Morgunblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 26
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968
26
FH VANN FRAM 22:21
- og hefur þá i haust unnið meistara þriggja
sterkustu hlorðurlandaþjóðanna
FH reyndist sterkara Framliðinu í kappleiknum í nýja íþróttahús-
inu á Seltjamarnesi i gærkvöldi. Fjaðrirnar eru því enn í hatti
FH og við getum í gamni sagt, að FH haldi Norðurlandatitlinum,
því í haust hafa þeir nú unnið dönsku, saensku og íslenzku meist-
arana, en HG, Saab og Fram eru óumdeilanlega lið á heimsmæli-
kvarða — og FH er því sannarlega í þeirra hópi.
Ingólfur Óskarsson og
Gunnlaugur bmnavörður
Hjálmarsson vom báðir fjar-
verandi í þessum leik, en
þess í stað tjaldaði Fram með
Guðjón Jónsson nú í fyrsta
sinn í vetur og „leynivopnið"
mikla var Axel Axelsson ung-
ur maður en bráðefnilegur
svo ekki sé meira sagt. Hann
birtist á vellinum eftir 12-14
mín leik, skoraði fjögur mörk
Þjóðverjar
óánægðir
STJÓRN V-Þýzkalands hefur
beðið innanríkisráðherra lands-
ins Ernst Benda að gera skýrslu
til stjórnarinnar um orsakir hins
lélega árangurs sem vestur-
þýzku þátttakendurnir sýndu í
Mexikó.
Stjórnin hefur ákve'ðið, að
leita orsaka ófaranna og einnig
að hefja undirbúning þess að
keppendur V-Þýzkalands nái
betri árangri á næstu leikjum
sem fram fara í Múnchen.
V-Þjóðverjar unnu 5 gullverð-
laun, 10 silfurverðlaun og 10
bronsverðlaun í Mexikó, en A-
Þjóðverjar sem eru að fjölda til
aðeins þriðjungur á við V-Þjóð-
verja unnu 9 gull, 9 silfur og 7
bronsverðlaun. Árangur V-Þjóð-
verja í leikunum hefur hlotið
mikla gagnrýni hjá Xeiðtogum
■hópsins á leikunum, í blö'ðunum
og hjá almenningi heima fyrir.
Allir höfðu búizt við mun betri
árangri en raun varð á.
í röð og breytti gangi leiksins
Fram í hag á eftirminnilegan
hátt.
Eftir jafna byrjun tókst
FH að ná 3 marka forskoti, 7-4
eftir rúmar 13 mínútur. En þá
hófst kafli Axels Axelssonar sem
á 6-7 mín breytti stöðunni í 8-7
Fram í vil.
Þetta setti fídonsanda í Fram-
liðið ásamt því að Þorsteinn
varði sérlega vel á þessum kafla
leiksins. Forskot Fram jókst og
varð 12-9 í hálfleik.
Jafnað eftir 50 mín.
Allan fyrri hluta síðari hálf-
leiks hafði Fram undirtökin í
leiknum og forystu með 1-3 mörk
um. En hvað eftir annað tóku
FH-ingar að ógna sigrinum og
loksins er 10 mín voru til leiks-
loka tókst þeim að jafna, 19-19.
Á þeirri örlagastundu mis-
tókst Gylfa Jóhannssyni víta-
kast og litlu síðar náði Birgir
forystu fyrir FH en Axel jafn
aði úr vítakasti á sömu mín-
útu, 20-20.
Þá varði Birgir Finnboga-
son vítakast Axels og litlu
síðar nær Geir Hallsteinsson
forystu fyrir FH, 21-20.
Það var ekki sízt fyrir frábæra
markvörzlu Birgis í marki FH
að FH hélt þessu forskoti og jók
það (Örn) í 22-20 er 2 mín voru
eftir.
Sigurbergur skoraði síðasta
mafk leiksins er mínúta var eft-
ir og fékk gullið tækifæri til að
jafna á síðustu sekúndunum en
mistókst illilega skot í dauða-
færi.
Sigurvilji.
Þar með var sigurinn FH-meg
in, en eftir öílum gangi leiksins
gat þetta allt einis verið á hinn
veginn. Það sem reið baggamun-
inn var að FH-liðið er gætt meiri
sigurvilja og það er eins og það
eflist við sérhvert mótlæti og
nái fram því sem munar til að
breyta lakari stöðu í vinnings-
stöðu. Þetta tókst liðinu í þess-
um leik, sem lengst af var held-
ur betri hjá Fram.
'Salurinn á Seltjarnarnesi er
nokkuð undir löglegri vallar-
■stærð í stórleikjum. Þetta setti
sinn svip á leikinn. Menn sem
lítt eða ekki skora mörk í Laug-
ardalshöllinni voru nú marka-
kóngar og þeir sem standa sig
■bezt á fullstórum velli nutu sín
ekki. Það fékkst t.d. aldrei það
út úr leik Geirs Hallsteinssonar
sem hann sýnir leik eftir leik í
Laugardal. Línuspil verður og
erfitt vegna þrengsla, stymping-
ar meiri og lakari heildarsvipur
á leiknum.
ÍBeztir hjá Fram voru Axel
Axelsson, Gylfi Jóhannsson og
Þorsteinn í markinu en hjá FH
Auðunn Óskarsson, Birgir í mark
inu, Birgir Björnsson og Örn.
Geir var að venju mjög drjúgur,
en naut sín ekki fyllilega.
Mörk Fram skoruðu Gylfi Jó-
hannsson 8, Axel Axelsson 5,
Sigurbergur og Guðjón Jónsson
3 hvor og Sig. Einarsson 2.
Mörk FH skoruðu Birgir 6,
Geir 5, Örn 4, Auðunn 3, Einar
Sigurðsson 2 og Jón Gestur og
Páll Eiríksson 1 hvor.
Dómarar í þessum erfiða leik
voru Björn Kristj ánsson og Ósk-
ar Einarsson. A. St.
Nómskeið í
hondknottleik
Glímufélagið Ármann heldur
námskeið í handknattleik fyrir
stúlkur 11—16 ára. Hefst það
sunnudaginn 3. nóv. í íþróttahús-
inu við Réttarholtsskóla kl. 3.30.
Æft verður 2svar í viku á
fimmtud. kl. 6 að Hálogalandi og
sunnud. kl. 3.30 í íþróttahúsinu
við Réttarholtsskóla.
Klæðnaður leikfimiföt og
strigaskór.
Allar stúlkur eru velkomnar.
Þátttökugjald er kr. 40.00.
Unglingameistarar 1968
Myndin er af unglingum þeim
úr sundfélaginu Ægi, sem sigr-
uðu á síðasta unglingameistara-
móti Islands í sundi. Hlaut Ægir
132,5 stig og vann til eignar bik-
ar gefinn af Albert Guðmunds-
syni stórkaupmanni. Nr. 2 var
KR með 95 stig og nr. 3 H.S.K.
með 80,5 stig.
Mörg góð aírek voru unnin á
mótinu og má þar nefna Islands-
met Ellenar Ingvadóttur 1:20,9 í
100 m bringusundi, metjöfnun
Sigrúnar Siggeirsdóttur í 100 m
baksundi 1:16,0 og telpnamet
Helgu Gunnarsdóttur í 50 m
bringusundi 38,3 en það er bezti
kvennatími á þessari vegalengd
sl. 3 ár.
Á myndinni með unglingunum
eru þjálfara Ægis þeir Guðmund
ur Þ. Harðarson og Hreggviður
Þorsteinsson.
Þegar verðlaun voru afhent fyrir 200 m. fjórsund karla á
Mexikóleikunum stigu þrír B andaríkjamenn á verðlaunapall-
inn. Er þeir hlýddu á þjóðsönginn tók „silfurmaðurinn“ John
Ferris að riða og féll í yfirlið. Landar hans réttu honum hjálp
arhönd — og ekki var hér um alvarleg veikindi að ræða.
Vera gaf leiðtogum
Tékka gullin fjögur
VERA Caslavska-Odlozilova
— eins og hin fræga tékk-
neska fimleikamær heitir nú,
tók í gær við heiðursmerki
miklu úr hendi Ludvig Svo-
boda forseta Tékkóslóvakíu.
Fór afhendingin merkisins
fram í hófi er forsetinn hélt
tékkneska Olympíuliðinu. Með
al gesta var auk annarra Al-
exander Dubcek flokksforingi
Smirkovsky, þingforseti og
Oldrich Cernik forsætisráð-
herra.
Vera vann fern gullverðlaun
á Mexikóleikunum, eins og
frægt er orðið.
I ræðu sinni talaði Svoboda
forseti sérstaklega til Veru og
þakkaði henni frábær afrek
og heiður er hún hefði unn-
ið föðurlandi sínu. „Við elsk-
um þig öll, ekki aðeins fyrir
afrek þín heldur einnig fyrir
þína frjálslegu framkomu og
elskulega viðmót“ sagði for-
setinn.
I þakkarræðu sem Vera Cas
lavska hélt sagði hún að tékk
nesku keppendurnir í Mexikó
hefðu alltaf fundið að leiðtog
ar tékknesku þjóðarinnar
stóðu með þeim. „Samúð ykk
ar, umhyggja og áhugi sem
við urðum svo vel vör við
skapaði árangurinn. Við er-
um þakklát."
Síðan tók Vera upp gull-
peninga sína f jóra er hún vann
í Mexikó og gaf hverjum
hinna f jögurra leiðtoga Tékka
sitt gullið „sem tákn um þakk
læti fyrir það starf er þeir
hafa unnið fyrir Tékkslóvak-
Nefndir
hjá HSÍ
Á stjárnarfundi 15. þ.m. skipaði
stjórn H.S.Í. eftirtaldar nefndir:
Landsliðsnefnd karla:
Hannes Þ. Sigurðsson.
Hjörleifur Þórðarsan.
Jón Erlendsson.
Landsliðsnefnd kvenna:
Þórarinn Eyþórsson.
Heinz Steimann.
Viðar Símonarson.
Landsliðsnefnd pilta
Jón Kristjánsson.
Hjörleifur Þórðarson.
Karl Jóhannsson.
Landsliðsnefnd stúlkna
Þórarinn Eyþórsson.
Heinz Steiman.
Viðar Símonarson.
Dómaranefnd: <
Hannes Þ. Sigurðsson.
Karl Jóhannsson.
Valur Benediktsison.
Mótnefnd:
Rúnar Bjamason.
Einar Þ. Mathiesen.
Birgir Lúðvíksson.
Stjórn H.S.I. hefir skipt með
sér verkum þannig:
Axel Einarsson, formaður, Rún
ar Bjarnason, varaformaður, Val-
geir H. Ársælsson, gjaldkeri,
Axel Sigurðsson, bréfritari, Einar
Þ. Mathiesen, fundarritari, Jón
Ásgeirsson, meðstjórnandi,
Sveinn Ragnarsson, meðstjóm-
andi.
Svíar IMorður
landameist-
arar
LOKIÐ er keppni Norðurland-
■anna í ár um meistaratitil í
knattspymu, en eins og kunnugt
er er keppni tvískipt — annars-
vegar árleg keppni, en jafnframt
er keppt yfir 4 ára tímabil, og
tveir leikir leiknir í hverju landa
milli allra landanna.
Svíar hafa unnið að þessu sinni
og er staðan þannig eftir sumarfð
í sumar og 1. árið í 4ja ára
keppninni.
Svíþjóð 3 2 1 0 6- 2 5
Danmörk 3 2 0 1 9- 4 4
Noregur 3 1116-73
Finnland 3 0 0 3 2-10 0