Morgunblaðið - 10.09.1968, Side 2
2
MORGUQNTBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1968
Frá söltuninní á síldinni úr Óskari Halldórssyni.
- Fyrsta síldin til Seyöisfjarðar
— Skipstjóri bátsins felur hillur í lest hafa bjargað síldinni
Alþýðubandalagið á
Vestfjörðum klofið
IVIeirihluti fulltrúa á kjördæmis-
ráðsfundi sagði sig úr flokknum
Seyðisfirði, 9. september.
1 DAG kom Óskar Haildórsson
með fyrstu söltunarsíldina til
Haföldunnar. Báturinn var þrjá
sólarhringa á landleið. Síldin
var ísuð á hillur. Skipstjórinn
Ambjörn Ólafsson telur hillum-
ar hafa bjargað síldinni, enda
hafði hann tvöfaldar hillur í
allri afturlestinni og var hún
jafngóð efst sem neðst í skip-
inu. Vel var um síldina gengið
og henni landað í máliun, en
ekki með krabba, svo að lítið
skemmdist í lönduninni.
Það eru hvorki íslest né kældax
iestar í Óskari Halldórssyni og
ásinn var orðinn nokkuð gamall
eða 16 daga er komið var að
landi. Þrátt fyrir það var mikill
ís óhráðinn, þeigar landað var.
Bezt var sfldin Org stífust, þar
sem ísinn var mestur. Síldin
reyndist ágæt til söltunar, frem-
■ur stór og jöfn og mjög óveru-
’legar átudkemmdiT voru í henni,
enda fengust 800 tunnur upp-
saltaðar úr 120 lestum, sem bát-
uriinm kom með að landi. ólafur
Óskarsson, forstjóri Haföldunn-
ar tók áhaettuna á að semda ósk-
ar Halldórsson til að reyna að
flytja söltunarsí’ld að landi, enda
þótt hann yrði að kaupa síldina
af öðrum bát á allmiklu hærra
verði en fæst fyrir hana í
bræðslu. Þessi tilTaun hefur tek-
izt algjörlega, þar sem síldin
reyndist ágæt.
Síldina keypti Óskar Halldórs-
son af bát frá sömu eigendum,
Magnúsi Ólafssyni og var hún úr
mjög stóru kasti eða um 350 til
360 lesta kasti. Að auki vaT Ósk-
ar með 360 tunnur af sfld salt-
aðri í hafi — Sveinn.
Isafirði, mánudag.
FUNDUR kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins á Vest-
f jörðum, sem haldinn var hér
á ísafirði um síðustu helgi
varð hinn sögulegasti. Verð-
ur ekki annað séð en að flokk
urinn sé þar nú algjörlega
klofinn.
Fundurinn hófst á laugardags
kvöld og voru þá 24 fulltrúar
mættir, en nokkra vantaði á
fundinn. Formaður kjördæmis-
ráðsin's Halldór Ólafsson á ísa-
firði setti fundinn, en þegar eft-
ir fundarsetningu kvaddi Karv-
el Pálmason frá Bolungarvík sér
hljóðs og lýsti vinnúbrögðum
kommúnista innan Alþýðuhanda
lagsins og deildi harðlega á þau.
Lýsti hann því yfir að hann og
skoðanabræður hans myndu ekki
taka frekari ,þátt í fundinum. Síð
an gengu 13 fulltrúar af fundi,
en 11 sátu eftir, þar á meðal
Steingrímur PáLs'son landkjörinn
þingmaður Alþýðubandalagsins
á Vestfjörðum.
Átök þessi innan Alþýðúbanda
laigsins á Vestfjörðum spretta af
langvarandi deilum innan Al-
þýðubandala-gsins almennt. Það
haldið áfram á sunnudag án þátt
fólk, sem gekk af fundi kjördæm
isráðsins telur sig ekki geta átt
frekari samvinnu við kommún-
ista innan Alþýðubandalagsin3.
Það var meðal annars ósamþykkt
tillögu um breytingu á lögum
Alþýðubandalagsins, þar semsvo
var komizt að orði, að Alþýðu-
bandalagið væri „flobkur ís-
lenzkra sósíalista." Heyrzt hefur
að fulltrúar þeir, sem gengu af
fundi kjördæmisráðsins hafi sent
áskorun til Hannibals Valdimars
sonar og Björns Jónssonar um
að segja skilið við Alþýðubanda
lagið, þar sem það sé algjörlega
undir stjórn kommúnista.
Fundi kjördæmisráðsins var
haldið áfram á sunnudag án þábt-
töku þeirra, sem af fundi höfðu
gengið á laugardagskvöldið. En
einihverjir - varafulltrúar mættu
þá á fundinum og ennfremur
nokkrir aðrir menn, sem hvorki
voru kjörnir varafulltrúar eða
aðalfulltrúar.
Samkvæmt þessu eru samtök
Alþýðúbandalagsins á Vestfjörð
um í höndum kommúnistá, þar
sem það fólk, sem gekk af fund
inum og hefur verið stuðnin'gg-
fólk Hannibals Valdimarssonar
lýsti því yfir að það myndi segja
sig úr Alþýðúbandalaginu, þar
sem það vildi ekki eiga frekari
samskipti við kommúnista.
Ný gróðurkort gefin út:
Uppblástur mestur á af rétt-
Sinfoníuhljómsveit-
in hefur vetrarstarfið
Heldur alls 18 tónleika — Stjórnendur 7
STARFSÁR Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands er þegar hafið og hélt
h'ljómsveitin fyrstu tómleika sina
á starfsárimu laugardaginn 7.
september í Vestmanmaeyjum.
Stjórnandi var Martin Hunger.
Einleikari með hljómsveitinmi
var Björn Ólafsson konsertmeist-
ari.
Á síðastliðinu starfsári flutti
hljómsveitin 42 tónleika alls, þar
með taldir gkólatónleika, tón-
leikaferðir utan Reykjavíkur, á
Akranesi, í Garðahreppi, í Mos-
fellssveit, í Keflavík, á Akur-
eyri og Selfossi. Aðalhljómsveit-
arstjóri var Bohdan Wodicziko
og stjórnaði hann 22 hljómleik-
um. Aðrir hljómsveitarstjórar
voru dr. Róbert A. Ottóssom,
Ragnar Björnssom, Jussi Jalas,
Shalom Ronly-Riklis, Kurt Thom
as og Þorkell Sigurbjörnsson.
Einleikarar og einsöngvarar voru
27 og söngsveitin Fílharmonía
flutti með hljómsveitinni Requi-
em eftir Verdi undir stjórn
Róberts A. Ottóssonar.
Hljómsveitin flutti á árimu 103
tónverk eftir innlemd og erlend
tónskáld. Frumfluit voru 5 ís-
lemzk tónverk.
Hljóðrituð voru á starfsárinu
fyrir Ríkisútvarpið 48 tónverk
eða tónverkaflofckar, þar með
talin óperettan Meyjaskemman
og óperan Mavra.
Á starfsárinu 1968/69 verða
hljómsveitarstjórar Sverre Bru-
land frá Noregi, Alfred Walter,
dr. Róbert A. Ottóssom, RagruaT
Björnsson, Lawrence Foster, Páll
P. Pálsson og Bohdan Wodiczko.
Fyrsbu tónleikaramir verða 26.
september. Eimleikarar verða
m. a. Detlef Kraus, Arve Tellef-
sen, Peter Serkim, Bjöm Ólafs-
som, Imigvar Jónasson, Halldór
Haraldsson, • Einar Vigfússon,
Louis Kentner, Rögnivaldur Sig-
urjónsson, Lee Luvisi, Ruth
Litble Magnússon, Edith Peine-
mann Robert Rieflirug, Wolif-
gang Herzer, Hertha Töpper og
Konstanty KuLka.
Tónleikar verða alls 18. Sala
áskriftarskíriteina er hafin í Rík-
isútvarpinu og er föstum áskrif-
endum ráðiagt að tilkymna um
endurnýjun, því aðsókn er mikil.
JONS LEIFS MINNST -
Á 40 ÁRA afmælisdegi Banda-
lagsins minntist heiðursforseti
þess, Gunnar Gunnarsson, rit-
höfundur, Jóns Leifs, tónskálds,
og lagði fram kr. 10.000.00 til
stofnunar sjóðs til minningar
um Jón Leifs. Svo sem kunnugt
er, var Jón Leifs stofnandi
bandalagsins. Til viðbótar stofn-
framlagi Gunnars hefur Magnús
Á. Árnason afhent forseta Banda
lags islenzkra listamanna kr.
10.000.00. Gengið verður frá
stofnskrá sjóðsins næstu daga.
Stjórn Bandalags íalenzkra
listamanna tekur við framlögum
í sjóðinn.
(Frá stjórn Bandalags £sl. lista
manna).
um Suðurlands
MENNINGARSJÓÐUR hefur
gefið út 10 ný gróðurkort. Kort
in ná yfir Gullbringusýslu allt
svæði við Búrfell hluta af Land
Imannaafrétt, Þórisjökul og
Skjaldbreiður. Um 40 prs. af
landinu hefur verið kortlagt
alls eftir gróðri. Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins beitir
beitir sér fyrir kortlagningunni
undir yfirumsjón Ingva Þorsteins
sonar, magisters og í samráði við
Landmælingar.
— Það er ekki seinna vænna
að fara að vakna til meðvitund-
ar um að gróðurmoldin er að
blása á haf út, sagði Ingvi Þor--
steinsson á fundi með fréttamönn
um í tilefni af gróðurkortaútgáf
unni. — Landgræðsla og gróður
vernd eru meðal brýnustu verk
efna, sem úrlausnar krefjast. Það
var ánægjulegt að áhugi er vax-
andi fyrir að stöðva uggvæn-
lega uppblástur gróðurlendisins
— Ingvi sagði kortalagninguna
hafa hafizt fyrir 8 árum og nú
væri landið kortlagt eftir gróðri.
í þetta sinn væru kortin 10 sem
út væri gefin 6 yfir Gullbringu
sýslu, en 4 frá nágrenni Þóris-
jökuls, Búrfelli, Skjaldbreið og
Landmannaafrétt.
Gróður á undanhaldi
— Kortin frá Suðurnesjum
sýndu meiri gróður, en menn
kynnu almennt að búast við. Sá
gróður væri líka að langmestu
leyti frumstæður mosagróður og
þar sem æðri gróður finnist væri
þróunin sú sama og annars stað
ar. Hann væri á undanhaldi fyr
ir eyðingaröflunum, þrátt fyrir
skóg og landgræðslu Austan Búr
fells sýndu kortin geysilega ör-
fokasanda. Þegar hvassviðri væri
stæði þar linnulaus sandbylur
í líkingu við þá í Sahara. Um
tíma hefði varla verið vært í
nýju húsunum á virkjunarstaðn
um og Landgræðslan þá hafizt
ihanda.
— Af rannsóknunum væri
ljóst að verst væri ástatt fyrir
gróðrinum frá Faxaflóa austur
að Skaftá. Á Norðurlandi væri
ástandið því betra að þar stæði
gróðurlendi í -stað.
— Ingvi sagðist vildu vekja
athygli á þeirri samvinnu, sem
tekizt hefði við bændur, bæjar-
og sveitarfélög. Rannsóknirnar
nytu nú fjárstyrks þessara að-
ila auk framlags ríkisins NATO
og vísindasjóðs.
— Bændur biðu eftir niður-
stöðum gróðurrannsóknanna með
óþreyju og þeim væri afhentir
jafnóðum útreikningar um beitar
þolið. Þannig hefðu bænduT nú
haft hliðsjón af útreikningunum
við heit á Biskupstungnaafrétt.
Á þeim slóðum væri ástandið
líka svo alvarlegt að afréttin
hefði verið að eyðast með öllu.
í vor sem leið var útlit fyrir
að svipuð samvinna tækist með
öðru sveitarfélagi, því miður
virðist þar ætla að verða minna
úr samvinnu en vonir stóðu til.
Stefna þeirra sem um landgræðsl
una sæju væri„ að fá bændur
með góðu til samstarfs. Ef það
dygði ekki yrði að beita land-
græðslulögunum, sem kveða á
um hegningar við gróðureyðingu
Árleg útgáfa.
— f upphafi blaðamannafund
arins sagði Vilhjálmur Þ. Gísla
son, formaður Menntamálaráðs,
frá útgáfu kortanna. Alls hefðu
25 kort nú verið gefin út. Menn-
ingarsjóður kostaði útgáfuna, sem
beindist bæði að gróður og jarð
fræðikortum.
Stjómandi gróðurrannsókn-
anna, Ingvi Þorsteinsson.
f framtíðinni yrði stefnt að
því að gefa út a.m.k. sama fjölda
og í ár. Tilgangurinn væri að
sýna hvemig ástandi gróðursins
væri háttað, það væri nauðsyn
leg forsenda þess, að menn gætu
bætt úr því sem miður færi og
ræktað á nýjan Jeik.
Að lökum þakkaði Pétur Gunn
arsson forstjóri Rannsóknar
stofnun landbúnaðarins þeim að
flum sem að rannsóknum hefðu
staðið fyrir góða samvinnu og
Ingva Þorsteinssyni frábært
starf.