Morgunblaðið - 10.09.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1968
15
COLDWATER SEAF00D CORP.
• fyrirtæki SH i Bandarikjunum
hefur starfrækslu nýrrar fisk-
iðnaðarverksmiðju
• 10 jbúsunc/ fermetra verksmiðjuhús
• 700-900 millj. kr. árleg velta
• 20-30 milljónir punda árleg
framleiðsla fiskrétta
• 320 starfsmenn
COLDWATER Seafood Corp., fyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í Bandaríkjunum hóf í maí sl. rekstur nýrrar og
fullkominnar fiskiðnaðarverksmiðju í Cambridge, Maryland.
Cambridge er smábær á Marylandskaganum 400 kílómetra suð-
vestur af New York. Með nýju verksmiðjunni hefur rekstrarað-
staða Coldwaters styrkzt og gerir fyrirtækinu væntanlega kleift
að mæta betur stöðugt harðnandi samkeppni á bandaríska mark-
aðnum.
Coldwater Seafood Corp., stofnað árið 1947 til að annast sölu
hraðfrystra sjávarafurða fyrir SH í Bandaríkjunum, er stærsta
fyrirtæki fclendinga erlendis. Síðustu árin hefur árleg heildar-
velta verið 7—900 millj. kr. Forsenda þessa mikla árangurs er
uppbygging sterks markaðskerfis, fiskiðnaðarverksmiðjur og öfl-
ug sölu- og auglýsingastarfsemi, sem hefur verið stjórnað af fram-
sýnum og dugmiklum forstjóra, Þorsteini Gíslasyni, verkfræðingi,
sem tók við rekstri fyrirtæk'isins árið 1962.
í tilefni merkra tímamóta í sögu Coldwater, er ný fiskiðnaðar-
verksmiðja tekur til starfa, sneri Morgunblaðið sér tii Þorsteins
Gíslasonar í aðalstöðvum fyrirtækisins í Scarsdale, sem er útborg
frá New York, og bað hann um að skýra nokkuð frá starfseminni
og markaðnum í Bandaríkjunum.
Þorsteinn Gíslason tókst tiltölulega ungur á herðar að veita hinu
umfangsmikla fyrirtæki forstöðu, er hann tæplega fertugur tók
við rekstri þess. Hann hefur mikla þekkingu á bæði íslenzkum
hraðfrystiiðnaði og aðstæðum í Bandaríkjunum. Að afloknu verk-
fræðinámi þar réðst hann til SH árið 1948 og starfaði sem verk-
fræðingur fyrir samtökin í 6% ár. Þá fluttist Þorsteinn og frú
Ingibjörg kona hans og tveir synir, sem nú eru þekktir íþrótta-
menn heima á tslandi, Þorsteinn og Ólafur, aftur til Bandaríkj-
anna. Vann hann við margvísleg verkfræðistörf, einkum í sam-
bandi við frystivélar, fram á mitt ár 1962 er hann tók að sér
rekstur Coldwater.
Þorsteinn, vildirðu segja í fá-
um orðum, hvert er hlutverk
Coldwater?
Hlutverk Coldwater er aðselja
frystar sjávarafurðir í Bandaríkj
unum fyrir hraðfrystihús innan
SH. Upphaf þessarar starfsemi
var, að SH opnaði söluskrifstofu
í New York árið 1944, sem Jón
Gunnarsson verkfræðingur
veitti forstöðu. Árið 1947 var
fyrirtækið Coldwater Seafood
Corp., stofnað í þeim tilgangi að
gæta alhliða hagsmuna samtak-
anna á bandaríska markaðnum.
Fyrstu árin voru fyrst og
fremst seld hraðfryst fiskflök,
en árið 1954 var hafinn rekstur
á fiskiðnaðarverksmiðju í Nanti-
coke, Maryland, er framleiddi
fiskrétti, svonefnda fiskstauta
og fiskskammta, sem eru þekkt-
ar vörur hér fyrir vestan. Þessar
vörur, sem oft eru nefndar þæg-
indavörur, voru þá að byrja að
ryðja sér til rúms.
Eftirspurnin eftir fiskréttum
hefur síðan aukizt jafnt og þétt
eins og sjá má af því, að á sl.
10 árum befur heildarframleiðsl-
an á fiskstautum og fiskskömmt
um aukizt úr 21.8 millj. pund-
um (lbs) árið 1958 í 158.4 millj.
pund árið 1967 eða sjöfaldast.
Coldwater hefur jafnan verið
framarlega á sínu sviði og er
þáttur fiskiðnaðarverksmiðjunn-
ar stöðugt mikilvægari í að
tryggja stöðu fyrirtækisins og
framþróun þess. Er okkur því
mikilsvert að vera komnir með
verksmiðju, sem mætir betur kröf
um tímans.
Hefur fjölbreytnin í vöru-
framboðinu ekki aukizt mikið?
Mjög mikið. Fjöldi vöru-
Þorsteinn Gíslason, forstjóri.
tegunda, sem sýndur er á verð-
lista Coldwater er nú 127 tals-
ins. Auk þess framleiðum við
mikinn fjölda vörutegunda, sem
ekki koma fram á verðlistanum.
Eru það framleiðsluvörur, sem
fullnægja sérkröfum viðskipta-
vina. Fjölbreytnin er þannig
raunverulega mun meiri en verð
listinn segir til um eða um 250
mismunandi vörutegundir og um
búðir.
Á verðlistanum er samkvæmt
helztu vöruflokkum:
Fiskflök, fiskblokkir heilfryst
ur flatfiskur, fiskstautar, fisk-
skammtar, fiskkökur, fisksteikur,
sérfryst fiskflök o.fl.
Vöruframboðið og fjölbreytni
einstakra framleiðslutegunda
byggist á helztu fisktegimdum,
sem veiddar eru við ísland og
hugkvæmni að framleíða sem eft
irsóknarverðastar vörur.
Sem dæmi um fjölbreytileik í
framboði vörutegunda mætti m.a.
nefna, að frystur humar er flokk
aður í 8 mismunandi flokka eftir
stærð og ennfremur, hvort humar
inn er í skel eða skelflettur.
Fiskstautar eru framleiddir úr 5
fisktegundum, þorsk-, ýsu-,
ufsa-, löngu- og lýsublokkum.
Þyngd fiskstauta er mismunandi
frá 0.8 oz. (23 gr.) til 1% oz.
(43 gr.). Ytri og inmri umbúðir
eru mismunandi eftir því, hvort
selt er til stofnana eða í smá-
sölu. Algengustu umbúðir í smá-
sölu eru 8 oz. (227 gr.) og 16 oz.
(454 gr).
Áður en lengra er haldið vild-
ir þú ef til vill skýra frá því,
hvað verksmiðjuframleiddir fisk
réttir eru?
Það getur verið um margskon-
ar verksmiðjuframleidda fisk-
rétti að ræða eftir því, hvernig
samsetningu þeirra er háttað
Meginefnið í t.d. steiktum fisk-
réttum er að sjálfsögðu fiskur,
síðan kemur bökunardeig, ekki
bandsfrysti, sem frystir þau á ný
á nokkrum mínútum. Eru þau
þá tilbúin til pökkunar. Frá því
að fiskblokkin er söguð niður
þar til varan er komin tilbúin og
innpökkuð í frystigeymsluna líða
5-25 mín. eftir því á hvaða línu
framleiðslan fer fram og hvaða
vöru verið er að framleiða. Með
línu er hér átti við samstæðu véla
færibanda, frysta o.þh. sem fram
leiðslan á sér stað í.
Við framleiðsluna notum við
mikið af fiski, geysimikið magn
af tugum tegunda af brauð
mylsnu, mikið magn af hveiti o.s.
frv. Framleiðslan þarf að vera
nákvæm og fiskgæðin mikil til
þess að unnt sé að fá góða og
seljanlega vöru.
Hvað segir þú um nýju verk-
smiðjuna?
Framkvæmdir hófust í apríl
1967 og var verksmiðjuhúsið til-
búið fyrir áramót sama ár. Fram
leiðsla byrjaði síðan 20. maí s.l.
eftir flutninga og niðursetningu
á helztu vélum og tækjum, sem
tekin voru úr eldri verksmiðj-
unni samhliða uppsetningu nýrra
véla.
Flatarmál verksmiðjunnar er
10.000 fermetrar. Aðalhlutar eru:
Vinnslusalur, frystigeymslur,
birgðageymslur fyrir brauð-
mylsnu o,þ.h., vélasalur, viðgerð
arverkstæði, hleðslustöð fyrir
rafmagnslyftara, efnarannsóknar
stofa, skrifstofur, borðsalur o.fl.
I verksmiðj unni vinna yfir 300
manns og er yfirleitt unnið á
tveimur vöktum. Af aragrúa véla
sem notaðar eru, má nefna: Sög-
unárvélar, m.a. sjálfvirkar, brauð
mylsnuvélar, steikingarvélar,
færibandafrysta, pökkunarvélar
Fiskstautar í framleiðslu.
Fiskiðnaðarverksmiðja Coldwaters — framhlið.
ósvipað þunnu pönnukökudeigi
og brauðmyfcna. Samkvæmt op-
inberum stöðlum skal vera minnst
60% fiskur í steiktum fisk-
stauti. Brauðmylsnuefnin gru not
uð í margvíslegum samsetningum
sem eru um 40 talsins.
Hvernig fer framleiðsla fisk-
réttana fram?
Fyrsta stig framleiðslunnar er
eiginlega á Islandi, þar sem fram
leiðsla meginhráefnisins, fisk-
blokkanna fer fram í hraðfrysti
húsunum.
f fiskiðnaðarverksmiðjunni
eru fiskblokkirnar, sem eru
10% — 18% pund að þyngd,
sagaðar í frosnu ástandi niður í
fiskstauta og fiskskammta. Eftir
að blokkin hefur verið söguð í
réttar stærðir, fara hin niðursög
uðu stykki á færibandi í gegnum
sérstaka vél, sem úðar þau með
bökunardeiginu. Stykkin fara á-
fram á færibandi í gegn-
um vél, sem sáldrar á þau brauð
mylsnu. Á næsta stigi framleiðsl
unnar fara stykkin í gegnum
steikingarvél og úr henni í færi-
lyftara og fullkomið færibanda-
kerfi.
Gólf og veggir í vinnslusal
eru flísalagðir. Rúmtak verk-
smiðjunnar er mikið vegna mik-
illar lofthæðar í vinnslusai og
i frystigeymslum, en framleiðslu-
j kerffð útheimtir það. Það er verk
i smiðjan loftkæld og er hún hin
j eina sem svo er háttað um í Cam
I bridge. Sumarloftslag er mjög
j heitt í Maryland og þess vegna
þýðingarmikið að verksmiðjan sé
loftkæld. Kemur þetta sér vel í
sambandi við vörugæði fram-
leiðslunnar, auk þess s m það
auðveldar mjög ráðningu á hæfu
starfsfólki.
Áherzla er lögð á, að fram-
leiðsla og flutningar gangi hratt
og skipulega fyrir sig og að
hvert framleiðslu- eða flutnings-
stig eigi sér stað í beinu fram-
haldi af öðru. Sérhver töf eða
mistök geta verið dýr í verk-
smiðju, sem framleiðir fyrir
hundruðir milljóna króna á ári.
Hvcrnig er skipulagi og sölu-
starfi Coldwater háttað?
Fyrirtækið hefur aðalskrif
Framhald á bls. 16