Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLABIÐ, MIÐVÍKtlDAGÚR 8. ÍVÍÁf Íáð8 Fordæmir rithöfunda- ofsóknir Sovétstj. Frá aðalfundi Félags íslenzkra rithöfunda Aðalfundur Félags íslenzkra rithöfunda var haldinn í Tjarn- arbúð, mánudaginn 29. apríl. For maður félagsins, Þóroddur Guð- mundsson setti fundinn og minnt ist í upphafi látinna félaga. Starf félagsins hefur verið blóm- legt í vetur, m.a. voru haldnar tvær allvel sóttar kvöldvökur fvrir félagsmenn og gesti þeirra. Þessir rithöfundar lásu úr verk- um sínum á kvöldvökunum: Bragi Sigurjónsson, Guðmundur Dan- íelsson, Ingimar Erlendur Sig- urðsson, Hugrún, Ingólfur Krist- jánsson og Stefán Júlíusson. Allmiklar umræður urðu um listamannalaun urðu á fundin- um, og voru ræðumenn á eitt sáttir um að fjárupphæð sú sem Alþingi veitir væri allt of lág. Eftirfarandi ályktun stjórnarinn ar var samþykkt á fundinum: „í tilefni af síðustu úthlutun listamannalauna ályktar Félag íslenzkra rithöfunda eftirfarandi 1. Félagið vekur athygli á því, að þjóðkunnir og mikilvirkir rithöfundar, sem lengi hafa notið listamannalauna, eru sniðgengnir, eða nú felldir niður við úthlutunina. 2. Félagið telur að fenginni reynslu við tvær síðustu út- hlutanir listamannalauna, að löggjöfin um hina nýju flokks skipun leggi Alþingi á herð- ar skyldur til þess að auka til mun fjárveitingar til lista- manna, enda hefur úthlutun- arfyrirkomulagið leitt til þess að rúmlega fjórðung færri listamenn njóti nú launa en áður, þrátt fyrir fjölgun í öll- um listgreinum. 3. Þá vill félagið vekja athygli á því, að þótt úthlutun lista- mannalauna hafi nú tvívegis farið fram samkvæmt löggjöf- inni um listamannalaun, hafa ekki enn komið til framkv. starfsstyrkir þeir, sem heitið var við þá lagasetnngu, en stuðningur rithöfunda við frum varpið til þeirra laga var ein- mitt bundinn því fyrirheiti. 4. Félag íslenzkra rithöfunda tek ur eindregið undir þá skoð- un úthlutunarnefndar, „að heiðurslaunaflokki skifli ekki greitt fé af fjárhæð þeirri, sem ætluð er nefndinni til úthlutunar listamannalauna, heldur verði ætluð sérstök fjárveiting í þessu skyni“.Lít ur félagið svo á, að fjárv.eit- ing til heiðurslaunaflokks megi í engu skerða þá fjárveitingu sem nefndin hefur til úthlut- unar almennra listamanna- launa“. ^ Þá mælti Indriði G. Þorsteins- son fyrir eftirfarandi tillögu, sem var einróma samþykkt: „Fundur í Félagi íslenzkra rit höfunda lýsir yfir stuðningi sínum vif framkomið frumvarp til laga um listamannalaun, þar sem kveðið er á um það, að söluskattur af íslenzkum bókum skuli renna til skálda og rithöfunda." Einnig var svohljóðandi álykt- un stjórnarinnar samþykkt: Borgorstjóri Edinborgar í heimsókn BORGARSTJÓRI Edin.borgar, Sir. Herbert A. Brechin, og kona hans koma í heimsókn til-Reykja víkur 30. maí n.k. í boði borgax- stjórnarinnar . Hérna dveljast þau hjónin i fimm daga og munu kynna sér Reykjavíkurborg og málefni hennar. „Félag íslenzkra rithöfunda fordæmir harðlega ofsóknir þær, sem rithöfundar hafa orð ið fyrir af hálfu stjórnarvalda i Ráðstjórnarríkjunum að und- anförnu, sérstaklega með til- liti til svonefndra Ginsburgs- réttarhalda gegn ungum rit- höfúndum, sem mótmælt hafa dómunum yfir þeim Sinjavskí og Daníel." Stjórn Félags' íslenzkra rit- höfunda var endurkjörin, en hana skipa eftirtaldir menn: Þór oddur Guðmundsson, formaður, Jóhann Hjálmarsson, ritari, Ár- mann Kr. Einarsson, gjaldkeri, og meðstjórnendur þeir Stefán Júlíusson og Jón Björnsson. í stjórn Rithöfundasambands ís- lands voru kosnir þeir Ingólfur Kristjánsson og Stefán Júlíus- son, og varamaður Jóhann Hjálm arsson. Helgi Sæmui. dsson var kosinn í stjórn Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins. (Frá Félagi íslenzkra rith.) Tollum og hömlum aflétt svo hægt sé að taka fernuvélar í notkun Frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar Aðalfundur Mjólkursamsöl unnar var haldinn í fundarsal hennar að Laugavegi 162 þriðju daginn 23. apríl. Fundinn sátu kjörnir fulltrúar af sölusvæðinu stjórn og framkvæmdastjóri. Formaðurinn, . Sigurgrímur Jónsson, setti fundinn, og eftir að hafa minnst látinna forystu- manna í sölusamtökunum, flutti hann skýrslu um störf og fram- kvæmdir stjórnarinnar á árinu. Forstjórinn, Stefán Björnsson, lagði fram ársreikninga Mjólkur samsölunnar, skýrði þá og flutti yfirlit yfir rekstur hennar og framkvæmdir á árinu og yfir framleiðslu mjálur á öllu sölu- svæðinu, mjólkuriðnað og sölu. Innvegið mjólkurmagn til mjólkurbúanna varð 53.529.884 lítrar. Er það 1.27% minna en ár ið áður, sem þó hafði lækkað frá árinu þar áður. Gert er ráð fyrir að meðalverð til bænda verði 884,6 aurar á lítra og vant ar þá um 7,1/4 eyris á að grund vallarverð hafi náðst. 35.014 þús. lítrar neyzlumjólk 755 — — rjómi 380 — kg smjör 1.067 — — skyr 97 — — mjólkurostur 495 — — undanrennumjöl 331 — — nýmjólkurmjöl Auk þess undanrenna, mysa, kasein, dósamjólk, mjólkurís o.fl. Nægði framleiðslan ekki alltaf til að fullnægja eftirspurn og varð að flytja inn á svæðið mjólk, rjóma og skyr frá mjólk urbúunum á norður- og austur- landi. Af andvirði afurðanna fengu bændur í sunn hlut rúml. 71% til verðmiðlunar- og til Stofn- lánasjóðs fóru um 1.4% og rekstur mjólkurbúanna og Mjólkursamsölunnar, flutnings afurðanna á sölustað, vörurann sókna o.fl. 27,5% rúmlega. Mjólk var seld í 128 búðum, auk kjörbúðavagna, á dreifing- arsvæði Mjólkursamsölunnar. Þar af reka aðrir en hún 59 búðir. Starfsmenn Mjólkursam- sölunnar við árslok voru 444. Úr stjórn Mjólkursamsölunn- ar áttu að ganga Ágúst Þor- valdsson og Einar Ólafsson og voru báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru: Sigurgrímur Jóns- son, Ólafur Bjarnason og Sig- Hafa sungið í Dómkórnum í hálfan sjötta áratug HALLUR Þorleifsson varð i 75 ára á annan í páskum síð- astliðinn. Þann dag var með- fylgjandi mynd tekin af hon um og konú hans ásamt dr. Páli ísólfssyni, fyrrum dóm- organista, en þau hjón hafa sungið í Dómkórnum í ná- lega hálfan sjötta áratug, öll árin, sem dr. Páll fór með stjórn kórsins. Mbl. ræddi vi‘ð þau hjón, Hall og konu hans frú Guð- rúnu Ágústsdóttur fyrir skömmu. Hallur bauð okkur til stofu og við bárum upp erindið. — Já, það eru brátt 54 ár síðan við hittumst fyrsta sinni, þessi unga kona og ég, segir Hallur og lítur tii konu sinnar, en þá var ég nýráð- inn til þess að syngja í Dóm- kórnum, sem þá var undir stjóm Sigfúsar Einarssonar. Guðrún söng þá í kórnum og þessi kynni sem hófust á að- fangadag 1914 urðu að hjóna- bandi nokkru síðar. — Ég hafði nokkru áður verfð beðinn um að syngja í söngfélaginu 17. júní, sem stofnað var vegna 100 ára af- mælis Jóns Sigurðssonar, for- seta. Komst Sigfús, sem æfði kórinn, þá að því að ég hafði þokkalegan bassa og þremur árum síðar bað hann mig að ganga í Dómkórinn. Ég féllst á það, en varð á undan að ganga undir próf. — Ég man enn kvað ég var taugaóstyrkur, fyrir þessa prófraun, enda voru prófdóm ararnir ekki af verri endan- um, Pétur Halldórsson, borg- arstjóri og Árni Thorsteins- son, tónskáld. Prófið fór fram á laugardagskvöldi og nóttina áður svaf ég ekki fyrir kvíða, en þegar á hólminn kom gekk allt eins og í sögu og ég fékk inngöngu í kórinn. Á'ður hafði ég sungið með Karlakór KF UM, sem nú eru karlakórinn Fóstbræður. Gengi Fóst- bræðra hófst er Jón Halldórs- son tók við stjórn þeirra. — Og hvernig hófst söng- ferill frúarinnar í Dóm- kórnum? — Ég var í Kvennaskólan- um, segir frú Guðrún, en þar var Sigfús Einarsson söng- kennari og bað hann mig um að koma og syngja með kórn- um. Ég var þá 15 ára og fannst að vonum mikið til um þennan trúnað, er mér var sýndur. Mér hefur og alltaf fundizt mikið til þess koma að syngja í kórnum og margar og ómetanlegar ánægjustundir hef ég átt þar. — Það er víst, segir Hall- ur, að söngurinn er einhver bezta og heilnæmasta leik- fimi, sem unnt er áð iðka, bæði andleg og líkamleg. Okkur hefur verið það mikil ánægja að halda niður í kirkju á sunnudagsmorgna og syngja þar fyrir fólk. Ekki hefur það heldur verið hvað sízt ánægjulegt Vegna þeirra manna, sem stjórnað hafa kórnum, fyrst Sigfúsar og nú dr. Páls. — En reyndist frúnni aldrei erfitf að syngja og annast heimilisstörf að auki? — Jú, oft var erfitt að koma því saman, en á með- an börnin voru á erfiðasta aldrinum, var ég ekki fast- ráðin í kórnum, segir frú Guðrún. — Hvert var erffðasta tíma bilið í söngferli ykkar í Dóm- kórnum? — Tvímælalaust veturinn 1918, segja þau bæði hjónin. Þá gekk spænska veikin og voru jarðarfarir þá frá morgni til kvölds og gafst manni varla tími til að fara heim og borða. Jarðarfarirn- ar voru þá ekki eina starfið heldur voru ætíð húskveðjur áður og þangað þurftum við einnig að fara til þess að syngja. — Nú og mesti tónlistar- viðburðurinn þessi ár? — Þáð var mjög svo skemmtilegt tímabil, er Páll kom heim á sumrin og hélt tónleika. Var oft og tíðum dásamlegit á hann að hlýða, en mestur tónlistaviðburður Á fundinum voru gerðar nokkrar breytingar á lögum Mjólkursamsölunnar. Fundurinn samþykkti sam- hljóða eftirfarandi tillögur: Að- alfundur Mjólkursamsölunnar haldinn í Reykjavík 23. apríl 1968 vítir harðlega þá afstöðu neytendafulltrúa í sexmanna nefnd að neita um eðlilegan og rökstuddan dreifingarkostnað á mjólk og mjólkurvörum. Veldur þetta því að nú vantar mikið á, að verðlagsgrundvallarverð ná- ist. Krefst fundurinn þess, að þetta verði leiðrétt við þá verð- lagningu, sem nú er til meðferð- ar í sexmannanefnd. Ennfremur vítir fundurinn þá óskiljanlegu afstöðu fulltrúa neytenda að taka ekki til greina við verð- lagningu á fernum sannanlega kostnaðarliði og skorar á það að breyta um afstöðu í þessu máli. Aðalfundur Mjólkursamsöl- unnar haldinn í Reykjavík 23. apríl 1968 skorar á fjármála- og viðskiptamálaráðuneytin að lækka tolla og aflétta hömlum, sem þau hafa sett og valda því að ekki mun verða unnt að taka í notkun nógu afkastamiklar vél ar til þess að fullnægja eftir- spurn eftir hinum nýju mjólkur umbúðum sen nefndar eru fern- ur. (Frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík) ' er tvímælalaust sá, er Páll ísólfsson lét flytja Oratoríu Haydn’s eða Sköpunina eins og hún heitir á íslenzku, hinn 18. desember 1939. Tón- leikar þessir voru þá haldnir i bifreiðaskála Steindórs skammt frá Selsvörinni og sóttu þá á þriðja þúsund manns. Segja má að þetta sé fyrsti stórkonsert sem hald- inn sé á íslandi sé miðað vfð fjölda áheyrenda. Flutningur- inn var að okkar dómi stór- kostlegur, en þetta var í fyrsta sinn sem Öratorian var flutt hér. — Konan mín söng eiít aðalhlutverkið í verkinu, Evu. Ég söng í Kátum félög- um, sem aðstöðuðu ásamt kór Tónlistarfélagsins og Hljóm- sveit Reykjavíkur. Hljóm- burður í þessum skála var stórkostlegur og man ég að milli atriða. hírðumst við í bílum að tjaldabaki. Að lokum sögðu þau hjón og á þeim mátti heyra að sannfæring fylgdi orðunum, að ekkert væri betra í þessu lífi, ekkert betri andleg sem líkamleg næring en söngur- inn. Satt er það að þau hjón hafa lifað lífinu við söng og þeir sem hitt hafa þau hljóta a'ð sannfærast að þau hafi lög að mæla. Mynd þessi var tekin framan við Dómkirkjuorgelið af Halli Þorleifssyni og konu hans, Guðrúnu Ágústsdóttur, á annan í páskum, ásamt dr. Páli Isólfssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.