Morgunblaðið - 03.08.1968, Page 9

Morgunblaðið - 03.08.1968, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968 9 OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Hafnarbíó Leyniför til Hong Kong Það eru enn til bjartsýnis- menn, þrátt fyrir allt krepputal- ið á þessu landi. Einn af þeim er Jón Ragnarsson, sem nú hef- ur keypt Hafnarbíó. Hefur hann látið það boð út ganga að hann ætli að byggja nýtt bíó, á þess- ari sjónvarpsöld. Hann hefur nú látið hressa upp á anddyri húss- ins, stækkað það ofurlitið og breytt. Þegar ég var þarna á ferð, var nærri fullt hús og var þá í fyrsta sinn í mörg ár hlé í Hafnarbíó. Þó að anddyrið hafi verið stækkað mn fáeina fer- metra, er það fjarri því að vera forsvaranlegt að hafa þarna hlé, því aðeins lítill hluti gesta kemst þar fyrir. Það verður fróðlegt að sjá fyrsta hléið, með fullt hús, þegar slydduhryðja gengur yfir um leið. En Jón er bjartsýnismaður og hann hóf reksturinn, með því að sýna þessa mynd. Eins og fyrr segir var fullt hús og má það teljast undarlegt. Yfirleitt verkar það á fólk eins og blikkandi aðvörunarmerki er nafnið Hong Tangier og Marrakech eru •nefnd. En það virðist vera hægt að sýna hvað sem er á meðan landið er sjónvarpslaust. Mynd þessi er í stuttu máli hörmuleg. Ég átti von á að hún væri slæm og hefði ekki farið að sjá hann, nema af því að breytingar höfðu verið gerðar og langaði mig að sjá þær. En hún var verri en ég átti von á. Hún fjallar um mann úr F.B.I. í Bandaríkjunum, sem sendur er til Hong Kong, þegar allt er komið í hönk, og smyglarar flytja efni í karnorkusprengjur ístór um stíl um Hong Kong. Veslings Stewart Granger, leik ur þennan mann. Til að gera eitt hvað úr honum er hann hafður í mjög fínum fötum, 1 fínum íbúð um o.s.frv. Ekkert getur þó leynt því að hann leikur ekki, og er auk þess af léttasta skeiði. Auð- vitað verður að vera stúlka, al- veg eins og í hinum JamesBond stælingum. Stúlkan er leikin af laglegri konu, vel I holdum, sem striplast í náttfötum, sem eru yfir leitt opin niður á rass að aftan. Mun leitun á konu, sem er jafn sneydd kynþokka. Söguþráðurinn er hvorki betri né verri en venjulega, en það gefur þó nokkra hugmynd um hversu losaraleg vinnubrögðin eru, að þessir Þjóðverjar, sem framleiða myndina, vita ekki að F.B.I. er innanríkislögregla Band aríkjanna og starfar ekki utan þeirra. Og þannig mætti lengi telja. Ef ég vserl .... Ef ég væri kvikmyndahússeig andi, hvað myndi ég vera þegar sjónvarpið fer í sitt mánaðarfrí? Myndi ég nota tækifærið og sýna lélegar myndir í þeirri von að fólk kæmi hvort sem er, þar sem ekkert annað væri við að vera. Myndi ég nota tækifærið og endursýna myndir, sem áður fengu aðsókn, í þeirri von að menn vildu enn koma að sjá þær. Eða myndi ég leggja niður sýningar og fara í sumarfrí eins og sjónvarpið? Allar ofangreindar leiðir hafa verið farnar, að því er virðist, af kvikmyndahúsunum hér í Reykjavík og nágrenni, á þessum síðasta mánuði. Mér er nær að halda að ég hefði tjaldað því sem til er, sýnt bestu mynd, sem völ er á, til að reyna að fá fólk til að koma í bíó. Reyna að slíta eldra fólk- ið að heiman, svo að það komi frekar aftur. Þetta er gullið tæki færi. En ég virðist eiga þessa skoðun einn, eða að minnstakosti eru kvikmyndahússeigendur mér ekki sammála. Það er áberandi hvað aðsókn hefur verið meiri en undanfarna mán uði, nú í júlí. Og ekki er gæðum myndanna fyrir að fara. Vfð höfum getað glatt okkur við Uppvakninginn, lélega hryll ingsmynd, í klóm Gullna Drek- ans og Leyniför til Hong Kong fjórða flokks James Bond stæl- ingar, dauflegar stríðsmyndireins og Hættuleg sendiför og Orrust- an Mikla, o.s.frv. í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnarfirði voru sýndar þrjátíu og fimm kvikmyndir í júlí. Þar af höfðu 16 ekki verið sýnd ar áður, átta voru endursýndar í Reykjavík og ellefu voru end- ursýningar í Hafnarfirði, á mynd um sem sýndar höfðu verið í Reykjavík. Nær þetta nokkurri átt? Röksemdir eru vissulega til fyrir því að sýna lélegar mynd- ir yfir sumarið. Mikill fjíldi manna er fjarverandi úr bænum. Mikið los er á fólki og margir tregir til að vera innanhúss í góðum veðrum. Ekki tel ég þær sannfærandi. Það þarf ekki mikla athugun til að sjá, að meginhluti gesta í kvikmyndahúsum eru undir þrítugt og sennilegt að helming ur eða meira sé undir tvítugt. Það er því eðlilegt að vali kvik- mynda sé háttað með tilliti til þessa. En það verður ekki kom- izt hjá þeirri hugsun, að þetta kunni að vera orsök þess að eldra fólk sækir ekki kvikmyndahús, frekar en afleiðing. Nú kann einhver að segja að flestar myndir sem einhvers virði eru, séu sýndar hér á landi. Það lætur nærri að þær séu um 250 á ári, sem sýndar eru hér á landi. f Bandaríkjunum einum eru framleiddar það margar mynd ir, þegar undan eru teknar all- ar undarlegheita myndir, og mest af svokölluðum „drive-in- quickies", ódýrum og lélegum, sem aðallega eru ætlaðar úti- kvikmyndahúsum. Þá er eftir all ur kvikmyndaiðnaður Evrópu, svo ekki sé talað um Indland Japan og fleiri Austurlönd, sem framleiða hundruð mynda á ári, fæstar þó að vestrænum smekk. Það er hægt að finna í heim- inum betri myndir, til að sýna í júlí. Það væri vonandi að ein- hver leitaði. Ég vil að lokum taka það fram að ég vil ekki með þessum orð- um vera á móti endursýningum á góðum myndum, svo sem Tom Jones, Porgy and Bess, svo dæmi séu nefnd. Tel ég slíkar sýning- Síminn er 24300 Til sölu og sýnis. 3. Á Eyiabakka Steinhús 126 ferm. kjallari, hæð og geymsluris. í hús- inu eru 2 íbúðir, 2ja og 3ja herb. og er hæðin laus nú þegar. Eigninni fylgir hest- hús, fjárhús og hlaða. Sölu- verð hagkvæmt. Skipti á 3ja herb. íbúð á hæð í borg- inni æskilég. Húseign 68 ferm. tvær hæðir alls nýtízku 6 herb. íbúð í Austurborginni. Bílskúrs- réttindi, húsið er í sérlega góðu ástandi og laust til íbúðar nú þegar. Hagkvæmt verð. 1, 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herb. íbúðir, víða í borginni, sum ar sér og með bílskúrum og sumar lausar. Húseignir af ýmsúm stærð- um í borginni og í Kópa- vogskaupstað og margt fleira. Komið og skoðið Sjón er sögu ríkari Nýja fasteignasalan Símt 24300 Sími 14226 TIL SÖLU 2ja herb. íbúð við Borgar- holtsbraut, hagkvæmir gr eiðslusk ilmálar. 2ja herb. fokheld íbúð við Geitland. 3ja herb. íbúð í háhýsi við Sólheima. 3ja herb. íbúð við Laugarnes veg, ásamt einu herb. í kjall ara. 4ra herb. mjög vönduð ibúð við Ásbraut í Kópavogi, til greina kæmi að taka minni íbúð uppí í skiptum. 3ja herb. íbúð við Langholts- veg, ásamt 2 herb. í risL 3ja herb. jarðhæð í þríbýlis- húsi við Skólagerði. 4ra herb. íbúð við Ljósheima í háhýsi. 4ra herb. íbúð við Grundar- gerði. Allt sér. 5 herb. íbúð við Hvassaleiti, bílskúr meðfylgjandi. Einbýlisihús í Kópavogi og Silfurtúni. Fokheld einbýlishús við Mark arflöt. Fasteigna. og skipasala Kristjáns Eiríkssonar hrl. Laugavegi 27 - Sími 14226 og 41173, ar æskilegar, en ekki þegar þær nálgast að vera helmingur allra mynda, sem sýndar eru í Reykja vík og nágrenni á heilum mán- uði. ós Einkaritari óskar eftir starfi 3ja ára starfsreynsla við þýzkar og enskar bréfaskriftir við háskólabókasafn í Þýzkalandi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „8249“. Hei opnoð lækningostoiu í Fischersundi (Ingólfsapótek). Viðtalstími 10—11,30 alla daga nema laugardaga og þriðjudaga, þriðjudaga kl. 16—18. Símatími alla daga kl. 9—10, nema þriðjudaga kl. 15—16, sími 12636. MAGNÚS SIGURÐSSON, læknir Ég undirritaður opna í dag lögt'ræðiskrifstofu að Neðstutröð 4, Kópavogi. Opið virka daga kl. 10—12 og kl. 2—6, nema laugar- daga kl. 10—12. Haukur Davíðsson, hdl., sími 42-700. Auglýsing Síðari hluti aðalskoðunar bifreiða í lögsagnarumdaemi Reykjavíkur fer fram 6, ágúst til 31. október n.k., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hé segir. Þriðjuidag 6. ágúst R-11551 tiO. 11700 Miðvikudag 7. — R-11701 11850 Fimantudag 8. — R-11851 12000 Föstuidag 9. — R-12001 12150 Mánudag 12. — R-12151 12300 Þríðjuidag 13. — R-12301 12450 Miðvikiudag 14. — R-12451 12600 Fimmtudag 15. — R-12601 12750 Föstudag 16. — R-12751 12900 Mánudag 19. — R-12901 — 13050 Þriðjuidag 20. — R-13051 — 13200 Miðvikudag 21. — R-13 20 3 — 13350 Fimmtudag 22. — R-13351 — 13500 Föstudag 23. — R-13501 — 13650 Mánudag 26. — R-13651 — 13800 Þriðjudag 27. — R-13801 13950 Miðvilkudag 28. — R-13951 14100 Fimmtudag 29. — R-14101 14250 Föstudag 30. \ R-14251 14400 Mánudag 2. s-eptember R-14401 — 14550 Þriðjudag 3. — R-14551 14700 Miðvikudag 4. — R-14701 14850 Fimmtuidag 5. R-14851 — 15000 Föstudag 6. — R-15001 15150 Mánudag 9. — R-15151 15300 Þriðjudag 10. — R-15301 15450 Miðvikudag 11. — R-15451 15600 Fimnmtudag 12. — R-15601 15750 Föstudag 13. —■ R-15751 _ 15900 Mániudag 16. — R-15901 16050 Þriðjudag 17. — R-16051 16200 Miðvfkudag 18. — R-16201 16350 Fimmtudag 19. — R-16351 16500 Föstudag 20. — R-16501 — 16650 Mánudag 23. — R-16651 — 16800 Þriðjudag 24. — R-16801 16950 Miðvikudag 25. — R-16951 17100 Fimmtudag 26. — R-17101 17250 Föstudag 27. — R-17251 — 17400 Máruudag 30. — R-17401 17550 Þriðjudag 1. október R-17551 — 17775 Miðviikudag 2. — R-17776 — 18000 Fimimtudag 3. — R-18001 — 18225 Föstudag 4. — R-18226 _ 18450 Mánudag 7. — R-18451 — 18675 Þriðj.uidag 8. — R-18676 — 18900 Miðvikudag 9. — R-18901 19125 Fimimtudag 10. — R-19126 19340 Fösfcudag 11. — R-19341 — 19565 Mánudag 14. — R-19566 19790 Þriðjudag 15. — R-19791 — 20015 Miðvikudag 16. — R-20016 — 20240 Fimimtudag 17. — R-20241 — 20465 Föstudag 18. — R-20466 — 20690 Mánudag 21. — R-20691 — 20415 Þriðjudag 22. — R-20616 _ 21140 Miðvikudag 23. — R-21141 — 21365 Firrmrtudag 24. — R-21366 — 21590 Föstudag 25. — R-21591 — 21815 Ménudag 28. — R-21816 — 22040 Þriðjudag 29. — R-22041 — 22265 Miðvikudag 30. — R-22266 — 22490 Fkmmtudag 31. — R-22491 — 22650 Bifreiðaeigendum ber að koma nveð bifreiðar sínar til Bifreiðaeftólrts’ns, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar dagtega, lcl. 9—12 og kl. 13—17 mámidaga, þriðjudaga og miðvikudaga. fimmtudaga tiil kl. 18.30 og föstudaga til kl. 16.30, í ágúst og september. Aðalsfcoðun verður ekki framkvæmd á laugardögum. Festivagnar, tengrvagnar og farþegabyrgi skuki fylgja bifreiðunum til skoðunar. Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í borg, en sikráðar eru annars staðar, far fram í ágústmánuðL Við skoðun skulu ökumenn bifieiðanna leggja frarn fullgild öikuskírteini. Sýna ber skilríki fyriir því, að bitf- reiðaskattur og vátryggingariðgiald ökumanna fyrir árið 1968 séu greidd eg lögboðin vátrygging fyritr hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifrieiðaeigendur, sem hafa við- tæki i bifreiðum sínum, stoulu sýna kvrttun fyrir greiðslu afnotagjalda til ríkisútvarpsins fyrir árið 1968. Hatfi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmri og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöidin eru gireidd. Enn- fremwr ber að framvisa vottorði frá viðurkenind.u við- gerðarverfcstæði um að ljós bitfreiðarinnar hatfi verið stilit. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rétt- ura degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðalögum og Iögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tek- in úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 1. ágúst 1968. Sigurjón Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.