Morgunblaðið - 09.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1968 al'lt og sumt. Þið skuluð sýna þeim almenna kurteisi, en svo heldur ekki neitt meira. — Eg vona þá, að karlmenn- irnir fyrir sitt ieyti haldi sig haefilega langt frá okkur, ung- frú Cater. Röddin í Söndru var afskaplega blíð og blátt áfram. — Já, það gera þeir ef þið látið þá í friði. Þeir hafa allir reynslu af eyðimörkinni og vita vel, hvað vandræði með starfs- fólkið geta haft að þýða. f þessu loftslagi margfaldast alls slíkt, eins og þið munuð sjálfar komast að í næstu viku. Jill flýtti sér að svara: — Ég fullvissa yður um, að við ætlum okkur ekki að vekja nein vand- ræði. — Því treysti ég líka, Cad- burn. En þið munið báðar, að ég hef varað ykkur við. Komið þið fram af nærgætni og beinið ykkur að skylduverkum ykkar. Það er allt og sumt. Ég ætla ekki að láta neitt rugla fyrir verkinu hjá okkur. Nú, þarna kemur læknirinn, býst ég við. inn með sjúkrakassa, talaði í nokkrar mínútur og gaf þeim síðan sprautur. Þegar Sandra stóð þarna með brett uppá hand- legginm, at-hugaði Jill á henni svipinn. Hann var algjörlega ó- ræður, og Jill vissi, að það spáði aldrei neinu góðu. Sandra var alltaf að finna uppá einhverju, þegar hún var svona á svipinn. Seinna voru þær ’sendar í há- degisverð í hótelinu. — Skyldi það gera nokkuð til þó að við brosum til mannsins þarna? sagði Sandra. — En ég vildi bara, að hann Oliver væri hérna hjá okkur. Hann er svo skemmtilegur. — Ég varð hissa, þegar ég heyrði, að hann væri læknir, sagði Jill. — Hann virtist svo kærulaus um flest. — Það er ekkert annað en við- brögðin eftir allan þrældóminn í sjúkrahúsinu. Ég hélt' einmitt, að hann gegndi einhverju erfiðu starfi, af því að hann maut þess svo sýnilega að vera kominn í frí, þegar við hittum hann í flug- vélinni og væri svo feginn að vera laus og flýtti sér að losna. — Ég vildi, að ég væri eins Skrifstofustúlka Verksmiðju og innflutningsfy rirtæki vill ráða strax duglega skrifstofustúlku. Þarf að vera góður vélritari, hafa enskukunnáttu og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfs- reynslu og aldur ásamt meðmælum ef fyrir hendi eru, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 12. þ.m. merktar: „Starfsöm — 2082“. Ekki er ráö nema i tima sé tehið Mamma, tengdamamma og amma hekla hespu- lopateppi í jólapakkann. Þér sparið tíma og pen- inga með því að hekla sjólf hin sérstæðu ullar- teppi úr íslenzkum lopa. Höfum fyrirliggjandi bækl- inga með miklu úrvali af mynsturuppskriftum. Uppskriftir nr. 201 og 202 UMBOÐ UM ALLT LAND ALAFOSS ÞINGHOLTSSTKÆTI 2 . SIMI 13404 . REYKJAVIK fróð og þú um karlmenn og sálarlíf þeirrá, sagði Jill. — Mér finnst ég vera svoddan fáfræð- ingur, svo að það er næstum hlægilegt fyrir manneskju á mínum aldri. — Hafðu engar áhyggjur. Ég skal hjálpa þér við hann Graham. Það er ekki meíningin, að Cater-kvenmaðurinn eigi ein öllu að ráða. Jæja, nú skulum við athuga, hvað þú hefur handa okkur að éta. Ekkert fit- andi, vona ég? Enid Cater ákvað að vera þarna yfir nóttina, svo að Rasmid ók stúlkunum aftur til Byblos, og sátu þær eins og hofróður í aftursætinu. Þær komu nákvæmlega nógu snemma til að baða sig og hafa fataskipti fyrir kvöldverðinn, og flýttu sér síðan að fara til hinna, sem voru að setjast að borðum. Frú Fallowman heilsaði þeim með vingjarnlegu brosi. — Þið hafið fundið eintak af nýjustu bókinni mannsins míns í herb- erginu ykkar? spurði hún. — Þið ættuð að lesa hana og þá skiljið þið, þótt seinna verði, tilganginn með þessum leiðangri okkar. Eftir mat hvarf Sandra og sagðist ætla að þvo á sér hárið. Jill tók bókina og fór með hana í rólegt horn á svölunum, þar sem hún settist bak við skerminn, sem þar var til þess að bægja gráðugum flugum frá. Hún varð brátt niðursokkinn í lýsingarnar í Khalidalandinu, svo að hún hrökk við, þegar Oliver kom og settist á bekkinn við hliðina á henni. — Ertu orðin góð í handleggn- um? sagði hann. — Hann er ekkert stirður eða sár? — Ég hef ofurlítinn verk í honum, en það er líka allt og sumt. — Gott. Það ætti að vera kom- ið í lag áður en við leggjum af stað. Hvað varstu að gera í Beirut í dag? — Aðallega að búa mig út. Henni datt í hug, að svona lítið samtal mundi ekki géra neitt til og að minnsta kosti var Enid Cater í Beirut, og þau voru ekki einusinni komin út í eyði- mörkina enn. — Ég hlakka til að komast til Kalida, bætti hún við. — Það er nú annars skrítið, því að það var einmitt ég, sem var dálítið treg að fara til Aust- urlanda, og það var Sandra, sem aðallega stóð fyrir því. — Þess var von af henni, sagði Oliver. — Hún er stórkost- leg stúlka. Eins og hann Graham segir, þá er aldrei að vita, hverju hnú tekur uppá næst. En, vel á minnst, kunni hún að meta kaftaninn? — Já, það held ég. Jill sléttaði úr fellingu á kjólnum, sem hún var í. Þessi síðu pils fara stúlku vel. — Já, það gerir hana kven- legri og girnilegri, svaraði Oli- ver og það er leyndardómur, sem Arabarnir hafa uppgötvað fyrir mörgum öldum. Og Sandra gerði sér þetta ljóst undir eins og hún var búin að sjá þig í þínum kaftan. — Já, og fór að stæla hann, býst ég við. Það er að minnsta kosti tilbreyting, því að venju- lega er Sandra fyrirmyndin. Davíð kom út' í garðinn með skjalatösku undir hendinni. Hann staðnæmdist hjá þeim og leit á bókina hjá Jill. — Nú, þú ert að kynna þér umhverfið, sagði hann. — Þér mun þykja hún fróðleg ef þú kemst nokkurntíma gegn um hana. En prófessorinn er nú eins og aðrir vísindamenn með það, að hann verður stundum óþarf- lega fræðilegur. — Ég get nú ekki búizt við að skilja það allt, sagði Jill, en ég er samt farin að fræðast dálítið um sitt af hverju. Hvenær ætl- arðu að kenna mér dálítið í arabisku, Davíð? Ég þarf endi- lega að kunna fáein orð, svo að ég líti ekki alveg eins vitlaus út í eldhúsinu . — Jæja, annað kvöld þá. Við skulum láta það vera stefnumót. Fyrsti tíminn strax eftir kvöld mat í skrifstofunni. Heldurðu, að Sandra vilji taka þátt í því? — Sandra? Það veit ég sannar- lega ekki. Á ég að fara og spyrja hana? Hún er í herberginu sínu að þvo á sér hárið. — Nei, það er hún ekki. Hún er að þvo það úr sjónum og lætur hann Graham nudda það þurrt á eftir, býst ég við. Þegar Jill starði á hann kipraði hann varirnar í þessu einkennilega brosi sínu. — Nei, hún Sandra er niðri við sjó með honum Graham, að horfa á fiskibátana. Það er helzta skemmtun Grah ams á kvöldin þó að ég geti ekki skilið, hvernig honum getur þótt í það varið. Að minnsta kosti er óþefurinn alveg andstyggilegur. Þannig hélt hann áfram, en Jill sat kyrr og sauð niðri í henni reiðin. Hún vissi ekki af því sjálf, að augun í henni leiftruðu, en loks sagði Oliver lágt: — Það er greinilegt, að hann hefur séð þau, Jill. Hvernig ætlarðu að snúast í þessu? — Snúast? át hún eftir. — Já, snúast. Ætlarðu að taka áskoruninni, eða hlaupa burt grenjandi? Úr því hann Graham er þér svona mikilvægur. . . . — Áttu við, að ég ætti að berj- ast um hann? — Þú nærð ekki í hann nerna þú gerir það. Vitanlega geng ég út frá því, að þú þráir hann inni lega. Þú ert ástfangin af honum, er það ekki? — Jú, það er ég. En ég hef bara ekkert að gera í hendurnar á henni Söndru. Hún er svo lagleg, og getur orðið alveg -ó mótstæðileg karlmönnum. Ég er þegar búin að sjá það. — Veiztu hvaða galli er aðal- lega á þér, Jill? Þú ert alltof hlédræg. Og ég held ég hafi þegar sagt þér, að þú ert stúlka, sem getur gengið í augun á hverjum sem er. Þú hefur greindarlegt og gott andlit og slétt hörund, það fallegasta, sem ég hef séð árum saman, og þú ert hæg í framgöngu. Þú ert meira að segja til í að hlusta, í stað þess að hafa alltaf orðið sjálf. Og það gerir þig alveg fullkomna í mínum augum. — Þú ert vænn, Oliver, sagði Jill, þakklát í huga. — Þú hlýt- ur að vera dásamlegur læknir. En ég get nú varla búizt við að geta keppt við hana Söndru, eða finnst þér það? Hvað yrði til dæmis, ef ég færi núna niður að sjó og slægist í fylgd með þeim? Oliver brosti. — Sennilega yrði Sandra bara vond við þig, en þú þyldir það nú einhvern- veginn. Graham yrði hverft við, en honum þætti það samt ekkert miður. Þú skilur, að það eru til tvennskonar karlmenn, Jill. Sumir hitta stúlku, sem geng- ur i augun á þeim og þá sækjast þeir eftir henni með ákafa. Hinir Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Vertu áhugasamur, en gættu varúðar. Gakktu um sameignir með gætni. Nautið, 20. apríl — 20. maí Maki þinn er fullur mótþróa, svo að þér er hollast að vera gætinn og berðu þér ekki. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Vertu gætinn þótot þú þurfir að segja skoðanir þínar, og vertu viss um að þú hafir rétt fyrir þér. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Allt sem snertir peninga, kann að valda úlfúð. Reyndu að snúa þér að hugðarefnum heima fyrir. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Viðskiptin eru að færast í betra horf. Reyndu persónutöfra, ef þú þarft að skipta við fólk. Meyjan, 23. ágúst — 22. september Nú er tíminn til að ræða við sérfræðinga. Reyndu að vera lag- inn við tengdafólk. Vogin, 23. september — 22. október Fjárhagurinn batnar, en taktu enga áhættu. Treystu á sjálfan þig. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember Fólk verður samvinnu þýðara. Fólki er það ljóst, að þú hafðir rétt að mæla. Vertu ákveðinn, en nákvæmur. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Þér gefst nýtt tækifæri. Gróðamöguleikarnir aukast. Þú skalt vera nákvæmur og gera fulla grein fyrir vilja þínum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Bezta vonin er eigin dómgreind. Vinir þínir kunna að rugla hlutunum saman eða fara út á hliðargötur. Aðalskotmarkið þitt er fólk, sem þú nærð ekki almennilega til, í svipinn. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Það reynir á þolinmæðina, en það borgar sig. Einhvei- fjöl- skylduvandamál koma til sögunnar, sem ekki verða þó alvar- legs eðlis. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz Góður dagur að undanskildu því, að þú færð rangar upplýs- ingar. Kvöldið verður ákjósanlegt til að skipuleggja framtíð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.