk áheyrnarfulltrúa frá Bandarikjunum og Kanada, alls 80 manns. Davíð Ólafsson, sem er formaður þessarar alþjóðlegu nefndar til þriggja ára, setti ráð stefnuna. Og þvínæst tók Egg- Landfastur ís við Geirólfsnúp LITLAR breytingar urðu ó ísn- um fyriir Norður. og Austurlandi í fyrrinótt, að því er Veðurstof- an tjáði Mbl. í gær. Dalatangi tilkynnti klukkan 18:00 í gær, að ísinn þar fyrir ut£in hefði gliðnað nokkuð og rennur og vakir myndazt. ís rak út Narð- fjairðarflóann í gær og var hann orðinn íslaus að norðan seinni- partinn, en Norðfjörður og Seyð- iistfjörður voru enn lokaðir. Hvergi öruggur skreiöar- markaöur nema í Biafra Frá Tlorni bárust þær frétt- iir, að mikill ís væri á Óðins- boðasvæðinu, víða alllþéttur, og landfastur ís var þá við Geirólfs núp og í víkunum norðan hans. í gær var stillt veður um mest allt landið, norðan- og austan- lands, hægur norðanvindur með kulda á annesjum, en hlýrra inn til sveita. Á Suður- og Vestur- landi var veður hlýrra, víða um 5 stiga hiti. Hlýjast var á Kirkju bæjarklauistri, Mýrum í Áltftaveri og Síðumúla í Borganfirði, 7 stiga hiti. Á Norður- og Austur- landi varð frost minnst á Raufar höfn, 3 stig, og á Grímsstöðum á Fjöllum, 4 stig. Veðurstotfan gerði róð fyrir svipuðu veðri á landinu í dag. ert Þorsteinsson ráðherra til máls. Vakti ráðherra athygli á tveimur einkennum á ráðstefn- unni í þetta sinn. í fyrsta lagi hefði hún aldrei verið haldin norðar á hnettinum — sem veð- urfarið óneitanlega staðfesti. Og í öðru lagi væri ekkert land, þar sem slíkir fundir hafa verið áður, hjðara fiskveiðum en ís- land. Því væri það sérstök á- nægja að bjóða fulltrúa NA- Atlantshafsnefndarinnar vel- komna til fundarins, sem ráð- Framh. á bls. 27 Réðist é stúlku MAÐUR veittist að stúlku í húsl einu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags, barði hana í andlit- ið og braut eina tönn. Tókst stúlkunni að komast undan með því að brjóta rúðu í hurð og skarst hún á handleggjum og fæti á flóttanum. Stúlkan kærði málið til rannsóknarlögreglunn- ar og við yfirheyrslu játaði mað urinn að hafa ráðizt á stúlkuna, en gat enga sérstaka ástæðu gef ið fyrir framferði sínu. Maðurinn og stúlkan voru á dansieik á laugardagskvöldið og á eftir fóiru þau saman í hús eitt í Reykjavík. Skyndilega réðist maðurinn á stúlkuna, en henni tókst að sleppa í nærliggj andi hús, þar sem hún leitaði hjálpar. Stúlkan var flutt í Slysa varðstafuna, þar sem gert var að meiðsluim hennar. — segir Bragi Einarsson, sem heimsótt hefur mörg Afríkuríki til að kanna markaðshorfur BRAGI Eiríksson, framkvæmda stjóri Samlags skreiðarframleið- anda, hefur að undanförnu ver- ið á ferðalagi um ftalíu og Af- ríku til að kynna sér skreiðar- markaðshorfur. Mbl. ræddi við Braga I gær og spurðist frétta af ferðalaginu. Bragi kvaðst ekkert ákveðið vilja segja um árangurinn ennþá, en gat þess ' þó, að ýmsir möguleikar hefðu skýrzt. Bragi lagði upp í ferðalagið í lok marzmánáðar og hefur hann heimsótt ítalíu tvisvar og Afríku ríkin: Ghana, Fílabeinsströndina, Líberíu, Kameroon og bæði Kongóríkin. Ekki kvaðst Bragi hafa komizt til Biafra, þótt mik- ill áhugi hetfði verið á því að heimsækja þessa gömlu við- skiptavini íslendinga, en þangað var aðeins hægt að komast fyr- ir tilstilli sambandshersins í Lagos og hafði hann lítinn á- huga á skreiðarmarkaðsmálum okkar. Sagði Bragi, að hvergi í Af- ríku væri um öruggan skreið- armarkað að ræða, nema i Biafra, en langan tíma tæki að komast inn á markaði í öðrum 1 þeim löndum, sem möguleiki væri á að skipta við. Har&ur árekstur HARÐUR árekstur varð á mótum Fellsmúla og Háaleitisbrautar á fimmta tímanum í gær. Þar lentu saman Skoda og Saab og voru öldruð hjón, sem óku í Skoda-bílnum, flutt í Slysavarð stofuna, en meiðsl þeirra voru ekki alvarlegs eðlis. Ökumaður Saab-bílsins slapp hins vegar ó- meiddur. Bá'ðir bílarnir skemmd ust mikiö. Skoda-bílnum var ekið vestur Fellsmúla og inn á gatnamót Háa leitisbrautar, án þess að nema staðar við biðskyldumerki, sem þar er. Lenti Skoda-bíllinn beint í veg fyrir Saab, sem kom suð- ur Háaleitisbraut, og skipti það engum togum, að Saabinn ienti á hægri hlið Skodabílsins og velti honum á toppinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.