Morgunblaðið - 01.11.1968, Page 13
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1963
13
Sigurður Þórðarson
Eins og ég hefi áður komizt
að orði um Sigurð Þórðarson,
þá má með nokkrum sanni segja
að við höfum setið saman á skóla
bekk alla okkar ævi, frá því
við komum til Leipzig, nemend-
ur tónlistarskólans þar og framá
þetta ár, og samstarf okkar hef
ur a'lla tíð verið svo náið og
hnökralaust, að fá dæmi munu
um svo langt, óslitið samstarf
og nánast bræðralag. Það þarf
því enginn að láta sér koma það
á óvart, og sízt ég sjálfur, að
hér hafa orðið snögg og mikil
umskifti í lífi mínu. Að kveðja
slíkan samferðamann gerist ekki
án djúps og skerandi sársauka.
Um tíma dvöldumst við þrír
saman í Leipzig við tónlistar-
nám, Sigurður Þórðarson, Jón
Leifs og ég. Jón hvarf fyrstur
úr hópnum, þó yngstur væri,
en ég elztur okkar þriggja varð
eftir. Sit ég nú einn og nýt minn
inganna frá þessum samvistar-
mönnum, rifja upp brot úr stund
um samfagnaðar og baráttu og
þakka forsjóninni það veganesti
sem dvölin þar veitti okkur sam
eiginlega. Um Jón Leifs hafa
margir úr hans mikla vinahópi
skrifað, enda notið stórhugar
hans, gáfna og kjarks, og er ég
ekki maður til að bæta þar um,
en Jón var einn af hinum ó-
gleymdu mönnum okkar samtíð-
ar.
Sigurður Þórðarson fæddist 8.
apríl 1895, að Gerðhömrum í
Dýrafyrði. Foreldrar hans voru
Þórður ólafsson, prestur þar, og
María fsaksdóttir, kona hans.
Hann lauk burtfararprófi úr
Verzlunarskólanum 1915 og fór
skömmu síðar til Leipzig til tón-
listarnáms. Árið 1926 stofnaði
Sigurður Karlakór Reykjavíkur,
er hann stjórnaði af framúrskar
andi dugnaði og farsæld um lang
an aldur, en áður hafði hann
stjórnað karlakórnum „Þrestir"
í Hafnarfirði.
Störf Sigurðar Þórðarsonar
hafa ávaflt verið margþætt: Tón
skáldskapur, en eftir hann liggja
fjölmörg tónverk, stór og smá,
sem gert hafa hann að ástsælu
tónskáldi. Söngstjórn og skrif-
Stofustörf. Hann var ótrúlegur
afkastamaður að hverju sem
hann snéri sér. Hann gerði Kanla
kór Reykjavíkur að voldugri
rödd í samfélaginu og bar hljóma
íslands vítt um lönd með söng-
ferðum sínum. óþarft er að geta
þess að Sigurður var skrifstofu-
stjóri ríkisútvarpsins og oft út-
varpsstjóri, tímum saman í for-
föllum, og bar aldrei skugga á
störf hans af neinu tagi. Þvert
á móti naut hann trausts og
virðingar yfirmanna sem undir-
manna.
Hugur Sigurðar hneigðist
snemma að tónlistinni. Hann
lærði ungur á fiðlu, og hafði
mikla hæfileika sem hljóðfæra-
leikari, en hann hafði meiri á-
huga á tónskáldskap og ej;ddi
öllum frístundum við tónsrtííðar,
með árangri sem öllum er kunn-
ur.
Ég á Sigurði Þórðarsyni margt
og mikið að þakka. Eru þá jafnt
í huga örfandi gófur hans og
fódæma drengskapar’lund, sem
aldrei brást.
Eins og hér að framan er sagt
vorum við Sigurður Þórðarson
í reyndinni skólafélagar allt okk
ar líf, og alla tíð nánir samstarfs
menn, og unnum stöðugt meira
og minna sameiginlega að við-
gangi tónlistar í landi okkar.
Sigurður Þórðarson var mjög
fjölgáfaður maður, listamaður,
atorkumaður og hugsjónamaður.
Traustleiki hans var með ein-
dæmum. Allt á sínum stað, ekki
aðeins persónulega í stólnum sín
um, með tónsprotann í höndum
eða nótnapenna. Andi hans sveif
yfir vötnum þeirra stofnana er
hann starfaði fyrir. Hann var
alltaf reiðubúinn að rétta góð-
um málstað hjálparhönd, alltaf
jafn hreinn og beinn, alltaf á-
kveðinn og viss í sinni sök. Ekk
ert hik, ekkert kák, engin un/d-
anbrögð.
Er ég nú lít yfir hina löngu
samferð okkar Sigurðar Þórðar
sonar, sem ég vona að hafi átt
nokkurn þátt í að auðga þjóð-
líf okkar, stendur mér ávallt fyr
ir sjónum mikill og farsæll gæfu
maður, fjölgáfaður höfðingi, fá-
gætur vinur og dáðríkur dreng-
ur, og ekki sízt hamhleypa að
lífsorku. Eti hann stóð aldrei
einn, og það gerði ef til vill
æfumuninn. Hin mikilhæfa kona
hans, Áslaug Sveinsdóttir, var
honum náinn samstarfsmaður
hvert fótmál hans, og leit aldrei
af honum, því hún skildi hvers
virði listamanni er slík nærgætni
og ti'llitssemi.
Fyrir mína hönd, íslenzkra tón
skálda og Tónskáldafélags Is-
lands kveð ég þig, góði vinur
og starfsbróðir. Þökkum þér
drengskap þinn og traust, nær-
gætni þína og frjálslyndi og per
sónulega vináttu í meira en hálfa
öld.
Páll ísólfsson.
SIGURÐUR Þórðarson tónskáld,
lézt í Landakotsspítala sunnu-
daginn 27. þ.m., 73 ára að aldri.
Sigurður fæddist að Gerð-
hömrum við Dýrafjörð 8. apríl
1895. Foreldrar hans voru þau
Þórður Guðlaugur Ólafsson, pró-
fastur að Söndum og kona harv
María ísaksdóttir.
Sem drenigur varð Sigurður
heillaður af söng og tónlist. A
því sviði aflaði hann sér þeirrai
menntunar sem föng vöru á,
samhliða skólanámi, fyrst í
Núpsskóla og síðan Verzlunar-
skóla íslands. Árin 1916 til 1918
stundaði hann tónlistarnám við
konunglega tónlistarskólann í
Leipzig. Eins og tímarnir voru
þá, fannst houum ógerningur að
halda lengur áfram námi. Farar-
eyrir var þrotinn.
í þessari stuttu minningar-
grein, rek ég ekki starfsferil
Sigurðar. Það munu aðrir gera.
Einnig er hann flestum kunnur,
því Sigurður er þjóðkunnur af
störfum sínum, sem skrifstofu-
stjóri Ríkisútvarpsins í 36 ár,
sem tónskáld og söngstjóri
Karlakórs Reykjavíkur frá stofn
un til 1962.
Starfsorka Sigurðar var með
fádæmum. Það hefi ég fyrir satt,
að við störf hjá Ríkisútvarpinu
hafi hann verið fleiri manna
maki og allir sem til þekkja
róma snyrtilegan frágang á öliu
úr hans hendi, ljúfmennsku hans
og háttprýði við alla menn,
kunna og ókunna.
Það eru tóm?tundastörf Sig-
urðar, einkum söngstjórnin og
önnur verk í þágu Karlakórs
Reykjavíkur sem ág þekki flest-
um öðrum betur og get borið
vitni um að unnin voru af fá-
dæma áhuga, þrautseigju og
skyldurækni svo undrun sætti.
Við Sigurður urðum fyrst mál
kunnugir árið 1915, er hann starf
aði um tíma við verzlunarstörf
á Akureyri. Þar varð hann óðara
þátttakandi í tónlistarlífi bæjar-
ins. Vera ’hans á Akureyri varð
allt of stutt að dæmi bæjarbúa en
nægilega löng til þess ,að hann
eignaðist hlýhug og vináttu allra
sinna félaga. Ég held að þeir séu
nú allir fallnir í valinn, en ætíð
er ég kom til Akureyrar oig hitti
þá að máli, spurðu þeir mig um
Sigurð og báðu mig fyrir kveðj-
ur til ’hans. Svona hafa vinsæld-
ir Sigurðar verið alla tíð.
Síðan áttum við stundum tal
saman eftir að við báðir sett-
umst að í Reykjavík 1918. —
Það er þó fyrst haustið 1925, að
kuningsskapur okkar varð traust
ari
Eit't sin þetta haust kom Sig-
urður til mín; sagðist hafa áhuga
á stofnun karlakórs og bað mig
ásamt fleirum um aðstoð við að
hrinda því í framkvæmd. Ég var
þá bundinn við söng á tveimur
stöðum, tómstundir af skornum
en þegar ég fann áhuga Sigurð-
ar og bjartsýni á að þetta mætti
takast, gat ég ekki annað en lof-
að minni liðveizlu, væri hún að
nokkru nýt.
Karlakór Reykjavíkur var svo
stofnaður 3. janúar 1926. Síðan
höfum við verið samverkamenn
og félagar í kórnum og oft glímt
við úrlausnir vandamála sem
öll leystust giftusamlega, eink-
um fyrir áræði, bjartsýni og
dugnað Sigurðar Þórðarsonar.
Því hefur fölskvalaus viná'tta
okkar Sigurðar staðið á fimmta
stormum lífsins. Hennar harmur
er sár. — En hún er hetja.
1965 stofnuðu eldri félagar
Karlakórs Reykjavíkur félag
ásamt Sigurði Þórðarsyni. Auk
annarra félagsstarfa hafa þeir
æft söng uridir stjórn hans eins
og mörgum mun kunnugt af
sjónvarpsþætti sem tekinn var
upp í sambandi við tónskálda-
mánuð Sigurðar á síðastliðnum
vetri.
Við aillir eldri félagarnir höf-
um starfað með Sigurði Þórð-
arsyni lengur eða skemur í
Karlakór ,Reykjavíkur og notið
þar vináttu hans og 'handleiðslu.
Nú kveðjum við með sárum
söknuði okkar ágæta og ás'tsæla
söngstjóra.
Við sendum frú Áslaugu og
áratug, hún hefur eins og sönig-
urinn verið mér ómetanleg and-
legð og líkamleg heilsulind.
Karlakor Reykjavíkur skaut
undrafljótt upp á stjörnuhimin-
inn í 'tónlistarlífi landsins. Hann
fór í víking að fornum hætti og
hafði sigur í hverri orustu. —
Foringinn var öruggur.
Siigurður var heiðraður á marg
an hátt, bæði innanlands og ut-
an, fyrir söngstjórn og tónsmíð-
ar. Ég lýsi því ekki nánar, því
það 'hefur áður verið gert og yf-
irlit um það, æviatriði Sigurðar
og störf kórsins er að finna í
bókum, t.d. í bókinni „Harpa
minninganna“, Minningar Árna
Thorsteinssonar er Ingólfur
Kristjánsson skráði, „Saga
Karlakórs Reykjavíkur í mynd-
um“, er gefin var ú't í tilefni
70 ára afmæiis Sigurðar Þórðar-
sonar og einnig víðar.
Sigurður var kátur og skemmti
legur í samræðum. Fyrir utan
sameiginleg viðfangsefni áttum
við oft tal saman um önnur mál,
dægurmál, stjórnmál, en oftast
um dulræn efni oig fram'haldslíf-
ið. Hann var hófsamur í dómum
og ful'lyrðingum, en ég held að
hann hafi talið vafalaust, að við
dauðann hefðu menn aðeins
vistaskipti. Því vil ég nú á
kvenðjustund taka mér í munn
þessar ljóðlínur Jónasar Hall-
grímssonar úr eftirmælum um
Tómas Sæmundsson:
„Fast ég trúi: Frá oss leið
vinur minn til vænna funda
og verka frægra, sæll að skundr
fullkomnunar fram á leið.“
Sigurður Þórðarson og eftirlif-
andi kona hans, Áslaug Sveins-
dóttir frá Hvilft í Önundarfirði,
gengu í hjónaband 28. maí 1927.
Þau eignuðust dreng og stúlku
er bæði dóu á barnsaldri. Þá
var mikill harmur kveðinn að
foreldrunum.
Frú Áslaug hefur verið manni
sínum ómetanlegur lífsförunaut-
ur, búið 'honum fagurt og ynd-
islegt heimili, stutt hann með
öðrum vandamönnum innilegar
samúðar k veðj ur.
Hallgrímur Sigtryggsson.
Kveðja frá Karlakór Reykja-
víkur
Sennilega hefur nafn Sigurð-
ar Þórðarsonar tónskálds, ver-
ið nefnt oftar í Ríkisútvarpinu,
en nokkurs annars manns, og þá
helzt í sambandi við tónsmíðar
hans og Karlakór Reykjavíkur.
Hann var einn af frumherjum
íslenzkrar tónlistar, trúr köl'lun
sinni og afreksmaður. Samhliða
sínu erilssama starfi samdi hann
fjölda laga og heil tónverk, auk
þess, sem hann æfði og stjórnaði
Karlakór Reykjavíkur í nær 36
ár, eða allt frá því að hann
stofnaði hann árið 1926 og fil
ársins 1962.
Sigurður var lífið og sálin í
starfi kórsins og þekkja flestir
þá sögu, enda fór það ekki fram
hjá neinum er hann leiddi Karla
kór Reykjavíkur um lönd og álf
ur ásamt færustu einsöngvurum
landsins. Undir hans stjórn söng
kórinn talsvért á annað hundrað
sinnum erlendis við gífurleg
fagnaðarlæti og var þá íslenzk
músík jafnan höfð í fyrirrúmi.
Landi sínu og þjóð unni hann
og það var alltaf viðkvæðið í -
utanlandsferðum, sem urðu sex
talsins, að túlkun og framkoma
kórsins yrði slík, a'ð íslandi
væri sómi að. Þannig var Sig-
urður sjá'lfur í hátterni og líf-
erni: Samvizkusamur, duglegur
og prúðmenni hið mesta. Hon-
um var hollt að kynnast.
Það verður fjölmennur Karla
kór Reykjavíkur, sem syngur við
útför hans í dag og kveður með
söknuði sómamann. Eiginkonu
hans, frú Áslaugu Sveinsdóttur,
sendir kórinn dýpstu samúðar-
kveðjur, um leið og þeim báð-
úm er þakkað fórnfúst og gott
starf, sem veitti okkur öllum
svo mikla gleði og ánægju.
Ragnar Ingólfsson.
VIÐ andlát Sigurðar Þórðarson-
ar verður mér fyrst og fremst
hugsað til þess þáttar í fari hans,
sem ég kynntist bezt og lýsir
honum hvað helzt.
Þegar ég var lítill drengur úti
á landi þótti mér mikili viðburð-
ur að fara suður til Reykjavík-
ur, þá gisti ég oft hjá Ásu og
Sigurði.
Ég leit allt frá fyrstu tíð á
Sigurð Þórðarson sem mikinn
höfðingja. Ekki fyrir þáð að
hann væri skrifstofustjóri hjá
Útvarpinu en þangað fékk ég
stundum að fara með honum,
ekki fyrir það að hann væri
söngstjóri Karlakórs Reykjavík-
ur, ekki fyrir það að hann gerði
svo falleg lög, sem ég heyrði oft
í útvarpinu — heldur fyrir það
að hann var mér, litlum dreng
utan af landi svo einstaklega
góður.
Barnbetri mann held ég að ég
muni vart. Þessi ljúflyndi mað-
ur með sitt stórbrotna skap haf*ði
þau áhrif á barnssálina sem
aldrei gleymast mér. Síðan full-
orðnaðist ég og hafði minni sam-
skipti við Sigurð Þórðarson en
álit mitt á honum hefur alla tíð
verið hið sama — hann var mik-
ill höfðingi. Þessara góðu eigin-
leika hefur dóttir mín, Drífa
einnig notið. Fyrir þetta allt og
miklu fleira vil ég nú þakka
honum. Frænku minni Áslaugu
sendi ég innilegar samúðar-
kve'ðjur mínar pg fjölskyldu
minnar.
H. S. H.
FEiíDAFÉi.AG
ÍSI.ANDS
úFF.ROAFÉLAG tSl ANDS
skammti, svo ég færðist undan, ráðum og dáð í störfum og
ARBOK
1934
Arhækur Ferlafélagsins
TVÆR af torfengustu Árbókum
Ferðafélagsins hafa nú verið ljós
prentaðar^ og fást hjá félaginu.
Eru það Árbók 1934, sem fjallar
um Þingeyjarsýslur (Mývatn) og
Árbók 1935, sem fjallar um Vest
ur-Skaftafellssýslu.
Séra Óskar J Þorlóksson skrif
ar Árbókina um Vestur-Skafta-
fellssýslu, en Pálmi Hannesson,
sem þá var ritstjóri Árbókarinn-
ar skrifar formála. Árbókin um
Þingeyjarsýslur er eftir þá dr.
Þorkel Jóhannesson og Steindór
Steindórsson, skólameistara, en
formála skrifar Skúli Skúlason,
þáverandi ritstjóri bókarinnar.
Ljósprentun þessara bóka og
Árbókarinnar 1933, sem fjallar
um leiðir að Fjallabaki, hefur
tekizt mjög vel. Af ljósprentun-
um fyrstu Árbókanna eru nú
aðeins til fá eintök af þremur
fyrstu árunum 1928, 1930, en 1931
og 1932 eru alveg þrotnar hjá
félaginu.