Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 8. MAÍ 1968 Friðjón Sigurðsson — Minningarorð - Þann 20. marz síðastliðinn and aðist að heimili sínu, Bergstaða- strœti 10, Friðjón Sigurðsson skó smíðameistarL Útför hans var gerð frá Foss- vogskapellu 28. marz. Friðjón var fæddur að Seljum á Mýrum, sonur hjónanna Sig- urðar Jónssonar og Halldóru Steindórsdóttur. Hann ólst upp að Seljum, að mestu hjá afa sínum og ömmu, fram til 16 ára aldurs, en þá fluttist hann til Ólafsvíkur. Lærði hann þar skó- smíði hjá Guðmundi Guðjóns- syni, skósmíðameistara og vann hann að iðn sinni til æviloka. Friðjón fluttist til Reykjavík- ur árið 1922 og setti þá á stofn eigin skósmíðastofu, sem hann rak síðan til dauðadags. Hann kvæntist ekki. Friðjón var maður stilltur í framkomu og hóvær og lítið fyr- ir að láta á sér bera. En á bak við hið hægláta viðmót bjó traust ut persónuleiki, sem alls staðar kom fram til góðs og veitti mörg- um samferðamanninum liðsinni. Hann var með afbrigðum trygg- lyndur, þar sem hann á annað borð stofnaði til vináttu. Sér- staklega var honum þó umhugað Faðir okkar og tengdafaðir, Jón Þorsteinsson, Holtsmúla, Landsveit, andaðist að heimili sínu mánudaginn 6. maí. Sigríður Jónsdóttir, Ingvar Loftsson, Þorsteinn Jónsson, Óskar Jónsson. Útför fósturmóðir okkar, ömmu og langömmu, Marinar Pétursdóttur, Kaplaskjólsveg 50, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. maí kl. 13.30. Helga Guðmundsdóttir Pétur Ágústsson og aðrir ættingjar. Móðir okkar, téngdamóðir og amma, Andrea Andrésdóttir, frá Patreksfirði, Grettisgötu 77, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavft, föstu- dagrnn 10. mai 1968 kl. 10.30 Lh. Börn, tengdabörn og barnabörn. Fósturmóðir okkar, Þóra Gísladóttir, verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni, Hafnarfirði, fimmtudaginn 9. maí kl. 2. Blóm afbeðin en þeir sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á styrktar- sjóð Guðmundar Gissurarson- ar, Sólvangi (kort fást í Bóka- búð Olivers, Hafnarfirði), eða aðrar líknarstofnanir. Bergþóra S. Þorvaidsdóttir, Hannes H. Signrjónsson. um þá, sem minnimáttar voru. Má með sanni segja, að hann hafi ekkert aumt mátt sjá, án þess að rétta fram hjálparhönd, og reyna að rétta hlut þeirra, sem bágt áttu. Ég minnist með þakklæti góð- vildar og hjálpsemi þessa mæta manns, nú þegar harun er allur. Hlýhugur hans og greiðasemi, sem hann sýndi ávallt, veitti birtu og yl inn í líf okkar, er umgengust hann, og öll fram- koma hans skapaði honum ein- læga virðingu þeirra, er hann þekktu bezt. Friðjón var félagslyndur mað- ur. Hann starfaði mikið innan Odd-fellow reglunnar og einnig innan stéttarfélags síns og var þar heiðursfélagi. Hann hafði mikið yndi af hestum og átti ætíð gæðinga, sem hann lét sér mjög annt um. Umhyggja hans og nærgætni við dýrin lýsti vel hans innra manni. Blessuð sé minning hans. L.E. Höskuldur Steinsson bakaram. — Kveðja VORIÐ 1936 tók unga fólkið hér á Akureyri eftir nýjum manni, er konainn var í þennan bæ. Hann vakti athygli fyrir glæsileik sinn, bjartur yfirlit- um, hæglátur, kurteis, og hafði fþjlóttamanÉlegar hreyfingar. Brátt hvisaðist hver maðurinn var. Höskjuldur Steinsson hét hann og var bakari hjá Kaup- félaginu. Hann vandj fljótlega komur sínar út á íþróttavöll á kvöld- in og við, sem þar vorum flest kvöld, komumst brátt að því, að þar var góður íþróttamaður á ferð, betur að sér uan þá hiuti en við, enda búinn að vera í OUerup. Við komumst líka að því, að þarna var maður sem gat sagt ofckur til við æfingar og hann boðinn og búinn fil þess með sinni hæversku. Hann gekk brátt í íþróttafélagið í>ór eg valdist fljótt til trúnaðar- starfa innan þess vébanda, m. a. Þakka auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður minnar, Gunnþórunnar Oddsdóttur Margrét Marinósdóttir, var hann formaður félagsins 1940 «r það minntist 25 ára afmælis síns á svo myndarlegan og eftir- minnilegan hátt. Vorið eftir skrapp Höskuldur til ísafjarðar og gefck að eiga heitmey sína, Huldu Ólafsdóttur. Komu þau svo hingað og stofn- uðu sitt heimili að Hrafnagils- stræti 10. Hér á Akureyri undu ungu hjónin sér bezt, eignuðust marga kunningja og vini. Þau bjuggu sér hlýlegt heimilL þar leið manni vel, er maður kom í heim- sókn til þeirra. Höskuldur var maður sem kunni fleira en að segja okkiur ttl við íþróttæfingar, hann var góður bakari, enda voru honum brátt falinn trúaðarstörf í þágu Brauðgerðar KEA um nokkurra ára skeið, unz þau hjónin venbu sínu kvæði í kross og fluftu á heimastöðvar Höskuldar, Þing- eyri. Þangað fóru þau 1950 og tók Höskuldur við rekstri braiuð- gerðar föður síns. Þau eignuðust 5 börn, 4 syni og eina dóttur, er sóttu hingað menntaskóla er aldur leyfði. Hingað komú Höskuldur og Hulda nokkrum sinnum eftir að þau fluttu vestur. Var þá ætíð glatt. á hjalla, góðra vina fund- ur, er þau bar að garði. Barnalán þeirra var einstakt. Þessi hýri og fallegi svipur, er ljómaði á hverju andliti. Þau eru nú flest uppkomin: Ólafur tann- laeknir vestan hafs, kemur heim í vor, Steinar viðskiptafræðingur hjá Sláturfélagi Suðurlands, Framhald á bls. 20. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hélt, að ég væri kristinn. En allir strákamir félagar mínir eru úti í hringiðunni, og ég hef loð- að við þá. Þeir hugsa naumast um annað en stúlk- ur, peninga og dansleiki. Hvað getur orðið mér til hjálpar? SPURNINGIN er ekki, hvað geti orðið þér til hjálp- ar, heldur hver. Ég álykta af bréfi þínu, að þú hafir lent í hópi pilta, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Minnstu þess, að Guð kann að hafa sett þig í þennan hóp, til þess að þú sýndir þar kristið for- dæmi. Athugaðu, að allt þetta, sem þú skrifar um, snýst um að svala líkamlegum löngunum. En Guð hefur skapað okkur til þess, sem andlegt er, og hann vill, að við varðveitum okkur hreina. Það er Kristur, sem vill hjálpa þér og vill gjöra það. Bvrjaðu daginn á því að biðja hann að hjálpa þér til þess að lifa eins og kristnum manni sæmir. Þegar félagar þínír byrja á sóðalegum sögum, skaltu ekki hlæja að þeim. Þegar þeir leggja nafn Guðs við hégóma, skaltu biðja þá að hætta. Farðu ekki með þeim, þegar þeir fara út að drekka. Þegar þeir leggja lag sitt við taumlausar stúlkur, skaltu litast um eftir siðprúðri stúlku, sem þú getur umgengizt í öllu velsæmi. Ég veit, að aðstaða þín er erfið, e n engin aðstaða er Kristi of erfið. Taktu orðskviði Bibliunn- ar og lestu einn kafla á dag, því að í þeirri bók finn- ur þú svör við flestum spurningum þínum. Biblían segir: „Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu“ (Róm. 12, 21). Þetta lánast þér með hjálp Guðs. Orðskviðimir segja: „Son minn, þegar skálkar ginna þig, þá gegn þeim ekki“. -1 Guðrún Einarsdóttir Minning Hafin ertu heims úr dróma hjartans kæra skólasystir, inn í drottins dýrðarljóma Dánarheima nú þú gistir. Leiðir skiljast, lífs á vegi linnir ekki tímans stormi. Nú þú fagnar nýjum degi, nýrri gleði í öðrum heimi. Þú varst ætíð ljúf í lundu létt á svip, með bros á hvarmi. Glöðust allra á góðri stundu, gjöfult hjartað þér í barmi. Hópnum nú úr horfin ertu, hafðu þakkir fyrir kynnin. Ástúð vafin ætíð sértu, — aldrei gleymast vina minnin. Ljóssins englar lýsi veginn, ljóssins guð þér yfir vaki. Lífið hefst nú hinumegin, heimsins stríð er lagt að bakL Skólasystur. Kærar þakkir sendi ég oll— um þeim, sem á ýmsan hátt heiðruðu mig á sjötíu og fimm ára afmæli mínu. Hallur Þorleifsson. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför, Magnúsar E. Sigurðssonar, Bryðjuholti, HrunamannahreppL Sigriður Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn. Hallgrímur Pétursson — Minningarorð Innilegar þakkir færi ég öll- um þeim, er sýndu mér samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns, Stúrlaugs Jóns Einarssonar Sérstaklega þakka ég starfs- fólki á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Fyrir hönd vandamanna, Steinunn Bjarnadóttir. Fæddur 19. júlí 1917 Dáin 18. apríl 1968 KveSja frá dóttur og eiginkonu. Elsku pabbi ég þatkka þér, þú gafst friðinn sanna mér. Er hlýjurn höndum þú fórst um mig, heilan og sannan fann ég þig. í gegn um árin, æðimörg, okkur mðmimi léðir björg. f örmum þínum indælt var, á ég þær fögru minningar. Við þökkum þér faðir fyrir allt, nú finnst oss lífið vera kalt. Þú varst stjarna stjörnu frá, stjarnan okkar himnum á. Hvíl nú 'faðir í frið og ró, þér fagran bústað guð til bjó — á himnum þar sem sólin skín, vertu sæll, við söknuim þín. Á himnanna hásal hammgjan þar alfaðir friður og fögnuður nyr. Stjörnurnai- lýsa og leiftra til þín, leiða þi.g þar sem að gwgsljósið skín. Vinkona. Hrefna Sigurðardóttir. Kærar þakkir sendi ég ykk- ur öllum sem færðuð mér góð ar gjafir og skeyti, ásamt ánægjulegri heimsókn, á 75 ára afmaeli mánu, 23. apríl aá. Lifið heil. Bjarni Benediktsson. Ég þakka börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, ættingjum, félögum og öðrum vinum, sem heimsóttu mig a 75 ára afmæli mínu, 27. apríl og færðu mér gjafir og sendu skeyti og blóm. Guð blessi ykkur ölL Kristján Ebenezersson. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem sýndu mér vinarhug á 80 ára afmæli mínu, 24. apríl s.l. Þorbjörn Jónsson, Mímisveg 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.