Morgunblaðið - 10.08.1968, Side 11

Morgunblaðið - 10.08.1968, Side 11
MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968 11 Listin ekki í tengslum við fölkið Rœtt v/ð norskan myndhöggvara, Per Ung PBR Ung, norski mynd- höggvarinn, sem gerði Rræðratréð, sem veitt var Hákoni Bjarnasyni skógrækt- arstjóri s.l. fimmtudag fyxir störf í þágu skógræktar, er oft, að opinberar stofnanir kaupa af okkur listaverk. >á er það líka mjög til hag- ræðis, að nýlega var stoínað- ur sjóður, svokallað „Material fond“, og úr þessum sjóði eru Per Ung og Valerie kona hans. Milli þeirra er Bræðratréð. einn af fremstu myndhöggv- urum Norðmanna í dag. Hann er 35 ára gamiall. Per Ung kom hingað til lands, vegna afihendinga- styttunnar, og við hittum hann að máli og áttum við hann stutt rabb um norska myndlist. „Það er gott að vera lista- maður í Noregi“, sagði hann, „þ.e.a.s. efnehagslega, því að styrkir til þeirra eru ríkuleg- ir, en fyrir okkur myndhöggv ara er það ætíð vandamál, að menn kaupa yfirleitt ekki höggmyndir, því að þær eru of dýrar. Hihsvegar er það veitt lán til listamanna, t.d. get ég fengið lán til að gera afsteypur af verkum mínum, og þarf ég ekki að borga lán- ið fyrr en ég get selt verkið. En það er annað vandamál, sem listarnenn eiga við að glíma í Noregi og það er, að þeir eru farnir að einangrast, eru ekki lengur í tengslum við fólkið, og það er af því að fólkið skilur þá ekki leng- ur. Síðastliðin hundrað ár hefur það verið ríkjandi, að menn eigi ekki að taka tillit til fólksins í listsköpun, held- ur fara sínar eigin götur. Nú er svo komið, að fólk ypptir bara öxlum og villi ekki fylgj ast með. Áður náði högg- myndalist til fleiri manna, en nú eru myndhöggvarar að einangrast. Fólk þarf núna að læra og skilja listina og þá hefur það ekki áhuga leng- ur“. „Og ert þú einn af þessum einangruðu listamönnum?" „Ég vona ekki, og held ekki. Ég vil að fólk skilji, hvað ég meina með verkum mínum, og mínar myndir eru hlutlægar, þannig að ég reyni að sýna í myndinni, hvað hún á að tákna. Ég fjalla mikið um kærleikann, bæði milli manna og dýra, milli móður og barns eða elskenda. Þannig lýsi ég viðhorfuim míiium til lífsins og set lífið í leir eins Og ég skil það. En eins og ég sagði áðan, hefur fólk fjariægzt listina, það er orðið hrætt við að hafa skoðun á list, því að það veit ekki lengur hvað hún er. Mér finnst mun betra að menn hafi skoðun á list, heldur en enga“. „Eru verk þín mikið keypt?“ „Ekki mikið utan Noregs. Þeir keyptu af mér mynda- samstæðu í Hanmover, en annars er það lítið. Ég vinn núna við gosbrunn, sem á að vera við einn skólann í Osló. Hann er í kvenmannslíki og ofan við hana sveima mávar, — ég hef séð mikið af anzi skemmtilegum mávum hér á íslandi“, bætti Per við. „Ég lifi á list minni í augna blikinu, en auðvitað er það misjafnt hvernig gengur. Æskilegast er fyrir hvern listamamn að gefa lifað á list sinni, en því miður er það ekki alltaf hægt. Og mér íinnst, að ríkið eigi að styðja við bakið á listamÖnnum, rétt eins og það styður leikhúsin. Ef það væri ekki gert væru engin leikhús". Þegar við kvöddum, bað Per Ung okkur að koma því á framfæri, að í Osló er hús til afnota fyrir erlenda lista- menn og þar geta þeir dvalizt endurgjalds'laust ásamt fjöl- skyldu sinni um tíma, einn — tvo mánuði. Umsóknir eru sendar norska utanríkisráðu- neytinu. Per sagðist ekki vita til þess að íslenzkur mynd- listarmaður hefði dvalizt þar, og hann taldi slikt mjög raauð syniegt. „Þú veizt“ sagði hann, „að læknar og verkfræðingar og stjórnmálamenn eru alltaf að þinga, og það eru haldin alls konar norræn mót og ráðstefnur. Af hverju eru ekki haldin slík mót norrænna listamanna?“ Drengur leikur við hund Kortlð sýnlr Maríuhðfn, þar sem vélstjórarnir sáu annað hinna rússnesku skipa, staðinn, sem lög reglumennirnir sáu það á og stö ðvar Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði. - í HVALFIRÐI Framhald af bl». 24 lag, þegar skipið var málað. Mbl. skýrði einnig frá því í gær, að það hefði reynt að fá vitneskju um erindi skip- anna í rússneska sendiráðinu, „en það sagðist ekki geta gefið neinar upplýsingar, fyrr en í fyrsta lagi í dag.“ — Vonandi er sendiráðið búið að afla sér upplýsinga um ferðir skipanna, svo að ekki er undarlegt, þótt Morgun- blaðinu hafi ekki tekizt að ná í blaðafulltrúa þess í gær. Sáust vlð Laxá í Kjós! Tvö rússnesk skip sáust inni á Hvalfirði — skammt úti fyrir Hvaleyri í fyrrakvöld, svo sem getið var á bls. 2 í Mbl. í gær. Hfð sama kvöld komu skipin síðan á ytri höfnina í Reykjavík, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir Mbl. fékkst ekkert upp um erindi þeirra. Rússneska sendi- ráðið kvaðst í fyrradag geta gef ið upplýsingar um skipin í gær, en þegar það var reynt var blaðafulltrúi Kommisaroff ekki til viðtals. Nú hefur það komið í ljós, að tveir menn — Sigurður Guð- mundsson, vélstjóri og Páll Ein- arsson, vélstjóri — sem voru að koma að norðan á miðvikudags- morgun og voru staddir við Háls nes um kl. 95, sáu hvítmálað skip, sem þeir sáu strax að var rússneskt. Virtu þeir skipin lengi fyrir sér og samkvæmt viðtali við annan skipstjóra rússnesku skipanna, sem kemur hér á eftir, viðurkennir hann að þetta hafi verið annað hinna rússnesku skipa. Vélstjórarnir sögðu í viðtali við Mbl. að þeir hefðu þegar í stað þekkt skipin og vita'ð að um rússnesk skip var að ræða. Þeir undruðu sig á því að þau skyldu vera á þessum stað — í Hvalfirði — en töldu víst að ís- lenzka strandgæzlan vissi um það, svo langt inni á firðinum. Tilkynntu þeir því ekki um skip in, en Sigurður hringdi til Mbl., er hann hafði lesið fréttina í gær. Sigurður sagði: — Þetta skip, sem var þama í víkinni fyrir framan Laxá í Kjós var afskaplega rússalegt — hvítmálað niður í sjólínu og við félagarnir vorum ekki í vafa um j þjóðernið. Við sáum það frá báð um hliðum er við ókum fyrir | víkurbotninn og það virtist eng- j in hreyfing vera á því og ekki [ sáum við hvort það lá fyrir akkeri. Stefnið sneri inn Hval- fjörð. Þetta var um fimmleytið á miðvikudagsmor.gun og okkur var það mikil rá'ðgáta, hvert er- indi skipsins var. Hins vegar töldum við vist að strandgæzlan vissi um skipið — svo langt inni á firðinum. Meira skjól í Hvalfirði Skipstjórarnir tveir á rúss- nesku skipunum, Fedotov á Oceanograph og Ilin á Iceberg, ásamt rannsóknarleiðangursstjór anum Lebedev fóru í gær til viðræðna 1 sendiráðið Er þeir fóru um borð í skip sín aftur síðdegis í gær fékk blaðamaður Mbl, að fljóta me'ð, en lóðsinn í Reykjavík flutti fé- lagana út á ytri höfnina, þar sem skipin lágu. Fedotov, skipstjóri á Oceano- graph sagði við Mbl. að skipin hefðu komið hingað til þess að sækja vatn og vistir. — Það er vaninn hjá okkur — sagði hann, að áður en við höld- um til erlendrar hafnar, þá hreins um við skipið og málum. Við reynum að dytta eints vel að þeim og frekast er unnt. Síðan ætlum við að koma inn í höfnina hinn 12. ágúst — á mánudaginn. ; — Hvaða rannsóknir stundar skipið? — Skipin eru veðurathugunar skip og við höfum átt mikla og góða samvinnu við Breta á því sviði. Við höfum mikið starfað með ve'ðurskipunum Alfa og fleiri og nú er verið að fara yfir vélina hjá okkur. — Hvers vegna fóruð þið inn á Hvalfjörð? — Á Hvalfirði er miklu skýlla, en hér úti á flóanum. Þar er á- gætt skipalægi og allar aðstæður miklu betri til þess eð mála og hreinsa. Hér á sundunum er ekki eins skýlt. — Þið sáust á miðvikudags- morgun skammt frá Hálsnesi miðja vega inn í Hvalfjarðar- botn. — Já við lágum út af Maríu- höfn. — Vissuð þi'ð ekki um þá að- stöðu, sem Átlantshafsbandalag- ið hefur í Hvalfirði, spölkorn innar í firðinum? — Nei, sagði Fedotov, og það seig á honum brúnin við spurn- inguna. — Þetta er í fyrsta skipti, sem ég heyri minnzt á þetta. — Hvaðan eru þessi skip? — Iceberg er skráð í Mur- mansk, en Oceanograph í Lenin- grad. — Hver sagði ykkur að koma strax inn til Reykjavíkur? — Við sendum skeyti til sendi- ráðsins og var okkur þá sagt að koma inn. — Hvenær fóruð þfð frá Rúss- landi? — Við fórum frá Leningrad 31. maí, komum við á írlandi og dvöldum þar í 4 daga — eins og -hér — en höfum síðan verið á rannsóknarferðalagi um Norður atlantshaf. Héðan fönun við aftur til Evrópu. Fundi bunku- stjérn lokið UNDANFARNA daga hefur ver- ið haldinn fundur bankastjóra af Norðurlöndum á Höfn í Homa firði og sóttu fundinn 22 menn frá löndunum fimm. Á futdin- um, sem lauk í gær, voru rædd peninga- og bankamál. Fundurinn var haldinn í Hótel Höfn og sóttu hann seðlabanka- stjórar Norðurlandanna og aðrir bankastjórar. í fyrradag fóru fundarmenn í stutta kynnisför um nágrenni Hafnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.