Morgunblaðið - 03.01.1969, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969.
11
Áslaug Jðnsdóttir—Minningarorð
FRÚ Áslaug Jónsdóttir er d'áin og
verður borin til moldar í dag.
Svipleg og sár hafa umskiptin
orðið nánustu ásbvinum hennar.
Fjölmennur vinahópur harmar
lát hennar og mun lengi minnast
hennar með söknuði.
Kunnugir vissu að frú Áslaug
var mjög þrotin að heilsu eftir
erfiðan hjartasjúkdóm og lang-
vinnar þjáningar, sem hanm olli.
En bún virtist vera vel á bata-
vegi og því vonuðu allir, að með
þeirri nærgætnu umhyggju, sem
hún naut hjá eiginmanni sínum
og börnum, mætti henni auðnast
lengra lif. En dauðinn lét ekki
tefja sig. Frú Áslaug lézt óvænt
á aðfangadag jóla, 64 ára að
aldri.
Áslaug Jónsdóttir fæddist í
Hjarðarholti í Borgarfirði, 26.
maí 1'904. Faðir hennar var Jón
Tómasson, hreppstjóri og bóndi
í Hj arðarholti, sveitarhöfðingi
og mikill umbótamaður á sinni
tíð. Móðir Áslaugar var Sigríð-
ur Ásgeirsdóttir, Finnbogasonar
bónda frá Lundum í Stafholts-
tungum. Að frú Áslaugu standa
sterkar ættir og traustar, þótt
eigi verði þær raktar frekar hér.
Áslaug stundaði nám í Kvenna-
skólanum í Reykjavík og lauk
þaðan prófi, en síðar framlhalds-
námi í Húsimæðraskóla í Sorö í
Danmörku. Árið 1935 giftist hún
Ingvari Vilhjálmissyni skipstjóra,
og lifir hann konu sína. Barna
þeirra get ég síðar.
Frú Áslaug sameinaði á frábær
an hátt ytra látleysi og persónu-
lega reisn. Hún var kona glæisi-
leg sýnum, en henni var fjarri
skapi að berast mikið á. Htún var
að eðlisfari glaðlynd og rólynd,
kunni vel að meta græzklulausa
glaðværð, en fann einnig til sam-
úðar með þeim, sem fara halloka
í lífsbaráttunni eða eiga bágt af
öðrum ástæðum. Ég leit snöggv-
ast inn til þeirra hjóna á Þor-
láksmessu, daginn áður en frú
Áslaug dó. Hún hafði þá miklar
álhyggjur út af vinkomu sinni,
sem hún hafði heimsótt í sjúkra-
hús þá uim morguninn, sagði, að
hún hefði þjóðst lengi og myndi
nú eiga skammt eftir. Hún reynd
ist sannspá um það, því að sú
kona lézt á jóladagsmorgunn. Á
sín eigin veikindi minntist frú
Áslaug ekki, en brá á gaman,
þegar ég spurði um líðan henn-
ar. Ekftir sólarhring var hún lát-
in. Þannig var hún. Hennd var
tamara að bera umhyggju fyrir
öðrum en sjálfri sér.
f einkalífi sínu var frú Áslaug
mikil gæfu'kona. Hún naut ham-
ingju og kunni að veita hana
ástvinum sínum. Hiúin lifði í ást-
ríku hjónabandi, dáðist að stór-
hug og atorku eiginmanns síns og
sá börn þeirra vaxa upp og
þroskast. Hún var listfeng að
eðlisfari og lagði í það metnað
1 sinn að búa eiginmanni sínum og
börnum hlýlegt heimili og aðlað-
andi. Einnig eiginmaður hennar
er gæddur næmu eðliislægu feg-
urðarskyni, svo að þau urðu sam-
hent í því sem öðru að byggja
upp heimili sitt af hagsýni og
smekkvísi; það er prýtt völdum
Iistaverkum og öðrum hlutum til
augnayndis og gleði.
Þó að ég kalli frú Áslaugu
gæfukonu, veit ég vel, að sorgin
sneiddi ekki fram hjá heimili
hennar. Þau hjónin misstu ung-
an son sinn, hið mannrvænlegasta
barn, sem þau hörmuðu mjög. Á
ytra borði bar frú Áslaug þann
harm með ró og þolgæði, þó að
söknuður bærðist stöðugt í við-
kvæmu móðurhjarta.
Þannig hefir birtu og akugg-
um brugðið á víxl yfir líf frú
Áslaugar eins og margra ann-
. arra. Eiginmaður hennar er atór-
huga framkvæmdamaður og
!■ stendur í fremstu röð- þeirra
' imanna, sem á seinuistu áratug-
< um hafa unnið að því að breyta
'1 ■ a ðal a tvinnu vegi þj óðarinnar,
V fidkvelðum og fiskvinnalu, í hag-
kvæmara honf. Þó að otft hatfi vel
gengið, hefir hann ósjaldan fenig-
ið að takast á við mikla örðug-
leika eins og aðrir þeir, sem eiga
atvinnurekstur sinn undir gæft-
um, atfla og ótryggum markaði.
Slíku fylgja áhyggjur. Frú Ás-
laug leit á það sem sitt sérstaka
hlutverk að búa manni sínum
rólegt og ánægjulegt heimilislíf,
þar sem hann ætti athivarf og
gæti notið hvíldar frá önnum
dagsins og áhyggjum.
Miðdepill í heimilislífi þeirra
voru börnin, sem þau bæði unnu
mjög og létu sér annt um að
fengju menntun í samræmi við
hneigðir sínar og starfsfyrirætl-
anir. Nú eru börnin öll tfull-
vaxta, Vilhjálmur Ingvarsson
forstjóri, Jón Ingvarsson lög-
fræðingur og Sigríður Ingvars-
dóttir flugfreyja. Bömin létu sér
mjög annt um móður sína og
reyndu á allan hátt að létta henni
vanlíðan í veikindum hennar. Nú
■syrgja þau ástríka móður. O'g
fjölmennur hópur frænda og
vina mun einnig sakna frá Ás-
laugar.
Andspænis dauðanum verða
orð einhvern veginn innantóm,
eins og það væri tilgangsla'Ust að
hafa talað þau. Og vissulega nær
skynsemi vor ekki yfir marka-
skil lífs og dauða, það gerir að-
eins vonin og sú vissa, sem af
hennar kann að tendrast. En það
má vera syrgjendum nokkur
huggun, að látinn vinur hverfur
oss ekki að fullu, meðan hann
lifir sem hugljúf minning í vit-
und vorri. Þannig mun Áslaug
Jónsdóttir lifa í huga fjölmargra
vina sinna, þótt hún hverfi nú
sjónum vorum.
í þeim skilningi tjái ég ást-
vinum hennar innilega samúð
mína og bið þeim blessunar.
Matthías Jónasson.
Ása fræn'ka er látin.
Eins og heilsu hennar var
komið, mátti við þessari fregn
búast, en samt sem áður ól ég
þá von í brjósti, að hún myndi
ná sér nokkuð og geta lifað enn
um skeið við bærilega líðan.
Það verða margir, sem sakna
hennar og þeir mest, sem stóðu
henni næst og þekktu hana bezt.
Með henni er horfin yndisleg
kona, sem skilur etftir dýrmœtar
minningar í hjörtum allra, sem
henni kynntust, sakir mannkosta
sinna.
Hún var falleg og höfðingleg
í sjón og ekki sáður í raun. Mér
þótti óumræðilega vænt um Ásu
frænku, ekki aðeins vegna þess,
að hún var móðursystir mín, held
ur af því, að hún var sú sann-
asta, bezta og skilnimgsríkasta
vinkona, sem ég hef eignazt.
Innsta eðli hennar var mann-
gæzka, gjatfmildi og fögur fórnar
l'und. Hún hjálpaði ávaldt þeim,
sem minnimáttar voru og hugs-
aði minna um eigin heilfeu en
æskilegt hefði verið.
Umhyggjusemi Ásu frænku í
heimilinu, sem hún helgaði líf
sitt og kratfta, var takmarka-
laus.
Hún var framúrSkarandi barn
góð, og það var ætíð mínum börn
um hið mesta tilhlökkunarefni
að fara í heimsókn til hennar.
Hún var mikill og tryggur vin-
ur vina sinna. Þeir voru líka au-
fúsugestir á hinu glæsilega heim-
ili þeirra þeirra Ingvars, hvenær
sem var og hvernig sem á stóð,
en þau hjónin voru bæði gest-
risnir höfðingjar heim að sækja.
Þegar Ása frænka er kvödd
Hiimztu kveðju, hrannast upp minn
ingarnar frá löngu liðnum árum.
Hugurinn reikar upp í Borgar-
fjörð, að bernskuheimi'linu henn
ar, Hjarðarholti, sem alltaf átti
mikil ítök í henni, á meðan
amma og Valdi frændi bjuggu
þar. Þar var oft margt um mann
inn í hinu glaðværa og góða heim
ili, og margra ueaðslegra sumra
minnist ég þaðan sem smátelpa
með þakklátum huga. Þar var
Ása frænka í essinu sínu, hvort
sem hún var við erilsöm inni-
istörf og gestamóttökur, við hey
skap úti á túni eða í tjaldimu úti
á engjum, þar sem vinnugleðin
var allsráðandi. Þá var himneski
að lifa.
Ég minnist eienig með þakk
læti morgunstundanna ljúfu
þagar ég rak inn nefið á Haga-
mel 4, er ég átti leið um Vest
urbæinn. Við höfðum alltaí svo
mikið að segja hvor annarri
„Æi, farðu ekki strax, það ei
svo margt, sem ég þarf að tala
við þig“, sagði hún við mig um
leið og ég fór frá henni í síðasta
sinn. Allir fundir með henni
urðu skemmtilegir. Skopskyn
hennar var mikið og kímnigáfu
átti hún í ríkum mæli. Hún var
vel lesin, áhugasöm um menn og
málefni og hafði sínar eigin sjálf
stæðu skoðanir, sem umfram allt
stöfuðu af andlegum styrkleika
hennar.
Með þessum fátaðklegu orðum,
kveð ég Ásu frænku mína og
þakka af alhuig allar hugljúfu
minningarnar, allar samveru-
stundirnar, tryggð hennar og
hlýja vináttu við mig og fjöl-
skyldu mína þar tiíl yfir lauk.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Guðmundsdóttir.
FRÚ Áslaug Jónsdóttir, kona
Ingvars Vilhjálmseonar útgerðar
manns, varð bráðkvödd á heim-
ili þeirra á aðfangadag jóla, 64
ára gömuil.
Hún hafði veikzt alvarlega á
síðastliðnu sumri, en virtist á
góðum batavegi síðuistu mánuð-
ina og bar fráfall hennar óvænt
að, í byrjun sjálfrar jólahátíðar-
innar.
Höfðu þau Ingvar verið giift í
rúmlega 33 ár, er hún andaðist.
Frú Áslaug var myndarkona i
sjón og raun. Hún var heimilis-
kær og gestrisin, enda heimili
þeirra Ingvars meðal hinna glæisi
legustu í landinu. Hlún var hjálp-
söm við þá, er minnimáttar voru
og vildi hvers manns böl bæta og
færa allt til hins betri vegar.
Frú Áslaug var fædd 2i6. maí
1994. Hún var í báðar ættir kom-
in af nafnkunniu sæmdarfólki.
Var hún yngst af börnuim hjón-
anna Jóns hreppstjóra Tómas-
sonar í Hjarðarholti í Stafiholts-
tungum og Sigríðar Ásgeinsdótt-
ur, sem ættuð var frá Lundum í
sömu sveit. Jón var somur Tóm-
asar bónda Jónssonar á Skarði í
Lundarreykj adal. Eitt systkina
Jóns var Guðríður, fyrri kona Jón
asar bónda Jónssonar í Sól-
heimatungu, en meðal barna
þeirra var Ragnhildur, kona Jóns
kaupmannis Björnssonar frá
Svarfihóli.
Sigríður, móðir Áslaugar, var
elzt þriggja dætra Ásgeirs Finn-
bogasonar af seinna hjónabandi
hans. Ásgeir bjó lengi á Lamba-
stöðum á Seltjarnarnesi, en síð-
ar á Lundum. Hann var sjómað-
úr ágætur, búhöldur góður og
bókbindari og vinur Jóns forseta
Sigurðssonar. Fyrri kona Ásgeirs
var Sigríður Þorváldlsidóttir
prests og skálds Böðvarssonar i:
Holti undir Eyjafjöllum. Meðal
barna þeirra var Kriistín, kona
Lárusar sýslumanns Blöndals á
Kornsá. Seinni kona Ásgeirs var
Ragnhildur Ólafsdóttir frá Bakka
koti (Hvítárbakka), ekkja Ólafs
hreppstjóra Ólafissonar á Lund-
um. Alsystur Sigríðar í Hjarðar-
holti voru: Oddný, sem giftist
Hinriki Jónssyni frá Kirkjúbóli
í Bjamardal í önundarfirði og
Guðrún, er giftisrt Finni Jóns-
syni bóksala í Winnipeg, ættuð-
um frá Melum í Hrútafirði. Voru
þær báðar búsettar vestanhafs.
Sammæðra Sigríði í Hjarðar-
holti voru Ragnhildur Ólatfsdótt-
ir í Engey, Ólafur hreppstjóri í
Lindarbæ í Holtum og Guð-
mundur oddviti á Lundum.
Þeim Jóni og Sigríði í Hjarðar-
holti var átta barna auðið, og var
frú Áslaug þeirra yngst, eins og
fyrr segir. Systkini hennar voru:
Ásgeir bóndi á Haugum, seinast
á Akranesi. Ásgeir var frægur
hestamaður. Hann var kvæntur
Mörtu Oddsdóttur frá Eskiholti.
Ásgeir lézt 13. febr. 1963, 77 ára
að aldri. Kristján í Hjarðarholti,
andaðiist þar uppkominn. Ragn-
hildur, gift Guðmundi Kr. Guð-
mundssyni, fyrfum skrifistofu-
stjóra hjá Olíuverzlun íslands og
Olíufélaginu. Þorvaldur Tómas,
fyrrurn fulltrúi við verzlun Jón-
anna frá Bæ og Svarfhóili í Borg-
arnesi og síðar hreppstjóri í
Hjarðarholti, forustumaður Borg
firðinga í margvíslegum félags-
málum. Hann andaðist 31. júlí sl.,
76 ára gamall. Þorvaldur var
kvæntur Laufeyju Kristjánsdótt-
ur Blöndal, frá Gilsstöðum í
|J|. Vatnsdal. Elísabet, gift Núma
Sigurðssyni, birgðaverði hjá Loft
leiðum. Tvær dætur þeirra Jóns
og Sigríðar, Ragnhildur og Vig-
dís, létust í æsku.
Frú Áslaug var gæfukona. Hún
lifði vor ævi sinnar í skjóli góðra
foreldra og systkina í Hjarðar-
holti í Stafiholtstungum á mynd-
arheimili í einni bflómlegustu
byggð landsins.
Hún tók að erfðum í ríkum
mæli atgervi ættstofna sinna.
Hinn 8. júní 1935 giftist hún
Ingvari Vilhjálmssyni, togara-
skipstjóra, sem gerðist út-
gerðarmaður og einn af mestu
framkvæmdamönnum landsins í
útgerð og fiskiðnaði, svo sem
kunnugt er. Þau hjón eignuðust
fjögur mannvænleg böm: Jón,
er fórst af slysförum fjög-
urra ára gamall, Vilhjálm
framkvæmdaetjóra, kvænban
Önnu Ottósdóbtur, umboðs-
manns Magnússonar á Seyðis-
firði, Jón lögfræðing, kvæntan
Önnu Sigtryggsdóttur, Klemenz-
sonar bankastjóra, Sigríði, trú-
lofuð Jóni E. Ragnarssyni, lög-
fræðingi, fulltrúa borgarstjórans
í Reykjavík.
Mikil störf hvíldu á húsfreyj-
unni á stóru og gestkvæmu heim-
ili og þangað var gott að koma
fyrir skylda og óskyflda. Eiga vin
ir og kunnngjar þeirra hjóna
margar ánægjulegar minningar
frá komum sínum á heimili
þeirra og frá viðkynningu við þau
fyrr og síðar.
Þannig leið æviskeið sumars
og haustsins í miklum önnum og
starfi og ríkulegri uppskeru eins
og til hafði verið sáð.
Þegar veturinn kom með sínu
kuldagjóstri og erfiðleikum, var
uppskeran komin í garð og lan-
ir og börnin uppkomin. Heilsa
og afikoma er jafnan meira og
minna háð ytri aðstæðum í lífi
manna, þar skiptast á skin og
skúrir.
Frú Áslaug hafði veikzt alvar-
lega á sl. sumri, en virtist á bata
vegi. Á þriðja degi eftir vetrar-
sólstöður hvarf hún til æðri
heima, einmitt á þeim tíma, er
jólahátíðin var að hefjast. Var
það dapurlegur atburður fyrir
ættingja hennar og vinL
Jólin eru ævaforn hátíð ljóss
og friðar meðal mannanna. Þá er
daginn aftur farið að lengja og
nýjar vonir bærast og glæðast í
brjóstum jafnt ungra sem ald-
inna jarðarbarna.
Samfylgd ástkærra vina er það
bezta, sem við eigum á jörðu hér,
en hinzta skilnaðarstundin við
góðan vin, það þyngsta og sár-
asta. Vonin um endurfundina
dregur úr söknuðinum. Jólin og
hækkandi sól eru vorboðar, sem
draga hjúp sinn yfir söknuð og
vetrarmyrkur og boða birtu og
yl: að senn muni lýsa af betri
og bjartari tímum. Öll él birtir
um síðir, en hugljúfar minning-
ar um hina látnu húsfreyju
munu endast vandamönnum og
vinum til æviloka.
Sveinn Benediktsson.
SVO vel man ég hana þar sem
ég sá hana fynst, litla fagur-
eygða stúlku í Hjarðarholts-
kirkju í Stafholtstungum, hún
stóð þar á gólfinu falleg og feim-
in þegar presturinn kom til að
spyrja okkur eldri krakkana,
sem áttum að fermast um vorið,
hún varð mér þá strax ógieyman-
leg og þessa mynd hennar hef
ég geymt æ síðan, seinna átti ég
eftir að kynnast henni betur og
skynja hvaðan hýra brosið í
augum hennar kom — henni
hafði verið gefið svo gott og kær-
leiksríkt hjartaþel, og það var
hennar stóra vöggugjöf.
Áslaug Jómsdóttir var fædd í
Hjarðarholti 26. maí 1904 og þar
ólst hún upp á fyrirmyndar-
heimili foreldra sinna og var
yngsta barn þeirra, af sex sem
upp komust, hún var af merku
og góðu fólki komin í báðar ætt-
ir. Hún var dóttir Jóns Tómas-
sonar, hreppstjóra og bónda í
Hjarðarholti, en hann var sonur
Tómasar bónda á Skarði í Lund-
arreykjadal og Vigdísar, fyrstu
konu hans, alsystur Jóns voru
þær: Guðríður, fyrri kona Jón-
asar í Sólheimatungu og Guðrún,
kona Ólafs á Fellsenda í Dala-
sýslu, en hálfisiystkini hans voru
Vigdís, Jóhann og Gunntfríður,
sem giftist Ólafi Waage, en Bene
dikt sonur þeirra var ungur tek-
inn í fóstur að Hjarðarholti og
var þar til tvítugs aldurs, sem
eitt af systkinunum. Yngsti hálf-
bróðir Jóns var Þorsteinn á
Skarði, greindur sómamaður,
kvæntur Árnýju Árnadóttur frá
Þimgnesi, en hann féll frá fyrir
miðjan aldur, var einkar kært
milli þeirra bræðra. Móðir Ás-
laugar var Sigriður Ásgeirsdóttir
Finnbogasonar og seinni konu
hans, Ragn'hildar Ólafsdóttur á
Lundum og var hann seinni mað-
ur hennar, en með fyrri manni
sínum átti Ragnhildur Guðmund
bónda á Lundum, Ólaf í Lindar-
bæ og Ragnhildi í Emgey
konu Péturs Kristinssonar,
bónda þar, hamn var fyrri maður
hennar, en seinni maðurinn var
Bjarni Magnússon í Engey. Frá
Ragnhildi í Engey er komið
margt þjóðkunnra manna og
kvenna.
Alsyistur Sigríðar í Hjarðar-
holti voru Guðrún og Oddný,
sem báðar fluttust til Ameríiku,
en hálfsystkini hennar af fyrra
hjónabandi Ásgeirs föður hennar
voru Kristín, kona Lárusar
Blöndal sýsluimanns í Húnavatns-
sýslu, er frá þeim mikill og merk
ur ættleggur kominn, séra Þor-
valdur á Hjaltabakka og Arndís,
en nennar maður var Þonsfeinn
Egilson í Hafnarfirði. Foreldrar
Sigríðar, þau Ásgeir og Ragn-
hildur, bjuggu allan sinn búskap
meðan hann lifði, á Lundum,
þar fæddist hún og ólst upp, þar
til hún um tvítugsaldur giftist
Jóni Tómassyni, bónda í Hjarð-
abholti, þar bjuggu þau saman
miklu fyrirmyndarbúL Börn
þeirra sex, sem upp komust, öli
alsystkini Áslaugar voru: Áisgeir
söðlasmiður og póstur, var giftur
Mörtu Oddsdóttur frá EskiholtL
er dáinn fyrir fáum árum, Krist-
ján, dó ungur efnismaður, Þor-
valdur, var yngstur bræðranna,
hann tók við óðali föður síns að
Hjarðarholti, bjó þar með konu
sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur
Blöndal og var þar tÖ. heimiliis
til dánardags á síðastliðnu sumrL
Systurnar tvær, sem einar eftir
lifa af systkinum hennar eru
Ragnhildur, kona Guðmundar
Kr. Guðmundssonar fyrrv. skrif-
stofustjóra og Ragnheiður Elísa-
bet, gift Núma Sigurðssyni, sijó-
manni.
Áslaug var frændrækin og
trygglynd þeim sem hún tengdist
Framhald á bls. 17