Morgunblaðið - 27.10.1968, Page 2

Morgunblaðið - 27.10.1968, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 196« - PRAVDA ... Framhald af bls. 1 né prentfrelsi. Og við urðum að búa við öryggislögreglu. En við höfðum engan innrásarher í landinu. Við vorum sjálfstæð þjóð. Þegar Dubcek tók við, fengum við að vísu meira frelsi, en þá hófst öryggisleysið. Stefna Dubceks bauð hættunni heim — og við þolum ekki innrásarlið í landi okkar. Ef leiðtogum Sovétríkjanna og leppum þeirra tekst að koma þessari hugsun inn í tékkósló- vakísku þjóðina, verður þess kannski ekki langt að bíða að hún gleymi leiðtogum sínum — og þá losna stöðurnar. Svo djöf ulleg er refskák stjórnmálanna austur þar. Glæpurinn á að verða þeim að falli, sem reyndu að koma í veg fyrir hann. En vonandi tekst þessi skollaleik- ur ekki. Vonandi tekst Dub- cek og félögum hans að halda velli, a.m.k. skulum við trúa því á þessum tímamótum í sögu Tékkóslóvakíu, í sögu allra þjóða. Vonandi verða ögranir Moskvumanna — þeir eru farnir að segja við fólkið: Þið skuluð fá að kenna á því, þeg- ar Dubcek hrökklast frá völd- um og við tökum við — ekki til þess að tékkóslóvakíska þjóðin skríði inn í skelina, kjósi þögnina — og kasti Dub- cek fyrir borð. En minnumst þess, að sá sem þekkir öryggis- lögreglu kommúnista af eigin raun, gleymir henni ekki. Það þarf því sterk bein til að vera Tékkóslóvaki um þessar mundir. En — með vega- nesti Thomasar Masaryks: Pravda vitezi — leggur þjóðin ótrauð inn í myrkrið, inn í frost og nýjan vetur. Og við „munum vita allt og trén munu fella lauf sín“ — og næsta ár er vors ekki að vænta. En seinna . . . já seinna, þeg- ar Rússland sjálft rís úr híð- inu og hristir af sér veturinn, þá „eignumst við mikla mögu- leika“ — og gleymum rauða dátanum Sveik. FATAMARKAÐUR SKÖLAVÖRÐUSTÍG 22 C Ford Bronco 1969 Fyrstu bílarnir af Ford Bronco árgerð 1969 eru vsent- anlegir með m/s Brúarfossi um miðjan nóvember n.k. Leitið upplýsinga — sími 22466. FORD-UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. heldur félagsfund miðvikudaginn- 30. okt. kl. 20:30 í Sigtúni (við Austurvöll). Dagskrá: 1. Tónlist. 2. Starfsemin og 50 ára afmælið. 3. Upplestur, séra Benjamín Kristjánsson, Iiaraldur Níelsson stríðsmaður eilífðarinnar. 4. Fyrirlestur, Úlfur Ragnarsson, læknir. Utanfélagsmenn sem áhuga hafa á að kynna sér mál- efnið eru einnig velkomnir á fundinn. Kaffiveitingar. STJÓRNIN. Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 31. okt. n.k. kl. 8.30 í Félagsheimili iðnaðarmanna. Fundarefni: 1. Framkvæmd byggingarsamþykktar. 2. Gæðamat. 3. Félagsmál. STJÓRNIN. flmerican Field Service eru samtök er gefa unglingum um heim allan á aldrin- um 16—18 ára kost á ársdvöl í Bandaríkjunum. Upplýsingar veitir skrifstofa félagsins Ránargötu 12, Reykjavík, opið mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtud. kl. 17.30 — 19.00. Fyrir karlmenn: Molskinnsbuxur karla, kvenna og telpna frá kr. 200.— Blazerjakkar á kr. 850.— Matrósaföt á kr. 650.— Unglingaföt á kr. 995.— Gallonjakkar á kr. 290.— • til kr. 495.— Ilerrapeysur á kr. 350.— Terylenebuxur drengja- og unglinga verð kr. 500.- - til kr 590.— Terylenebuxur karlmanna á kr. 750.— Karlmannafrakkar á kr. 875.— Karlmannafrakkar vattfóðraðir á kr. 1375.— Herravesti á kr. 375.— Drengjasloppar á kr. 150.— Sundskýlur, hálsbindi, ermahnappar — hálfvirði — Fyrir kvenlólk: Morgnnsloppar vattstungnir á kr. 575.— Hettuúlpur fóðraðar frá kr. 1035.— Kvenpils frá kr. 350.— Auk þess margt fleira á hálfvirði. Verzlið á meðan tækifæri gefst. Fatamarkaðurinn í HOLTI Skólavörðustíg 22 C. Loksins eitthvað sem áreiðanlega er ekki skaðlegt fyrir heilsuna Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C.D. INDICATOR, svissneskt reikningstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Læknavísindi 60 landa ráðleggja C. D. INDICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er ósk- að sem við takmarkanir þeirra. Vinsamlega sendið eftirfarandi afklippu — ásamt svarfrímerki (kr. 10.00) — og vér sendum yður að kostnaðarlausu upplýsingar vorar. — Ódýrt. — Auðvelt í notkun. íslenzkur leiðarvísir. C. D. INDICATOR, pósthólf 314, Rvík Sendið mér upplýsingar yðar um C. D. INDICATOR. Nafn:........................................... Heimili:.......................................

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.