Morgunblaðið - 09.10.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 196«
3
Húsmóðir lærir að slökkva olíueld. (Ljósm. Heimir iStígsson)
Brunatjón á Keflavíkurflugvelli
aöeins 50 þúsund krónur í fyrra
— Eldvarnarvika á Keflavíkurflugvelli
HIN árlega eldvarnavika á
Keflavikurflugvelli stendur yfir
um þessar mundir. Slökkvilið
flugvallarins, undir stjórn Sveins
Eiríkssonar, slökkviliðsstj óra,
gengst fyrir viðtækri upplýsinga
starfsami, þar sem áherzla er
lögð á, að koma í veg fyrir elds-
voða.
Slökkviðlið flugvallarins hefir
komið upp víðsvegar á flugvall-
arsvæðinu sýningum á slökkvi-
tækjum, ásamt upplýsingaspjöld
um, með viðeigandi aðvörunar-
orðum.
Miðaldarúst í Alftafirði
f Álftaveri hefur komið í ljós
á mel nokkrum, sem blásið hef-
uir af, rúúst af bæ, sem Þórður
Steinunn R. Thordarson.
Tómasson, er hefur athugað þess
ar rústir, telur vera frá miðöld-
um. Hafi hann líklega lagzt í
eyði í Kötluhlaupinu árið 1320.
Athugaði Þórður þessar rústir
lauslega í sumar og seint í sept-
ember gróf hann rúmlega meter
niður með grjótvegg í þeim. Virð
ist bærinn vera veggjafullur af
sandi.
Hefur þarna verið ríkmann-
lega búið og bærinn stór, að
sögn Þórðar. Þar marbar fyrir
3 langhúsum og er eitt þeirra
13x47 m að stærð ‘líklega skáli.
Þá liggur hús þvent á þessi,
sem er 9x2.60 að stærð, og gæti
verið útieldhús. Og e.t.v. er þar
hús til norðurs, að því er Þórð-
ur telur. Enn einn grunnur er
þar, sem snýr frá austri til vest
urs og gæti verið bænahús. Fann
Þórður þar stein með manna-
verkum. Ekki hefur verið graf-
ið að gagni í rústir þessar, en
þær hljóta a.m.k. að vera merki
leg heimild um húsaskipan á
þessu svæði.
Brunaeftirlitsmenn heimsækja
alla vinnustaði og almenna sam-
komustaði á flugvellinum og
kenna starfsmönnum meðferð
sí#íkvitækja og fræða þá um
eldhættu.
Einn þáttur í þessu víðtæka
upplýsingastarfi og fræðslu um
brunavarnir, er að heimsækja öll
heimili á flugvellinum, ræða við
húsmæður og athuga frágang á
rafmagns- og hitunartækjum.
Leiðir sú athugun oft í ljós, að
víða er pottur brotinn í þessum
efnum. Sem dæmi má nefna, að
brunaeftirlitsmaður varð að
taka úr umferð rafknúinn dósa-
hníf í einu eldhúsi flugvallarins,
þar sem af honum gat stafað
íkveikjuhætta. Er þetta nefnt
sem dæmi um að jafnvel ein-
földustu heimilistæki geta vald-
ið eldsvoða, sé ekki allur útbún-
aður í fullkomnu lagi.
Sérstaklega athyglisverður er
sá þáttur í herferð gegn eld-
hættu sem slökkviliðið rekur í
barna- og gagnfræðaskólum
flugvallarins. Er þeirri starfsemi
skipt í ákveðna flokka.
1. Brunaeftirlitsmaður flytur
erindi um þýðingu brunavarna
í hverjum bekk skólans og sýnir
meðferð ýmissa slökkvitækja.
2. Efnt er til samkeppni milli
barnanna, að teikna auglýsinga-
spjald, með efni sem varar við
eldhættu. Verðlaun eru veitt í
hverjum aldursflokki.
3. Einn nemandi í hverjum
bekk er kjörinn „brunavörður"
og hlýtur sérstakt .einkennis-
merki.
4. Bæklingum um eldhættu
og brunavarnir, er dreift meðal
nemenda og áróðursmyndir fyr-
ir brunavörnum eru sýndar í
sjónvarpinu.
5. Nemendum yngri bekkj-
anna, er falið að framkvæma
eldhættuskoðun á heimilum sín-
um í samræmi við hvað þau
hafa lært' um þetta efni í skól-
anum og gefa síðan brunaeftir-
litsmanni skýrslu. Sá nemandi
sem gerir beztu skýrsluna, verð-
ur gerður að „heiðursfélaga“ í
slökkviliði flugvallarins.
Brunavarnir á Keflavíkurflug-
velli hafa verið mjög til fyrir-
myndar, enda hefir slökkvilið
flugvallarins hlotið margvísleg-
ar heiðursviðurkenningar fyrir
störf sín á undanförnum árum.
Tíðindamaður Mbl. sem ræddi
við Svein Eiríksson slökkviliðs-
stjóra um þessi mál, spurði
hvort öll þessi fyrirhöfn svaraði
kostnaði. Sveinn taldi, að aldrei
væri of mikið gert af þvi að
fræða almenning um eldhættu,
enda væri eldhætta á heimilum
manna algengari heldur en fólk
almennt gerði 'sér grein fyrir.
Nefndi hann sem dæmi um al-
genga eldhættu á heimilum:
Loklaus ílát, sem ekki væru
eldtraust, væru notuð til að
safna í rusli, svo sem plastföt-
ur, pappírspokar o.s.frv. Teng-
ing á raftækjum væri ekki rof-
in eftir notkun. Millistykki
væru notuð til að tengja mörk
raftækni á eina rafdós og raf-
kerfið því ofhlaðið. Framleng-
ingarsnúrur vseru lagðar undir
gólfteppi, en slit á einangrun
gæti ollið skammhlaupi. Fóllk
gerði sér ekki grein fyrir undan-
komuleið ef til dæmis eldur
kviknaði í forstofu ,eða stiga-
gangi.
Brunatjón af eldsvoða á Kefla
víkurflugvelli á síðastliðnu ári
nam aðeins tæpum 50 þúsund
krónum. Taldi Sveinn, að hversu
smávægilegt þetta brunatjón
hefði orðið, væri að þakka stöð-
ugu eftirliti slökkviliðsins á
vinnustöðum svo og þeim áróðri
fyrir brunavörnum, sem rekin
er árlega á eldvarnaviku slökkvi
liðsins.
— BÞ.
Arve Tellefsen
Norskur liðluleikari
með Sinfóníuhljómsveitinni
STAKSTEIMAR
Brezhnev-
kenningin
Bandaríska blaðið „New Tork
Times“, birti fyrir nokkru for-
ustugrein um afstöðu Sovétríkj-
anna til annarra kommúnistaríkja
og segir þar m.a.: „Nýjasta til-
raun Kremlverja til þess að rétt
læta innrásina í Tékkóslóvakíu
er enn ein vísbending um að
Stalínisminn er á uppleið á ný
í Moskvu. Fyrri tilraunin til að
halda fram að innrásin hafi ver-
ið gerð samkvæmt beiðni áhrifa-
m'ikUla aðila í ríkisstjórn og
kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu
hefur verið hætt. í þess stað
heldur Pravda nú frammi nýrrl
kenningu, sem kenna verður við
Hrezhnev, þótt sama afstaða hafi
einkennt ruddalega kúgun Ung-
verja 1956. Kjarni þessarar kenn
ingar er sá, að kommúnistaríki
búi hvorkí við sjálfstæði né yfir
ráð yfir landi sínu, að Sovét-,
ríkjunum sé hvenær sem er heim
ilt að senda hersveitisr inn í önn
ur kommúnistaríki til þess að
hafa eftirlit með stjómum þeirra.
Pravda víðurkennir með þessum
hætti að þessi kenning sé and-
stæð öllum grundvallarreglum
alþjóðarétti, svo ekki sé talað um
stofnskrá Sameinuðu Þjóðanna.
Þetta felst í gagnrýni á þá, sem
hafa „afstæða, stéttlausa afstöðu
til spurningarinnar um sjálfstæði
og sjálfsákvörðunarrétt þjóða.**
t
Pravda vill að þetta fólk skilji
að orð þýða það sem Moskva
segir að þau þýði, ekki það sem
orðahækur allra tungumála segja
að þau þýði“.
Aukið kalt stríð
„Rök og lög koma Brezhnev-
kenningunni ekki við. Veröldin
hefur verið aðvöruð um það, að
varðveita heimsveldi sitt, hvað
sem líður óskum fólksins í lepp-
ríkjum þeirra. Moskva segir okk
ur, að Tékkóslóvakar, Pólverjar
A-Þjóðverjar og aðrar þjóðir
kommúnistanna, sem að nafninu
til búa við sjálfstæði, hafi jafu
lítinn rétt til að ráða málum
sínum sjálfir og fólkið í Ukra-
ínu, Uzbekistar, Armeníu, Georg
íu og aðrir þegnar Sovétrikj-
anna. Það er sovézkt hervald,
sem gerir Sovétríkjunum kleift
að gefa út slíka dagskipan og
framfylgja henni. Sú staðreynd,
Steinunn Thordarson
látin, 102 ára gömul
Látin er ein elzta kona lands-
ins frú Steinunn R. Thordarson,
102 ára gömul, fædd 20. júlí
1866 á Gemlufalli við Dýrafjörð.
Frú Steinunn var fyrri hluta æf
innar á Vestfjörðum. Giftist þar
manni sínum Finni Thordarson,
sem þá vann við Gramsverzlun
á Þingeyri, en síðar hjá Pétri
rrhorsteinsson í Bíldudal, unz
hiann keypti fyrirtæki Þorsteins
Thorsteinssons kaupmanna á ísa
firði. Á öllum þessum stöðum
rak frú Steinunn R. Thordarson
stórt rausnarheimili, en á fsa-
firði byggði maður hennar eitt
stærsta og glæsilegasta hús, sem
þá var tiil á Vestfjörðum, til íbúð
ar og verzlunar. Árið 1927 fluttu
þau hjónin til Reykjavíkur og
missti Steinunn mann sinn fá-
um vikum seinna. Þau áttu fjög
ur börn og fósturdóttur.
AÐRIR tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar fslands á þessu starfsári
verða nk. fimmtudagskvöld kl.
20.30 í Háskólabíói. Stjórnandi
er Sverre Bruland, en einleikari
landi hans Arve Tellefsen. Tell-
efsen er þegar í hópi fremstu
fiðluleikara á Norðurlöndum og
þykir lofa miklu um framtíðina.
Hann hefur unnið til verðlauna,
sem kennd eru við Ástríði prins-
essu og auk þess Harriet Cohen
verðlaunin. Mestu skipta samt
hinar frábæru móttökur, sem
leikur hans fær í tónleikasöl-
um stórborganna. Hér mun
Arve Tellefsen leifca fiðlukonsert
Sibeliusar.
Sibelius var sjálfur fiðluleik-
ari og kenndi fiðluleik og tón-
fræði fyrstu árin við Tónlistar-
háskólann í Helsingi. Konsertinn
©r í eðlj sínu af sama toga og
fyrstu sinfóníur Sibeliusar, laus
við allar yfirborðs leikbrellur.
Önnur verk á efnisskránni eru
„Rómverski karnevalinn“ for-
leikur takmarkalausrar lifsgleði
eftir Berlioz og Sinfónia nr. 2
eftir Dutilleux. Dutilleux er með
þekktari tónskáldum Frakklands.
Hann semur verk sín af sams-
konar litagleði og t. d. Roussel
og reynir að halda tryggð við
aldagamla tónlistarhefð lands
síns án þess að leiða hjá sér
nokkurt nýnæmi samtímaskáld-
skapar. Sinfónían er samin tfyrir
stóra hljómsveit og aðra minni,
sem DutiHeux kallar „lítinn
konsert“ og er verkið því að
ytra búnaði áþekkt „concerto
grosso“. Hún er samin í minn-
ingu Sergei og Natalie Kousse-
vitzky fyrir tæpum 10 árum.
að Sovétríkin reiði sig svo mjög
á herveldi sitt og sýna algjöra
fyrirlitningu á lögum og rétti,
vekur upp ótta um það, að ein-
hverntima renni upp sá dagur
að Moskva komist að þe’irri nið-
urstöðu að sjálfstæði rikja, sem
búa ekki við kommúniskt stjóra
arfar, sé einnig túlkað of af-
stætt og ekki sé nægilegt tillit
tekið til stéttarsjónarmiða. Af-
léiðingin hlýtur að vera sú, að
kalda stríðið vex á ný, tilraunir
til að stöðva vopnakapphlaupið
bíða hnekk og þær hættur, sem
þessari jörðu aukast mjög.“