Morgunblaðið - 09.10.1968, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1908
AB í heimsókn
næsta sumar?
DANSKA blaðið Berlingske Tid-
ende skýrir frá því, að danska
knattspyrnuliðinu AB hafi verið
boðið til íslands næsta sumar,
I tilefni 50 ára afmælis Knatt-
spyrnuráðs Reykjavíkur.
Segir blaðið að forráðamenn
AB, vilji gjarnan taka heimboð-
inu, en þeir segjast jafnframt
vona að AB verði meðal fjögra
fyrstu liðanna í dönsku 1. deild-
Inni, og verði svo muni þeir taka
keppni liðanna um Toto-bikar-
inn fram yfir íslands ferðina.
Ólafur Jónsson, einn af stjórn-
armönnum K.R.R., staðfesti í við-
tali við Mbl. að leitað hefði ver-
ið eftir því að fá AB til keppni,
en sagði að málin væru á algjöru
byrjunarstigi og óvíst hvort af
samningum yrði. Sagði Ólafur,
að K.R.R. teldi vel til fallið ef
AB gæti komið í heimsókn, því
að AB var fyrsta erlenda liðið
sem keppti hérlendis fyrir 50
árum..
Glímuæfingar
Ungmennafélags Víkverja hefj
ast föstudaginn 4. október. Nám
skeið fyrir byrjendur hefst á
sama tíma. Sú nýbreytni verður,
að sérstakar æfingar verða fyr-
ir eldri glímumenn.
Kennslan fer fram í íþrótta-
húsi Jóns Þorsteinssonar við
Lindargötu, og verður kennt á
mánudögum og föstudögum milli
kl. 7-8 og á laugardögum kl. 5.30
-6.30.
Aðalkennari verður Kjartan
Bergmann Guðjónsson, en með
honum kenna Sigurður Sigur-
jónsson og Skúli Þorleifsson.
Lézt í knutt-
spyrnuleik
Ungur knattspyrnumaður í
Bandaríkjunum beið bana í gær
er hann tók þátt í æfingaleik
með félagi sínu í Mitchell há-
skólanum í Connecticut. Málið
er í rannsókn enn, en skyndi-
lega féll pilturinn til jarðar og
var látinn er hann kom undir
hendur læknis. Hann hét Ed-
ward Humme og var 18 ára og
hafði skorað 3 mörk gegn mót-
herjunum í þessum umrædda
leik, en staðan var 11-1 er at-
vikið varð og ekki var leikið
lengur.
Nú mætast
©g
Handknattleiksmóti Reykjavík
ur verður fram haldið í kvöld
og leiknir fjórir leikir í fþrótta
höllinni í Laugardal. Fyrst fer
fram leikur í meistaraflokki
kvenna milli Vals og KR, en síð
an þrír leikir í meistaraflokki
karla: Ármann gegn Fram, KR
gegn ÍR og Valur gegn Víkingi.
Báðir síðast töldu leikirnir ættu
að geta orðið mjög jafnir og
skemmtilegir og miklir baráttu-
leikir.
Enska knattspyrnan:
Liverpool hefur tekiö forystu
— Sigraði Burnley 4:0
URSLITIN í 1. og 2. deild
ensku deildakeppninnar sl. laug-
ardag urðu þessi:
1. deild:
Burnley — Liverpool 0-4
Chelsea — Ipswich 3-J
Coventry — Wolvers 0-1
Everton — Manchester City 2-0
Manchester U. — Arsenal 0-0
Newcastle — Leeds 0-1
Nottingham Forest — Stoke 3-3
Sheffield W. — Sunderland 1-1
Tottenham — Leicester 3-2
West Brom. — Q.P.R. 3-1
West Ham — Southampton 0-0
2. deild:
Birmingham — Fulham 5-4
Bury — Millwall 0-0
Cardiff — Aston Villa 1-1
Cariisle — Bolton 1-1
Charlton — Bristol City 0-0
Crystal Palace — Sheff. Utd 1-1
Huddersfield — Blackpool 2-1
Middlesbro — Derby 0-0
Norwich — Hull 1-2
Portsmouth — Oxford 3-0
Preston — Blackburn 1-1
Blómstra hinir
„óhekktu" í Mexico?
ÁSTRALSKI spretthlauparinn
Peter Norman — nær óþekktur
hlaupari — hefur sett ólympíu-
'bæinn í Mexíkó á annan end-
ann eftir a3 hann vann á æfinga-
móti 200 m hlaup á 20.2 sek.
Hann eins og fleiri óþekktir
menn virðast kunna vel við sig
í þunna loftinu í Mexíkó — og
eitt er víst að um mörg óvænt
úrslit á eftir að vera að ræða.
Heimsmethafinn í sleggjukasti
Rolan Klim frá Sovét og Ung-
verjinn Zivotsky háðu einvígi í
sleggjukasti, Klim vann kastaði
71,96 m, Ziovotsky 71,84.
UHa Britt Wieslander setti
Norðurlandamet í 80 m grinda-
hlaupi kvenna 10.7 og Bo For-
ander jafnaði Norðurlandamet í
110 m grindahlaupi karla 13.7.
Boðhlaupssveit Kúbu- í 4x100
m hlaupi hljóp á 38.8 sekúndum
sem er 2/10 úr sekúndu lakara
en heimsmet en 2/10 úr sekúndu
betra en ólympíumet.
Fleiri ágætis árangrar náðust
en eitt skín í gegnum allt, að
spretthlauparar munu ná mun
betri árangri þarna „í upphæð-
um“ en þeir eru vanir, en það
kemur niður á langhlaupum og
þolgreinum.
Þrjú félög, Liverpool, Arsenal
og Leeds, eru nú efst í 1. deild
í Englandi, öll með 18 stig, en
Leeds hefur leikið einum leik
færra, en hefur ekki eins gott
markahlutfall og hin tvö. Liver-
pool er ósigrandi um þessar
mundir, hefur unnið 5 síðustu
leikina, skorað 18 mörk gegn 0!
í síðustu þremur leikjunum hef-
ur liðið skorað 14 mörk. Á laug-
ardag lagði liðið Burnley að
velli á Turf Moor, með 4—0.
Roger Hunt skoraði tvö og Peter
Thompson og Geoff Strong sitt
hvort.
Arsenal tókst að krækja í stig
gegn Evrópumeisturunum Man-
cester United og þótti vel af sér
vikið. Það er þó eitthvað að
dofna yfir Arsenal-liðinu, með
þrjá leiki í röð án þess að skora.
Jackie Charlton, miðvörður
Leeds, skoraði sigurmarkið í
Newcastle og Leeds fór heim
með 2 dýrmæt stig.
Everton hefur átt góða leiki
undanfarið og eftir sigurinn
gegn Manchester City er liðið
nú í fjórða sæti með 16 stig.
Everton hefur ekki tapað leik í
keppninni síðan 17. ágúst, er lið
ið lét í minni pokann gegn Tott-
Charlton, sem hefur 46 sinnum
skorað fyrir England.
Röð neðstu liða breyttist e'kk-
ert. Q.P.R. er enn neðst og ekki
unnið leik í 1. deild. Rangers
hafa 5 stig, Leicester 7 og Cov-
entry, Newcastle og Nottingham
Forest 8 stig hvert. Stoke hefur
9 stig.
Charton og Middlesbro eru
efst í 2. deild með 16 stig hvort,
Blackburn og Derby County
hafa 15 stig hvort og Blackpool,
Cardiff og Hull City 14 hvert.
Carlisle er neðst í 2. deild með
5 stig og þar fyrir ofan koma
Aston Villa og Fulham með 8
stig hvort.
í 3. deild er Luton enn efst
þrátt fyrir tap gegn Watford.
Luton hefur 16 stig, en Bourne-
mouth og Torquay fylgja fast
eftir með 15 stig hvort eftir 11
leiki. Á botninum er Oldham
með 4 stig, þá Gillinghamö og
Söuthport 7.
Darlington er efst í 4. deild
með 18 stig og taplausir, Chester
hefur 17 og Doncaster 16.
Þrátt fyrir tap hjá Dundee
United gegn Celtic í 1. deild í
Skotlandi, 0—2, er liðið enn efst
með 8 stig ásamt Rangers, sem
hafa örlítið lakara markahlut-
fall. Morton, St. Mirren, Hearts.
enham, 0—2. Fallegasta mark dagsins var skorað á heimavelli Tottenhams, White Hart Lane, í norðurhluta Celtic og Dunfermline 7 stig eftir 5 leiki. 1. deild: hafa öll
Lundúna. Það var Jimmy Greav- Liverpool 12 8 2 2 27: 7 18
es sem einlék gegnum 6 leik- Arsenal 12 7 4 1 17: 8 18
menn hjá Leicester hvern af öðr Leeds 11 8 2 1 21:10 18
um og skoraði. Gullfallegt mark. Everton 12 6 4 2 22: 9 16
Greaves skoraði reyndar öll 3 Chelsea 12 6 4 2 24:12 16
mörkin fyrir Tottenham. West Ham 12 5 6 1 21:11 16
Þegar Greaves kom fyrst fram Sheff. W. 12 5 5 2 16:13 15
í 1. deild, það var hjá Ohelsea Tottenham 12 5 4 3 26:18 14
árið 1957, þótti hann með afbrigð Sunderland 12 3 6 3 14:16 12
um marksækinn unglingur, enda Manch. U. 11 4 3 4 15:17 11
skoraði hann strax mikið fyrsta West Brom. 12 4 3 5 18:27 11
leikárið. Greaves hefur á þessum Ipswich 12 4 2 6 18:20 10
11 árum skorað fleiri mörk en Manch. C. 12 3 4 5 15:18 10
nokkur annar brezkur knatt- Southampt. 12 3 4 5 14:17 10
spyrnumaður, eða eitthvað tölu- Wolvers 12 3 4 5 11:17 10
vert á 4. hundrað í deildakeppn- Burnley 12 4 2 6 12:28 10
inni, 44 fyrir enska landsliðið og Stoke City 12 3 3 6 11:18 9
13 fyrir landsliðið yngri en 23ja Nott. For. 10 1 6 3 14:14 8
ára. Aðeins einn maður hefur Newcastle 12 1 6 5 10:18 8
skorað fleiri mörk fyrir enska iandsliðið, en það er Bobby Coventry 12 2 4 6 Framhald 12:17 & bls. 8 23
Allt er samkvæmt
áætlun
ÞAÐ hvílir mikill þungi á
herðum Avery Brundage, hin
um 81 árs gamla formanni
Alþjóða Olympíunefndarinn-
ar. Leikirnir í Mexíkó — all-
ur undirbúningur þeirra og
nú framkvæmdin sjálf — er
eitt taugastríð. Það upphófst
með deilum um afleiðingarn-
ar að keppa svo hátt yfir sjáv
armáli sem borgin er, síðan
kom S-Afríkumálið, sem var
um það bil að eyðileggja hug
myndina um Olympíuleiki og
nú loks eru það Mexikanar
sjálfir sem ógna leikunum í
sínu eigin landi.
Hér sjáum við Brundage,
margfaldan milljónamæring,
sem hefur íþróttir að sínu
áhugamáli og vill gera þær
að þeirri hugsjón sem höfund
ur Olympíuleikanna, baron
de Goubertin sá þær geta
orðið. Hér er hann á blaða-
mannafundi og þar sagði
hann: — Olympíuleikirnir
„fara fram eftir áætlun“.
Þetta er óvænt ástand, og
óvænt orðbragð viku fyrir
Olympíuleiki.
Emil Zatopek, tékkneski
hlauparinn frægi er nú á leið
frá Prag til Mexikó, þar sem
hann verður heiðursgestur
framkvæmdanefndarinnar
vegna fyrri afreka sinna á OL
leikjum. Kona hans sem einn
ig vann gullverðlaun á OL. er
í för með honum.
Liverpool eykur
forystunu
í GÆR fóru fram nokkrir leik-
ir í ensku deildakeppninni. Úr-
slit urðu þessi:
1. deild:
Burnley — West Ham 3-1
Liverpool — Everton 1-1
Q.P.R. — Ipswich 2-1
Nott. Forest — Newcastle 2-4
2. deild:
Birmingham — Cardiff 2-0
Bristol — Aston Villa 1-0
Oharlton — Bury 2-2
Huddersfield — Middlesbro 3-0