Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDGAUR 7. JUNI 1968
M. Fagias:
FIMMTA
mmN
lega, sem hún hefur sérstaklega
til síns ágætis? Hversvegna hún
og ekki einhver önnur? Og þá
fer ég að hugsa um þetta, sem er
falið undir hvíta sloppnum, og
sú hugsun ein nægir tQ þess,
að mig langar að komast yfir
Þig-
Hún leit á hann, ringluð. —
Já, en er þetta ekki einmitt á-
gætt? Hvaða ástæða er til að
vera að ergja sig yfir því?
— Nei, það er svei mér ekki
ágætt. Öðru nær! Því að það
gerir allt svo erfitt. í tvo daga
er ég búinn að vera á báðum
áttum. Á ég að fara eða ekki
fara? Ég er nú þrjátíu og sjö
ára. Ég hef einu sinni gert ætt-
inni skömm með tiltæki mínu.
Og nú, eftir ellefu ár, er ég enn
staddur á krossgötum. Ég gæti
verið kominn hinu megin við
landamærin ásamt þér, annað
kvöld — laus við þessi þrjátíu
og sjö andstyggðar ár og gæti
byrjað á byrjuninni aftur. En,
hjálpi oss vel, þessi nýja tilvera
gæti líka misheppnazt. Ef til
dæmis þér dytti það í hug einn
góðan veðurdag, að ég fullnægði
þér ekki og þytir svo burt með
manninum, sem gerði það betur.
— Þú ert brjálaður! æpti hún.
— Hvað er að fást um það,
þegar við förum ekkert, hvort
sem er? Ég hlýði boðum skyld-
unnar og verð kyrr, og ég ætti
að vera hreykinn af sjálfuim mér
og hljóta trúrra þjóna verðlaun,
sem sé almennilegan svefn. En
því miður er hrein samvizka
ekki æskilegasta svefnmeðalið.
Hún heldur manni einmitt vak-
andi, afþví þarna er maður að
velta því fyrir sér, hvort maður
sé ekki í rauninni óbetranlegur
hreggviglópur.
Þriðjudagur 6. nóvember.
Nemetz hafði lært það af tólf
ára rússneskri stjórn, að ekki
var að vænta samvinnuhugar-
fars úr þeirri átt, hversu ein-
falt og augljóst sem málið var —
ef farið væri embættisleiðina.
Hann hafði meira að segja á-
kveðinn grun um, að úrslit máls-
ins væru fyrirfram ákveðin, og
neikvætt svar kæmi, ef ung-
verska lögreglan spyrðist fyrir
um eitthvað. Þessvegna hafði
hann smámsaman og án þess að
áberandi væri, komizt í samband
við yfirherstjórnina, sem var al-
máttug í öllum málum.
Eitt samband hans á æðstu
stöðum var maður að nafni Bla-
vatsky. Hann var borgaraklædd
ur og hvorki Nemetz né neinn
annar vissi nokkru sinni, hvers-
konar embættismaður hann væri
í raun og veru.
Nemetz hafði einhverntíma
kynnzt Blavatsky í sambandi við
morðmál, þar sem allt benti til
sektar háttsetts rússnesks liðs-
foringja- Vitanlega sannaðist
aldrei, hvort foringinn væri
raunverulega sekur, og eins og
oft í hliðstæðum tilvikum, var
málið bara lagt til hliðar.
Eftir þessi fyrstu kynni, sem
voru samt ekki beinlínis ánægju
leg, fór Nemetz hvað eftir ann-
að að hitta hann á kaffihúsum
og veitingastöðum, og áður en
langt um leið, voru þeir næstum
orðnir vinir. Að vísu treysti
hann Blavatsky aldrei fullkom-
lega tungu sinnar — en það
lega. Jafnvel þegar þeir drukku
sig fulla saman, gætti hann vand
gerði hann aldrei þegar hann
drakk með Otto Koller. En ...
það borgaði sig að halda við
kunningsskapnum við Blavat-
sky. Það varð þeim báðum til
ábata. Nemetz gat alltaf treyst
því að fá trúnaðarupplýsingar
hjá Blavatsky, en sjálfur opn-
aði hann ýmsar dyr fyrir honum,
sem annars voru ekki opnar
Rússum.
Þegar hann fór úr sjúkrahús-
inu á mánudagskvöld, hringdi
hann í húsið, þar sem Blavatsky
leigði, ásamt fjölskyldu sinni.
Þar fékk hann að vita, að hús-
bóndinn væri ekki væntanlegur
til kvöldverðar. Því næst spurð
ist hann fyrir hjá ástmey hans,
ungverskri næturklúbbsstelpu,
sem þjáðist af takmarkalausri
matarlyst, sökum einhvers efna-
skiptisjúkdóms. Einmitt þetta
stöðuga hungur hafði rekið hana
í faðm Blavatskys, og komið
henni til að halda sér fast að
72
honum, jafnvel meðan á bylting
unni stóð, því að enginn Ung-
verji hafði nein efni á því að
halda stúlku með svona tak
markalausa matarlyst. En þarna
svaraði enginn, svo að Nemetz
frestaði öllum aðgerðum til
næsta dags.
Klukkan átta morguninn eftir
fór hann til yfirherstjórnarinn-
ar eða réttara sagt í hús við hlið
ina á aðsetri hennar, en þar
var deild Blavatskys til húsa. Að
eins löng röð af rússneskum bíl-
um og straumur af fólki út og
inn, innfæddir menn og Rússar,
borgaralegra og bermanna, gaf
til kynna, að þetta væri herfor-
ingjahús. Annars vissi enginn,
og Nemetz heldur ekki, hvað
gerðist í þessu húsi, en grunur
lék á, að þetta væri aðsetur
leynilögreglunnar rússnesku
NKVD, og tilsvarandi ungverskr
ar stofnunar, AVO.
Það eitt að komast inn í þessa
byggingu var sæmilega erfitt,
Nemetz varð að fylla út langa
skýrslu og sýna skilríki sín, og
síðan var Blavatsky spurður
gegn um innanhússíma, hvort
hann vildi yfirleitt nokkuð við
Nemetz tala. Að þessu loknu
gekk hann upp á aðra hæð.
Gangarnir þar uppi voru yfir
fullir af bíðandi fólki, og loftið
suðaði af samtali, hrópum, og
allt þar á ferð og flugi. Síma-
hringingar og ritvélapikk, út-
varp og vatnsrennsli í salernum
glumdi um allt.
Blavatsky var meðalhár vexti,
mjög ljóshærður og með litlaus
augu. Kinnarnar voru tærðar, og
grannur hálsinn stóð upp úr
skyrtu, sem var að minnsta kosti
tveimur númerum ofstór. Hann
líktist mest einni skjaldbökunni
hans Walt Disney. Hann var með
stálumgerða-gleraugu, sem hann
tók ofan ef hann þurfti að horfa
á eitthvað nærri sér. Útlitið bar
vott um blóðleysi, slæma melt-
ingu og að minnsta kosti ofmikla
áfengisneyzlu.
— Æ, ágæti vinur Lavrov
Petrovich! fagnaði hann Nemetz.
— Ég var einmitt að hugsa til
þín. Ég var að velta því fyrir
mér, hvað af þér hetfði orðið,
þessa ókyrrðardaga. Hann tal
aði alltaf stirðlega þýzku, en á-
varpaði Nemetz hins vegar á
rússnesku og þýddi nafn hans á
þá tungu.
It©8e$$0
Sængur-
fatnadur
sem
ekkiþarf
' strauja
s Mjög athyglisverð nýjung, sem sparar
i tíma og erfiði. Höie Krepp er úr 100%
1 bómull, litekta, þolir suðu og er mjog
y l endingargott.
Fæst sem tilbúinn sængurfatnaður
eða sem metravara.
Viðurkenndar gæðavörur, sem fást f helztu
vefnaðarvöruverzlunum landsins.
EINKAUMBOÐ: MATS WIBE LUND jr.
t HRAUNBÆ 34, REYKJAVÍK, SlMI 81177
1
— Til allrar hamingju hefur v elgengni mín ekki stigið mér ttl
höfuðs.
— Mér hefur líka orðið hugs-
að til þín, sagði Nemetz bros-
andi. Hann leit kring um sig- —
Hér hafa ekki orðið neinar breyt
ingar.
— Nei, svo er guði yfrir að
þakka, andvarpaði Blavatsky.
— Eins og þú veizt var skrif-
stofan flutt 30. október til Göd-
öll í konungshöllina fyrrver-
andi. í gær komum við svo hing-
að aftur. Ég hafði búizt við að
finna húsið í rúst, en líklega
hefur skrílnum sézt yfir það.
Nemetz gat illa þolað þetta
„skríls“-nafn, en taldi heppileg-
ast að lóta sem ekkert væri.
— Jæja, kæri vinur, hvað get
ég gert fyrir þig?
— Ég þarf á hjálp þinni að
halda, sagði Nemetz. — Það er
út af manni, sem er skurðlækn-
ir og mikil þörf er á eins og
stendur, eins og reyndar öllum
læknum. Svo er fólk, sem er að
reyna að koma honum í vand-
ræði. Og í gær fékk hann stefnu
frá yfirherstjórninni. Ég vildi
gjarna fá að vita, hvað hún vill
honum. Kannski er hægt að
Ijúka málinu án þess að hann
komi hingað sjálfur.
Blavatsky hlustaði þegjandi.
Þegar Nemetz þagnaði hallaði
hann sér fram í sætinu. — Þessi
læknir . . . er hann vinur yðar?
— Nei, flýtti Nemetz sér að
svara. En þessi neitun krafð-
ist frekari skýringar. — Ég hef
hitt hann i sambandi við rann-
sóknir. Konan hans varð fyrir
slysi, sem kostaði hana lífið. Sitt
hvað getur bent til þess, að um
morð sé að ræða. Og mér hefur
veriö falið málið.
— Var það morð? tók Bla-
vatsky fram í fyrir honum.
— Það vitum við ekki enn,
svaraði Nemetz varkár. — Við
höfum lent í nokkrum erfiðleik
um með það, meðal annars
vegna ástandsins, sem hér hetfur
verið, síðustu dagana.
Blavatsky stóð upp og ýtti
blýanti og pappírsblaði að Nem-
etz.
Bifvélavirki óskast
nú þegar. Húsnæði fyrir hendi.
Uppl. gefur verkstæðisformaður Guðjón Helgason.
KAUPFÉLAGIÐ ÞÓR, Hellu.
7. JÚNf.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Sparaðu tímann, láttu aðra ráða,
Nautið 20 april — 20. maí.
Nú er tíminn til að leggja eitthvað
öllu fyrir helgina.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Vertu þolinmóður, allir virðast vera
utan virðist þér vegna vel.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Notaðu talandann vel, vertu eljusamur,
inn á morgun
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Góður dagur til ferðalaga. Fréttir af vinum
fjarri eru betri.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Borgaðu allt sem þú þarft að kaupa út í hönd.
Vogin 23. sept. — 22.okt.
Þér virðist ganga vel. Haltu upp á eitthvað
vina. Ræddu ekki um verk þín.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Þú kynnir aðverða svo önnum kafinn, að eitthvað sifceimmti-
legt færi fram hjá þér. Allt horfir betur. Nú er hægt að fara
fram á kauphækkun, etf svo ber undir.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Farðu einr. í dag. Þér vinnst vel, en hættu snemma og farðu
snemma í rúmið.
Steingeitin 21. des. — 19. jan.
Þú virðist ekfci hafa áhuga á neinu. Vertu friðsamiur og haltu
áfram starfi þínu. Þolinmæðin mun borga sig er fram í sæfcir.
Búðu þig undir meiri athafnasemi.
Fiskarnir 19 febr. — 20. marz.
Haltu stillingu þinni og vertu fámáll.
kvöld