Morgunblaðið - 08.05.1968, Side 24

Morgunblaðið - 08.05.1968, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR ,8, MAI, 1968 og sátu þar eins og litlaust fiskhreistur. Alexa tók upp vasa klútinn sinn og þerraði þser af honum. — En sá yndislegi ilmur! sagði hann, á fornlegu ’og sett- legu frönskunni sinni. — Rúss- neskar konur ilma aldrei vel. Þær þefja af mold og vinnu. Ég dáist mjög af ungverskum kon- um. Sex ár í landi þeirra og hef notiS þeirra, allra sex. Þegar ég hugsa betur um þetta, hefur það Verið tilvinnandi. — Þessa skuluð þér fá að iðr- ast, sagði Lori Kun við Nemetz. — Ég á vini í borginni. Þeir skulu sjá um, að þér iðrizt þess arna, og harmið að hafa nokk- umtíma fæðzt. Þeir sátú í skrifstofu fulltrú- ans. Nemetz við skrifborðið sitt en ungi maðúrinn á bekk með löngu lappirnar kæruleysislega krosslagðar og Havanavindil milli hvítu fingranna, sem voru líkastir vaxkertum. — Þér skuluð ekki vera of ó- svífinn, urraði Nemetz. — Heyrið þér mig nú, gamli vinur sagði Lori og tónninn var bæði tilgerðarlegur og ósvífinn í senn —. Þér sleppið mér og svo gleymum við alveg þessu miáli. Ég er nú ekki svo bölv- aður, þrátt fyrir allt. Ég geri ekki uppistand nema ég sé neyddur til þess. En leyfið mér að vara yður við. Það er ég, sem kippi í spottana — dálítið eruð kominn úr þessúm stól yð- ar áður en þér vitið af. Hann gat ekki haldið áfram lengra. Nemetz var staðinn upp og rak upp öskur, svo að allir veggir skulfu. — Haldið þér kjafti, bölvuð skepnan. Svona snögglegt ösk- ur frá Nemetz, sem venjulega talaði lágt, hafði eins og endra- nær hin f.urðulegustu áhrif .Lori missti ef svo mætti segja alveg andlitið og starði á Nemetz, stein klumsa. — Þér fóruð heim til Halmys læknis á laugardagskvöldið 27. október. Til hvers? Nemetz talaði hátt en þó ekki eins grimmdarlega og áður. — Hvaða viðskipti eigið þér við hann? Þetta var í fyrsta sinn, sem nafnið Halmy var nefnt í þessu samtali, og Lory hrökk í kút. Hann hafði hugsað sér hundrað erindi, sem lögreglan gæti átt við hann, en Halmy var ekki eitt þeirra. Hann áttaði sig ekki á sambandinu og það olli honum áhyggju. Hvernig ætti hann að geta varizt þegar hann vissi ekki hver ákæran var? — Hvaða viðskipti? át Lori eftir. Svo fór hann allt í einu að hlæja. — Hann er læknir, er ekki svo? Og þessvegna leitaði ég til hans. —. Hvað gekk þá að yður, Lori? Nemetz leit á hann eins og honum væri skemmt, þrátt fyrir allan viðbjóðinn. — Því þarf ég ekki að segja frá. Þér munið þagnarskyldu lækna. — Þessu hefur yður svelgzt á, kall minn. Þetta er alveg öfugt. Það eru læknarnir, sem hafa þagnarskyldu en alls ekki sjúkl- ingarnir. Auk þess virðist þér vera stáhraustur. Viljið þér þá ekki svara mér. Þegar Lori þagði þrjózkulega, hélt hann áfram: — Þér buðuð honum að koma honum, ásamt konu, til Austurríkis. Þér komuð til hans um sexleytið þetta kvöld. Hann var ekki heima, en það var aft- ur á móti konan hans. Þér rædd- uð fyrirætlanir - læknisins við hana, en áttuðuð yður ekki á því fyrr en seinna, að hún átti alls ekkert um þær að vita. Læknirinn var reiður við yður og fleygði yður út. "Nemetz þagn aði og beið eftir viðbrögðum Lor is. Ungi maðurinn ypti öxlum önugur. — Ef þér vitið þetta allt, til hvers er þá verið að pína mig? 51 — Þér fóruð frá lækninum klukkan sjö. Hvenær komuð þér svo þangað aftur, seinna um kvöldið? — Hvað eigið þér við með því? Ég kom þangað alls ekki aftur. Nemetz svaraði þessu engu. — Hvaða borgun urðuð þið lækn- irinn ásáttir á? — Þessa venjulegu, svaraði Lori og honum leið ilda. Hann var enn að velta fyrir sér þýð- ingu spurningarinnar á undan. — Hefur nokkur sagt, að ég hafi komið aftur? Því að ef svo er, þá er það lygi. Ég hefði ekki viljað fara þangað aftur fyrir þúsund dollara. Ekki eft- ir að hafa séð, hvernig konan réðst á lækninn. Ef mér er illa við nokkurn hlut, þá er það fjölskyldurifrildi. Og hvað varð ar mig yfirleitt um, hver það er sem hann stingur af með? Helm- ingurinn af viðskiptamönnum mínum eru ekki að flýja undan Rússum, heldur konunum sínum. BLAIMCHARD ÞEIR SEM ÞEKKJA ÞETTA MERKI VITA EKKI LEIMGUR HVAÐ UPPÞVOTTLR ER! Látið söluumboð vor sýna yður hvcrnig hægt er að láta upp- þvott og rauðar hendur tilheyra fortíðinni fyrir aðeins kr. 9.355.—! Fyrsta sending af BLANCHARD uppþvottavélunum seldist upp á örskömmum tíma. Önnur sending að seljast upp. Kanadísk gæðaframleiðsla. Greiðluskilmálar. 2ja ára ábyrgð. Söluumboð: Nýborg, byggingavöruverzlun, Hverfisgötu 76 R. — Eldhúsið s.f., Laugavegi 133, R., Garðar Arthúrsson, Austurbyggð 10, Akureyri. Einkaumboð: Alur h/f., Barmahlíð 22,R. Sími 13051. — Vð hittumst svo á torginu, þér munuð þekkja Jhig á hárauðu hálsbindi. — Þér hafið ekki svarað mér. — Hvað átti hann að borga yður mikið? — O, hreinuistu hungurlús. Fyrst bauð hann mér tíu þús- und forintur og hækkaði það svo upp í tuttugu þúsund. En það er bara ekkert gagn í þessum forintum lengur, því að Vín,ar- borg er alveg kaffærð í þeim. Flóttamennirnir eru með alla vasa fulla af þessu. Áður var gengið á forintunum á svarta- markaðnum fjörutíu forintur fyr ir einn dollar, en nú er það komið upp í fimmhundruð eða jafnvel meira. — Jæja, svo þér takið ekki lengur við forintum, sagði Nem- etz. En hverju þá? — Dollurum, þýzkum mörkum, svissneskum frönkum — hörðum gjaldeyri.. Hanrt þagnaði snögg- lega og starði á Nemetz. — En hversvegna í ósköpunum eruð þér að reka úr mér garnirnar? Nú jæja, gott og vel. Ég tek gjald fyrir að hjálpa fólki yfir landamærin. Það er ólöglegt — gott og vel. En það er líka ó- löglegt að drepa Rússa og sprengja skriðdreka, og samt er það gert. Um allt landið. Við höfum byltingu — og ég er með í henni. Eins og allir aðrir. — Það er nú ekki alveg sam- bærilegt, sagði Nemetz. — Þér gerið það í gróða skyni, en hin- ir ... En þá áttaði hann sig á því, að það væri tilgangslítið að fara að ræða siðfræði við mann eins og Lori Kun. — Jæja, sama um það. En þér hafið ekki enn sagt mér frá viðskiptum yðar við Halmy lækni. Lori var önnum kafinn að kveikj a í vindlingnum sinum Það, virtist eitthvað seinlegt verk, sem þyrfti að taka langan tíma. Loksins missti Nemetz þolinmæð ina, gekk að Lori, hrifsaði af honum vindilinn, kramdi hann í sundur og kastaði brotunum í bréfakörfuna. Lori leit á hann hatursaugum. — Svona getið þér ekki leyft yður. Þessi vindill þýðir tveggja dollara tap fyrir mig. Nemetz settist aftur á stólinn sinn. — Látið þér ekki eins og asni, Lori. Svarið þér heldur spurningunni minni. — Hann ... læknirinn ... átti enga dollara til, byrjaði Lori. — Þessvegna vildi hann borga í skartgripum, sem hann hafði erft eftir móður sína. Það var þessvegna, að ég fór heim til Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Undarlegustu tilviljanir geta átt sér stað í dag. Hlífðu þér við vinnu, þú ert ekki eins heilsuihraustur og skyldi. Nautið 20. apríl — 20. maí. Fjárfesting vafasöm í dag — en óneitanlega freistandi. Vogun vinnur og vogun tapar. Þú verður sjálfur að komast að niður- stöðu. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þér verður gert tilboð af einhverju tagi í dag og ættir ekki að þuirfa að hugsa þig tvisvar um. Hvíldu þig vel í kvöld. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Nágrannamir skapstirðir í dag og sennilega hefurðu móðgað þá, án þess að gera þér það ljóst. Þú ert stundum nofckuð óvarkár X orðum. Ljónið 23. júli — 22. ágúst. Þú ert stöðugt að reyna að ná valdi fyrir einhverri átoveðinni persónu, sem fer undan í flæimingi. Gerðu þér ljóst að það er merki um þroskaieysi að vilja drottna yfir öðrum. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Ýmislegt getur tekið snögigum breytinigum í dag. Forðastu iUlt umtal um armað fólk. Gættu þín í umferðinni og fyligdu um- ferðarreglunum í hvívetna. Vogin 23. september — 22. október. Trúnaðarmál sem þú hélzt að enginn vissi hið mimmista um, er farið að breiðasit út eins og eildur 1 sinu. Kipptu þér ekki upp við það og láttu enga geðsihrærimigu á þér sjá. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Þú skalt vera hress í bragði og gamansamur í dag og reyna að sjá Mfið og mannfólkið í bjartaira ljósi. Stilltu héigómagirnd þinni í hóf. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Áranigur sá, sem þú hefur náð, hefur komið sjálifum þér skemmtilega á óvart. Sýndu hógværð og lítillæti og vei/ttu öðrum hluta í ánægjumni. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þú sérð vini þína. ekki í réttu ljósi vanmetur suma og treystir / öðrum um of. Reymdu að gera þér ljóst, hverjir eru verðir vin- í áttu þinnar og hverj ir etoki. í Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. / Þér verður lögð ábyrgð á herðar, og skalt efkki dkomast undan 1 henni. Munt sennilega hagnazt nokikuð í dag eða allna næstu daga. I Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. í Þú ert of frakkur og opinskár i tali, en 1 dag skaltu * gera þér mat úr þessum eiginleikum og sýna hörltou, ef þér virð- ist á rétt þinn gengið. \ is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.