Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DES. 1968 15 Glötuðu ekki menningarlegu sjálfstæði Hátíðahöldin, sem fram fóru í tilefni af hálfrar aldar afmæli fullveldis hér á landi, sýna, svo að ekki verður um villzt, að 1. des. 1918 á sér dýpri rætur í þjóðarsálinni en margur gæti haldið. Dagsins var víða minnzt á viðeigandi hátt, og á slíkum degi má glöggt greina að fs- lendingar virða og meta þá, sem börðust fyrir frelsi þeirra og sjálfstæði og eru staðráðnir í að slá skjaldborg um hvort- tveggja. Fullveldisviðurkenning- in var uppskera langrar og á- takamikillar baráttu íslenzku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu. Ekki er víst að allir hafi gert sér grein fyrir því, hvílík þrek- raun Sambandslagasamningarn- ir voru. Að vísu má fullyrða að ýmsar ytri ástæður hafi 'legið til þess að hafizt var handa um samningagerðina, svo sem löng- un Dana til að hafa hreinan skjöld, þegar þeir hæfu samn- inga um Suður-Jótland, sem þeir lögðu mikið kapp á að fá eftir heimsstyrjöldina. í>að mál urðu þeir að sækja undir bandamenn, og andstaða við einlægan sjálf- stæðisvilja fslendinga hefði vafalaust dregið úr samúðinni með kröfum þeirra. En rangt er að einblína á þessar ytri að- Nú standa vonir til að fjör færist í undirstöðuatvinnuveg okkar, sjávarútveginn — en það er skilyrði fyrir bættum lífskjörum. REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 7. des. stæður. Auðvitað hafði sjálfstæð isbarátta íslendinga allt frá dög- um Fjölnismanna sýnt, svo að ekki varð um vfllzt, að þeir þráðu fullt frelsi og gátu vart hugsað sér að lifa ófrjálsir í landi sínu. Það er ekki að furða. Þeir vissu að forfeður þeirra höfðu yfirgefið ættland sitt í því skyni að hrista af sér hlekk- ina, sjálfstæðisþrá landnáms- mannanna knúði þá hingað. Is- lendingar höfðu aldrei glatað menningarlegu sjálfstæði sínu, það réð úrslitum. íslendingar höfðu ával'lt vitað að þeir höfðu aldrei gengið erlendum þjóðum á hönd, hvorki Norðmönnum né Dönum, heldur höfðu þeir gert samning við Noregskonung til að tryggja að ísland missti ekki allt samband við umheiminn. Góðir íslendingar og vondir! Ástæðulaust er að telja upp alla þá, sem fyrir sjálfstæði landsins börðust, því að í þeim efnum átti öll þjóðin hlut að má'li, þó að þar sætu í fyrirrúmi glæsilegir forystumenn eins og Jón Sigurðsson, sem allir áttu sameiginlegt markmið, þó að stundum skildu leiðir. Snemma bar á því að þeir fs- lendingar, sem vildu fara að málinu með gát og fögnuðu hverjum smááfanga á leiðinni, voru sagðir hliðhollari Dönum en gott þótti. En ástæðulaust er að ætla annað en þeir hafi bor- ið í brjósti jafn sterka þrá eftir að sjá ísland rísa til fúlls frels- is, þó að þeir hafi lagt meiri á- herzlu á minni áfanga í einu, hægari þróun að markimi. Það voru ekki úrtölumenn, sem áttu sér þann kjark, dug og draum- sýn að virkja Elliðaárnar, þótt ekki væri þar um neina Búr- fellsvirkjun að ræða. Farsælir foringjar Jón Magnússon var kannski engin frelsishetja, en harrn var vitur, framsýnn og farsæll for- ingi á erfiðri stund. Um hann hefur verið sagt, að hann hafi leitað eftir sem flestum skoðun- um, hlustað, vegið og metið, en síðan kveðið upp úrskurð sinn eins og dómstóll. Flokkur hans kenndi sig ekki við sjálfstæði, heldur heimastjórn. Þó að ýmsir hafi á sínum tíma borið brigður á að menn eins og Hannes Haf- steinn og Jón Magnússon bæru í hjarta sínu jafn djúpa þrá eft- ir sjálfstæði íslands og ýmsir aðrir, þurfum við ekki um það að deila lengur. Þeir fóru þær leiðir, sem þeir töldu happasæl- astar landi og lýð. Annar átti mestan þátt í að flytja heima- stjórnina inn í landið og varð fyrsti ráðherra okkar, hinn hafði, ásamt nefndarmönnum í Sambandslaganefndinni og for- sætisráðherra Danmerkur, að lokum forystu um að tryggja ful'lveldi fslands. Við ramman reip að draga Eins og fyrr getur, hefur það ekki verið eins létt verk og margur hefur haldið að ná samningum 1918. Fróðlegt er að kynna sér bók Gísla Jónssonar, 1918, og ekki hvað sízt það sem höfundur segir um ágreinings- efni dönsk-íslenzíku eamlbands- laganefndarinnar. Danir sendu enga aukvisa til að semja við íslendinga, þeir ætluðu sér á- reiðanlega betri hlut en raun varð á. Það er athyglisvert að lesa grein eftir danskan mann, Kristían Asbæk, í Berlingske Tidende í tilefni af 50 ára af- mæli ful'lveldisins. Hún sýnir viðhorf Dama. Hinn danski mað ur talar um forsvarsmenn fs- lendinga í samningum 1918 og segir, að þeir hafi verið „skel- eggir og harðir samningamenn, en jafnframt sanngjarnir". Þorsteinn M. Jónsson hefur sagt að yfirleitt hafi menn haft litla trú á að samningar tækjust. í riti Gísla Jónssonar er m.a. skýrt frá því að eftir einn fundinn, sem Sambandslaga- nefradirnar áttu með sér í Al- þiragishúsirau, hafi I. C., Christen- sen, einn merkasti stjórramála- maður Daraa um sína daga, oft kallaður „Bismarck Jótlands“, sagt, „að ekki muradi raú annað að gera fyrir þá Danina en stíga á skipsfjöl og halda heim“. Sú setraing sýnir betur en flest annað, við hve ramman reip var að draga, þegar danska og íslenzka nefndin settust fyrst að samningaborði. Samt mjakað- ist í áttina. Forystumenn ís- lendinga náðu hagstæðum samn- ingum, sem Ármaran Snævarr há- skólarektor segir um í stúdenta- blaði: „Vissulega voru samninga menn íslendinga hyggnir menn og lagnir, og er vandmetið hvort unnt hefði verið að ná hagstæðr ari kjörum í samningagerðinni en raun ber vitni“. Hinir varkárri í sjálfstæðis- baráttunni voru kannski engir skörungar, en þeir áttu ekki síð- ur ísland í hjarta sínu en hinir sem meira létu yfir ættjarðarást irani. Óttiiðust aðild að NATO - reynslan kenndiannað Allir viljum við, sem trúum á lýðræði, standa vörð um sjálf- stæði íslands. Samt kemur okk- ur ekki a'lltaf saman um leiðir. Og sumir eru varkárir, aðrir há- værir og taka stórt til orða — reyna jafnvel að telja bæði sjálf um sér og öðrum trú um að þeir einir séu hugsjónamennirnir. Flestir aðrir séu hugsjónasnauð- ir. Þó má fullyrða að þeir séu nú orðnir fáir, sem halda því fram í alvöru að hlutleysis- stefna Sambandslagasainnirags- ins geti átt við aðstæður á ls- landi, eins og nú háttar í heim- inum. Hlutleysisstefnan er dauð. Hún átti rétt á sér á sínum tíma, þegar tækni kom minna við sögu heimsviðburða en nú, og fjarlægðirnar milli ís'lands og umheimsins gátu enn virzt sæmileg vörn, þó ekki væri hún haldgóð. En tíminn líður og aðstæður gerbreytast á skömmum tíma. Við höfum borið gæfu til að tryggja fullveldið, sem feður okkar skil- uðu ökikur í arif með aðild að því bandalagi, sem eitt megnar að verja vestrænar lýðræðis- þjóðir fyrir árásum kommúnista. Atlantshafsbandalagið er sú brjóstvörn sem bezt dugar. Meiri hluti ís'lenzku þjóðarinnar er þess fulliviss, jafraframt því sem 'hann er staðnáðinn í að tryggja aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu, meðan önnur vörn er ekki heppilegri sjálfstæði lands ins og fullveldi. Athyglisvert er, eins og sjá má í forystugrein Morgurablaðs- ins í dag, að lesa grein sem ný- lega birtist hér í blaðinu, eftir vestfirzkan ,mann, þar sem hann lýsir því yfir að hann hafi ekki í upphafi stutt At- 'laratshafsbandalagið og sér hefði ekki getað dottið í hug að það ætti fyrir honum að liggja að verða ákafur stuðningsmaður þess. En ofbeldi 'kommúnista hef- ur nú sannfært hann um, að sjálf stæði okkar og fullveldi er ekki tryggt eins og háttar í heimsmál um, nema með aðild að þessu varnarbandalagi lýðræðisþjóð- anna. Greinarhöfundur er ekki sá eini, sem hefur sannfærzt um ágæti og nauðsyn Atlantshafs- bandalagsins. Forseti fslands, herra Kristján Eldjárn, virðist hafa verið einn þeirra, sem á -sín- um tíma voru í vafa um aðild íslands að bandalaginu, en reynslan sýndi honum annað. Við forsetakosningarnar tók hann af ö'll tvímæli. Hann sagði í samtali hér í blaðinu m.a.: „Og nú þegar við erum bún- ir að vera í bandalaginu (þ.e. NATO) í tvo áratugi, þá er það skoðun mín að þátttaka okkar hafi ekki reynzt eins varhuga- verð og ég og margir óttuðust í upphafi“. Haukur liúna Nú er stundum sagt að sjálf- stæði okkar sé að brotna innan frá. Vonandi eru það hrakspár einar. Ungur Framsóknarmaður, sem á í harðri baráttu um þing- sæti við stóran hóp keppinauta, lagði þunga áherzlu á gjaldþrot hér á landi í eldhúsdagsumræð- unum síðustu. Hann þurfti, vegna sam'keppninnar, að tala digurbarkalega. Ræða hans öll var hið mesta barlómsvæl. Skýldu ekki ýmsar aðrar þjóð- ir búa við lakari lífskjör en við, jafnvel nú eftir að mörg ólík Utanaðkomandi öfl hafa lagzt á ettt um að draga úr lífsþægindaau'kniragunni hér á landi. Menn eine og þessi ungi Framsóknarmaður ættu að hugsa til þeirra sem fæddust og ólust upp hér á landi, áður en við fengum fullveldið. Þeir ættu að gefa sér tíma í miðju stref- inu, til að hugleiða fordæmi marana eins og Kristjáns Jóhanns Kristjánssonar, sem rætt var við hér í blaðinu nýlega. Hann kom úr Ko'lbeinsstaðahreppi með tvær hendur tómar, en stálvilja og þær kröfur til sjálfs sín og annarra að sigrast á erfiðleikun um. Honum tókst að ná tak- markinu. Nú rekur hann stór- fyrirtæki, sem sparar dýrmætara gjaldeyri og flytur jafnvel út vöru sína. En Kristján Jóhann er ekki einn um að hafa sýnt dugnað og fyrirhyggju. Fullveldið fékkst vegna seiglu og óbilandi trúar góðra manna á landið og fólkið í landinu. Við eigum að benda æskunni á fordæmi þessa fólks, þessarar lífsreyndu kyns'lóðar. Við eigum að segja henni að við höfum ekki aðeins heyrt þess get- ið, heldur beinlínis upplifað það æfintýri — að trúin flytur fjöll. Það eru einstaklingarnir, óbug aðir, heilbrigðir og sterkir, sem tryggðu okkur sjál'fstæði, það á æskan að vita. Og ennfremur — að til þess eru erfiðleikarnir að sigrast á þeim. Það hafa forfeð- ur okkar gert. Þeir drógu ekki duig hver úr öðrum í ófrjóu eldhúsdagskarpi og þó bjuggu þeir við margfalt lakari lífsskilyrði en sú kynslóð, sem á að taka við 'landinu. Við eigum að standa vörð — ekki um barlóminn, heldur þá trú, þann dugnað og það áræði, sem eru arfur fullveldiskynslóð arinnar til þeirrar ungu kyn- slóðar, sem landið mun erfa. Þessi unga kynslóð er bless- unarlega laus við sjúkt hugar- far. Hún er heilbrigð, stælt — hún vill takast á við vandann, finna kröftum sínum viðnám. Og óhætt er að treysta henni fyrir þeim arfi, sem okkur hefur ver- ið trúað fyrir af þeim, sem ó- deigir og ötulir álógu skjald- borg um íslenzkt fullveldi og sjálfstæði. En hún vill fara sín- ar leiðir. Það er heilbrigt við- horf, runnið íslendingum í merg og bein frá ómunatíð. Og kjör- orð hennar verður áfram: Fram skal ganga haukur húna, hvort hann vill eða ei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.