Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DES. 1968 EINAR HALLDÖRSSON bllndrakennari Kveðja frá þakklátum foreldrum EINAR Halldórsson blindrakenn- ari, andaðist í Landsspítalanum 28. fyrra mánaðar eftir st-utta sjúkdómslegu. Hann lézt langt fyrir aldur fram, aðeins 55 ára að aldri. Andlátsfregn hans kom þeim mjög á óvart, sem til þekktu, enda hafði hann einskis meins kennt og rsekti starf sitt af eðlislægum dugnaði og fórn- fýsi til hins síðasta. Einar vann merkt sfarf sitt við Blindraskólann við Bjarkargötu í kyrrþey, og var lítt gefinn fyr- ir að halda því á lofti. Þessar fáu línur eiga að bæta þar ör- lítið um, og túlka þakklæti okk- ar, foreldra eins nemanda hans, fyrir ómetanlegt starf hans sem blindrakennara; þakkir fyrir þol inmæði han-s og þrautseigju við kennsluna. Með henni hefur hann veitt okkar fjölskyldu, og mörgum öðrum, von um bjarta framtíð, þrátt fyrir slæmt útlit í upphafi æviskeiðs hinna blindu þrátt fyrir þröng starfsskilyrði, er nánast ótrúlegur, og sannar bezt fágæta kennsluhæfileika hans. Blindrakennsla er eTfitt starf, sem krefst í ríkum mæli þolinmæði og festu. Árangur Ein ars í þessu starfi sézt bezt á því, að tveir drengir, sem hann hefur haft í Blindraskólanum, eru nú byrjaðir í menntaskóla og hinn þriðji er við framhaldsnám í Noregi. Þetta er beinn árangur af kennslu Einars, og það er því ljóst, að seinfyllt skarð hefur verið höggvið í fræðslustarfsemi blindra með ótímabæru fráfalli hans. En minning hans mun lifa með okkur. Við vitum, að við mælum fyr- ir hönd margra annarra fjöl- skyldna, er við þökkum Einari Halldórssyni óeigingjarnt og vel heppnað starf hans. Það hefur verið ómetanlegt. Blindri ekkju hans, Rósu Guðmundsdóttur, og dóttur þeirra sendum við okkar dýpstu samúðarkveðj ur og biðj- um þeim blessunar á þessari sorg arstundu. Margrét og Haraldur Örn Sigurðsson. Kveðja frá Blindrafélagi íslands. ÞANN 28. nóv. sL andaðist á Landsspítalanum Einar Halldórs- son kennari í Blindraskóla t Móðir min, tengdamóðir t Faðir rnimn og amma, Jófríður Jónasdóttir Sigurður Jónsson andaðist á Sjúkrahúsinu Akux frá Brún eyri 5. des. Fyrir hönd að- standenda. verður jarðsunginn frá Foss- Þórir Sigtryggsson, vogskirkju mánudaginn 9. des. Sigrún Jóhannesdóttir kL 10,30. og barnabörn. Indriði Sigurðsson. nemenda hans. t Hjartkær eiginmaður minn Runólfur Jónsson húsvörður, frá Sandfelli, Öræfum, andaðist 6. þessa mánaðar. Katrín Jónsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, Sigrún Júlíusdóttir Miklubraut 84, andaðist í Borgarspítalanum 6. þ.m. Helgi Guðbjartsson, María Helgadóttir, Fanney Helgadóttir, Hörður Helgason. Sá árangur, sem Einar náði, Blindrafélags Islands. Hann var fæddur 3. nóv. 1913 í Lirtla-Skógi í Stafholtstumigum. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskólanum árið 1936. Kenndi síðan á ýmsum stöðum við barnaskóla, seinast í Reykholti í Biskupstungum, þar til hann réðst til Blindrafélags- iins árið 1955. Stundaði nám við The Royal Blind School of Scot- land of Edinbong vetuirinn 1955 til 1956, og kenndi því næst blindum síðustu 12 árin. Óhætt er að segja, að Einari var á öllum kennsluferli sínum mjög sýnt um að styðja þá nem- endur tfl starfs sem erfitt áttu á einhvern hátt. I kennslu blindra niotaðist sérlega vel að þessum eiginleikum hans, — að sjá leiðir fram úr vandanum hjá ólíkum nemendum. Með þolin- mæði og þrautseigju og glögg- skyggni og djörfum vonum um endanlegan árangur kom hann öllum sínum blindu nemendum til nokkurs þroska. Að veita uppvaxandi kynslóð menntun er í sjálfu sér göfugt starf, en þar ber að nefna fram- arlega það starf að styðja þá, sem erfiðast eiga, svo sem ,að lýsa þeim, sem Ijósið þrá, en lifa í skugga.“ Þetta gerði Einar Hall dórsson dyggilega. Fyrir þetta vill Blindravinafélag íslands færa honum alúðarþakkir fyrir hönd félagsins og þeirra annarra, sem hann hefur starfað fyrir með blindrakennslu sinni og störfum í samiband við ihana. Nú er hann fallinn skyndilega frá, mitt í miklum önnum. Skarð er fyrir skildi, sem þarf að fylla hið fyrsta. Útför Einars fer fram á morg- un, mánudag. Stjórn Blindrafélags íslands. Þorkell Guðmundsson frá Álftá Minning Það var 9. nóv. s.l., sem Þor- kell Guðmundsson frá Álftá á Mýrum kom síðast á heimili mitt til þess að fylgja gömlum nágranna, vini og jafnaldra síð- asta spölinn. Hann hafði orð á því, hvað það væri æskilegt að fá að kveðja svona allt í einu og þjáningarlaust, eins og þessi vinur hans hafði gert, einkum þegar ævidagurinn væri farinn að nálgast 90 ár. Þorkell var þá furðu léttur í spori, þráðbeinn í baki, skír í hugsun og léttur í máli og al'lur hinn kempuleg- asti sem endranær. En tæpum hálfum mánuði síðar, þann 21. nóv., dó hann standandi við vinnu sína og hlaut því þann dauðdaga, sem hann helzt kaus og slíku karlmenni hæfði. Þorkell fæddist í Hjörsey í Hraunhreppi 18. okt. 1880. For- eldrar hans voru Kristín Petr- ína Benediktsdóttir, móðir henn- ar var Guðrún, dóttir Gísla prests á Staðarhrauni og Hítar- nesi, og Guðmundur Benedikts- son frá Ánastöðum. Hann var bróðir Péturs alþm. í Hjörsey. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Andrésdóttir frá Seljum. Hann eignaðist alls 19 börn, 10 með fyrri konunni og 9 með þeirri síðari. Var það manndómsfólk, sem margt lifði til hárrar e'lli. Um aldamótin flutti Þorkell með foreldrum sínum að Álftá. Hann ólst upp við þrotlausa vinnu bæði á sjó og landi og var alls staðar mjög eftirsóttur vegna frábærs dugnaðar og að- laðandi framkomu. Þorkell var með hæstu mönnum vexti á sinni tíð, samsvaraði sér vel og var hið mesta karlmenni. Hann hafði fastmótaðar skoðanir, var mjög raunsær og ski'lningsgóður á sam tíð sína. Hann var alvörumaður með skemmtilega kimnigáfu, mjög hjálpfús og miðlaði oft hollum ráðum af hyggindum sínum og lífsreynslu þeim, er til hans leit- uðu. Það var oft óblandin ánægja og lærdómsríkt að ræða við Þor kel um landbúnaðinn, og svo var það einnig í síðasta sinn, er við áttum tal saman. Það var líka eins og þróttur og hlýja stöfuðu út frá honum og fólki leið betur í návist hans. Þorkell reri nokkrar vertíðir frá Nesi á Seltjarnarnesi. Þar kynntist hann jafnöldru sinni, Ragnheiði Þorsteinsdóttur fæddri í Saltvík á Kjalarnesi, bráð- myndarlegri atgervisstúlku, sem varð honum traustur lífsföru- nautur í nær hálfa öld til æviloka hennar. Þau giftu sig 1907 og tók Þor- kell þá við jörð og búi af föður sínum. Strax og ungu hjónin hófu búskap á Álftá byrjuðu þau að byggja upp og rækta jörðina. Árið 1911 byggði Þor- kell fyrsta steinhúsið í sveit á þessum slóðum. Vandaði hann mjög til þess, eins og allra sinna verka. Lét hann m.a. þvo ræki- lega alla möl, sand og grjót, sem I stéypuna fór, enda stendur hús ið enn í fullu gildL Svona voru allar framkvæmd- ir, traustar og snyrtilegar. Þó verður mér lengst í minni axlar- hár grjótgarður, hlaðinn í jaðr- inum á öllu Álftárhrauni. Þar var mörgum og stórum hraun- hellum haganlega saman raðað af manna höndum mieð járnikarl og sleggju sem hjálpartækL Þessi garður stendur ennþá og er alveg fjárheldur með litlu viðhaldi, þótt liðin séu 50—60 ár síðan Þorkell hlóð hann. Heimili þeirra Álftárhjóna var til stórrar fyrirmyndar vegna þeirrar frábæru snyrtimennsku, sem þar var bæði úti og inni. Þar sást aldrei neitt rusl eða Framhald á bls. 27 t Konan mín Þórdís Á. Guðlaug Vilhelms- dóttir — Minning Matthíasdóttir Árbæjarbletti 31, Reykjavík, veirður jarðsungin firá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 10. des. M. 1,30. Kári Sigurjónsson. Fædd 17/4. — Dáin 2/12. ’68. Kveðja frá foreldrum og systkinum. Svo hrein og salklaus, hjarrtlkær dóttir soná, þú honfin ert til Ijósisins björtu heima. En minning vakir möimmu og pabba hjá, er munum við sem dýra perfiu geyma. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, Sigríður Aðalheiður Jóhannsdóttir Nökkvavogi 9, verður jarðsucngin frá Foss- vogsikirkju þriðjiudaginn 10. des. M. 10,30 árdegis. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð um foreldra hennar. Minning- arspjöld fást í Bókabúð Æsk- unnar. Gísli Jónsson, böm og tengdabörn. t Elsku litla dóttir okkar og systir Guðlaug Vilhelmsdóttir Granaskjóli 6, verður jarðsimgin frá Foss- vogsfcirkju á morgun, mánu- dag M. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Bamaspítalasjó'ð Hringsins. Alda Sigurvinsdóttir, Vilhelm Guðmundsson og systkin hinnar látnu. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýnt hafa ofckur sam úð og vináttu við andláit og jai'ðarför Sverris Guðmundssonar fyrrverandi bankafulltrúa Isafirði. Unnur Gísladóttir,, Sigríður Sverrisdóttir, Halldór Guðbrandsson, Hallsteinn Sverrisson, Hjördís Þorsteinsdótir, Lilja Guðmundsdóttir, Jakob Þorsteinsson, Hermann Guðmnndss. Þú systir kær, sem sólargieisli varst, við söknuim þín, en viitum að þú liifir. Og létt er sjúkdómislbyrði, siem þú barst, en bjartir englar Ijúft þér vaka yfir. Nú eigiuim þig í himins helgium reit, og hjartans vina, þöfckum liðnu áriin. Við fekun Guði hanmiatárin heiit, — en hann mun liikna og græða hjantasárin. t Hj artanlegar þakkir til allra Innilegar þakkir sendum . þeirra, sem glöddu okkur með við ölium þeim, er sýndu okk- heimsóknum, skeytum og gjöf ur samúð og vinarhug við and um á guiilbrúðkaupsdiegi okk- lát og jarðarför ar 30. nóv. sl. Jónasínu Halldórsdóttur Kristín Einarsdóttir og frá Hólmavaði. Finnbogi Einarsson, Börn, tengdabörn og barnabörn. Prestshúsum, Mýrdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.