Morgunblaðið - 09.10.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1968
11
Hver vill kaupa Þorkel múna
fyrir 34.452.770 krónur?
Svar Tryggva Ófeigssonar
til Þorsteins Arnalds
f viðtaíi minu við Morgunblað
ið 28. þ.m. er enga árás að finna
á BÚR. Það voru bara birtar
tölur úr reikningum BÚR og bent
á staðireyndir. Það er óskiljan-
legt, hvernig Þorsteinn Arnalds
getur kallað það árás. En þessi
greinarstúfur hefur farið svo í
skapið á Þorsteini Arndals, að
hann skrifar — med aðstoð hjáip
arkokks sem hann nefnir ekki
— heila 4 metra í dálkum Morg-
unblaðsins, aðallega til þess að
ná sér niðri á mér. Það snýst
reyndar atveg í höndum Þor-
steins Arnalds, enda ekki við
öðru að búast, því að grein hans
er ónákvæm, hann verður reyk
og hirðir ekki um sannleikann.
Það eitt sýna skrif hans og sanna
En það er samt að gefnu tilefni
rétt að svara í þetta sinn.
úr vegi til að skilja til fulls
hina erfiðu aðstöðu framkvæmda
stjórans, að líta svolítið nánar
á framleiðsluþátt BÚR.
í reikningum Reykjavíkurborg
ar bls. 293 má finna þessar upp-
lýsingar um framleiðs'lu ársins
1967. Fiskverkunarstöð:
Má nú ekki öllum ljóst vera,
að þessi stórkostlega framleiðslu
starfsemi BÚR, er aðeins lifandi
fyrir gegndarlausan fjáraustur
úr Borgarsjóði til rekstursins.
En hvert er svo þakklæti fram-
kv.stj. BÚR í>. Á. samkvæmt
Morgunblaðsgreininni. Eftir að
hann hefir trundað framlag Borg-
arsjóðs til BÚR kr.: 139.947.418,
Keypt hráefni — að frádreginni síld
kr. 18.130.417.27
og svo koma framleiðslutekjumar á bls. 285—286.
1. Útflutt:
Saltfiskur .... kr. 992.103.00
Skreið .......— 3.838.606.88
Innanlandssala. Saltfiskur
87.994kg. Söluskattur .........
Annan. Hrogn, lifur, úrgangur.
Ríkissjóður vegna hráefna-
kaupa .........................
5. Birgðir .......................
kr. 4.830.709.88 = 16.65%
2.412.974.85 =
655.014.82=
8.32%
2.26%
1.516.055.07 = 5.22%
19.600.000.00=67.55%
Ofanritað sýnir að Bingaskem man geymir 67.55% af verðmæti
framleiðslunnar, kr. 19.6 millj. Og árangur af erfiðinu er tap kr.
Þorsteinn Arnalds eignar mér
hf. Júpiter og hf. Marz. Þetta
er ofrausn og heilaspuni. Ég er
hulthafi í þessum félögum báð-
m en ég á þau ekki. Enginn
einn maður getur átt félag. Ég
vona að Þorsteinn Arnalds átti
sig á því, þegar af honum bráir
æsingurinn sem hann hefurhleyt
sér í.
Bæjarútgerðir voru uppfundn
ar af mönnum, sem vildu sanna
arðrán togaraeigenda og sanna
rekstrargálla hjá þeim mönnum,
sem lögðu aílt sitt að veði til
að ekki liði lengri tími en einn
og hálfur áratugur frá því að
erlendir togarar komu á íslands-
mið í Faxaflóa þar til hér byrj-
aði togaraútgerð. Hvorugt tókst,
en tilraunin hefur kostað mörg
hundruð milljónir úr vasa Skatt-
þegnanna þar á meðal verka-
manna og siómanna víða um land.
Framkvæmdastjóra fyrir bæjar-
útgerðir vanfaði ekki. Nóg af
beim. Vestmannaeyingar sýndu
fyrst manndóm af sér og byggðu
sinni bæjarútgerð út og seldu
skipin. Keflvikingar kærðu sig
ekki um að tapa nema fimm
milljónum og hættu, seldu
skipið. Seyðisfjörður losaði sig
eftir miklar þrengingar, Reyð-
arfiörður, Eskifjörður og Fáskrúð
fjörður urðu mjög hart úti áður
en þeir hættu og svo framvegis.
Þetta var karakúlpest sjávarút-
vegsins, togaraútgerðarinnar og
er enn. f þessum víngarði hefur
Þorsteinn Arnalds halsað sér sér
völl og skrifar nú um BÚR eins
og hann eigi hana einn.
í þriðja 'laei voru svo bæjar-
útgerðir stofnaðar og notaðar
sem stofu-stöður handa mönnum,
sem hvorki höfðu hug né dug
til að draga gulí úr greinum
Æsis nema með bví móti að hafa
fiármuni aimennings að bakhjalli
og stuðpúða. Einn af þeim er
Þorsteinn Arnalds.
Þorsteinn Arnalds lætur mik-
ið yfir framleiðslustarfsemi BÚR
og birtir stórar framleiðslumagns
töflur, að manni skflst starfsemi
BÚR tií framdráttar. Ekki er nú
1.576.844.20
Það er gaman að geta þetta, en það þarf sterkan bakhjall til
þess, eða heldur framkv.stj. BÚR aðekkert fjármagn þurfi til þess
arar birgðasöfnunar. Og hvaðan kemur það fjármagn?
Ef flett er upp á bls. 288—292 í sömu gók kemur í ljós.
Fiskiðjuver:
Keypt hráefni 1967 — annað en
síld .................................. kr. 26.110.009.59
Þetta hráefni gefur verðmætis-
tölu til út.fl....................... . . — 34.820.528.20
Mismunur framleiðsluverðmætis
til útflutnings annað en úr-
gangur og hráefnisverð er þá ...... — 8.709.519.21=33.36%
Væri úrgangi breytt í fullunna
framleiðslu, mjöl og lýsi væri
sú verðmætistala (reiknuð af
oss) ............................ =18.14%
Verðmætisaukning hráefnis í ________
fullunna út.fl. vöru ............ =51.50%
Rekstrarafkoma þessarar starfs-
greinar 1967 er svo tap
kr. 6.862.281.81
Svona gengur nú þetta tií á
heimili BÚR. Jafnframt því sem
ofanritaðar tölur eru haldgóðar
upplýsingar um starfsemi BÚR,
eru þær engu síður birtar til
þess að öllum sé ljóst, að það
leysir ekki vandann sem útgerð-
armenn togara hafa við að stríða,
að viðkomandi aðili hafi sjá'lfur
alla aðstöðu til fiskverkunarinn-
ar.
Hér að framan hefir verið
skoðuð myndin af framíeiðslu-
starfseminni BÚR í landi árið
1967. En frekari upplýsingar hef
ir bókin að geyma: Samkvæmt
framanskráðu og ársreikningum
BÚR er:
46, er svo að skilja, samkvæmt
hans rithætti, að Borgarsjóður
hafi með greiðslum sínum til
BÚR verið að — auk þess að
afla sér vaxtatekna af eigin fé
— breyta handbæru fé í föst
verðmæti, þar sem hann telur
svo ti'l allt framlagið ganga til
afskrifta á eignum. Ef til vill
er þetta nógu kíók og klár skýr-
ing af hans hálfu. Allir finna
fyrir verðþennslunni undanfar-
andi ár, æði margir munu þeirrar
trúar að eign sé alltaf að hækka
í peningalegu tilliti. Þetta séu
a'llt bara hyggindi sem í hag
koma síðar. Ef nú einhver kann
að hugsa svo, þá væri honum
1. Tap á rekstri fiskverkunar
1967 ....................... kr. 8.439.126.01
2. Tap á rekstri togara 1967 . . —• 15.333.812.33
3. Tap á kostnaðarreikningi 1967
(Framkv.sjóðsvextir o.m.fl.) — 7.422.120.15 kr. 31.195.058.49
Á árinu 1966 eru tölurnar hinsvegar þessar:
1. Tap á rekstri fiskverkunar
1966 ...................... kr. 5.335.752.43
2. Tap á rekstri togara 1966 — 17.293.455.65
3. Tap á kostnaðarreikningi — 6.395.396.75 — 29.024.604.83
(Framkv.sj.vextir. Tap P.H.
o. fl.) .......................
Samanlagt tap áranna 1966 1967 Kr. 60.219.663.32
Verzlunin Geymsluhúsnæði
VALVA auglýsir
telpna- og drengjapeysur, skyrtur, buxur og fleira. Óskum að taka á leigu 5—600 ferm. rakalaust geymslu-
Verzlunin Valva, húsnæði á jarðhæð. Æskileg lofthæð ekki undir
Álftamýri 1. 5 metrum. Tilboð sendist Mbl. fyrir n.k. föstudag
Verzlunin Valva, Skólavörffustíg 8. merkt: „Geymsluhúsnæði — 2148“.
ráðlegt að fletta upþ á bls. 302
í rei'kningum Reykjavíkurborgar
1967. Þar mundi hann pieðal ann-
ars sjá á höfuðstólsreikningi
nefnda fjóra togara, sem hættir
eru starfrækslu eða seldir, en
tap á þeim er kr. 66.960.326. Tap
á Þorkeli Mána kr. 34.452.770,-
og svo framvegis. .
Sú mynd sem hér hefir verið
drepin upp af rekstri BÚR er
ekki fögur en hún er sönn, og
hér er um atvinnurekstur að
ræða, sem hefir stór og mikil
atvinnutæki, einnig ótakmarkað
an aðgang að fjármagni til rekst
ursins, en vanþakklátan fram-
kvæmdastjóra.
En hvað eiga þeir togaraeig-
endur að gera sem ekki eiga
aðgang að Borgarsjóði. Þeir verða
að leyfa sér það frelsi að líta
til allra átta, eftir möguíeikum
til að skrimmta, ef unnt er, þar
á meðal þess fiskmarkaðs sem
lengst af hefir borið uppi ís-
lenzka togaraútgerð, eins og ég
hefi áður gert grein fyrir.
Þegar þetta er ritað var tog-
arinn Úranus að sejla ísvarinn
fisk í Þýzkalandi. Skipið landaði
þar 118.5 tonnum af blönduðum
fiski, þar af var smákarfi sem
ekki seldist 5,5 tonn og skemmt
0,5 tonn, alls eru því seld 112,5
tonn. Fyrir þetta aflamagn fékkst
105,100 mörk, sem jafngildir ísl.
kr. 1.506.188.00 eða kr. 13,40 fyr-
ir hvert selt hráefniskíló. Daginn
áður seldi togarinn RÖÐULL OG
FÉKK KR. 15,00 fyrir hvert kg.
Meðalverð á blönduðum fiskaf-
urðum togarafisks mun vera um
kr. 4,50 hvert hráefniskg. Það
þarf ekki að reikna þetta dæmi
lengra. Þetta er ö'lhim hagstætt,
Þjóðfélaginu, útgerðarmanndnum
og skipshöfninni, sem ekki er
síður verðug launa sinna en aðr-
ir og mætti framkv.stj. BÚR
huga þar að.
SLÚÐUR ÞORSTEINS ARN-
ALDS UM SLYS Vlð LÖND-
UN I HULL.
Staðreyndirnar eru þessar:
28. júlí 1965 meiddist einn af
löndunarmönnum í Hull lítillega
við löndun úr Júpiter við það
að lestarklampi lét undan hon-
um. Tilkynningu um þetta sendi
umboðsmaður Júpiters í Hull
strax hingað. Júpiter hf. aftur
á móti tilkynnti tryggingafélagi
sínu samstundis um slysið og
fól því að semja um bætur og
ganga frá málinu eins og því
bar að gera, þar sem þetta féll
undir ábyrgðartrygginug skips-
ins, Málið var þar með úr hönd-
um hf. Júpiters. Það kom al-
gjöríega flatt upp á stjórn þess
félags, er það fréttist, að lönd-
un úr Júpiter hefði verið stöðv-
uð í janúar 1967 vegna þess
að þetta tjón væri óuppgert. Á-
byrgðartrygging skipsins greiddi
tjónið að fullu.
Skattfríffindi. Það er mikil
bjartsýni ef greinarhöfundur
ímyndar sér að einhver leggi trú
á röksemdarfærslu hans í þessu
efni. Hann telur að skattíríð-
indi fyrir 30 árum valdi því-
líkum aðstöðumun milli útgerðar
BÚR og Tryggva Ófeigssonar að
geri einhvern höfuðmun. Hf. Júpi
ter átti einn togara á árunum
milli 1929 og 1947, er einn nýr
var keyptur og annar 1949, sem
Reykjavíkurborg hafði pantað en
BÚR var ekki trúað fyrir. Hf.
Marz átti engan togara á árun-
um 1944 tií 1948, er það keypti
hf. Marz nýjan. Árið 1960 keypti
svo hf. Júpiter diese'ltogara. Bæj
arútgerðin keypti meiri hlutann
af sínurn togaraflota 1946—1950 á
því verði, sem þá var á þessum
skipum. Það kemur út, þegar
heildarkaupverð skipa BÚR er
annars vegar og heildarkaup-
Framhald á hls. 16
Tilkynning til
viðskiptamanna
Með skírskotun til auglýsingar Fjármálaráðuneytisins
í Lögbirtingarblaðinu dags. 11. september 1968, um
niðurfellingu, lækkun eða endurgreiðslu á aðflutnings-
gjöldum af vörum, sem hafa eyðilagzt, skemmzt eða
rýmað, viljum vér vekja athygli viðskiptavina vorra
á eftirfarandi:
1. Að frestur sá, sem tilskilinn er af ráðuneytinu
til .þess að tilkynna skemmdir eða rýrnun á vör-
unni, eigi leiðrétting eða niðurfelling að fást á
aðflutningsgjöMum er 6 vikur frá komudegi skips
til landsins.
2. Að svo kveður á í auglýsingunni að tveggja
mánaða frestur sá sem veittur er til fullnaðar-
skila á aðflutningsgjöldum fyrir vörur sem orðið
hafa fyrir skemmdum eða rýmun og komnar em
til landsins rennur út tveim mánuðum eftir dags.
auglýsingarinnar.
Til þess að Eimskipafélaginu verði unnt að staðfesta
til tollstjóra á tilsettum tíma, ef um rýmun er að ræða
á vörum með skipum þess, er nauðsynlegt að því
berist athugasemdir um þetta með nægum fyrirvara.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.