Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DES. 1968 ■Úifcgeíandi H.f. Árvafcuir, Reykjavlk. FxBmfcvæmdiaatj óri Haraldur Svemsaon. ■Ritstjórai' SigiurSur Bjarnaaon frá Viguir. MatlMas JToíianrLesisten. Eyjólfur Konráð Jónssioa. Ritstj ómarfulltr.úi Þorbjöm Guðmundssoib Fréttaisitjóri Bjiörn Jólhannsson!. Auglýsingastj óri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgneiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-löð. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Ájsifcriiftargj'ald fcr. IB'O.Oö á miánuði innanílands. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. GÓÐUR KENNÆRÍ, BRÉZNEV íslendingar gera sér æ betri grein fyrir þeirri sérstöðu sem land þeirra hefur í þeim átökum, sem nú eiga sér stað í heiminum. Þeir eru vopn- laus þjóð á hernaðarlega mik- ilvægum — og þar af leiðandi -hættulegum slóðum. En vegna farsællar forystu tóku þeir upp þá stefnu að kasta hlutleysinu fyrir borð og ger- ast aðilar að Atlantshafsbanda laginu, tryggustu stoð til varn ar lýðræði vestrænna ríkja. Þegar við gerðumst aðilar að Atlantshafsbandalaginu, urðu um það allmikil átök eins og margir enn muna, og reyndu kommúnistar með of- beldi að hindra þingræðis- lega afgreiðslu þess máls. Nú hefur tíminn talað. Reynslan hefur skorið úr um að Atlantshafsbandalagið hef ur ekki brugðizt skyldu sinni, heldur slegið skjaldborg ut lönd þau, sem það á að verja ísland hefur áreiðaniega not- ið góðs af því. Ekkert land- •«nna, sem eiga aðild að At- lantshafsbandalaginu, hafa lent bak við járntjaldið á þeim erfiðleika og rósturtím- um, sem gengið hafa yfir Evrópu, síðustu vikur og mánuði- Þeir eru margir a.m. k. í V-Þýzkalandi, sem eru sannfærðir um, að Rauði her- inn hefði ekki stanzað við landamæri Þýzkalands og Tékkóslóvakíu, ef V-Þýzka- land hefði ekki átt aðild að Atlantshafsbandalaginu. Nú er svo komið áð iiiarg- ir, sem áður voru í v°. fa um Atlantshafsbandalagið og það, hvort við ættum að gerast aðilar að því, eru styrkustu stuðningsmenn þess. Það vakti athygli nú í vikunni, þegar Björgvin Kristjánsson í Bolungarvík skrifaði grein í Morgunblaðið og segir um af- stöðu sína til NATO: „Ég hef alltaf verið á móti NATO og hersetu á íslandi. Ég hef talið að það væri eng- in vöm, nema síður væri. Ef einhver hefði sagt mér að þessi skoðun mín myndi breyt ast, þá hefði ég mótmælt því- En nú hefur það gerzt. * Svo fljótt hef ég lært að meta þetta bandalag, að ég er mjög undrandi. Nú er það orðið svo, að það mundi gleðja mig að geta lagt eitthvað af mörkum til að styrkja það. En ég veit að menn verða ekki undrandi þegar þeir heyra hver var minn afburða kennari, en hann heitir Bréznev og býr í Moskvu“. En Bréznev og aðrir oddvit- ar kommúnismans í heimin- um hafa áreiðanlega kennt fleirum en Björgvini Krist- jánssyni að meta Atlantshafs- bandalagið. Þeir eru margir á íslandi nú, sem styðja At- lantshafsbandalagið, en gerðu það ekki í upphafi. Þess ber að minnast, að Hannibal Valdimarsson lýsti því yfir á fundi með stúdentum ekki alls fyrir löngu, að hann mundi ekki greiða atkvæði með úrsögn íslands úr At- lantshafsbandalaginu, eins og málum er háttað í heiminum. LOFAR GÓÐU - EN BETUR MÁ, EF DUGA SKAL CJvo virðist sem umræðurn- ^ ar um skólamálin und- anfama mánuði hafi haft veruleg áhrif. Ber að fagna því. Enda þótt öllum sé ljóst, að kennslutilhögun og fræðslukerfi verði ekki breytt á skömmum tíma, eru nú flest ir að vakna til meðvitundar um að nauðsynlegt er að gera á hvoru tveggja verulegar breytingar til þess að nám ís- lenzkrar skólaæsku komi að sem beztum notum. Þó að um ræðumar verði ekki til ann- ars en að ýta við forustumönn um í skólamálum, hafa þær meiri áhrif en jafnvel hinir vantrúuðustu þorðu að gera sér vonir um. Vonandi halda þessar umræður áfram, og mun Morgunblaðið fylgjast rækilega með þeim. Nýlega birtist hér í blað- inu grein eftir formann Lands prófsnefndar um breytingar á tilhögun landsprófs, þar sem kveður við sanngjarnan og nú tímalegan tón. Formaður Landsprófsnefndar hefur á- huga á því að skyggnast inn í framtíðina af raunsæi en láta ekki gamlar kreddur verða sér og nefnd sinni — og þá ekki síður íslenzkri skóla- æsku til tjóns og trafala. And inn í grein hans lofar góðu. Hann segir m.a. um próf, að „talið hefur verið að próf- in sjálf séu ekki eins víðtæk og hámákvæm mælitæki og margir töldu . . • “ Og enn fremur: „Það eitt, að skóla- kerfi skuli hafa lagt að baki rúma tvo áratugi, segir ekk- ert um það, hvort skólakerf- ið er betra en önnur hugsan- leg kerfi, það getur verið %asrJ^ UTAN ÖR HEIMI Hungurdauðinn bíöur 750.000 manns í Biafra í jólamánuðlnum SVO virðist sem jólamánuð- urinn ætli að verða ofboðsleg' ur harmleikur fyrir sveltandi íbúa Biafra. Áður en árið 1969 gengur í garð munu 750.009 manns biða hungurdauða, ef núverandi hjálparaðgerðir verða ekki auknar. Þessi tala er höfð eftir sjálfum fram- kvæmdastjóra hjálparstarf- seminnar í Biafra, hollenzka lækninum Herman Middel- koop. Þá má gera ráð fyrir því, að mikill hluti þeirra 7 millj. manna, sem Iboaþjóðin telur, deyi á næstu mánuð- um, ef vopnahlé kemst ekki bráðlega á. Dauðinn bíður fyrst og fremst barna undir 10 ára aldri og þungaðra kvenna. Þessar tölur hafa samt. mjög örvandi áhrif til aukningar hjálparstarfseminni. í skýrslu þeirri, sem Middel'koop hefur samið, gerir hann grein fyrir því, hve margiir talið er, að hafi dáið. Júlí: 186.000. Ágúst: 310.000. September 360.000. Október 200.000. Lækkun dánartölumnar í október er talin eiga rót sína að rekja til uppskerunmar í haust. Vegna hennar var unnt að láta í té 560.000 máltíðir daglega, en þrátt fyrir það létu 200.000 manns lífið. En uppskeruibirgðir Biafra af landsvæði, sem er á stærð við Fjón í Danmörku, eru nú á þrotum tveimur mánuðum síðar og íbúarnir, sem eru yf- Sveltandi börn í Biafra. ir 7 millj., verða nú að reiða sig á loftbrú neyðanhjálpar- innar sem eina möguleikann á því að geta haldið l'ífi. Frá Sao Tome er flogið með um 100 tonn af matvælum og lyfj- um til Biafra á hverjum degi, en þegar þessu er deilt á milli 7—8 millj. manns, verður sá skammtur, sem kemur í hvers hlut, óhugnanlega lítill. — Það er enginn vafi á því, a'ð þessi aðs'toð kemur að gagni, en það verður að auka hana og ;hún skal verða aukin, sagði Thyge Troelse fyrir skömmu, en hann er skrif- stofustjóri við neyðarhjiálpar- stofnun dönsku þjóðkirkjunn- ar. Jólin verða óhugnanleg öllum þeim, sem að neyðar- hjálpinni s-tarfa, ef spá Midd- elkopps rætist. Samkvæmt skýrslu hol- lenzka læknisins eru það eink um börn á aldrinum frá því að vera á móðurfbrjósti fram til bvegigja ára, er deyja hung- urdauðanum. Heldur hann því fram ákveðið, að um 40% nýfæddra barna í Biafra muni aldrei ná þeim aldri. En líkurnar á vopnahléi í bráð virðast fara minnkandi. Biafraiher fær nú meiri vopn frá Frakklandi en áður svo og tæknilega aðstoð og her samibandsstjórnar Nigeriu eyk ur einnig á vopnabirgðar sín- ar eftir mætti, ef svo færi, að brezka stjórnin og ríkisstjórn- ir annarra Vesturlanda myndu hætta að láta henni í * té vopn. Á gíðustu vikum -hefur sam ^ bandsstjórnin tekið upp á því að fara eins' að og stjórnin í í Biafra og kaupa vopn af leyn-i legum vopnasölum í Evrópu. \ Þá er sambandsherinn einnig byrjaður á því að kaupa vopn ) — ekki eingöngu fl-ugvélar ^ eins og til þessa — aif Rússum. i Þannig mun samiban-dsstjórn- / in verða í þeirri aðstöðu að I geta útvegað vopn han-da her 1 s'ínum, ef Bretar bönnuðu í vopnasölu þangað. Rússnesk ; efnahagsmálanefnd, sem nú er t í heimsókn í Nigeriu, hefur \ verið hlaðin m.ikl-u lofi þar á í ferðalagi sínu um landið. Hef- ur þessa orðið einkum vart í Norður-Nigeriu, þar sem íbú- arnir eru aðallega múhameðs- trúar. I HLIBSKJÁLF á Laugavegi hefst í dag samsýning sjö mynd- listarmanna. Eru það þeir lista- menn, sem sýnt hafa í Hliðskjálf á þessu ári, auk tveggja annarra, þeirra Kára Eiríkssonar og Pét- nr Friðriks. Forstöðumenn Hlið- skjálfs hafa í hyggju að taka upp þann sið, að listamennirnir sem komið hafa þar fram á hverju ári endi það með sam- eiginlegri jólasýningu. Listamennirnir, sem sýnt hafa í Hliðsikjálf og kiorna nú fram, eru: Benedikt Gunnarsson, Helga Weisshappel, M-aignús á Árnason, Sveinn Björnsson og Vigdís Kristjánsdóttir. Á sýningu þessari eru 47 verk, og er verð þeirra frá 2500 kr. upp í 75 þús. krónur. Sú ný- breytni er á þessari sýndngu, að um leið og myndir seljast, hverfa þær af sýningunni og nýjar fylla skarðið. Sýningin verður opin daglega frá kl. 2—10 til miðnættis á Þorláksmessu. betra, álíka gott, lakara. Þetta er athugunarefni. Þær laus- legu og skammt komnu athug anir, sem gerðar hafa verið á þessum málum á íslandi, benda til þess að breytinga- þörf skólastarfs og skólakerf- is sé ærin. Því eru nú fyrir hugaðar nokkrar takmarkað- ar breytingar, m.a. á tilhög- un landsprófs miðskóla“. — Og ennfremur segir hann að merkilegt sé „að nú vaxi jafnt og þétt skilningur kennara, menntastjómenda, nemenda og alls almennings á því, hve nauðsynlegt er að vinna sam- an að því að sveigja skóla- starf að nútímakröfum. Enda verður því ekki trúað að ó- reyndu, að kennarar reyni að þvergirða fyrir framkvæmd þeirra breytingatilrauna, sem fyrirhugaðar eru á landsprófs tilhögun. Það væri sannar- lega dapurleg venjufesta, ef reynt yrði — áður en breyt- ingarnar eru prófaðar — að stöðva þannig stigþréun menntakerfis á tækniöld“. Grein Andra ísakssonar lof ar góðu. En betur má, ef duga skal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.