Morgunblaðið - 10.09.1968, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1068
0 Bjartsýni og kjarkur
Benedlkt Bogason, verkfræðingur, skrif-
ar eftirfarandi bréf:
„Kæri Velvakandi!
Ég var í gærkvöldi að hlusta og horfa
á Harald J. Hamar ræða við þrjá bjart-
sýna, kjarmikla athafnamenn í sjónvarp-
inu, þá Einar Sigurðsson, Eyjólf K. Jóns-
son og Steingrím Hermannsson, og hafði
ánægju af. Býzt ég við, að svo sé einnig
um alla sanna íslendinga nú, er við erum
í tímabundnum efnahagserfiðleikum.
En eitt skyggði á gleði mína. Það var
rætt um sjávarútveg, iðnað, iðnað og sjáv-
arútveg o.s.frv., en ekki minnzt orði á
þann atvinnuveg, sem hefur fleytt okkur
gegnum aldirnar og hefur vissulega miklu
hlutverki að gegna nú sem í framtíðinni
í þessu gósen-graslandi, og á ég þar við
landbúnaðinn.
Þegar sjávarútvegur var bara útræði á
opnum áraskipum og hinn íslenzki iðnaðui
að vísu ágætis heimilisiðnaður, mestmegnis
stundaður í eftirvinnu eftir langa og stramg
an vinnudag við landbúnaðarstörf, þá var
það einmitt landbúnaðurinn, sem hélt líf-
tórunni 1 þjóðinni, sérstaklega á hafísa-
og eldgosaárum, t.d. um 100 og eftir 1783.
Það hefði því gefið þessum ágætis þætti,
sem ég minntist á í upphafi meiri breidd
að hafa fjórða manninn með, t.d. Ingólf
Jónsson, landbúnaðarmálaráðherra.
Benedikt Bogson, verkfræðingur".
-»•
Velvakandi hlustaði á umræddan þátt og
gladdist eins og bréfritari yfir þeirri bjart-
sýni, sem þar rikti. — Möguleikar okkar
eru sýnilega miklir, og með elju og dugn-
aði ætti okkur að vera kleift að hagnýta
þá. í þættinum var aðeins drepið á nokkra
þeirra, en þar með ekki sagt, að fleiri
komi ekki til greina, t.d. eins og mihka-
rækt stóruppbygging landbúnaðarins o. fl.
— Hefði þátturinn átt að vera tæmandi
og fleiri aðilar kallaðir til, hefði kvöld-
ið allt ekki nægt til umræðnanna. Aðalatr-
iðið er að umræðurnr vóru gagnlegar, og
vissulega ástæða til að taka fleiri greinar
atvinnulífsins þannig til meðferðar. Er ekki
ólíklegt að það sé einnig ætlun stjórnanda
þáttarins eða sjónvarpsins.
0 Líður að hættulegasta
tímanum
Bragi Friðfinnsson skrifar eftirfaraindi
bréf:
„Velvakandi góður,
Nú hefur H-umferð verið í gildi á 4 mán-
uð, og verður ekki annað sagt, en allt
hafi gengið vonum framar, eftir fréttum
þeim, sem okkur eru fluttar. Þótt þetta
sé ánægjulegt, verður að hafa það 1 huga,
að nú líður senn að þeim tima, sem margir
telja einna hættulegastan, þ.e. þegar dimma
tekur og illra veðra fer að verða von.
Ég furða mig á því, hve hljótt hefur ver-
ið um þessi mál upp á síðkastið — taldi
víst, að þeim nauðsynlega áróðri, sem beitt
var fyrir og nokkru eftir breytinguna yrði
haldið áfram ,þótt að sjálfsögðu yrði hann
ekki eins mikill og áður. Nú virðist „rokk-
urinn" hins vegar vera að þagna.
Árið 1965 eða 1966 voru stofnuð lands-
samtök um umferðarmál sem skírð voru
„Varúð á vegum“. Þetta var lofsvert fram-
tak, enda stóðu að þvi margir aðilar, félög
Slysavarnafélagið bifreiðastjórafélög og ég
held allir þeir aðilar, sem umferðamálin
snerta að einhverju leytL
Ég minnist þess ekki, að félag þetta,
sem að mínu áliti ætti næst H-nefndinni að
láta þessi mál til sín taka, hafi lagt neitt
til þeirra, eða am..k. hefur lítið farið fyrir
því, svo ekki sé dýpra 1 árinni tekið. Nú
spyr ég, — hvemig stendur á þessu? Getur
verið að einhver annarleg sjónarmið séu
hér á ferðinni? Þessu slæ ég fram, vegna
þess að ég hefi lesið greinar í dagblöðun-
um skrifaðar af Baldvin Þ. Kristjánssyni,
en hann virðist láta sér annt um þennan
félagsskap. Hefur Baldvin í greinum sín-
um látið þung orð falla í garð Slysavarna-
félagsins — beinlinis sagt, að Slysavama-
félagið hafi af ásettu ráði drepið „Varúð
á vegum“, og annað fleira, sem vart er
hægt fyrir Slysavarnafélagið að liggja und-
ir. Mér til mikillar undrunar hef ég hvergi
séð þessum áburði B.Þ.K. svarað af hálfu
Slysavamafélagsins, en það leiðir hugann
aftur að því, að ásakanir B.Þ.K. séu e.t.v.
á fullkomnum rökum reistar. Nú mælist
ég eindregið til þess, að viðkomandi aðilar
geri fólki grein fyrir þessu, svo og hvern-
ig búast má við, að málum þessum verði
háttað í framtíðinni
Mikil ábyrgð er í því fólgin að vera
trúað fyrir jafn mikilvægum þætti og um-
ferðarmálin eru, — svo mikil, að sundur-
þykkja, — eins og útlit er fyrir, að hér sé
á ferðinni, má ekki undir nokkrum kring-
umstæðúm, geta átt sér stað, en hún er
vísasti vegurinn að aðgerðarleysi sem þessu
t.d. í áróðrinum o.fL o.fl. Aðgerðarleysið
getur aftur á móti verið fyrsti vísirinn að
því að bjóða hætturmi heim, og hver vill
eiga hlut að slíku.
Nú bið ég þig um, Velvakandi góður,
að koma þessum línum mínum á fram-
færi við tæifæri, í þeirri von, að skýring
fáist, og þar með að ég og aðrir, sem láta
sig þetta einhverju skipta, verði einhvers
vísari.
Bragi Friðfinnsson".
£ Ættu að fara til Rússíá
Húsmóðir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Þegar ég nú er búin að hlusta á fréttir
af innrásinni í Tékkóslóvakíu, langar mig
til þess að biðja þig einnar bónar.
Það var 1 vor, þegar rússnesku hersveit-
inrar voru við landamæri Tékkóslóvakíu,
að nokkrar félagskonur úr Menningar- og
friðarsamtökum íslenzkra kvenna voru á
ferðalagi í Rússlandi, og undirrituðu þá
skjal nokkurt. Það litla, sem ég frétti, var,
að þær væru svo hræddar um að Vestur-
Þjóðverjar ætluðu að ráðast á Tékka, og þá
ætluðu auðvitað Rússar að koma þeim til
hjálpar.
Mig langar til þess að fá, heimilisfang
og helzt myndir af slíkum konum íslenzk-
um, sem hafa svona fallegt nafn á félags-
skap sínum, en eru bana þý rússneskrar
heimsvaldastefnu. Rússneskir kommúnistar
vilja auðsjáanlega fá aðstoð til þess að
mega einir segja öllum fyrir verkum. Heim
urinn hefur frá alda öðli alltaf barizt fyrir
hugsana- og athafna-frelsi, en það er bann-
fært af rússneskum kommúnistum. Þær ís-
lenzkar konur, sem vilja siíka kúgun handa
sér og sínum, ættu að vera í Rússlandi
og lofa okkur hinum að lifa hér eftir okk-
ar eigin kokkabókum.
Húsmóðir.“
0 Lok á sorpílát
„Nokkrar húsmæður í Keflavík" hafa
skrifað Velvakanda bréf og langar til að
koma þeirri s purningu á framfæri við yfir
völdin, „hvort enginn heilbrigðisfulltrúi sé
í Keflavík". Og ef svo er „hvort hann eigi
ei að fylgjast með því að fólk hafl. lok
á ruslatunnum sínum“.
Þær segja í bréfi sínu að máfurinn herji
á loklausu tunnurnar og fari með ruslið
upp á húsþök og víðar. Þá kvarta þær
yfir því, að „ruslabílarnir“ standi heima
við íbúðarhúsin, þegar ekki sé verið að
nota þá, og spyrja hvort Keflavíkurbær
eigi ekki land þar sem hægt væri að geyma
þá, til dæmis yfir helgar.
0 Island — Færeyjar
Einn af stofnendum félagsins „ísland —
Færeyjar" hefur skrifað Velvakanda bréf
og kvartar undan því, hve mikil deyfð
ríki meðal stjórnenda félagsins. Síðan fé-
lagið var stofnað hafi aðeins einn aðal-
fundur verið haldinn. Hann segist með lín-
um sínum vilja „stugga við“ formanninum,
og ef hann „treysti sér ekki til að boða
til fundar til endurreisnar félaginu" vonist
hann til að einhverjir áhugasamir menn og
konur geri það.
Þá segir í bréfinu „Það er margt sem
við íslendingar eigum sameiginlegt með
frændum okkar Færeyingum, og ættum því
að endurvekja félagið „ísland — Færeyjar"
hið allra fyrsta." — Og bréfi sínu lýkur
hann með von um að þessi skrif verði til
þess að skriður komist á þetta máL
BÍLALEIGAIM
- VAKUH -
Sundlaugavegi 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Simi 22-0-22
Rauðarárstíg 31
Keflavík — Suðumes
Terylene eldhúsglúigga-
tjaldaefni, stáris- og dralon
gluggatjalda efni. Nýjar
sendingar, aíllt á gamla
verðinu. Verd. Sigr. Skúla
dóttur, sími 2061.
Keflavík — nágrenni
TerylenekjólaeÆni einlit,
köflótt, rósótt, mikið úrval.
Allt á gamla verðinu. —
Verzl. Sigríðar Skúladótt-
ur, sími 2061.
Richard Tiles H®
VEGGFLÍSAR
Fjölbreytt litaval.
h. mmmm hf.
Suðurlandsbraut 4.
Sími 38300.
Bezt ai) auglýsa í Morgunblaftinu
Atvinna
Opinber stofnun óskar eftir skrifstofustúlku 1. októ-
ber n.k.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf afhendist
afgr. Morgunblaðsins fyrir 15. september, merkt:
„61 — 2220“. ,
^ !iM' I-44-44
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
•r-
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
SENDUM
SÍMI 82347
MAGIMUSAR
4kiphckji21 hmar 21190
ef+ir ioWurt - 403S1
# KARNABÆR
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330.
HAUSTVÖRURNAR
eru komnar
DÖMUDEILD:
★ STAKAR BUXUR
★ PEYSUR
★ PILS, SfÐ og STUTT
★ PEYSUR
★ BLÚSSUR
★ KÁPUB
★ VESTI — JAKKAR —
BUXUR O. FL.
HERR ADEILD:
★ STAKAR BUXUR f ÚRVALI
ÖLL EFNI ULL OG TERYLENE
★ STAKIR JAKKAR
★ ENSK FÖT, NÝ SNIÐ
★ PEYSUR
★ SKYRTUR
★ BINDI — KLÚTAR —
SETT O. FL.
PÓSTSENDUM UM LAND ALLT
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 11—13.
Hagstaett leigugjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748.
Sigurður Jónsson.