Morgunblaðið - 10.09.1968, Page 24

Morgunblaðið - 10.09.1968, Page 24
24 MORGU'NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1968 á hana. Kannski getum við haft játningu út út henni. Við getum meira að segja látizt vita meira en við gerum. Þú getur meira segja látið í veðri vaka, að Ruth ers hafi verið opinskárri um það en hann var. Ég veit, að það er ekki alveg heiðarleg aðferð, en þegar við er að eiga manneskju eins og Phyllis, má maður haga sér eins og hún gerir sjálf. Það er ekki hægt að berjast heiðar- lega við hana, eins og maður við mann. Hún berst ekki heiðar- lega sjálf. Pam hafði líka rétt úr sér. — Hvenær eigum við að fara? spurði hún og röddin var hás. Kay hikaði. En svo sagði hún einbeittlega: — Við skúlum fara strax. Það er altaf bezt, þegar eitthvað hefur verið ákveðið, að fram kvæma það tafarlaust. Ég skal gefa Hugh einhverja skýringu á þessu. Hann er hvort sem er þreyttur eftir ferðina og hefur gott af að hvíla sig ofurlítið. Við ættum að geta verið komn ar aftur fyrir kvöldverð. Pam hikaði ekki nema andar- tak. —En verður ekki Jeff ösku- vondur, þegar hann heyrir, að við höfum farið þangað og í hvaða erindi? Hún hlýtur að segja honum það. Kay kipraði ofurlítið saman augun. — Ég er alls ekki viss um,að hún fari að segja honum það, hver svo sem árangurinn verður af viðtali okkar við hana. Phyllis er ekki þannig gerð, að hún fari að segja karlmanni frá neinu, sem gæti orðið henni til hnjóðs. Og ef ég má nokkru ráða, skal þetta viðtal okkar við hana verða það. Hún brosti hörk-ulega — Við skulum fara strax, sagði hún með ákefð — Það er tilgangslaust að vera að bíða með það. Auk þess gæti okkur fallizt hugur til morguns. Hún bað svo um bílinn. Hugh var ekki nema feginn að geta lagt sig svolitla stu-nd, og Jeff hafði farið til Rio í einhverjum erindum, svo að þetta var allt eins og sniðið. Hús Phyllis stóð handan við lágan háls, í þriggja mílna fjar- lægð. Það var orðið alveg dimmt þegar þær komu þangað. Og tunglsins naut ekki nema sára- lítið. — Þetta er einm-analegur stað JÁðSCO DÆLURNAR með gúmmíhjólunum • Ódýrar • Afkastamiklar. • Léttar í viðhaldi. • Með og án mótors. • Með og án kúplingar. • Stærðir % — 2” • Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss. Gísli J. Johnsen hf. Vesturgötu 45. ______ Confexim Confexim Lódz. Lódz. Pólsk viðskipti Pólski fatnaðurinn er þekktur um allt land fyrir gæði og hag- stætt verð. Fulltrúi frá Confexim Lódz, herra Dmoc- howskie er staddur í Reykjavík og veitir góðfúslega upplýsingar um framleiðslu- vörur Confexim, sem er stærsti útflytjandi pólsks fatnaðar. Einkaumboð: Confexim Lódz. íslenzk - erlenda - verzlunarfélagið hf. Tjamargötu 18 — Sími 20400 og 15333. ur, finnst þér ekki? sagði Kay, og setti að henni hroll. — Mér hefur alltaf fundizt það svo dauðans leiðinlegt. Stúlkain-, sem kom til dyra, sagði að frúin væri að heiman, en væntanleg á hverri stundu. — Við æflum þá að bíða eftir henni, sagði Kay einbeittlega, og síðan var þeim vísað inn í setu- stofuna. Þetta var stór og skemmtileg stofa, sem var hvorttveggja í senn setustofa og lestrarsitofa. Þarna voru legubekkir og hæg- indastólar lág borð og ösku- bakkar og m-argir bókaskápar, og fornlegt skrifborð. Pam mundi eftiæ þerrsu skrif- borði, vegna þess, að henni fannst það vera þarna utan- garna. Það hefði átt betur við í eikarþiljaðri lesstofu í Eng- landi. Kay fylgdi henni með augun- um. Hún hrökk ofurlítið við. — En hvað þetta er skrítið, sagði hún. — Ég minnist þess, að þega-r ég var krakki, þá átti afi minn skrifborð, sem var næstum nákvæmlega eiins og þetta. Það var frá tíma önnu drottningar og það var skrítið leynihólf aft an til í því. Maður snerti fjöður inni í borðinu og hólfiS opnaðist Afi var vanur að segja okkur krökkunum að þetta væri álfa- hólf. Þegar við vorum lítil og áttum að taka inn meðöl lét hann álfana opna hólfið og þá var peningur í því. Mér þætti gaman að vita h vort nokkurt leynihólf er í þessu borði? Um leið og hún sagði þetta, gekk hún að borðinu. Hlerinn í borðp'lötunni var ekki læstur, svo að hún lyfti honum upp. — Finnst þér ég ekki hnýsin? sagði hún, og gretti sig, — En ég hef bara svo gaman af svona gömlum húsgögnum. Hún þagði andartak og laut niður að borðinu. Allt í einu hrökk hún við. — Hæ, hvað er nú þetta? sagði hún æsit. Pam gekk til hennar. — Hvað er hvað? — Þetta pappírsblað, sagði Kay. Hún stóð á öndinni. Pam kom til hennar. Svo horfðu þær saman á pappírsörk sem var að nokkru hulin af þerriblaði. Þetta var nokkuð stór örk og á hana var nafnið „George Bevan“ skrifað sjálf- Blómaúrval Blómaskreytingar mmm GRÓÐRARSTÖÐIN Símar 22822 og 19775. GRÓÐURHÚSIÐ við Sigtún, sími 36770. Hljóðfæri fil sölu Nokkur notuð píanó Horn- ung og Möller, flygill, orgel, harmoníum, raf- magnsorgel, blásin, einnig transistor orgel, Hohner rafmagnspíanetta og notað- ar harmonikur. Tökum hljóðfæri í skiptum. F. Björnsson, sími 83386 M. 2—6 e. h. — Áralagið sveinar — og svo slá trum við kjötsvíninu þegar land sést. s-agt hundrað sinnum. Fyrst var það skrifað skjálfandi og fálm andi hendi, en þegar neðar dró, skjálftalaust. — Þetta er skrítið, sagði hún dræmt. — George var maðurinn hennar sálugi. En hversvegna ætti nafnið hans að vera skrif- að 'hérna svona oft og mikið. Mér sýnist helzt einhver hafa verið að reyna að stæla rifhönd ina hans. En til hvers er það úr því hann er dauður? Og þessi skrift er nýleg. Þetta er sannar lega skrítið. Pam svaraði engu. Hún vissi ekki, hvað hún ætti að halda. — Þetta er nú hreint ekki heið arlegt, sagði Kay, — en ég ætla samt að leita dálítið í skrifborð inu hennar. Hafðu auga með dyr unum á meðan Pam. Röddin var köld og ákveðin. Pam vissi vel, að ekkert þýddi að fara að stæla við hana jafn vel þótt hún hefði viljað. Kay var einbeitt kona. Pam gætti svo dyranna og Kay leitaði í skrif- bor’ðinu. Báðum var innanbrjósts eins og ’sekum samsærismönnum. Vissulega var engin afsök-un til við þessu athæfi þeirra — nema þetta, sem Kay hafði áður sagt að íþegar við er að eiga mann- eskju eins og Phyllis Bevan, er ekki hægt að vera neitt að súta bardagaaðferðirnar. Allt í einu blístraði Kay, sigri hrósandi. — Hvað finnst þér um þetta, Pam? Þetta var annað blað, alsett samskonar rithönd, en nú var lesmálið: „Síðan ég komst að þessu ástarbralli þínu með ... hér kom eyða. .— _ er lífinu ekki lengur lifandi. Ég ætla að binda enda á það í kvöld. Ef maðurinn er ekki f-antur þá gift ist hann þér.“ Kay sagði lágt: — Þetta eru einmitt sömu orðin, sem voru skrifuð í bréfinu, sem Jeff sýndi mér, en þar var bara engin eyða fyrir nafninu. Þar var nafnið hans Jetffs. Þá hljóðaði það Iþann ig: „Síðan ég komst að þessu ástarbralli þínu með honum Jeff Maitland, er lífið ekki lengur þess virði, að því sé lifað. Ég íbúð til leigu 6 herb. nýtízku íbúð til leigu á fögrum stað við Háaleitisbraut frá í. okt. n.k. Tilboð merkt: ,4’oúð — 2330“ sendist Morgunbl. 10. SEPTEMBER. Hrúturinn 21. Marz — 19. apríl. Hver er sjálfum sér næstur, og það er vert að t-aka það til sín. Nautið 20. apríl — 20. maí. Aftan bíður ófróms sök, en sumir hafa gaman af því að leika sér að öðru fólki eins og köttur að mús. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Láttu ekki aðra misnota sér hjartagæzku þína, það er nóg komið af svo góðu. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Aldrei of seint að gera gott úr gömlum erjum. Bezt er að hefjast handa sem fyrst. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þér mislíkar eitthvað í fari vinar þins, sem auðvelt er fyrir þig að benda honum á, og því fyrr því betra. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Eitthvert umtal, sem þú hefur vakið, en þó af sáralitlum ástæðum, skalt þú leiðrétta, í stað þess að láta það á þig fá. Vogin 23. september — 22. október. Nú skaltu reyna að hrinda í framkvæmd áhugamáli, sem hefur þola nokkra bið. Jarðveguriiin viðrist vel til þess fallinn. Sporðdrekinn 23. október 21. nóvember. Ef þú bíður öllu lengur með að létta á samvizku þinni, getur svo farið, að þú verðir of seinn. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Hvernig væri að fara til gamals vinar, og hressa upp á vin- áttuna. Hann hefur lengi beðið, og er nú farinn að ókyrrast. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Svo virðist, sem þér hafi gengið vel, og þú skalt halda áfram á sömu braut. Árangurinn verður góður. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Nú er velgengni þín á hápunkti. Þú ska-lt ekki fara að neinu óðslega, gæfan er áfram með þér. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Þótt dómgreind þín virðist góð, skaltu samt fara varlega, því að svo virðist, sem einhver sé í þann veginn að snúa á þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.