Morgunblaðið - 07.06.1968, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDGAUR 7. JÚNÍ 19«8
Garðyrkjuáhöld
í MIKLU ÚRVALI
GRASKLIPPUR — ORF
LJÁIR — HEYHRÍFUR
Garðslöngur
— gúmmí og plast
SLÖNGUKRANAR
SLÖNGUKLEMMUR
VATNSÚÐARAR
GARÐKÖNNUR
SLÖNGUGRINDUR
SLÖNGUVAGNAR
Málning
ÚTI — INNI
Fjölbreytt úrval
Islenzk
FLÖGG
Flaggstangahúnar
Hagglinur
Merzlun
0. ELLINGSEN
Ingólfur A. Þorkelsson:
OPIÐ BRÉF
- til Matthíasar Johannessen
Heill og sæll Matthías.
Ég lauk við þetta bréfkorn til
þín 20. maí s.l., en sökum próf-
anna og skólaferðalaga hef ég
ekki komið því á framfæri fyrr
en nú. Á skólamálafundinum í
Lidó laugard. 18. maí sl. vitn-
aðir þú í viðtal, sem Þjóðvilj-
inn átti við mig sama dag. í
stað þess að lesa textann skil-
merkilega, þannig, að fundar-
menn fengju ummæli mín óbrjál-
uð, þá sleiztu þau úr samhengi
og slíkt er ekki vænlegt, ef
menn vilja heldur hafa það, sem
sannara reynist. Ég átti þess
ekki kost að svara þér á sama
vettvangi, þar eð umræður voru
ekki leyf ðar eftir að gestir fund
arins höfðu flutt mál sitt. Ég
leyfi mér því hér með að gera
eftirfarandi athugasemd, og til
þess að ekkert fari milli mála
þá birti ég hér orðrétt, það sem
ég sagði um landsprófið í Þjóð-
viljanum:
Páfagaukar eða skilningur.
Tal okkar bar einna fyrst að
fullyrðingum um það, að lands-
prófið væri staðnað form, staðn-
að í „formúlum og kreddum",
byggt á páfagaukslærdómi sem
yæri „farg á öllum landslýð".
Ég vildi fyrst af öllu, sagði
Ingólfur, mótmæla slíkum full-
yrðingum, sem eru að verulegu
leyti út í bláinn. Ég hefi sjálf-
ur kennt undir landspróf í all-
mörg ár, einkum sögu, og ég
hef sannarlega orðið var við
töluverða breytingu. Ef við lít-
um á landsprófið frá 1946 í
þessari grein, þá sjáum við
sannarlega fyrir okkur kröfu
um sundurlaus minnisatriði, sem
fylgt er eftir af fáránlegri sam-
vizkusemi eins og sjá má hér á
síðunni. En tuttugu árum síðar,
1966, hefur orðið geysileg breyt-
ing á. I prófinu það ár er lögð
margfalt meiri áherzla á spurn-
ingar þar sem krafizt er skiln-
ings og ályktunargáfu. Lítum
þar á eina spurningu til dæm-
is: „Árið 600 var Mikligarður
mesta verzlunarborg í Evrópu,
árið 1400 voru það Feneyjar, ár-
ið 1650 Amsterdam og árið
1800 London. Hvernig skýrið
þér þessar breytingar:“ — Hér
er um töluvert flókið orsaka-
samband að ræða, sem nemend-
ur verða að gera sér grein fyrir.
Auðvitað verða þeir einnig að
kunna vissar staðreyndir, menn
verða að hafa eitthvað til að á-
lykta út frá. Eða nefnum aðra
spurningu frá 1966: „Gerið sam-
anburð á kjörum bænda í Evr-
ópu á miðöldum og nú á dög-
um“. Til að svara þessu þurfa
menn að gera sér grein fyrir
samhengi í sögunni, ekki sízt
því hvernig atvinnuhættir verka
á þróun stétta og stjórnmál.
Þetta var semsagt um páfa-
gauksaðfinnslurnar.
Gallar landsprófs
— Þér finnst af ýmsum dæm-
um að landsprófin hafi stór-
batnað á tilveruskeiði sínu. En
hvaða galla á landsprófi vill.
kennari helzt nefna til?
— Það kemur í ljós við rann-
sóknir sem Matthías Jónasson
hefur gert á nokkrum hópi
nemanda, að treggáfaðir ung-
lingar hafa komizt í gegnum
landspróf með framhaldseink-
unn.
Látum það nú vera, en hitt er
lakara miklu að nemendur með
afburðagreind úr þessum könn-
unarhópi (greindarvísitala: 135-
164 stig), átta prósent nemenda
úr þessum greindarflokki nær
ekki framhaldseinkunn.
Hér verðum við að vísu að
slá þann varnagla, að hér
kunni að vera á ferð ástæður
sem skólinn ekki ræður við, á-
stæður í umhverfi og uppeldi
sem hafa neikvæð áhrif á til-
finningar og vilja nemenda. En
engu að síður er þessi hópur
það stór að það vekur til um-
hugsunar. Ég tel samkvæmt
minni reynslu að landsprófi
fylgi sú ávirðing, að álag er of
mikið á of skömmum tima. Það
væri t.d. heppilegt að koma á
annakerfi, menn legðu stund á
fáar greinar, tækju próf í þeim
og tækju svo til við nýjar
greinar. Hinsvegar held ég að
verði enginn ágreiningur um
annað mikilvægt atriði: að
landspróf sé fyllilega réttlæt
anlegt form til að tryggja ung-
lingum um allt land jafnan rétt
til framhaldsmenntunar.
En ég vil nefna annað. Það
kemur í ljós, við fyrrgreinda
rannsókn, að samsvörun er í
aðalatriðum milli greindar-
vísitölu og prófeinkunna hjá
nemendum á barnapróif, ung-
lingaprófi og landsprófi. En
þessi samsvörun raskast veru-
lega í 3ja bekk menntaskólans.
Svo mikið að 17 mnemenda með
háþróaða greind hafa fallið í
þriðja bekk Menntaskólans við
Lækjargötuna. Þessar niðurstöð-
ur virðast miklu alvarlegra um-
hugsunarefni en sjálft lands-
prófið.
Á fundinum gafst þú í skyn,
að þessi ummæli mín séu mót-
sagnakennd: að ég geri hvort
tveggja í senn, að halda uppi
vörnum fyrir landsprófið og
gagnrýna það. Að ræða kosti og
galla einhvers fyrirbæris þarf
ekki endilega að fela í sér mót-
sögn, og gerir það heldur ekki
í þessu tilfelli.
I upphafi viðtalsins mótmælti
ég fullyrðingum um, að lands-
prófið sé staðnað í formúlum og
kreddum, sem byggðar séu á
páfagaukslærdómi, og ég birti
sönnunargagn gegn þessum full-
yrðingum, þ.e. landspróf í sögu
árin 1946 og 1966 og sýni með
því fram á þær breytingar, sem
orðið hafa á prófverkefnunum.
Þetta véfengdir þú ekki, enda
ekki á þínu valdi, þar eð spilin
hafa verið lögð á borðið. Hins
vegar beizt þú þig fastan í það,
sem ég sagði síðar um fallpró-
LIKIÐ
1 SKEMMTIGARÐINUM
KVIKMYND þessi er táknræn
fyrír þann blending þjóðerna,
sein sífellt verður algengari.
Hún er framleidd í samvinnu af
enskum og þýzkum aðilum, leik-
arai eru þýzkir ,nema aðalleik-
arinn, sem er amerískur, og
myndin gerist í New York.
Myndin lýsir starfsemi eins af
mönum F.B.I. leynilögreglunnar
í New York. Hann er leikinn
af George Nader og á að vera
maður frægur mjög fyrir afrek
sín.
Segja má, að mynd þessi sé
ein af fjarskyldum frænkum
James Bond myndana, en skyld-
ar og stældar myndir í þeim
stíi skipta nú hundruðum. Mað-
ur þessi nefnist Jerry Cotten.
Hann er eins og tilheyrir gædd-
ur þeirri merku náðargáfu, að
sjá alltaf sprengjur, sem faldar
eru í bílnum hans, han sér með
hnakkanum, þegar menn ætla
að skjóta hann og getur slegizt
án þess að verða ósnyrtilegur
eða úfinn. Einnig hefur hann
þann einkennilega hugsunarhátt,
sem við eigum að trúa að leyni-
lögreglumenn hafi margir, að
kjósa heldur að ana út í hætt-
urnar einn, en að kalla til hjálp.
Mun þetta eiga að gefa til kynna
hugrekki, en verkar oftar á mig
sem hrein fávizka.
Jerry Cotten er í þessari mynd
að fást við hóp glæpamanna,
sem hafa fengið þá athyglis-
sentu afburðargreindra nemenda
og telur það einn þyngsta á-
fellisdóm, sem kveðinn hefur ver
ið upp um landsprófið. Minna
má nú gagn gera. En þér láðist
að lesa lengra á fundinum, og
þar með raufst þú samhengi
textans. í framhaldi af þessu
segi ég (feitletrað í viðtalinu),
að aðrar ástæður geti valdið, og
það skal nú áréttað hér. Greind-
in ein nægir engum til þess að
standast landspróf fremur en
önnur meiri háttar próf. Dugnað
ur og marksækni eiga auðvitað
sinn mikla þátt í góðum árangri.
Og ennfremur: Greindarvísitölu
og einkunn ber saman í stórum
dráttum á landsprófi. Af þessu
má ljóst vera, að hér er ekki
um neinn geysilegan áfellisdóm
að ræða. Því fer alls fjarri. Og
þá er ég kominn að þeim um-
mælum þínum á fundinum, að
mér fyndist allt harla gott í
fræðslumálum og að engu þyrfti
að breyta.
Þú ert nokkuð orðheitur mað-
ur, Matthías, og þessi eiginleiki
leiðir þig stundum út í ógöng-
Á SUNNUDAGINN kemur, þann
9. júní, efnir Bústaðasókn til
síns fimmta kirkjudags. Var sá
fyrsti vorið 1964 og hefur verið
árlega síðan. Eru þessi safnaðar-
hátíðahöld bæði til fjöröflunar
fyrir kirkjubyggingu safnaðar-
ins, svo og til þess að auka á
fjölbreytni í safnaðarstarfinu og
takast á við stærri verkefni.
Kl. 10:30 á sunnudagsmorgun-
inn verður barnasamkoma í
Réttarholtsskólanum, en þar fara
öll dagskráratriði fram, síðan
verður guðsþjónusta kl. 2 síð-
degis, og prédikar sóknarprestur
inn, séra Ólafur Skúlason. Eftir
messuna hefst kaffisala, sem
kvenfélag safnaðari.is hefur for-
ystu fyrir og er ekki að efa, að
þær kræsingar, sem fram verða
bornar munu gleðja gestina; sú
hefur reynslan að minnsta kosti
verið undanfarin ár. Forstöðu
fyrir veitingunum hefur frú Elín
Guðjónsdóttir, ein úr stjórn
Kvenfélags Bústaðasóknar. Um
kvöldið kl. 8:30 hefst svo al-
menn samkoma. Þar mun Njörð-
ur P. Njarðvík, lektor í Gauta-
borg halda ræðu, og fjallar hann
um efnið: Ný kynslóð, ný veröld.
Brynjólfur Jóhannesson, leikari
verðu hugmynd, að ná milljón
dollurum af þremur mönnum
með fjárkúgun. Þeir byrja á að
drepa dóttur eins mannsins,
sem verður til þess að þeim er
trúað. Stela síðan -dóttur þess
næsta og þurfa svo ekki nema
að hóta þeim þriðja til að hann
borgi sína milljón líka.
Við svo búið má ekki standa,
svo Jerry Cotten gengur í málið
og réttvísin sigrar á þann sér-
kennilega hátt, sem það skeður
í kvikmyndum eins og þessari.
Mikið blóðbað og slagsmál hafa
að sjálfsögðu á undan gengið.
Ekki er mynd þessi eins fárán-
leg og undanfarandi lýsing
kynni að benda til. Hún hefur
til að bera vissa hluti, svo sem
sérlega skemmtilega kvikmynd-
un, sem segja má, að sé í tveim-
ur hlutum. Annars vegar er sá
hluti, sem snýr að leikendum
og hinsvegar sá sem snýr að
New York-borg. er auðséð að
myndin er ekki leikin í New
York, þar sem leikendur sjást
aldrei í umhverfi, sem er auð-
þekkt sem New York. Þess í
stað sýna þeir svipmyndir frá
New York á milli atriða. Eru
þessar myndir svo skemmtilega
teknar, að unun er á að horfa.
Man ég ekki eftir að hafa séð
betur gerðar myndir frá stór-
borg. Tónlistin við myndina er
einni gsérlega góð, lifandi og
hröð .Annað er því miður meðal
mennskulegt eða verra.
ur í málflutningi, svo var og 1
þetta skipti.
í marzmánuði s.l. skrifaði ég
tvær greinar í þetta blað, sem
þú ritstýrir. Þú last báðar grein
arnar að því er ég bezt veit. í
fyrri greininni gagnrýndi ég harð
lega löggjöf þá um menntun
kennara (einkum á gagnfræða-
stigi), sem nú er í gildi, og færði
rök að því, að hún sé úrelt orð-
in og að engu hafandi, og í síð-
ari greininni birti ég tillögur til
úrbóta. Ennfremur ræddi ég
kennaraskortinn og það neyðar-
ástand í skólamálum, sem nú
ríkir sökum hans. Ég ræddi og
breytingar þær, sem hafa orðið
á íslenzku þjóðfélagi s.l. 20-30
ár og benti á nauðsyn þess að
aðlaga skólana nýjum þjóðfélags
háttum. I Þjóðviljaviðtalinu und
irstrikaði ég rækilega vaxandi
gildi almennrar menntunnar.
Fleira gæti ég talið, en læt hér
staðar numið. Þetta ætti
að nægja til að sýna fram á
haldleysi áðurnefndrar fullyrð-
ingar þinnar.
Vertu svo blessaður Matthías
og líði þér alltaf sem bezt.
les upp. Ungt fólk, sem hér hef-
ur dvalið undanfarna mánuði,
skiptinemar á vegum kirkjunnar,
mun syngja þjóðlög, en þetta
fólk hefur getið sér hið bezta
BÚSTAÐAKIRKJA
orð fyrir flutning sinn á slíkum
lögum. Þá mun kirkjuorganist-
inn, Jón G. Þórarinsson, flytja
orgelverk og stjórna söng kirkju
kórsins. Samkomunni lýkur svo
með helgistund, en síðan er aft-
ur haldið að hlöðnum veizluborð
um.
Bústaðakirkja ásamt foTkirkju
er nú fokheld og verður til sýnis
almenningi undir leiðsögn kunn-
ugra milli kl. 3:30 og 7 á sunnu-
daginn. Hafa þær framkvæmdir,
sem sjást þar á horni Bústaða-
vegar og Tunguvegar kostað tæp
ar 6 miiljónir króna. Er næst á-
formað að gera safnaðarheimilið,
sem er áfast kirkjunni sjálfri,
fokhelt í sumar, og er kostnaðar-
áætlunin kr. 1.100.000.00. — Til
þess að afla hluta af þessari upp-
hæð, verður efnt til skyndihapp-
drættis í sambandi við kirkju-
daginn. Verða seld merki, sem
Rafn Hafnfjörð hefur séð um
gerð á, og eru þau númeruð og
dregið að kveldi kirkjudagsins.
Er vinningurinn Mallorca- og
Lundúnaferð með Ferðaskrif-
stofunnj Sunnu. Er ekki að efa
það, að þeir munu margir, sem
vilja freista gæfunnar um leið
og þeir styrkja gott málefni og
hjálpa söfnuðinum í kirkju-
byggingu hans. svo að öll orkan
þurfi ekki að fara í það árum
saman að skapa heppilega starfs-
aðstöðu.
Togarinn
Vikingur
londnr
Akranesi, 30. maí.
TOGARINN Víkingur landaði
hér 243 lestum af fiski af Græn-
landsmiðum, þar af var karfi
þriðjungur aflans. Þorskurinn er
frekar smár en karfinn stór. Afl-
inn er unninn til útflutnings hjá
hraðfrystihúsum HB & Co og
Heimaskaga h.f.
Togarinn fer a.m.k. eina veiði-
ferð til viðbótar, áður en hann
verður gerður út til síldveiða.
— HJÞ.
ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
Kirkjudagur í Bústaðasókn