Morgunblaðið - 10.08.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968
17
Jón Þorsfeinsson, alþingismaður:
„Ekki þarf að reikna sólbekki"
Kveðjuorð til Einhamars
SUMARIð 1965 varð það að
samkomulagi með ríkisstjórn
inni, verkalýðshreyfingunni og
Reykjavík-urborg að ráðast í
byggingu 1250 íbúða í Reykja-
vík fyrir láglaunafólk. Við bygg
ingu þessara íbúða skyldi reyna
nýja byggingartækni og gera al
varlega tilraun til lækkunar á
byggingarkostnaði Sérstakri
nefnd var falið að hafa á hendi
yfirstjórn byggingarframkvæmd
anna. Byggingarmeistarar í
Reykjavik, sem hafa það að at-
vinnu að byggja og selja íbúð-
ir, litu svo á, að með stofnun
jþessarar byggingaráætlunar
væri gengið á 'hlut þeirra og
þeim sýnt nokkurt vantraust. Sið
an hafa þessir menn aldrei get-
að litið staTfsemi framkvæmda-
nefndarinnar réttu auga, enda
þótt nefndin sé aðeins fram-
kvæmdaraðili, sem á að fram-
fylgja þeirri bygginaráætlun, er
aðrii og valdameiri aðilar höfðu |
stofnað til.
Síðasta dæmið um andúð bygg
ingarmeistaranna kemur fram í
grein í Morgunblaðinu 1. þ.m.
þar sem stjórn Einhamars send-
ir mér sem formanni FB. sér-
staka kveðju. Grein þessi ér
samsafn af rangfærslum og sann
ast þar glöggt, að reiðir menn
eru ekki rökfastir.
í greininni segir m.a.: „Það er
heldur ekkert nýtt að menn
hefjist handa um byggingu nýrra
hverfa við margháttaða örðug-
leika og ófullnægjandi aðstæður,
svo sem vaftnsleysi, rafmagns-
leysi, símaleysi og hitaveituleysi
Byggingarmeistarar hafa oft
þurft að bíða mán. saman eftir
þessu öllu, en þess þurfti FB
ekki“ Framkvæmdanefndin hóf
fyrst allra byggingarfram-
kvæmdir á fjölbýlishúsasvæðinu
í Breiðholti og fékk í ríkum
mæli að kenna á framangreind-
um örðugleikum en úr ýmsu var
búið að bæta þegar byggingar-
meistararnir hófu sínar fram-
kvæmdir á svæðinu. Staðhæfing
Einhamars um sérstöðu FB er
því hreinn uppspuni.
f fréttatilkynningum, sem FB
gaf út í byrjun maímánaðar, er
langur kafli, alls 45 línur, þar
sem verðið á Breiðholtsíbúðun-
um er borið saman við verð
samkvæmt byggingarvísitölu. Úr
þessum kafla hafa Einhamars-
menn birt 10 línur og telja sig
þar með hafa gert málinu full
skil. Ég ráðlegg greinarhöfund-
ud að lesa þessar 35 linur, sem
á vantar, og lesa þær vel.
Þegar kostnaðaráætlun var
birt í maímánuði 1967 gat FB
ekki áætlað vexti á byggingar-
tímanum vegna þess að vaxtafót
urinn hafði þá ekki verið ákveð
inn af þeim, sem ákvörðunar-
vald höfðu um það anál. Hitt
skal ég viðurkenna, að réttara
hefði verið að taka það berum
orðum fram, að vextir væru ekki
meðtaldir í kostnaðaráætluninni
í fyrri grein minni benti ég á
hve framkvæmdahraðinn væri
miklu meiri hjá framkvæmda-
nefndinni heldur en bygginga-
meisturunum og að þessi mis-
munur yrði ekki skýrður með
því einu að nefndin hefði greið-
ari aðgang að fjármagni. í þessu
sambandi skiptir mestu máli til
samanburðar hvenær fram-
kvæmdir hófust hjá hverjum að
ila. Hitt skiptir minna máli, að
nefndin fékk lóðum úthlutað
löngu áður en byggingarsvæðið
var tilbúið. Þó ber að hafa í
huga að nýjar byggingaraðferð-
ir krefjast lengri undirbúnings
tíma en hinar gömlu.
FB skilar sínum íbúðum full-
gerðum. Því er eðlilegt að bera
verð þeirra saman við verð á
fuUgerðum íbúðum, sem aðrir
byggingaraðilar reisa á sama
tímabili. Um þetta gaf ég vís-
bendingu í fyrri grein minni. Nú
benda Einhamarsmenn mér á að
þennan samanburð sé ekkert að
marka vegna þess að byggingar
fyrirtækinu, sem reist hefir sam
anburðaríbúðirnar, sé stjórnað
af verkfræðingi en ekki bygg-
ingarmeistara. Bið ég velvirðing
ar á þessum mistökum.
Einhamar telur sýnilega rétt-
ara að bera saman verð á íbúð-
um nefndarinnar og verð á meist
araíbúðum tilbúnum undir tré-
verk og málningu og áætla síð-
an kostnaðinn af að fullgera síð
argreindu íbúðirnar. Þessa áætl
un birtir Einhamar í Morgun-
blaðsgreininni á grundvelli verð
ins hjá FB og telur að FB full-
geri fjögurra herbergja íbúð,
sem er tilbúin undir tréverk og
málmingu, fyrir kr. 149.743.00
Þetta væri mikið afrek, ef satt
væri. Mun þetta eina dæmi þess
að Einhamar telji framkvæmda-
nefndina hafa unnið meiri þrek
virki en raun ber vitni. Það er
rétt, að framkvæmdanefndinni
hefir tekizt á grundvelli fjölda
framleiðslu og stórra innkaupa
að fá innréttingar og búnað á
lágu verði, þótt verðið sé mun
hærra en Einhamar vill vera
láta. Rangfærslur Einhamars fel
ast einkum í eftirfarandi:
Þórður Guðmundsson á Mána, sem hestamannafélagið er
nefnt eftir.
Hestamannamót við
Garðskagavita
1. Verðið er miðað við verðtil-
boð gerð veturinn 1966-67 með
áskilnaði um hækkanir, ef
breyting yrði á gengi krón-
unnar eða kaupgjald hækkaði
Þessum hækkunum sleppir Ein
hainar.
2. Einhamar reiknar ekki með
kostnaði við útboð og samn-
ingagerð né heldur kostnaði
við eftirlit með framleiðslunni
eftirliti á byggingarstað og yf
irverkstjórn og samræmingu
á störfum undirverktaka.
3. Nokkrum kostnaðarliðum virð
ist alveg vera sleppt.
Utan þessa er það villandi að
gefa í skyn, að einstaklingur,
sem kaupir meistaraíbúð tilbúna
undir tréverk og málningu, geti
fengið innréttingar á fjöldafram
leiðsluverði.
íbúðirnar, sem Einhamar ber
saman við íbúðir FB, eru í Hraun
bæ 18-20 og Eyjabakka 2-6.
Ekkert getur Einhamar um stærð
ibúðanna og skortir því mikið
á öruggan samanburðargrund-
völl. Þá heldur Einhamar leyndri
þeirri mikilvægu staðreynd, að
íbúðirnar í Hraunbæ 18-20 voru
fokheldar þegar byrjað var að
grafa fyrir fyrstu blokkunum í
Breiðholtinu og eru því byggð-
ar á öðru og hagfelldara verð-
lagstímabili en Breiðholtsíbúð-
irnar. Einhamar lætur sér nægja
að segja án allra skýringa, að
FB Sclji fjögurra herbergja íbúð
á kr. 1.132.000.00. Af þessu verði
eru þó kr. 35.0'00.00 vextir á
byggingartímanum, sem ekki eru
reiknaðir með þegar íbúðirnar
við Hraunbæ og Eyjabakka eru
verðlagðar , Á hinu leytinu get
ur Einhamar þess ekki, að meiri
hlutinn af fjögurra herbergja
íbúðum hjá FB er ekki (seldur á
kr. 1.132.000.00. helur er verðið
án vaxta Það líka hægt að
blekkja með því að þegja fyrir
staðreyndum
Einhamarsmenn segja í Morg-
unblaðsgreininni að ekki þurfi
að reikna sólbekki í þeirra íbúð
um af því að þá noti FB ekki.
Þetta getur verið rétt að vissu
marki þegar samanburður er
gerður en þá þarf líka að reikna
sitt hvað, sem FB leggur af
mörkum, sem aðrir láta hjá líða.
Ég nefni sem dæmi málningu ut
anhúss, grasþökur á lóð og sam
eiginlegar þvottavélar. Eru þá
sólbekkirnir fullborgaðir.
Á árinu 1967 veitti Byggingar
sjóður rikisins almenn húsnæðis
málalán að fjárhæð samtals 391
milljón króna. Þessu til viðbót
ar veitti sjóðurinn á árinu 1967
87 milljónir króna til fram-
kvæmda FB í Breiðholti. Fram-
lagið til FB nam því 18prs. af
heildarframlögum sjóðsins.
Þessa staðreynd orða Einhamars
menn svo: „að framkvæmdir FB
hafi gleypt meginþorrann afþvi
fjármagni, sem lánað hefur ver-
ið til íbúðarbygginga". Annað
hvort hlýtur sannleiksástinni að
vera eitthvað ábótavant ellegar
Einhamarsmenn hafa uppgötvað
alveg nýja merkingu orðsins
,meginþorri‘. Hitt þarf svo naum
ast að taka fram, að það er
ekki hlutverk framkvæmdanefnd
arinnar að útvega fé til hús-
næðismálalána Kröfur um úr-
bætur í þeim efnum verður að
beina til réttra aðila.
Að lyktum óska ég Einhamars
mönnum þess í fullri einlægni,
að þeir losni úr viðjum sinna
eigin níðskrifa og að sannleik-
urinn megi gera þá frjálsa. Með
jákvæðu, einbeittu framtaki
gætu þeir gert íslenzkum bygg-
ingariðnaði mikið gagn jafnvel
þótt þeim tækist ekki fremur en
FB að fullgera fjögurra her-
bergja íbúð, sem er tilbúin und-
ir tréverk, fyrir kr. 149.743.00,
en að sjálfsögðu með tilskildum
fyrirvara — ekki þarf að reikna
sólbekki.
Jón Þorsteinsson.
BESTAMENN9KAN á Suður-
nesjum hefur á undanförnum
þremur til fjórum árum tekið
allmikinn fjörkipp. Áður fyrr
voru hestar nauðsynlegir til að
draga kerrur og inna önnur
þungaverk með fótum sínum og
fræknu afli. Þá voru þeir sem
áttu reiðhesta og dunduðu við
þá tímuinum saman, álitnir hálf
skrítnir.en nú hefur skipt um
sköp.
Hestamannafélagið Mánd var
stofnað fyrir nokkru og er fé-
lagssvæði þess um Suðurnes öll,
sunnan Hafnarfjarðar. í félag-
inu eru 90 hrossaeigendur, sem
eiga nú um 100 hesta og fara
tiltölulega vel með þá, þó að
aðstaða sé á stundum erfið, því
landrými er nokkuð takmarkað
fyrir utan húsagarða hinna hest
lausu, en þangað eru hrossin
ekki velkomin, því að „Gúllash-
ið“ hleypur burtu og sparkar
jarðveginum upp.
Hrossamenn hafa nú nokkurn
áhuga á að sá í melana fyrir
utan Keflavík og verður það
mjög vel þegið til viðbótar við
það sem Lions-félagar hafa gert.
Hrossamenn hafa stofnað til
happdrættis til að afla fjár í
þessu skyni og koma til móts
við bæjaryfirvöldin í Keflavík,
sem 'hafa fjárhagslega lagt mik-
ið fram í þessu skyni. Svo mik-
il hrossaeign, sem ihér um ræðir
krefur síns athafnasvæðis og
hafa bæjaryfirvöld heimilað
hrossamönnum nokkurt svæði
ofan við bæinn til bráða'birgða,
til byggingar hesthúsa — og þar
verða á næstunni þeirra hrossa-
taðsvellir.
Næstkomandi sunnudag mun
bestamannafélagið Máni hafa
hestamannamót við Garðskaga-
vita ,sem hefst kl. 2 e.h. Þar
fer fram firmakeppni og keppa
góðhestar, bæði alhliða gang-
hestar og klárhestar með tölti
fyrir fyrirtækin. Keppt verður
um 2 farandbikara sem síðast
unnu verzlunin Lyngholt og
verzlun Ingimundar Jónssonar í
Keflavík. Þá verður keppt í 250
metra skeiði, 250 metra fola-
hlaupi, 300 metra stökki og tölti.
Um 60 hestar munu taka þátt í
mótinu. Miðar í Grasgræðslu-
happdrættinu verða að sjálf-
sögðu til sölu á staðnum, en
vinningur er gæðingsefni af
Hólakyni.
Hrossamenn eru alls góðs
maklega meðan þeir fara vel
raeð skepnurnar og angra ekki
hrossleysingja. Hjólhestar eru
tiltölulega meinlausir, en „þarf-
asti þjónninn“ getur stundum
verið erfiður, þegar hann er í
fríi og gemgur um sem borgari
bæjarins.
Hrossamótið við Garðskaga er
mjög athyglisvert og verður öll-
um, sem þangað fara, til upp-
lyftingar og ánægju, enda mun
ekki skorta á að Suðumesja-
menn sæki þangað á sunnudag-
inn kemur.
— hsj.
4 wiitnþ.
að bezt
er að
auglýsa í
Morgunblaðinu
B RISTOL
^ GL %
PÍPLR SLMARSIIMS
Fróðlegur bæklingur fylgir hverri pípu.