Morgunblaðið - 10.09.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.09.1968, Qupperneq 14
14 MORGUÍNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1008 Utgefandi Framkvæmdas t j óri Ritstjórar Ritst j ór narf ulltrúi Fréttastjórl Auglýsingastjóri Rltstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-1-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. BANDALAG ÍSLENZKRA LISTAMANNA ¥Txrt þessar mundir minnist ^ Bandalag íslenzkra lista manna þess að 40 ár eru liðin frá stofnun þess. Að stofnun bandalagsins stóðu 43 lista- menn en nú mun tala félags- manna um 420. Fyrsti formað ur bandalagsins var Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Óhætt er að fullyrða að Bandalag íslenzkra lista- manna hafi unnið gagnlegt og gott starf í þágu íslenzkra lista og þjóðarinnar í heild. Það hefur átt þátt í að glæða listaáhuga almennings í land- inu. Ennfremur hefur því orð ið verulega ágengt í barátt- unni fyrir aukinni vernd höf undárréttar, enda þótt á því sviði sé enn mikið verk óunn- ið. í ræðu sem Gtfnnar Gunn- arsson rithöfundur flutti í af- mælishófi félagsins sl. föstu- dag, minntist hann sérstak- lega þáttar Jóns Leifs tón- _skálds í stofnun bandalagsins. En Jón Leifs gekk að því starfi með þeim eldhug sem var höfuðeinkenni skapgerð- ar hans. Það er gott og gagnlegt að minnast merkilegra samtaka, sem unnið hafa þýðingarmik- ið brautryðjendastarf. Hitt er þó mikilvægara, að þjóðin kunni að meta fagrar listir og vilji stuðla að því að bæta sem mest má verða aðstöðu listamanna sinna. Ýmislegt já kvætt hefur verið gert í þeim efnum á undanförnum árum. Þó brestur mikið á að nægi- Jega hafi verið að gert. Að- staða myn*ílistarmanna er t.d. ennþá hin hörmulegasta að því er varðar skilyrði til sýn- ingar á verkum sínum. Gamli listamannaskálinn er að hruiii kominn og verður vænt anlega rifinn á þessu hausti. Hefur nú verið hafizt handa um byggingu nýs og glæsi- legs sýningarhúss á Klambra túni. Hefur bæði Reykjavík- urborg, ríkisstjórn og Alþingi sýnt ákveðinn vilja til þess að koma þessu húsi upp. En auðsýnt virðist þó að það -muni taka nokkurn tíma. Þess vegna er nauðsynlegt að styðja myndlistarmenn eftir fremsta megni til þess að geta sýnt verk sín eftir að gamla listamannaskálans nýtur ekki lengur við, og nýja húsið hef- ur ekki verið tekið í notkun. Morgunblaðið árnar Banda lagi íslenzkra listamanna og aðildarfélögum þess allra heilla að loknu 40 ára starfi. Jafnframt þakkar blaðið ís- lenzkum listamönnum mikið og merkilegt framlag þeirra til íslenzkrar þjóðmenningar. KOMMÚNISTAR VIÐURKENNA NAUÐSYN Á KJARASKERÐ- INGU |Z ommúnistablaðið er allt í “ einu byrjað að viður- kenna nauðsyn kjaraskerðing ar, vegna hins mikla sam- dráttar í útflutningstekjum landsmanna. í forustugrein kommúnistablaðsins sl. laug- ardag sagði: „Útflutningstekj ur og þjóðartekjur eiga í ár að geta tryggt landsmönnum svipuð lífskjör og á árunum 1963 og 1964.“ Með þessum ummælum lýsir kommúnista blaðið raunverulega yfir því, að það sé reiðubúið að styðja efnahagsaðgerðir, sem leiði til slíkrar kjaraskerðingar, að lífskjör fólks verði svipuð og fyrir fjórum til fimm árum. í forustugrein sl. sunnudag tekur kommúnistablaðið enn skýrar til orða og segir: „Að sjálfsögðu verður ekki hjá því komizt að landsmenn taki á sig þann samdrátt, sem nú verður á tekjum þjóðarbús- ins ....“. Þessi ummæli sýna mikil umskipti í afstöðu kommúnista til lausnar efna- hagsvandans. Það er býsna athyglisvert að kommúnista- blaðið skuli nú loks viður- kenna það, sem stuðningsblöð ríkisstjórnarinnar hafa lengi haldið fram, að lífskjaraskerð ing væri óhjákvæmileg vegna hinna miklu áfalla, sem þjóð- arbúið hefur orðið fyrir. Batn andi manni er bezt að lifa! UNDARLEGAR GRILLUR ess sjást nokkur merki, að stjórnarandstæðingar eru að byrja að gera sér grein fyrir því, að ekki þýðir að takast á við erfiðleika efna- hagslífsins og atvinnuveg- anna með þau óraunhæfu við horf, sem einkennt hafa mál- flutning þeirra til þessa, svo sem að erfiðleikarnir séu að kenna „rangri stjórnar- fli-^9 111 'AN IÍD HFIMI \iiiV U 1 nli Ul\ numi Kosningar í Svíþjóð á sunnudag A sunnudaginn næsta fara fram þingkosningar í Sví- þjóð, og er úrslitanna beðið með nokkkurri eftirvæntingu, því ríkisstjórn Tage Erlanders hefur ekki meirihluta á þingi eins og er, og á þar atkvæð- um kommúnista líf sitt að launa. Þarf ekki ýkja miklar sveiflur til að borgarflokkarn ir, sem nú eru í stjórnarand- stöðu, nái meirihluta á þingi. Sænska þingið er í tveim- ur deildum, Förste Kammar- en, eða efri deild, með 151 þingmann, og Andra Kammar en, eða neðri deild, með 233 þingmenn. Fyrir efri deild er landinu skipt í átta kjördæmi, og kosið árlega í einu þeirra í senn, þannig að þingmenn deildarinnar eru kjörnir til átta ára, og skipt um áttunda hluta þingmanna á hverju ári. í neðri deild er hinsvegar kosið fjórða hvert ár, og það eru þær kosningar, sem fara fram nú. Báðar deildir eru jafn rétt háar, og meirihluta þarf á sameinuðu þingi til að koma málum á framfæri. Staðan á þingi er nú þessi: kvæði og sex menn kjörna til neðri deildar, en í aukakosn- ingunum 1958 hlutu þeir að- eins 128 þúsund atkvæði og misstu tvö þingsæti. Var tali ið að fylgistap kommúnista háður Moskvu-línunni, að hann sé róttækur vinstriflokk ur bæði and-sovézkur og and- bandarískur. Verður athyglisvert að fylgjast með úrslitunum og sjá hversu Hermannson hefur orðið ágengt. Margir stjórnmálafréttarit- arar, sem fylgzt hafa með kosningaundirbúningnum í Svíþjóð að undanförnu, eru sammála um að kjósendur láti utanríkismál í heild sig minna skipta, en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisstjórnin hefur lagt mikið upp úr „hlut Efri deild: Sósíaldemókratar Frjálslyndir Hægriflokkurinn Miðflokkurinn Kommúnistar Neðri deild: Sósíaldemókratar Frjálslyndir HægrifLokkurinn Miðflokkurinn Kommúnistar Borgarafylkingin 78 þingsæti 26 þingsæti 2‘6 þingsæti 19 þingsæti 2 þingsæti 113 þing. 42 þing. 32 þing. 35 þing. 8 þing. 3 þing. Tage Erlander, forsætisráðherra Svía. Síðast nefndi flokkurinn, Borgarafylkingin (M.B.S.) var stofnaður fyrir síðustu kosningar (1964), og bauð þá aðeins fram á Skáni. Hlaut hanm tæplega 65 þúsu.nd at- kvæði, og er talið að hann hafi aðallega hlotið fylgi frá hægriflokknum, en einnig nokkuð frá frjálslyndum, eða þjóðarflokknum, eins og hann hefur stundum verið nefnd- ur. Eins og sjá má af ofangreind um töflum, hefur stjórnarflokk urinn, sósíaldemókratar, alls 191 þingmann á sameinuðu þingi, borgarflokkarnir sam- tals 183, og kommúnistar 10. Komonúnistar unnu mikið á í kosningunum 1964, og náðu þá ríflega fyrra fýlgi sínu, sem þeir höfðu misst i auka- kosningum árið 1958. í kosningunum 1956 hlutu kommúnistar 194 þúsund at- þá ætti rætur að rekja til inn rásar Rússa í Ungverjaland haustið 1956. Velta margir því fyrir sér nú hvort framkoma Rússa gagnvart Tétokóslóv- ökum geti haft svipuð áhiif. Gera má ráð fyrir því að atburðirnir í Tékkóslóvakíu hafi einhver áhrif á kosning- arnar á sunnudag, en ekki er þó reiknað með að þeir dragi neitt. verulega úr fylgi komm únista, sem hlutu 222 þúsund atkvæði í kosningunum 1964. Carl-Henrik Hermannson, leiðtogi sænskra kommúnista, hefur verið manna harðastur í gagnrýninni á Sovétríkin vegna innrásarinnar í Tékkó- slóvakíu. Hann hefur krafizt þess að Sovétríkin kalli heim hernámslið sitt þaðan, og jafn vel lagt til að Svíar kalli heim sendiherra sinn í Mosk vu. Gæti þetta jafnvel leitt til þess að kommúnistar héldu fylgi sínu og vel það. Her- mannson flokksforingi hefur með gagnrýni sinni á So- vétríkin að undanförnu sann fært marga um að sænski kommúnistaflokkurinn sé ó- leysi“ sínu í utanríkismálum, og byggt kosningabaráttuna að venuíLegiu leyfci á uitamríkis- málum undanfarið hálft ann- að ár. Aðallega hefur þetta hlutleysi birzt í árásum á Bandaríkin og Vietnam-stefnu þeirra. Tveir ráðherrar hafi komið þar all mikið við sögu, þeir Tage Erlander forsætis- ráðherra og Olof Palme menntamálaráðherra. Hafa þeir báðir fordæmt aðgerðir Bandaríkjamanna í Vietnam. Nýlega, þegar Alexei Kosygin forsætisráðherra Sovétríkj- anna var í opinberri heimsókn í Svíþjóð, gáfu þeir Erlander og Kosygin út sameiginlega áskorun til Bandaríkjanna um að stöðva loftárásir á Norður- Vietnam, og mörgum er enn í fersku minni þegar Palme tók þátt í mótmælagöngu í Stokkhólmi vegna styrjaldar- innar í Vietnam, og gekk þar fremstur í fylkingu við hlið fulltrúa Vietcong-skæruliða. Getur þetta Bandaríkjahatur ríkisstjórnarinnar haft öfug áhrif við það, sem til var ætlazt og að var stefnit. stefnu“, þegar sú staðreynd blasir við allra augum að út- flutningstekjur þjóðarinnar hafa minnkað um 40% á tveimur árum. Samt sem áður gætir hínna gömlu áróðursskrifa enn í Framsóknarblaðinu sl. sunnu dag er það segir: „Þannig hef ur verið haldið á stefnunni í fjárfestingar- og efnahagsmál unum á undanförnum áratug, að atvinnuvegirnir voru ekki á neinn hátt undir það búnir að mæta erfiðleikunum, þeg- ar þeir gengu í garð, þrátt fyrir góðæri á undan. Þeir höfðu enga sjóði stofnað né endurnýjað tæki sín.“ Hvernig dettur Framsókn- armönnum í hug að birta slík an þvætting. Það hefur ein- mitt veríð gert stórkostlegt átak í uppbyggingu atvinnu- veganna á sl. áratug. Stofn- lánastjóðir atvinnuveganna hafa verið endurreistir og efld ir, við höfum eignast nýjan og glæsilegan bátaflota, nýj- ar fiskverkunarstöðvar og ný verksmiðjuhús með nýjum vélum hafa þotið upp. Það tjóar ekki að ganga til við- ræðna um lausn á efnahags- vandanum með svona grillur í kollinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.