Morgunblaðið - 03.01.1969, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969.
5
Grátmúrinn í Jerúsalem.
Ólundar-jól í Jerúsarlem
Eftir Gavin Young
Jerúsalem, 23. deeember
IJM þessi jól er Jerúsalem sól
rík borg, full ólundar og tauga
spennu. Stöku sinnum hvín í
þotum ísraelska flughersins yf
ir borginni. Ferðamennirnir
frá Ameríku og Evrópu
hrökkva við þegar Arabar
skjóta úr viðhafnar-fallbyss-
um til að minnast Id el Fitr
hátíðar múhameðstrúarmanna;
eru það ef til vill sprengjur
skæruliða frá Palestínu?
I>að ríkir engin friðarkennd
í borgínni helgu. Velvilji rík-
ir eingöngu milli ánægðra og
fáfróðra ferðamanma og starfs
manna ísraelsku ferðaskrif-
stofunnar, setm byggir rekstuir
sinn á því að haldia þeim glöð-
um og fáfróðum. Að baki jóla
ljósanma, minjaigripasölunnar,
síðskeggjaðra patríarkanna
pípuhatta rétttrúarprestanna
og langferðabifreiða pílagrím
anna (sem eru miklu færri í
ár), felst sú staðreynd að
borgin er hernumin.
f rauninni hafa múrairnir
milli litla Arababorgarhlutainis
í Austur-Jerúsalem og ísra-
elska borgarhlutans verið rifn
ir niður. Andlega er borgin þó
enn aðskilin í tvennt. Eins og
áður ríkir þar hryggð oð ó-
lund.
Undanfarið ár hefur verið
lítið um komur Araba til
ísraelska borgarhlutans. Svo
til alveg tók fyrir þær ferðir
þegar arabiskir skæruliðar
sprengdu sprengju á markaðs
torgi ísraelsmanna í borginni
fyrir nokkrum vikum. ísra-
elsku hermennirnir, sem eru
við gæzlu í arabiska borgar-
hlutanum virðast eiga þar á-
líka illa heima og sovézkir
herraemn á götum Prag. Hver
einasti Arabi, sem ég hef átt
tal við nú í vikunni hefur lýst
viðbjóði sínum á ástandinu.
fsraelsk kona kom inn á hótel
mitt eitt kvöld og sagði svo
að arabiskt starfsfólk hótels-
ins heyrði: „Það kemur að því
að Arabar sætta sig við þetta.
Við erum þrátt fyrir allt að
sýna þeim kosti lýðræðis. Og
ef þeir ekki gera það? Nú,
þeir verða að sætta sig við
okkur. Við unnum stríðið eins
og þið munið“. Hún virtist
lifa í einhverjum öðrum hug
arheimi.
Flestir fsraelsmenn sem ég
hef hitt álíta siambúðina milli
borgarhlutanna tveggja hafa
versnað á undanförnum vik-
um. Þeir viðurkenna að tauga
spenna ríki í ísraelska borgar
hlutanum. Hverjum augum
sem yfirvöldin kunna að líta
á ,,fedayeen“ (Palestínuskæru
liða), þá óttast þær ísraelsku
húsmæður, sem ég hef hitt,
sprengjur þeirra.
Jafnyel hjá opinberum að-
ilum gætir hörkulegs raunsæ-
is. Borgarstjórinn í Jerúsal-
em, ísraelsmaðurinn Teddy
Kolleek, er hugvitsamur og öt
ull stjórnandi, og dregur dkk-
ert úr ástandinu. Hann hefur
gert sitt til að hreinsa til og
fegra umhverfi gamia borg-
arhlutans. Hiann hefur reynt
að koma á nýjum þjóðfélags-
umbótum, en hefur rekið sig
á fyrirbrigði, sem þekkt eru
við svipaðar aðstæður annans
staðar í heiminum; hugsjónir
andstöðunnar, sem segir: „Við
kjósum frekar okkar eigin
ringulreið, en skipulag ykk-
ar“. Og að sjálfsögðu ríkti eng
in ringulreið í arabiska borg-
arhluta Jerúsalem fyrir styrj
öldina.
„Hvað sem við reynum að
gera til úrbóta“, segir Koll-
eck í fyrri viku, „verðum við
alltaf hernámsveldið. Gagn-
vart þeirri röksemdafærslu á
ég engin svör“. Hann reynir
ekki lengur að vinna hugi og
hjörtu Araba með því að
sitja og rabba við þá á kaffi-
húsunum í Arabahverfinu.
Þegar Moshe Dayan henshöfð-
ingi, varnarmálaráðherra ísra
els, kemur hingað, eins og
hann gerði í fyrri viku, fylgja
honum vopnaðir verðir.
Fáir Arabar virðasit hafa
hrifizt af — hvað þá fallið fyr
ir — umbótum Kollecks, sem
eru mjög víðtækar og fela í
sér allt frá sjúkrahúsi fyrir
arabiskar konur til nýrra næt
urklúbba og baettrar símaþjón
ustu, sem gerir Aröbum kleift
að ná beinu símasambandi við
Haifa. „Hver í fjáranum kær-
ir sig um að hringja beint tií
Haifa?“, hrópaði reið arabisk
stúlka að mér á stúdentasam-
komu hér. „Við viljum hringjia
til Amman“. Gyðingastúlkur í
mini-pilsum og hippí-klædd-
ir unglingar heimsækja kaffi-
húsin og næturklúbbana i
Austur-Jerúsalem. En ekki til
að blanda geði við íbúana.
Gyðingar og Arabar skiptast
þar í tvo hópa. „Við eigum'
ekkert sameiginlegt", sagði
’arabiskur stúdent.
Óánægja Araba er víðtæk.
Þeir eru feikilega reiðir yfir
hernáminu. Arabar hafa feng
ið nóg af því að eiga stöðugt
á hættu að vera stöðvaðir á
götum úti til að láta leita á
sér og svara spurningum landa
mæravarða ísraels. Þeim
finnst skömm að því að fá
símareikninga sína, tilkynn-
ingar um stöðumælabrot og
opinberar tilkynningar á hje-
bresku, sem þeir skilja ekki.
Hóteleigendur og ferðaskrif
stofumenn saka feirðafullitrúa
ísraels um að beima ferða-
mönnurn til Gyðinga. Og það
virðist rétt að herbergjanýt-
ing í hótelum Araba er aðeins
um 50% í ár meðan hótel Gyð
inga eru yfirfull. í ferðamála-
skrifstofu ísraels var mér sagt
að öll hótel Araba væru full-
-sötin um jólin. En það er ekki
rétt. Þar verða færri ferða-
menn en áður. „Jafnvel árið
í fyrra brást okkur“, sagði
borgarstjórinn í Betlehem.
Einn starfsmanna hans bætti
við: „Við misstum 17 menn í
júní-stríðinu. Allt óbreyttir
borgarar. Það veirður erfitt
fyrir borgarbúa að venjast her
setunni“.
Það hefur vakið sérstaka
gremju Araba að ísraelsk yf-
irvöld halda áfram að tafca
jarðir þeirra eignamámi. Hafa
ísraelsmenn lagt hald á stór
svæði í gamla borgarhlutan-
um. Fyrir norðan arabiska
borgarhlntann hafa þeir lagt
undir sig rúmlega 320 hektara
lands og eignarnáminu verður
ekki áfrýjað. Verið er að
breyta jórdamska hersjúkra-
húsinu í ísraelska lögreglu-
stöð, og þótt furðulegt megi
teljasit, verður þar — á ara-
bisku landssvæði — aðalmið-
stöð ísraelsku lögreglunniar.
Kolleck borgarstjóri reynir
ekki að réttlæta þessa ráð-
stöfun. Hlutlausir diplómiatar
og jafnvel ísraelsmenn sjálfir
gagnrýna hana. „Þetta er al-
gjör lögleyaa", sagði mikils-
virtur Palestínubúi, „alveg ó-
viðunandi".
Svairið sem fsraelsmenn
gefa hvað eftir annað er: „Við
bárum sigur af hólmi, skiljið
þið það ekki“. En þegar ég
spurði borgarstjórann hvort
hann gæti hugsað sér samein
ingu Gyðinga og Araba í Jer-
úsalem, svaraði Kolleck:
„Ekki næstu, ja, ég veit ekki
hve lengi. Við skulum segja
ekki næstu 150 árin“. f þess-
ari rólegu yfirlýsingu felist við
urkenning á því hve ástandið
er óleysanlegt.
— Vinur Dubceks
Framhald af blc. 1
bréfi til miðstjórnarinnar frá
stærstu flokksdeildinni í Prag er
lýst yfir stuðningi við Smrkov-
sky og sagt, að Tékkar hafi
aldrei sett það fyrir sig að Dub-
cek sé Slóvaki
Verkalýðsblaðið Prace hefur
skýrt fná öðrum ályktunum til
stuðnings Smrkovsky.
HÓFSAMUR LEIÐTOGI
Hinn nýi forsætisráðherra Sló-
vakíu er hófsamur stjórnmála-
maður. í ríkigstjóm hans sitja
tveir aðstoðarforsætibráðherrar
og 1® ráðherrar, að sögn Ceteka.
Embætti innanríkiisráðherra
gegnir Egid Pepiöh, 45 ára, sem
í desember 1967 varaði flokksfor-
ustuna við fyrirætlunum um her
byltngu ti!l þess að haida stjóm
Antonin Novotnys forseta við
völd. Novotny var steypt eiinum
mánuði síðar.
Meðal annarra ráðherra eru
Lusan Matej kennslumiálaráð-
herra, Miroslav Valek menning-
armálaráðherra, sem var áður
formaður rithöfundasambands
Slóvakíu, og Ladislav Dobo, ráð-
herra án stjórnardeildar, sem er
fulltrúi ungverska þjóðarbrots-
ins í Slóvakíiu. Ungverjar eru
20% íbúa Slóvakíu.
LITLAR BREYTINGAR
Litlar breytingar voru gerðar
á hinni nýju samibandsstjórn,
sem Ludvik Svoboda forseti
skpað í gær. Aðstoðarforsætis-
ráðherrar voru skipaðir Peter
Colotka, Samuel Faltan, Franti-
sek Hamouz og Vaclav Vales.
Jan Marko var skipaður utanrík-
isráðherra, Martin Dzur varnar-
miálaráðherra, Jan Pelnar innan-
ríkisráðherra, Frantiiseik Vlsak
skipulagsmálaráðherra og Bo-
humil Sdharfa fjiármálaráðherra.
Vaclav Pleskot, sem hefur ver-
ið starfandi utanríkisráðherra,
hefur verið skipaður ráðuneytis-
stjóri í utanríkisriáðuneytinu.
Fyrrverandi aðstoðarutanríkis-
ráðherra, Jan Pudlak, hefur ver-
ið skipaður forsetaritari. Margir
ráðherranna áttu sæti í fráfar-
andi stjórn Cerniks, en meðal
þeirra sem ekki eiga sæti í henni
lengur, eru Gustav Husak fyrrv.
aðstoðarforsætisráðherra og Lu-
bomir Strougal fyrrv. aðstoðar-
fonsætisráðherra, sem Sam.uel
Faltan leysir af hólmi.
KVEÐJA FRÁ MOSKVU
í dag sendi Alexei Kosygin,
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
Oldrich Cernik forsætisráðherra,
nýárskveðju og kvaðst sannfærð
ur um að sönn vinátta ríkti með
þjóðum Sovétríkjanna og Tékkó-
slóvakíu. Bætt sambúð þjóðanna
yrði báðum fyrir beztu og einnig
samheldni sósíalistalanda í bar-
áttunni fyrir sigri sósíalismans.
Cernik forsætisráðberra, lýisti
yfir því er stjórn hans tók við
störfum í dag, að halda yrði
áfram baráttu fyrir nokkrum
þeim umbótum, sem innrás
Rússa kom í veg fyrir. Svoboda
forseti lagði á það álherzlu er
hann tók eiða af ráðherrunum,
að aðkallandi væri að leysa þá
pólitísku og efnabagslegu erfið-
leika er við væri að etja. Með
þessu átti hann við fyrirhugaðar
efnahagsumbætur og sambúðina
vð Rússa, að sögn fréttartara.
ALLT MEÐ
EIMSKIF
Á næstunni ferma skip voi
| i til Islands, sem hér segir;
ANTWERPEN
Skógafoss 13. janúar
Reykjafoss 20. janúar
Skógafoss 30. janúar
Reykjafoss 10. febrúar.
ROTTERDAM
Reykjafoss 3. janúar
Skógafoss 14. janúar
Reykjafoss 21. janúar
Skógafoss 31. janúar
Dettiíoss 7. febrúar.
Reykjafoss 12. febrúar.
HAMBORG
Lagarfoss 6. janúar *
Skógafoss 16. janúar
Hofsjökull 20. janúar.
Reykjafoss 24. janúar
Skógafoss 3. febrúar
Dettifoss 10. febrúar.
Reýkjafoss 15. febrúar.
LONDON
Mánafoss 3. janúar *
Askja 13. janúar
Mánafoss 24. janúar
Askja 13. janúar.
HULL
Mánafoss 6. des. *
Askja 15. janúar.
Mánafoss 27. janúar
Askja 3. febrúar *
LEITH
Mánafoss 8. janúar *
Askja 17. janúar.-
Mánafoss 29. janúar
Askja 8. febrúar *
GAUTABORG
Tungufoss 7. janúar *
Tungufoss 22. janúar
Tungufoss 6. febrúar *
KAUPMANNAHÖFN
Gullfoss 4. janúar.
Tungufoss 9. janúar *
Gullfoss 18. janúar.
Gullfoss 23. janúar
Gullfoss 1. febrúar
Tungufoss 7. febrúar *
KRISTJANSAND
Tungufoss 6. janúar *
Tungufoss 20. janúar
Tungufoss 4. febrúar *
GDYNIA
Fjallfoss 3. janúar.
Fjallfoss 4. fe'brúar.
KOTKA
Fjallfoss 7. janúar.
Fjallfos's 31. janúar.
VENTSPILS
Fjallfoss 2. febrúar.
* Skipið losar í Reykja
vík, ísafirði, Akureyri
og Húsavík.
Skip, sem ekki eru merkl
með stjörnu. losa aðeins í!
Rvík.
ALLT MEÐ
EIMSKIF