Morgunblaðið - 06.10.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.1968, Blaðsíða 32
 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1D-1DD SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1968 ferðum í vetur Kísilvinnslan fœr viðbófarorku úr holunni, sem er 281 stiga heit Það var fagur haustmorgun í Reykjavík í gær. Stillilogn og glampandi sólskin. Langur skuggi telpunnar á hellunum, þar sem hún var á leið yfir Arnarhólstúnið, var þó i allri haustfegurð- inni vísbending til hennar um að stöðugt væri sólin að lækka sinn gang. (Ljósm. Ól.'K.M.) Viðbúið að fengin verði innlend skip til aðstoðar strandsiglingum Ríkisskip LEIGUS AMNINGUR Skipaút- gerðarinnar við eigendur Blikurs er útrunninn, og verður Blikur því ®kki í strandferðum hér í vetur. Morgunblaðið sneri sér til Gunnars Vagnssomar. sem á sæti í nefnd þeirri, er falið var að hafa umsjón með rekstri Skipa- útgerðarinnar, og spurðist fyrir um, hvaða skip mundu annast strandferðir hér við land í vetur. Gunnar kvað það eitt afráðið, að skip útgerðarihnar, Esjan, Herðu breið og Herjólfur, mundu ann- ast strandferðir. >ó væri viðbúið að nauðsyn- legt yrði að fá skip til aðstoðar, og yrði þá án efa gripið til inn- lendra skipa, en ekki leitað út fyrir landsteinana. Vitað væri, að mokkur skip yrðu verkefnalítil í vetur, og taldi Gunnar ekki miklum erfiðleikum bundið að fá íslenzk skip til strandferða. Þó væri þetta mál ekki komið á það stig, að farið væri að ráð- gera sérstaka leigusamninga við íslenzka aðila. Þá gat Gunnar þess, að nú væri ljóst að Esjan yrði lengur i rekstri en ráðgert var eða allt til ágústloka næsta sumar. Kýr drepur mink Egilsstöðum, 4. október. SÁ atburður gerðist á Krossi í Fellahreppi nú um helgina, að þar fannst dauður minkur í básn um hjá einni kúnni. Var hann með brotið höfuðið og þykir sýnt að kýrin hafi unnið á honum. Þetta er í annað sinn, sem mink- ur er unnin á Héraði, en í fyrra skiptið var maður banamaður minksins. í Bjarnarflagi, og mældist orka hennar 7 tonn. Kísiliðjan hefur fengið orku úr þeirri holti frá því verksmiðjan tók til starfa. Ekki reyndist það magn þó nægilegt fyrir verksmiðjuna er til lengd- ar lét og var því nauðsynlegt fyrir hana að fá viðbótargufu. Úr þessu hefur nú verið bætt og fær Kísiliðjan nú 7 tonn á klukkutíma úr nýju holunni. í sambandi við væntainlegt raf- orkuver, sem verið er að reisa í Bjarnarflagi, er gert ráð fyrÍT að þar þurfi 50 tonn af gufu á klukkustund. Sýnilegt er því að bora þarf nokkrar holur til við- bótar, ef slíkt magn á að fást. Framleiðsla á kísilgúr gekk sæmilega í september, en þá voru unnin 400 t. Alls er búið að full- Framhald á bls. 2 Myndin er tekin ut um gluggann í herbergi því, sem eldurinn kom upp í, og þar sést hvar Njörður Snæhólm, rannsókna rlögreglumaður kannar verksummerki. (Ljósm: Ól. K. M.) UNDANFARNA daga hefur ver- ið hér norðlæg átt og fremur kalt í veðri. Um síðustu helgi gerði vonzku hríðarveður og setti þá iniður töluvert af snjó. Ekki spilltist þó færð að ráði á aðalvegum hér. Hins vegar varð þungfært með iköflum á Mý- vatnsfjöllum, en snjónum hefur nú verið rutt af veginum. f sum- ar hefur verið unnið við borun eftir gufu í Bjarnarflagi. Upp- ruualega var ráðgert að bora þar að minnsta kosti tvær holur til viðbótar þeim, gem þar voru fyrir. Nýlega er lokið við að bora fyrri holuna, 'sem er 1138 metra djúp. Úr þessari holu fékkst öfl- ugt gufugos og er árangur bor- uinarinnar talinn mjög góður. Gufuorka holunnar er áætluð 13—15 tonn á klukkustund. Hiti hefur mælzt 281 stig og er þetta því heitasta gufuhola, sem bor- uð hefur verið hér á landi. Árið 1966 var boruð ein hola SÍLDIN HORFIN ÁGÆTIS veður var á síldar- miðunum í gær og fyrradag, en engin veiði hefur verið og er síldin algjörlega horfin að minnsta kosti í hili. Veiði- skipin halda sig öll á miðun- um ásamt síldarleitarskipinu Árna Friðrikssyni. Búast sjó- menn við því að síldin láti sjá sig innan tíðar aftur. BRENNUVARGUR Á FERÐ í BORGINNI? Tvœr meintar íkveikjur í nótt — fimmta skipti sem grunur leikur á íkveikju á skömmum tíma SLÖKKVILIÐIÐ var tvívegis kallað út í fyrrinótt vegna elds- voða, og benda verksummerki til þess að í báðum tilfellum hafi verið um íkveikju að ræða. Er engu líkara en brennuvargur sé ! á ferð í borginni, þvi að þetta er í fimmta skipti á skömmum tíma, sem verksummerki á brunastað benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Má þar nefna, að eldsvoða í Bjarnarborg á Hverfisgötu, í verzlunarhúsnæði SiIIa og Valda að Laugaveg 43 og fyrr í haust í Timburverzlun Árna Jónssonar. Fyrra útkallið í fyrrinótt var kl. 02.25, en lögreglan fékk þá tilkynningu um eld í verzlunar- og íbúðarhúsinu að Hverfisgötu 49. Þegar að var komið reyndist vera töluverður reykur í kjall- araherbergi, og þegar betur var að gáð, kom í ljós að logaði í fatnaði og reiðhjóladekkjum, er voru í herberginu. Eldurinn var fljótt slökktur en þegar farið var að huga að eldsupptökum, sást að gluggi á herberginu var opinn og vírnet, sem þar átti að vera fyrir, hafði verið rifið frá. Um það bil þremur klukku- stundum síðar barst svo slökkvi- liðinu tilkynning um eld í mann- lausum bíl er stóð á Langholts- vegi á móts við Bæjarleiðir. Tókst fljótlega að slökkva eldinn, en talsverðar skemmdir urðu í bíln- um. Eigandi hans tjáði slökkvi- liðsmönnum, að hann hefði skil- ið bílinn eftir vandlega lokaðan, Franxhald á Ws. 2 Fjallvegir færir SAMKVÆMT upplýsingum vega gerðarinnar er ágæt færð um allt land og víðasthvar búið að moka snjóinn, sem kom um dag- inn, Þó er ennþá víða mikil hálka á vegum. Snjór er víða mikill á heiðum og lágleindi og má þar nefna t. d. Holtavörðu- heiði, Langadal í Húnavatns- sýslu, Skagafjörð og Hólsfjöll. Ef hvessir er hætt við að vegir á þessum leiðum verði fljótlega ófærir litlum bílum. Þeir vegir, sem eru lokaðir eru: heiðin milli Möðrudals og Vopnafjarðar og svo Axarfjarð- arheiðin. Allir fjallvegir aðrir eru yfirleitt færir. Á Vestfjörðum eru allir vegir færir, en þó er varhugaverð færð fyrir litla bíla á Þingmanna- heiði. Blikur ekki í strand- Heitasta gufuhola landsins í Bjarnarflagi Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.