Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 20
20* MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAQUR 27. NÓV. 1968 , - ÁRMANN KR. Framhald af bls. 8 skoðun fari fram eftir tvö ár, en þá rennur út kjörtímabil núver- andi nefndarmanna. — En rithöfundarnir sjálfir. geta þeir ekkert gert? — Rithöfundarnir ræða að sjálfsögðu i samtökum sínum af brennandi áhuga um öll þau mál sem varða listir og önnur menn ingarmál. En það er bara ekki nóg, samtökin verða að fylgja hagsmunamálum sínum eftir af meiri festu og djörfung hér eftir en hingað tiL — Sundraðir fallið þið? — Já sannarlega. Og úthlutun listamannalauna er stórmál í augum rithöfunda, og varðar þá meira en hinn beini fjárhagslegi styrkur gefur til kynna. Það er einnig litið á úthlutunina sem viðurkenningu og mér er kunn- ugt um, að í sendiráðum erlend- is eru geymdar úthlutunarskrár og flett upp í þeim, ef leita skal eftir t.d. í sambandi við þýðingu og útgáfu bóka, hve viðkomandi höfundur er hátt metinn í sínu heimalandi. — En hvað um úthlutun úr Rithöfundasjóði fíflands? — Þar ber einnig allt aðsama brunni. Þó sýna skýrslur um út- lán bóka í bókasöfnum að barna og unglingabókahöfundar eru í efstu saetum, og hafa verið það um árabil, eða allt frá þeim tíma er talning um útlán bóka var tekin upp hér á landi. Sama hef- ur einnig orðið uppi á teningn- um hjá nágrannaþjóðum okkar. Það sjá því allir heilvita menn, að lítið réttlæti er í að úti loka þá frá sjóðnum, sem mest leggja af mörkum í hann. — Víða er nú pottur brotinn? — Rithöfundar geta bannað út lán á bókum sínum, en ég tel það vafasama lausn. — Bregðist þið þá ekki þeirri ábyrgð sem á ykkur hvílir? — Jú, ég teþ að þeir fáu höf- undar, sem enn skrifa fyrir æsku þessa lands bregðist skyldu sinni ef þeir létu setia bækur sínar bak við lás og slá, svo lengi sem ungu kynslóðina fýsir að lesa sög ur þeirra og ljóð. M. Thors. - FRAMSÓKN Framhald af bls. S. þreytt á iðjuleysinu — og valda leysinu — og vill nú fá úrlausn sinna mála, vili fá tækif^'rtii að kenna heimskum almenningi að lifa lífinu. En þetta fjölmenna aðflutningslið hefir ekki þyrpst til einskis til Reykjavíkur. Þetta er hinn harði kjarni Framsókn- arflokksins hér, kjarni sem hef- ir unnið baki brotnu — og ekki árangurslaust — að því að hyggja upp fylgi flokksins hér í Reykjavík. En því finnst líka, að það hafi unnið til launanna og tími sé til kominn, að Fram- sóknarflokkurinn komist í að- stöðu til að veita því umbun fyrir störf sín í nefndum og yfir leitt á jötu hins opinbera. Við fengjum sjálfsagt að sjá Þórar- inn Þórarinsson sem utanríkis- ráðherra, Kristján Thorlacius sem fjármálaráðherra og kannski Tómas Kalsson sem skömmtun- armálaráðherra og allt nefnda- og bitlingaliðið þar undir. SKULDABYRÐIN ERLENDIS En Tómas Karlsson lætur sér ekki nægja að lýsa því yfir, að þjóðinni sé um megn að sjá sér farborða án alls konar skömmt- unarnefnda. Hann hleypir í sig hroka og ræðst að þingmeiri- hlutanum og rikisstjórninni fyr- ir að hafa efnt til skulda er- lendis, sem hann og börnin hans eigi að standa straum af. Hvað segir nú sú kynslóð, sem komin er yfir miðjan aldur við svona kveðjum? Hvaða kjör hefir kyn sflóð Tómasar Karlssonar, sem er nýbyrjuð að ganga um 1940, bú- ið við? Og hvað hefir eldri kyn- slóðin á sig lagt fyrr og síðar til þess að hin yngri gæti lifað við betri kjör, en hana sjálfa gat órað fyrir í sinni bernsku? Vonandi skilur Tómas Karlsson og hans kynslóð börnum sínum þvílifum arfi, sem feður hennar hafa skilað henni. Þá er ég viss um að „hugsjónir" haftadraugs Framsóknarflokksins verða að fullu kveðnar niður. Þar fyrir utan sýnist mér að það muni ekki koma í hlut Tómasar Karlsson- ar og hans jafningja að greiða þær erlendu skuldir, sem nú hef ir verið stofnað til, heldur muni það ekki siður koma í hlut hinna, sem eldri eru, því að ég ætla að ekki sé úr þeim allur kjarkur eins og Tómasi og ýmsum flokks bræðrum hans. Við, sem Iifðum bemsku okk- ar á kreppuárunum, þegar veldi Framsóknarflokksins var mest og síðan æsku- og námsár og fyrstu manndómsár undir oki hugsjónalausra áhrifa og stjóm ar Framsóknarfloiksins,en höf- um á þessum áraitug fengið að kynnast stjórn framsýnn,a og frj álslyndra marma munum áreið anlega vinna að því öllum árum að halda við því góða, sem við höfum búið við, en hindra upp- vakning þess hafta- og ofstjórn ardraugs, sem hvíldi sem skuggi á bernsku, æsku og fyrstu mann dómsárum okkar. Við trúum því heldur eldd, að æska lands- ins, sem þekkir minna eða ekk- ert til hinna erfiðu ára, sem hægt væri að kalla „Framsóknar flokksárin“,láti glepja sér sýn og styðji við bak þeirra manna, sem vilja ráða því, hversu marga diska og gaffla það kaupir til búa sinna. Það hefir fengið við vörunina með því að hlýða á þann æskulýðsforingja, Tómas Karlsson, sem flokkurinn hefir nú um langt skeið sýnt hvað mest traust með því að tryggja honum sæti á Alþingi, að vísu aðeins um sinn, og gefa honum þar með færi á að láta að sér kveða verulega í augum alþjóð- ar. En þessi maður, sem er þrot- ainn kjarki og hefir misst trúna á fram'tíðarvelgen.gni þjóðarinn- ar og kann á engar aðrar skýr- ingar en þær, að feður hans hafi stofnað til of mikilla skulda er framarlega í flokki þeirra manna sem veitast að forsætisráðherr- anum fyrir vantrú á landið vegna þess að hann vill meta á réttan og raunsæjan hátt mögu- leika og aðstæður, sem við búum við, einmitt til þess að átta sig á, hvert stefna skuli og hvað gera skuli til þess að snúast við erfiðleikum, sem að kunna að steðja og gera ráðstafanir til að sigrast á þeim. Ingimar Einarsson. - JÖHANNES Framhald af bls. 17 sökum, það er óraunsætt. Ég er allskostar óhræddur við að nota Reykjavíkurflugvöll fyrir þot- una, og hef ég til viðmiðunar þá þekkingu, sem ég hef á Reykjavíkurflugvelli á löngum ferli og þá sáralitlu nottoun, sem yrði á homirn með þessari einu flugvél. Hávaði þotúnnar ætti ekki haldur að þurfa að trufla íbúa Reykjavíkur, því brottfarar- og komutímar véliarinnar eru á þeim tíma dags, er allir eru vak- andi. Að auki er þessi vél sérstak lega þekkt fyrir að vera hljóðlát. — En fyrsit við erum byrjaðir að ræða um flugvallarmál, hvert er þá álit þitt á Álftanesflug- velli? — Mér hefur alltaf þótt út- koman i þeim málum heldur sorg leg. Ég sá fyrir mörgum árum hilla undir framtíðarflu'gvöíl á Álftanesi, og tel að alrangt hafi verið að hefjast ekki handa þegar eftir rannsókn finnska sér- fræðingsins frá ICAO ,sem hing- að kom á vegum Flugimálastjórn ar til að igera tillögur í þessum málum. Harm mælti eindregið með Álftanesinu. f sambandi við þetta mál hafa verið nefndar svimandi upphæðir varðandi kostnað við að byggja svona flug völl, en að mínum dómi hefði mátt byggja hann í áföngum og hvert einasta atriði sem gert hefði verið, átt að miðast við framtíðina en ekki þetta eilífa bráðabirgðabasl. Við ítslendingar höfum aldrei byggt flugvöll fyr- ir þéttbýlið hér sjálfir, svo að varla væri tffl of mikffls ætlazt að við byggðum eina braut fyr- ir framtiðina. Og samkvæmt þvi sem ég hef heyrt frá öðrum flug- mönnum, eru þeir langflestir sam mála um að Álftanesið sé heppi- legasta svæðið fyrir framtíðar- flughöfn. Það hefur marga kosti fram yfir Keflavík. í fyrsta lagi er Keflavík of langt í burtu, veðurskilyrði þar rniun verri, og loks er flugvöllurinn ekkert sér staklega vel útbúinn, — heldur t.d. ekki ILS (blindflugsaðflug) nema inn á eina braut. f verstu veðrunum þurfum við oft að basl ast við, að komast inn á braut, sem liggur til suð-suðvesturs, en leiðbeiningartæki inn á þá braut enu áikaflega ofufflkomin. Og þetta er brautin sem þarf að nota í sunnan og suð-vestan þoku- fýlunni þarna syðra. Reykjavík urflugvöllur er þá heppilegri, því að í sunnan og suðvestan veðrum er skyggni og skýjahæð yfirleitt betri hér í Reykjavík, og þar sem aðalflugbrautin snýr til suð-suðvesturs hér, er í mörg um tilfellum æskilegra að lenda í Reykjavík við bærileg skil- yrði en við lágmarksskilyrði í Keflavík. Við megum nota Reykja vík sem varafliugvölí, lenda hér þegar ólendandi er í Keflavík. Ég skil ekki ástæðuna fyrir því, að við skulum mega lenda þot- unni hér í vestu veðrum en ekki þegar skilyrði eru góð. Sam kvæmt þessu virðist mér, að ekki sé um tækni’legan vanbún- að að ræða, heldur sé ástæðan einhver önnur og væri gaman að fá að vita hana. Og Jóhannes víkur talinu frek ar að varatflugvöMunuim: — Ég heyrði ekki alls fyrir löngu, að til stæði að byggja varaflugvöll norður í Aðaldalshrauni fyrir millilandaflugið. Þessa hugmynd fæ ég alls ekki skilið, því að við höfum ágæta flugbraut á Akureyri með malbikuðu yfir- borði og ágætu blindflugsaðflugi miðað við staðhætti. Þar er byggð og henni fylgir öll nauðsynleg þjónusta fyrir ferðamenn, hótel matsölustaðir o.s.frv. Ég fæ því ekki séð hvaða grundvöllur er fyrir því, að reka fyrsta flokks varaflugvöll fyrir mil’lilandaflug ið, þar sem sáralítil bvggð er og byggja þarf allt upp frá grunni. Auk þess hygg ég það ákaflega sjaldgæft, að ólendandi sé á Akureyri en lendandi í Aðaldal, þegar við þurfum að flýja norður vegna veðurs hér fyrir sunnan. Vil ég í því sam- bandi geta þess, að ég hef flog- ið milli landa að staðaldri í 20 ár, og oft með Akureyri sem varaflugvöll, en ekki í eitt ein- asta skipti hef ég í öll þessi ár þurft að fara norður. Geta menn því séð af þessu, að vara- flugvöllur á Akureyri ætti að nægja fyrir Norðurland. En fyrst farið er að ræða um varaflug- velli á annað borð, þá hef ég veitt því athygli í öll þessi ár, sem ég hef stundað flug, að Hornafjörður er einna ákjósan- legasti sttaðurmin fyrir vara- flugvöll í milli-landaflugi, með tilliti til veðurfars auk þess sem hann er svo til í fluglínunni til meginlandsins. — Að lokum Jóhannes, óttast þú ekki um afkomu litlu flug- vélanna, þegar risaþotur eins og t.d. Concord og Boeing 747 koma fram á sjónarsviðið Nú liggur það Ijóst fyrir, að svo lítil þjóð sem fslendingar munu seint hafa bolmagn til þess að eignast eina slíka? — Hvað snertir samkeppnina um flutninga, sem fara si vax- andi og munu með tilkomu þess- ara flugvéla verða hagkvæmari fyrir bæði flugfélögin og far- þegana, þá verðum við að treysta á alþjóðasamtökin IATA og vona að hlutur hinna smáu verði ekki fyrir borð borinn. Þessi samtök hafa gert meira gagn fyrir flug- ið í heild en margan grunar. En svo ég víki að hinu atrið- inu, með fsland og risaþoturnar, þá er hollt að skyggnast svo- lítið aftur í tímann. Það eru ekki ýkjamörg ár síðan það var talið vafasamt að við, fáir, fá- tækir og smáir mundum geta eignazt flugvél, sem stæði í fremstu röð, hvað allan tækni- útbúnað, hraða og þægindi snert ir, en þetta hefir nú skeð, og það er ekki útséð um að slíkt geti ekki endurtekið sig. Það blæs að vísu ekki byrlega sem stendur, og nýtízku flugvélar kosta geysilegt fjármagn. Ég befi mikla trú á íslenzkum flugmál- um og framtíð þeirra, en við þurfum að rétta okkur úr þeim kút, sem flugmálin eru í, nú á dögum og á ég þar við framtíð- aráætlanir í flugvallamálum höf uðborgarinnar og svo hitt, að sjálft Flugmálaráðuneytið skuli vera að skipta sér af því hvort einhver sérstök flugvél í einhverj um sérstökum tilfellum megi lenda á flugvelli borgarinnar eða ekki. Ég tel að þama eigum við eitt heimsmetið enn, miðað við fólksfjölda. - BJÖRN Framhald af bls. 17 bandarísk flugmálayfirvöld sam þykktu að leyfa lægra skýjalág mark við lendingu en áður þekktist, þ.e.a.s. að þar sem áð- ur gilti 200 feta lágmarksskýja- hæð voru samþykkt 150 fet fyr- ir þessa þotu. Þá þetta eina far- þegaflugvélin, sem getur flogið allt að því með hraða hljóðsins, en einnig farið niður fyrir 90 mílur á kl.st„ og sýnir þetta ljóst hvílíkum eiginleikum hún er búin Við spyrjum Björn um tækja- búnað vélarinnar: — Þotan er búin mjög fullkomnum tækjum, svarar hann og sérstaklega er gengið vel frá öllum stjórntækj- mu. Þau ganga fyrir þremur mis ‘munandi kerfum, og skiptir engu þótt tvö þeirra bili, flug- vélin er fullkomlega flughæf áfram. Um hreyflana er það að segja, að þeir eru mjög gangör- uggir og jafnvel þó að tveir bili flýgur vélin ágætlega á einum. flnnars er ákaflega sjaldgæft að þotan bili, hefur t.d. ekki bil- að alvarlega frá því hún kom til landsins. Þessu næsit víikjum við aðeins að f 1 ugvallarmálimu sem mjög hef ur verið á dagskrá í sambandi við þotuna, og spyrjum við Björn álits á því: — Ég hef lent þotunni í Reykja vík nokkrum sinnum og af reynslu minni af vellinum hér, er mér gjörsamlega óskiljanlegt að ekki skuli fást leyfi fyrir vélina til lendingar hér að stað- aldri. Og einkaim kemiur mainini þetta spánskt fyrir sjónir, þegar það er haft til hliðsjónar, að vél in er með sérstakan búnað til að lenda á stuttum brautum. í Bandaríkjunum eru smástaðir með hliðstæða flugvelli, eða jafn vel minni en í Reykjavík, og hafa íbúar þeirra sérstaklega óskað eftir B-727 til lendinga þar. Og annað dæmi get ég nefnt. Á Azoreyjum er flugvöllur með 5 þús. feta braut (1000 fetum styttri en í Reykjavík) og lenda vélar frá Portúgal þar að stað- aldri. Áður voru notaðar Con- stell'ation - vélar tffl þessa flugis, en eftir að Boeing 727 komu á mark aðinn, er farið að nota þær á þessari leið. Portúga lskir fhng- menn telja hana mun öruggari og heppilegri vél við þessar að- stæður en hinar fyrri. — Það er skoðun mín, sagði Björn í lok þessa spjalls, — að Boeing-þotan sé í flokki beztu og fullkomnustu flugvéla, sem fljúga í veröldinni nú á dögum. Ég tel að Flugfélagið hafi valið mjög skynsamlega, því að þotan hentar sérlega vel á þeim leið- um, sem henni er flogið á og jafnvel á lengri leiðum. Hún hef ur t.d. reynzt mjög vel í leigu- flugi til Spánar að undanförnu. Fundur um bókhaldsstjórnun á Akureyri STJÓRNUNARFÉLAG Norður- lands hyggst efna til fundar um bókhald fyrirtækja, sem tæki til stjórnunar. Ætlun félagsins með fundi þessum er m.a. sá að ræða sérstaklega með hvaða hætti fé- lagið gæti orðið að sem mestu liði þeim aðilum, sem óska upp- lýsinga þess og aðstoðar, til þess að betrumbæta bókhald sitt í því skyni að það komi að meiri not- um við stjórnun viðkomandi fyr- irtækja. Á fundinum mun Finnbogi Jónasson, yfirbókari K.E.A. halda erindi um bókhald og efnt verð- ur til hópumræðna um niður- stöður bókhalds fyrirtækis og umræðna um þær niðurstöður sem hóparnir komast að. Fund- armönnum mun einnig gefast kostur á að skoða vélbókhald K.E.A. Fundurinn hefst kl. 10 f.h. á Hótel K.E.A. laugardaginn 30. nóv. n.k. og er opinn öllum áhuga aðilum um bókhald. - ÁVAXTAMARKAÐUR - Ódýrir ávextir til jólanna Ferskjur 41.70 kg.ds., Perur 49.— kg. ds., Jarðarber 49.75 kg.ds., Ananas 37.40 kg.ds., Jarðarberjasulta 21.75 Vi kg.ds., Jarðarber 27.30 Vz kg.ds., Rauðkál 29.— kl., Enskt texkex 15.55 pk., Hafra- kex 19.— pk., Piparkökur 19.— pk. Sendum heim. — Næg bílastæði. Matvörumiðstöðin Laugalœk 2 Sími 35325 — á homi Rauðalækjar og Laugalækjar. Aukaslarl Kona óskast til sölustarfa. Þarf að hafa góðan b£I til umráða. Upplýsingar í síma 15941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.