Morgunblaðið - 06.10.1968, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBBR 1968
DR. ÁSMUNDUR
- ÁTTRÆÐUR
GUDMUNDSSON, BISKUP
Það er mér sæmd og gleði, að
verða við þeim tilmælum Morg-
unblaðsins, að minnast míns
ágæta kennara, biskups og vin-
ar, drs. Ásmundar Guðmunds-
sonar á áttræðisafmæli hans.
Sakir mikilla námshæfileika
lauk hann öllum prófum með
lofi og ágætum, en hæsta próf-
inu hefir hann 'lokið í skóla
lífs og starfs, svo heill í einka-
lífi, svo heill í starfi.
Hann fæddist í Reykholti 6.
okt. 1888 og ólst upp þar, á því
gamla hefðarsetri. Var móðir
hans, sem hanm minntist fagur-
lega í ritsafninu, Móðir Mín,
Þóra Ásmundsdóttir prests í
Odda, systurdóttir Gríms Thom
sens, og faðir hans þjóðkunnur
maður, séra Guðmundur Helga-
son frá Birtingarholti. Helgi Guð
mundsson f. bankastj. lifir nú
eimn systkina Ásmundar bisk-
ups.
Hann lauk stúdentsprófi með
ágætiseinkunn og mun ekki
hafa verið í vafa um, hvert nám
skyldi velja enda faðir hans
mikilsháttar prestur og föður-
bræður tveir, hinir þjóðkunnu
menn, séra Kjartan í Hruna og
sra Magnús Helgason.
Eftir að guðfræðinámi var
lokið með hárri fyrstu einkunn,
í Kaupmannahöfn og Reykjavík
og framhaldsnámi í Berlín og
Jena, gerðist hann prestur ís-
lenzkra safnaða í Vesturheimi á
áirunum 1912-1914. Ári síðar en
hanm kom heim vígðist hann að
stoðarprestur séra Sigurður
Gunnarssonar prófasts í Stykk-
ishólmi og ári síðar eftirmaður
hans. Þá gerðist hann skólastjóri
á Eiðum í 9 ár, unz hann var
skipaður kennari í guðfræði-
deild háskólang eftir próf. Har-
ald Níelsson látinn. Þar starfaði
hann við miklar vinsældir og
mikið á'lit, unz hann var kjör-
inn og vígður biskup eftir dr.
Sigurgeir Sigurðsson árið 1954.
Af biskupsembætti lét hann fyr
ir aldurssakir sjötugur, oghöfðu
þó borizt því nær einróma óskir
allrar prestastéttarinnar um, að
hamn yrði beðinn að gegna emb-
ætti lengur, meðan heilsa leyfði.
En þáverandi kirkjumálaráð-
herra og fleiri litu öðrum augum
á það mál.
Hin víðtæku ritstörf og „auka
störf“ Ásmundar biskups verða
ekki talin í stuttri afmælisgrein.
Ásmundur Guðmundsson hef-
ir hvað eftir annað tekið við
vandasömu embætti af ágætum
mönnum, og þó líklega aldrei
eins og þegar hann settist í sæti
sra Haralds í guðfræðideild há-
skólans. Að okkur nemendum
sra Haralds var svo mikill harm
ur kveðinn við andlát hans, að
við áttum flestir erfitt með að
hugsa annan mann í sæti hans.
Samt fórum við fylktu liði nið-
ur á hafnarbakkann til aðheilsa
hinum nýja kennara okkar, er
hann stigi af skipsfjöl.
Það leið ekki á löngu, unz
Ásmundur dósent hafði unnið
hug okkar svo, að okkur varð
ljóst, hvert happ það var að
hafa fengið hann sem kennara
að guðfræðideildinni.
Hann hafði verið afburða
námsmaður. Hann naut þess og
gerðist fljótlega lærður maður í
kennslugreinum sínum. Hann
viðaði að sér lærdómi úr mörg-
um áttum, fylgdist ágætlega með
margvíslegum stefnum og
straumum innan guðfræðinnar.
Og hann vó verðmætin á vog
þess skarpa skilnings, þeirrar
skýru dómgreindar sem hann
var gæddur. Frá námsárum var
hann eindregrnn fylgjandi
frjálslyndrar guðfræði og vildi
láta ófjötraða rannsókn og sann
leikshollustu skipa öndvegi guð
fræðinnar. Hann hafði og hefir
enn í dag bjargfasta trú á því,
að sú trúfræði ein, sem þolir
frjálsa rainnsókn og þorir að
hafa opna glugga við öllum átt-
um, geti náð íslenzkum hugum
og hjörtum og gert íslenzku
þjóðina að kristinni þjóð.
Hann á enn í dag enga hug-
sjón hærri. Ekkert liggur hon-
um í meira rúmi en það, að þjóð-
in hans verði betur og betur
kristin þjóð.
Þeirri hugsjón trúr gekk
hann að biskupsstarfi fyrir ís-
lenzku þjóðkirkjuna. Hann rækti
það embætti fagurlega í þjón-
ustuanda Jesú Krists. Biskups-
þjónusta hans var í senn virðu-
leg og sundurgerðarlaus, hóf-
sam'leg og háttvís. Hann lét ekki
af skoðunum sínum eða guð-
fræðilegri afstöðu, en hann varð
biskup allra prestanna, allrar
kirkjunnar í landinu, allra safn
aðanna. Með þessum einfald
leika í heilagri þjónustu ogdjúp
settri trúaralvöru, vann hann
sér þann hug prestanna í land-
inu, að með miklum söknuði var
hann kvaddur, er hann lét af
biskupsembættL
Mörgum eru predikanir hans
í minni og ræður hans í bisk-
upsdómi. Þær voru innblásnar
einlægni hans og alvöru. Þær
voru kryddaðar víðtækri þekk
ingu hans, ekki sízt þekkingu
hans á sögu lands og bókmennt-
um fornum og nýjum. Þar heyrði
enginn falskan tón. Og ræður
hans voru fluttar á óvenjulega
hreinni og tærri íslenzku. Mál
hans var gersamlega tilgerðar-
laust, eins og far hans allt. Og
enn kann hann tök á að mæla á
guUaldaríslenzku þannig, að það
gera ekki margir betur. Og að
baki þessa gullaldarmáls er
hugsun heið og tær.
Gæfa Ásmundar biskups hefir
verið margþætt mannheill mik-
il, mikið barnalán og farsæld í
starfi. En engin gæfa hefir gef-
izt honum meiri en konan hans,
Steinunn Magnúsdóttir frá Gils-
bakka.
Um hama er vandi að tala, svo
hógværa, hlédræga konu. En
það veit ég allra manna mál, sem
til hennar þekkja, að hún sé fá-
gæt kona, gædd aðalsþokka og
glæsileik, bæði að líkamsgerð
og sálargáfum. Hvort sem hún
ber íslenzka faldbúninginn á við
hafnardögum eða íslenzkan
heimabúning hversdagslega, get
endum dulizt að þar fer kynbor-
in kona.
Ég veit, að frú Steinunni mis-
líkar það, sem ég hefi nú þegar
sagt. Því skal hætta, þó mikið
sé ósagt um hana enn.
Svo minnumst við þeirra bisk
upshjónanna, frú Steinunnar og
drs. Ásmundar á þessum tíma-
mótum. Af kynnum við þau,
þessi látlausu, göfugu hjón
hefði enginn viljað missa, sem
borið hefur gæfu til að kynn-
ast þeim.
Guð blessi þau og ástvini
þeirra og gefi islenzkri þjóð og
kirkju mörg hjón af þeirri gerð.
Jón Auðuns.
Fáir staðir hér á landi eru
frægari úr sögu fslands en Reyk
holt í Reykholtsdal í Borgarfirði.
Þar er náttúrufegurð mikil og
blómlegar byggðir, en Reykholt
og Reykholtsdalur geyma minn-
ingar merkrar sögu, þó að mest
um ljóma lærdóms og sögu-
frægðar hafi Snorri Stutluson
varpað yfir þennan stað.
Þá hafa margir merkir prest-
ar setið í Reykholti fyrr og síð-
ar, en talið er, að þar hafi
prestssetur verið allt frá því um
miðja 11. öld.
Á þessum merka sögustað
fæddist Dr. Ásmundur Guð-
mundsson, biskup 6. okt. 1888
og á því áttræðisafmæli í dag.
Hann hefur um langt skeið ver-
ið einn af mestu áhrifamönnum
íslenzku kirkjunnar, og á að
baki sér merkilegt ævistarf sem
prestur, skólastjóri, háskóla-
kennari í guðfræði og biskup
laindsins, og ekki síður fyrir þátt
töku sína í félagsmálum presta-
stéttarinnar og sitt mikla starf
að kirkjumá'lum landsins í ára-
tugi.
Hann hefur og verið mikil-
virkur og þjóðkunnur rithöf-
undur, frá hans hendi hefur
komið fjöidi bóka og ritgerða
um guðfræðileg efni, kirkju og
skólamál.
Foreldrar dr. Ásmundar voru
þau prestshjónin sr. Guðmund-
ur Helgason, frá Birtingaholti,
Magnússonar, alþingismanns,
frá Syðra-Langholti í Hruna-
mannahreppi og Þóra Ágústa Ás
mundsdóttir, prests Jónssonar,
frá Odda á Rangárvöllum.
Dr. Ásmundur dvaldi æskuár
sín í foreldrahúsum í Reykholti.
Faðir hans sr. Guðmundur
Helgason var einn af merkis-
prestum sinnar samtíðar, og
þjóðkunnur fyrir störf sín að
landbúnaðarmálum og formaður
Búnaðarfélags íslands um 10
ára skeið. Móðir hans frú Þóra
var myndarhúsmóðir, starfsöm,
grandvör, mild og trúrækin, en
ekki heilsusterk og lézt fyrir
aldur fram, er Ásmundur var á
fermingaraldri. Hefur harm lýst
móður sinni og æskuheimili sínu
í Reykholti í ágætri grein, er
hann ritaði um móður sína. Eng-
inn vafi er á því að hann hefur
erft hina sterku þætti í skap-
gerð foreldra sinna, í ríkum
mælL
Þegar á ungum aldri lá leið
hans í hinn lærða skóla íReykja
vík og lauk þaðan stúdentsprófi
1908, með 1. ág. einkunn. Að
loknu stúdentsprófi hóf hann
nám í heimspeki og hebresku
við Kaupmannahafnarháskóla til
undirbúnings guðfræðinámi, sem
hann hugðist stunda. En guð-
fræðiprófi lauk hann frá há-
skóla íslands 1912, en þá var
háskólinn nýlega stofnaður. Eft
ir það gegndi hann prestsþjón-
ustu meðal íslendinga í Vestur-
heimi um tveggja ára skeið,
bæði í Vatnabyggðum í Saskat
schewan og í Alberta.
Eftir að hann kom heim
gegndi hann prestsþjónustu í
Stykkishðlmi, fyrst með aðstoð-
arprestur sr. Sigurðar Gunnars
sonar, en síðar sem skipaður
sóknarprestur þar, á árunum
1915-1919.
Þá var hann skipaður skóla-
stjóri við alþýðuskólann á Eið
um og starfaði þar 1 9 ár og 6x
skólinn undir stjórn hans, en á
þessum árum var orðinn allmik-
il vakning í skólamálum lands-
ins og alþýðuskólum fór fjölg-
andL
Árið 1928 urðu timamót í lífi
Dr. Ásmundar. Á því ári and-
aðist Haraldur Níe'lsson, prófess
or við guðfræðideild Háskólans
Var Dr Ásmundur þá settux til
þess að gegna embætti hans og
annast kennslu í Gamlatesta-
mentrsfræðum, er verið hafði
aðal kennslugrein próf. Harald
ar. Fyrstu árin gegndi hann do
centsembætti við deildima, en
var skipaður prófessor 1934.
Auk kennslu í Gamlatestamennt
isfræðum, annaðist hann einnig
kermslu í Nýjatestamenntisfræð
um, því þar sem kennararnir
voru aðeins þrír, sem önnuðust
guðfræðikennáluna urðu þeir að
skipta kennslugreinunum á milli
sín. Við guðfræðideild Háskól-
ans starfaði hann síðan, þar til
hann var kjörimn biskup 1954,
eftir lát Hr. Sigurgeirs Sigurðs-
sonar. Öll þau ár, sem Dr. Ás-
mundur starfaði við Háskólann
tók hann mjög virkan þátt í
starfi kirkjunnar og félagsmál-
um presta. Hann var í stjórn
Prestafélags íslands frá 1929-54
og formaður þess frá 1936. Hann
var í fjölda ára ritstjóri Kirkju-
ritsins og sait 'lengi í Kirkjuráði,
og var formaður þess, eftir að
hann varð biskup. Þá var hann
lengi í stjórn hinna almennu
kirkjufunda, meðan þeir voru
áhrifamikill þáttur í íslenzku
kirkjulífi. Hann starfaði í
fjölda mörgum nefndum, er
snertu skipulagsmál kirkjunnar.
Þá var hann oft fulltrúi ís-
lenzku kirkjunnar á kirkjufund
um erlendis og fór margarnáms
og kynnisferðir til annarra
landa þau ár, sem hann var há-
skó'lakennari, og meðal annars
til landsins helga, og um þá ferð
skrifaði hann merka bók, ásamt
Dr. Magnúsi Jónssyni.
Þá annaðist hann Iengi, eða
á árunum 1928-54, kennslu í
kristnum fræðum við Kennara-
skóla íslands og var formaður
í millþiinganefnd í skólamálum
frá 1944-48 og í nefnd þeirri er
undirbjó lög um barnavernd
1930.
Hér hefur aðeins verið drepið
á mokkur af þeim störfum sem
Dr. Ásmundur hafði á hendi,
meðan hann var háskólakennari
og sýnir það glöggt það traust,
sem honum var sýnt sem guð-
fræðingi og skólamanni og engu
síður hitt, hve fús hann var að
taka að sér þau störf, sem oft
revndust tímafrek og ekki alltaf
auðveld.
Enn eru ótalin hin umfangs-
miklu ritstörf hans, bæði um
guðfræðileg efni og um kirkju-
mál, skólamál og fleira.
Má í því sambandi nefna bæk
ur úr fræðigrein hans: Inngangs
fræði Gamlatestameimtisins,
sögu Gyðinigaþjóðarinnar og
bók hans um Amos, spámann.
Þá gaf hann út skýringarit um
Markúsarguðspjall, samdi bók
um ævi Jesú, er kom út á ís-
lenzku og ensku. Er það eibt af
hinum yfirgripsmestu ritum frá
hans hendi. Þá má nefrxa préd-
íkanasæfn hans: Frá heimifagn
aðarerindisins. Þá vann harvn að
endurskoðun Helgisiðabókar
Þjóðkirkjunnar með próf. Sig-
urði P. Sivertsen, en sú bók
kom út 1934.
Með þessari upptalningu er
þó aðeins fátt eitt talið af því,
sem Dr. Ásmundur hefur ritað.
f guðfræðilegum efnumfylgdi
hann hinni frjálslyndu guð-
fræðistefnu 20. aldarinnar. Rök
festa og trúaralvara einkenndi
jafnan málflutning hans og
hann var fljótur að taka sér
penna í hönd, þegar um var að
ræða að verja málstað kirkju
og kristni, og skýra frá nýjung-
um er hann taldi til heilla horfa
í íslenzku kirkjulífi. Trúarsann-
færingu sína öðlaðist hann fyr-
ir rannsókn og íhuguin og með-
fædda hneigð til innilegs trúar-
lífs. og fyrir áhrif góðra for-
eldra. AUt þetta kom glöggt
fram í kenslu hans og í ritum
hans og allri viðkynningu við
hann. Áhugi hans á málefn-
um kirkjunnar var heill og sann
ur og ekkert gladdi hann meira
en þegar hann gat vakið þenn-
an áhuga í hugum lærisveina
sinna.
Dr. Ásmundur var kjörinm
biskup 1954, er hann var 65 ára
gamall og var einhugur um
kosningu í þetta ábyrgðar og
virðingarstarf kirkjunnar. Flest
ir af prestum landsins voru læri
sveinar hans og þekktu því vel
dugnað hans og áhuga. Biskups
embættinu gegndi hann í 5 ár
við góðan orðstír. Á þessum ár-
um urðu ýmsar framkvæmdir í
kirkjumálum. Þá voru hafnar
framkvæmdir í Skálholti og
homsteinn lagður að hinni nýju
kirkju á 900 ára afmæli bisk-
upsstóls á fslandi 1956. Nýjar
kirkjur voru reistar i Reykja-
vík og víðar, sett lög umkirkju
þing og útgáfa Biblíunnar flutt
heim frá Bretlandi, svo að nokk
uð sé nefnt að þeim verkefnum,
sem hann hafði með höndum í
biskupstíð sinni, auk hinna
venjulegu starfa.
Honum var alveg sérstaklega
um það hugað, að sameina alla
góða krafta til eflingar kirkju-
legu starfi í landinu, og þó að
hann væri sjálfur af lét'tasta
skeiði dró hann hvergi af sér,
heldur ferðaðist mikið, bæði ut-
an lands og innan og var vak-
andi í starfinu.
f biskupsdómi sínum naut
hann því miki'lla vinsælda og
prestar landsins almennt óskuðu
eindregið eftir því að hann
fengi að halda áfram biskups-
starfi sínu enn um sinn, þófct
hann hefði náð sjötugsaldri, en
lög um aldurtakmark embættis-
manna voru ekki talin leyfa það
Næstu árin vann hann að rit-
störfum og einkum endurskoð-
un á þýðingu Nýja-testamennt
isins og hefur þannig lagt góð-
an skerf til þess þýðingarstarfs,
sem Biblíufélagið hefur nú með
höndum.
Dr. Ásmundur kvæntist 27.
1915 Steinunni Magnúsdóttur,
prests, Andréssonar frá Gils-
bakka, glæsilegri og góðri konu,
sem staðið hefur við hlið hans
með mikilli prýði. Hefur heim-
ili þeirra löngum verið rómað
fyrir reglusemi, gestrisni og
myndarskap.
Af sjö börnum þeirra hjóna,
eru þrír synirnir, þeir Andrés,
Magnús og Tryggvi starfandi
læknar, en Sigríður húsfreyja I
Réykjavík, Þðra og Áslaug
Framhald t bU. 24