Morgunblaðið - 06.10.1968, Blaðsíða 3
MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1968
Séra Bjarni Sigurðsson:
Um feitar og magrar kýr
Hógværir vindar komnir um langan
veg hafa lagt kyrrláta ábreiðu yfir borg
iraa. Og við njótum þess aS viðra okkur
iiti i haustblíðunni og rekast á kunn-
ingja okkar á gangstéttum og í búðar-
gættum. Hvað skyldi þessi rólynda
nausttíð spígspora lengi um strætin? Og
það er hreinn sumarauki að anda að sér
fasi unglinganna, sem hefir drifið að úr
öllum áttum eftir sumarlanga fjarveru,
fullir áhuga — enn. Furðulegt, að dimmt
malbikið skuli geta endurkastað svona
mikilli hamingju og lífsólgu.
Og allt í einu strýkst alnboginn við
hann kunningja okkar rétt fyrir utan
bankann og við skiljum ekkert í, hvað
hann er stúrinn. Svo að okkur dettur
undir eins í hug, að hann sé lengi búinn
að streitast við að komast inn, því að
það sé búið að afsegja víxilinn hans. Og
það er hvort tveggja, að við erum dálít-
ið hnýsin, og svo viljum við gjarnan
jcyfa honum að létta ögn á hjarta sínu,
ef hann skyldi langa til þess, það er
okkur hvort eð er að útlátalausu.
En þá er hann rétt að koma frá að
leggja inn nokkrar þúsundir seir‘ann.
Og þarna inni var mikill erill og
bægslagangur. Allir sýndust mér vera
að keppast við að leggja inn peninga
eða taka þá út, næla sér í gjaldeyri eða
íá framlengda víxla. Og þó að flestir
væru háttvísir og rólegir að sjá, fannst
mér rétt að segja eins og fjölmargir
væru að springa utan af óþreyju sjálfra
sín. Fyrr mátti nú vera óþol.
Og þúsundirnar, sem ég hélt á, fóru
að brenna mig í lófann, og eiginlega
sveið undan þeim frá því í gær, þegar
ég fór að finna skuldunautinn minn í
svéitinni. Ég hafði nokkrum sinnum sím-
að til hans seinasta misserið, en ekki
komu peningarnir, þó að svör hans
væru ljúfmannleg. Svo að mér dattí hug
að fara að finna hann og láta þá kné
fylgja kviði, ef svo vildi verkast.
Og þá sá ég þetta heiðvirða og
þreytta bak, sem hefir bognað og
kiknað undir kröfum þrældóms og ald-
urs og sjúkdóma. Og eins og mér hefði
verið ókleift að blása mig upp í reiði,
ef ég hefði séð skuldunaut minn fyrr, á
sama hátt var mér nú um megn að neita
sð taka við lögmætri greiðslu úr þessari
skilvísu hendi. Af tilviljun komst ég að
því á leiðinni heim, að hann væri að
óngla sér saman fyrir kú, sem hann
varð að neita sér um í allt liðlangt
sumar. Jamm, sagði kunningi okkar um
leið og hann tók í hattbarðið fyrir
framan Persil-klukkuna 4. október 1968.
Við erum oft að agnúast. í raun og
veru rífumst við sýknt og heilagt um
það sama: Hvernig eigi að skipta brauð-
hleifnum á þjóðarborðinu. Við viljum
öll fá sem stærstan hlut. Orð eins og
efnahagur og lífskjör tákna hugtök, sem
allir þekkja til að einhverju leyti. Við
höfum tekið þau og önnur náskyld í
guðatölu. Við þurfum ekkert sérstakt
húsgoð, ekki heldur þjóðardýrlinga. Við
eigum okkur átrúnað á brauðhleifinn,
sem við sitjum að saman, en getum
aldrei orðið ásátt um, hvernig eigi að
skipta.
Það er ömurlegt að vera fátækur.
Margir þekkja líka af eigin reynd, hve
það er nístandi sárt. Það getur meira að
segja verið _mjög háskasamlegt sálar-
heill okkar. Öfund og beiskja eru stimd
um stallsystur fátæktar. að getur líka
verið ömurlegt að velta sér í allsnægt-
um, ef við um leið missum af þeirri
djúpu nautn, sem í því er fólgin að
svna manndóm, vaxa. Kristur varar iðu-
lega við hættum auðæfanna, en hann
hefir ekki sagt, að þau séu ill í sjálfum
sér. En í höndum okkar geta þau orðið
að því skaðræðisvopni, að við förum
okkur að voða.
Sigurður skólameistari hefur verið
einn farsælasti vitmaður þjóðarinnar á
þessari öld. Á þessari grein úr Orðs-
kviðunum kvaðst hann hafa meiri mæt-
ur en nokkurri annarri í Ritningunnir
Veit mér hvorki fátækt né auðæfi, held-
ur minn deildan verð.
En kólnandi haustvindar blása um
strætin. ,
Bjarni Sigurðsson.
OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
I SKUGGA RISANS
Eirau sinni var Exodus og síð-
an er enginn friður síðan að
Exodus var sýnd hór, hef ég séð
að minrasta kosti þrjár endur-
tekningar á henni. Þetta er sú
nýjasta.
Það verður að viðurkennast,
að barátta fsraelsmanna er sér-
stæð fjnrir marga hluti. Þessi
þjóð hefur verið dreyfð um
heimiran, en samt haldið vitund
sinni um þjóðerni. Hún hefur
orðið fyrir miklum ofsóknum,
sumum svo ofboðslegum að varla
er hægt að skilja þær, eins og á
tímum nasista í Þýzkalandi.
Flóttafólk úr hörmungum, að
leita sér fótfestu á svolitlum
Skika af eyðimörk, í hættu um
að verða rekið í sjó fram, af
miklu ofurefli, en verst af mikl-
um hetjuskap, konur jafnt sem
karlar bera vopn, börnin hjálpa
til, allir eru ákaflega fórnfúsir
og göfuglyndir, enda er á mynd-
inni að skilja að flestir komi
beint úr Buchenwald og Dachau.
Það er sem sé nóg til að toga i
hjartastrenginn.
Inn' í allt þetta kemur svo
Mickey Marcus (Kirk Douglas)
amerískuæ Gyðingur og stríðs-
hetja, sem ísraelsmenn fá sér til
hjálpar. Hann er giftur konu,
sem telur hann elska stríð meira
en sig og heimtar að hann geri
sig ófríska áður en hann fer.
Verður hann við þeirri bón.
Kemur hann til fsrael og hittir
þar Sentu Berger, sem hefur
svipaðar hugmyndir, og telur
ekki skipta öllu að þau eru bæði
gift, vegna þess að hennar mað-
Ur sé lélegur til slíkra hluta, og
væntanlega með það í huga, að
kona hans er svo langt í burtu.
Ekki þóknast samt Kirk Douglas
henni. Þegar ágengni hennar
nær hámarki, segir Kirk Douglas
eina af þessum setningum, sem
bæði er erfitt að skilja og
gleyma: ,,Þú ert mjög evrópsk.“
Jánkar stúlkan því. Er helzt að
sjá að ofþróaðar kynþarfir og
vanþróað siðferði sé einkenni á
Evrópumönnum. Virðist ekki úr
vegi að Senta Berger fari í
leikskóla og megrun. Eiginkon-
una leikur Angie Dickinson, lag-
leg og löguleg stúlka, eins og
hún sé að stæla Sandra Dee og
Cary Cooper samtímis.
Eins og í öllum Exodus mynd-
um er tónlistin hávær og lang-
samleg. Talið er hátíðlegt og
mikið um tilvitnanir í Gamla
testamentið. Menn eiga ekki sam-
ræður, heldur skiptast á ræðu-
stúfum. og eirvs og aðrar Exodus
myndir er þessi löng, eitthvað
um tveir og hálfur tími.
John Wayne og Frank Sinatra
eru báðir góðir í litlum hlut-
verkum og Yul Brynner er sköll-
óttur sem herforingi og verður
lítið annað um hann sagt, nema
ef vera kynni að hann sleppur
lífs af í gegn um myndina.
Mikið blóð rennur, margir
menn deyja, margar spreragjur
springa og það tryggir án efa
að mynd þessi fái aðsókn. Það
er svo einkennilegt að fólk virð-
'ist elska að horfa á þjáningar og
dauða, sér til skemmtunar. Við
skulum bara vona að við þurf-
um ekki að kynnast því öðru-
vísi.
Rauða stjarnan:
Peking-Wash-
ington-Bonn
■— sameinast gegn Sovétríkjunum
RÍTSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
SÍMI 10.100
Moskvu, 3. okt. — NTB —
„RAUÐA STJARNAN" (Krasa-
naya Zvezda), málgagn sovézka
hersins, segir í dag, að Kína hafi
gengið í lið með stjórnunum i
Washington og Bonn, og hafi
þessi þrjú ríki nú myndað and-
sovézka gagnbyltingarfylkingu.
Þótt andað hafi köldu milli
Kína og Sovétríkjanna undanfar
in átta ár, er þetta þó sennilega i
fyrsta skipti sem Kína er sak-
að um höfuðglæpinn: gagnbylt-
ingarstefnu.
Blaðið segir að Mao Tse-tung
og heimsvaldasinnar hafi samein
azt um and-sósíaliskan og and-
sovézkan samnefnara varðandi
Tékkóslóvakíu. Komið hefur ver
ið á fót nokkurskonar samein-
aðri gagnbyltingarfylkingu: Was
hington—Bonn—Peking, sem
beint er gegn Sovétríkjunum og
sósíalisma, segir blaðið.
Rauða stjarnan ásakar Kín-
verja fyrir að reyna að vekja
þjóðerniskennd og andúð á Sov-
étríkjunum í Tékkóslóvakíu og
öðrum ríkjum Austur-Evrópu
með því, að beita sömu brögð-
um og kínverskir keisarar áður
fyrr til að sundra fjandmönn-
um sínum áður en þeir lögðu
undir sig lendur þeirra. Segir
blaðið, að stjórnin í Peking birti
ögrandi áskoranir til Tékkósló-
vaka um að grípa til vopna gegn
hersveitum Varsjárbandalags-
ríkjanna, og einnig á Peking-
stjórnin, að sögn blaðsins, að
breiða út sögusagnir um að her-
námsveitirnar vinni ofbeldisverk,
og myrði og pynti friðsama borg
ara í Tékkóslóvakíu.
Blaðið bendir á, að Kína hafi
stutt aðgerðir Sovétríkjanna í
Ungverjalandi 1956, en bætir því
við, að Kína hafi nú svikið þá
alþjóðaskyldu, sem sé öllum
kommúnistum heilög.
Við eigum marga hrausta dr engi og margar dugmiklar ung-
ar stúlkur. Ekki myndu allir fara í föt þessarar ungu og
tápmiklu stúlku. Hún heitir Guðfinna Þorvaldsdóttir, og
var fjalldrottning Hvítsíðingga í réttunum. Þarna er hún
nýkomin ofan í byggð, og hefur sennilega fengið smjörþef-
inn af veðráttunni, eins og fleiri. (Ujósm. Mbl. M. Thors).
travel
ierðashriistofa bankastræti 7 símar 16400 12070
Ennþó er hæg! nð hom-
nst ódýrt til útlnndn —
Mallorka — London 17 dagar. Verð frá kr. 8.900. Brottfarar-
dagar 9. október, 23. október fá sæti laus. Sólin skín á
Mallorka allan ársins hring, og þar falla appelsínurnar
fullþroskaðar í janúar. Lengið sumarið og farið til Mall-
orka þegar haustar að. Sólarkveðjur farþeganna, sem
Sunna annast, fölna ekki.
London 9 dagar. Brottför 22. okt. Heimsborgin heillar.
Óviðjafnanlegt leikhúslíf. Lokkandi skemmtistaðir. —
Heimsins stærstu og ódýrustu verzlanir. Efnt til skemmti-
og Skoðunarferða um nágrenni London og tál Brighton.
Búið á Regent Palace Hotel í hjarta Lundúna.
Parísarferð fyrir þá sem óska, yfir helgi.
i > ^ <—- - *. tt
ini
f erðirnar sem fólkið velur
v