Morgunblaðið - 03.01.1969, Side 15

Morgunblaðið - 03.01.1969, Side 15
MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969. 15 - ÚR HEIMI Framhald af bls 10 straumum, en hann gerði miklar endur ný j unartilraunir. Sá, er hefur lifað sumardaga í Gordes, sem er hátt uppi á hæðum V'aucluse, séð hið föla ljós í Senaque klaustrinu, litið hinn rauða og gula okkurlit í grjótnámum Roussillon og sólina ljóma yfir þessum undursamlega landslagi, er einkennist af friði, ró, kyrrð og síkvikulum litbrigð- um í ljósaskiptum, fylgzt með lifandi áhuga Deyrolle á fornri sögu og umhverfi þessa róm- anska hluta Frakklands, — hann hefur jafnframt séð hvar Deyrolle sótti sér litaáhrif og innblástur í myndir sínar. Með Deyrolle er fallin frá einn af ágætustu fulltrúum franskrar listmenningar á því tímaskeiði sem honum var markað til starfa. Bragj Ásgeirsson. MOLAR Hans Toma medalíuna 1967—8 fengu þau: myndhöggvarinn pró- fessor Emy Roeder, málarinn og grafíkarinn Peter Grau frá Stutt- gart og efnafræðingurinn og heimspekingurinn Carl Friedrich von Weizácker. Aðalbankastjóri Bank of París og Niðurlanda Mauritz Naessens var nýlega heiðraður með Rembrandt medalíu úr gulli af „John Wolfgang von Goethe" stofnuninni í Salzburg fyrir fyr- irmyndar og óeigingjarnan stuðn ing við lisfir. Erasmusverðlaunin 1968 hlaut að þessu sinni enski myndhöggv- arinn Henry Moore. Verðlaunin sem nema rúmum tveim og hálfri milljón ísl. 'króna voru af- hent af Bernharði prins við há- híðlega athöfn í maí stl. í tilefni opnunnar mikillar sýningar á verkum Moore í Arnheim. ★ Nokkur viðtöl málara við blaðamenn hafa að ' undanförnu birzt í dagblöðum borgarinnar og vakið sérstaka athygli mína vegna stóryrða og hvatvíslegra ummæla þeirra um verk og störf starfsbræðra sinna, jafnframt því sem sumir upphefjast af eigin snilli. Einn þessara málara „hafði losað sig við öll listræn vandamál á einu bretti og kvaðst raunar aldrei hafa komið auga á þau“ en annar taldi sig „einn mesta listaroann heims“. Þá voru listas'kólar nútímans kynntir sem „föndurskólar, eingöngu". Slík ummæli eru engum til uppsláttar og sízt þeim sem svo mæla. Ég hefi lesið mörg frábær viðtöl við ágæta listamenn, þar sem maður skildi og skynjaði dýptina, ná- lægð persónunnar og stærð henn ar, þrátt fyrir að þeir töluðu um sjálfa sig í þriðju persónu. Slík viðtöl mættu vera til fyrirmynd- ar fyrir okkar „pressu“ og upp- rennandi listamenn. Þeir, sem leita þurfa fanga og skygnast um á sviði lista, vita gerzt hve vandratað er á þeim slóðum. Listin verður ek'ki höndluð sem fullskapaður ávöxt- ur og eðli hins framgjarna lista- manns á að birtast í leit hans að nýjum leiðum til nýs landnáms. Hann hazlar sér ekki völl á sölu- torgi né skreytir sig fjöðrum misjafnlega fengnum. Hér finn- ast þess dæmi, því miður að ungir listamenn láti leiðast til slíks verknaðar, og er þá illa af stað farið og vandséð hvar ferðin endar. Bragi Ásgeirsson. VELJUM fSLENZKT Siguiður Haukur Guðjónsson. skriíar um BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Höfundur: Indriði Úlfsson. Myndir: Bjarni Jónsson. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Útgáfa: Skjaldborg s.f. ÞETTA er ákaflega vel og skemmilega gerð saga. Hún er þrungin spennu og atburðarásin hröð. Höfuðkost sögunnar tel ég þó vera þann, hve máJ höfundar er fagurt, agað og tært. Ungu fólki væri visisulega fengur að temja sér sliíkt tunigutak og hverju foreldri væri það heiður að stuðla að því, að slíkt gæti orðið. Ein persóna bókarinnar, afi Broddi, birtist á söguisviðinu eins og spekingar gömlu sagn- anna: „Af sigri yfir sjálfum sér verða drengir menn," hrýtur hon- um eitt sinn af vörum. Undir 'bókarlok hvetur hann til vægra taka á ógæfu unglingum og seg- ir meðal annars: „Þetta eru unglingar og eftir notokur ár verða þeir kannski búnir að átta sig á því, að enginn verðnr gæfumaður af stolnum pening- um.“. En sagan er fyrst og fremst saga ungs drengs, Brodda. Stund- um er tilveran harðhent við 'hann og þá Stendur ekki á nart- inu frá fólki í litlu þorpi. En höfundur ann þessu þarni sínu, og því trúir lasandinn engu mis- jöfnu á Brodda. Þegar hann verður t. þ. a. bjariga lífi marga manna, þá kemur það af sjálfu sér, að lesara finnist eðlilegt að Guð eigi auðveldara að ta'la við Brodda en aðra menn. Mér fannst það líka eðlilegt, að félagi hans Daði var haltur. Sú stað- reynd er dráttur í persónulýsingu Brodda. Ég óska Indriða til hamingju með þetta verk sitt. Það er sjald- 'gæft, að menn komi svo þrosfcað- ir fram á ribvöllinn. Þessi bók Mýtur því að lofa miklu, en gerir um leið kröfur til brattrar göngu. Frágangur bókarinnar er góð- ur, ef undan er sikilið band. Það er furðuegt, eif okkur íslend- ingum teks aldrei að læra bók- band á við annarra þjóða menn. Myndir Bjarnia eru skemmti- legar og vel gerðar, þó kannski ekki allar trúlegar (bls. 39). Þáttur teiknarans í gerð bóka er það gildur, að sjálfsögð kurteisi er að geta mafn hans á upphafs- blöðum. Ég hafði lesið bókina alla, er ég ra'k augun í nafn Bjarna neðst á kápusíðu. Hand- bragð hans er of listrænt til þess að nafn hans sé falið. Próförk er því miður eklki villulaus. Prenun ágæt og hinni gömlu prentsmiðju til sóma. Þessi bók á það skilið að for- eldrar taki eftir henni. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR TÓNABÍÓ RÚSSARNIR KOMA, RÚSSARNIR KOMA. (The Russians are coming, The Russians are coming). Framleiðandi og leikstjóri: Norman Jewison. Meðalleikenda: Carl Reiner, Alan Arkin, Eva Marie Saint. Rússneskur kafbátur er á ferð fram með eyjunni Gloucester, sem er undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Skipstjóri unir hugfanginn við að horfa í land gegnum sjónpípu, svo hug- fanginn, að hann gætir þess ekki að halda sér á nægu dýpi, og strandar kafbáturinn skammt undan landi. — Verður það nú helzt að ráði að senda nokkra menn af áhöfninni í land, til að leita aðstoðar við að draga kaf- bátinn á flot aftur. Þegar eyjarskeggjar frétta, að Rússar hafi varpað akkerum þar við land, verða við'brögð flestra þeirra svipuð og hjá íslendingum í fyrridaga, er þeir höfðu grun um, að „Hund-íyrkinn“ væri á næstu grösum. Þó halda nokkrir að mestu ró sinni þeirra á meðal lögreglustjórinn. Öðru máli gegn ir með uppgjafaherforingja nokk urn þar á eyjunni, hann er mað- ur víghreyfur, örgeðja og fljótur að taka ákvarðanir. Skipuleggur hann heimavarnarlið og gerir Lílið vit og Iítill drengskapur Nærri niðurlagi bókar sinnar, Gerplu, sem Halldór Kiljan Lax- ness las forðum í útrvarp, varð honum á, ekki einungis sú glópska, að láta tungl lýsa á loifti næstu nótt á undan sól- myrkvadegi, heldur éinnig að láta það jafnframt því að vera þverrandi ganga undir seinni hluta nætur. En því er ég nú að rifja þetta uipp, að það er í samræmi við nokkuð, sem H.K.L. hefir or*ðið á nýlega. I hinni ruýju bók sinni, KrLstnihald undir jökli, er hann á fremur ógáfulegan hátt að flimta með eitt og annað úr rit- tim dr. Helga Pjeturss, en megin- boðskapur þeirra rita, stjörnu- líffræðin, er nú einmitt hið bein- asta og eðlilegasta framhald þess heimsfræðiskilnings sem gera setti hverjum manni ljóst, að fcmgl lýsir aldrei á lofti næstu nótt á undan sólmyrkvadegi, og að þverrandi kemur það upp, en gengur ekki undir, síðla kvölds og á áliðinni nóttu. En þó að þetta stjarnfræðilega athuga- leysi H.K.L. sýni óneitanlega fram á, að hann, þrátt fyrir frægð sína og Nóbelsverðlaun, sé ekki óskeikull, þá afsannar það vitanlega ekki snilligáfu hans. Hitt sýnir aftur á móti fram á mikla takmörkun hennar, að hún skuli ekki hafa dugað honum til þess að gera sér Ijósan þann veruleik, sem kenningar Nýáls byggjast á. Og ekki get ég nú látið ógert að vekja abhygli á því, hve Irtill hetjuskapur þeirra er, sem einmitt nú fremur en áður hafa verið að hrópa upp með annað eins og það, að hér á landi hafa enginin heimspekingur lifa’ð né heimspeki orðið til. Eitt af því, sem sagt hefir verið með sanni, er, að til þess að meta lítils það, sem þó sé mikilsvert, þurfa ekki nema lítið vit og lítinn drengskap. En sérstaklega hlýtur þó drengskapur þeirra að vera lítill, sem þorla varla að iáta þá lítilsvirðingu uppi, nema í skjóli sér meiri manns. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. sjálfan sig að foringja þess. .— Fyrsta verkefni þess var að um- kringja flugvöllinn á eyjunni, en fregnir höfðu þá borizt um, að rússneskir fallhlífarhermenn hefðu lent þar. En, þegar til kom, þá var að- eins einn maður staddur á flug- vellinum, handverksmaður, sem var eitthvað að dytta að gamalli flugvél, sýndist mér. Verður hann felmtri sleginn, er hann sér aðförina að vellinum, en sver og sárt við leggur, að hann hafi enga Rússa séð fara þar um. Rússagreyin, sem í land voru sendir, hafa að sínu leyti ekki minni ástæðu til að vera ótta- slegin, en eyjarskeggjar. Þeir verða sí og æ að vera í felum, jafnhliða því sem þeir reyna eft- ir beztu getu að fá lánaðan mót- orbát, til að draga kafbátinn á flot. Er ástæðulaust að rekja þá ævintýrasögu í þaula á þessum vettvangi. Kvikmynd þessi er í hópi betri gamanmýnda og ekki öll þar sem hún er séð. Þetta er ekki uppá- þrengjandi farsi, og skípalætin eru hvergi svo yfirgengileg, að áhorfandinn hafi ekki tíma til að átta sig á gangi mála og skemmta sér við hin ýmsu atriði eftir því sem þau falla að hans smekk. Vel má líka hugsa sér gaman- ið hafa nokkurt aukagildi. Er kannski verið að sýna okkur hið sammannlega í herlbúðum tveggja heimsvelda, hvernig heil- brigð skynsemi hins óbreytta borgara kann á úrslitastundu að koma I veg fyrir, að blindir bók- stafstrúarmenn og einsýnir og ofstopafullir herfræðingar hryndj heiminum út í tortímingarstyrj- öld? Drengurinn litli, sem fellur út ,um gluggann í lok myndar- innar og hangir í lausu lofti, sam einar að lokum Rússa og Banda- ríkjamenn í þeim punkti að gera allt, sem í mannlégu valdi stend- ur til að reyna að bjarga honum. — Það er víst margur drengur- inn, sem þessar auðugu stórþjóð- ir gætu bjargað, ef þær legðust á eitt í því augnamiði. Og mundi hún ekki vera meira en meiningarlaus farsi myndin af því, er kafbáturinn beinir fall- byssu sinni að hjarta þorpsins, en þorpsbúar miða að sínu leyti öllum sínum byssum úr lítilli fjarlægð að þeim, sem hafa vald á fallbyssugikknum. Er þetta ekki íronía, er heimfæra má upp á hernaðarstrategíu kalda stríðs- ins, þar sem stórveldin beina tortímingarvopnum að brjósti hvors annars, en þora hvorugt að hleypa af, af ótta við að fá kúlu í hjartað? En þótt við lítum á kvikmynd þessa eingöngu sem gamanmynd, án nokkurra beinna hugmynda- tengsla við alvöru mannlífsins, þá þénar hún einnig mætavel serm slík. — Leiks'tjórn og leikur er yfirleitt góður, meira að segja börnin tvö, sem mest koma við sögu, leika frábærlega vel. Svip- að má segja um hest fyllibytt- unnar Lúthers. Hann er örugg- lega ekki eins styggur og hann læst vera 1 þessari mynd. — Sýningartími myndarinnar mæl- ist röskar tvær klukkustundir, en þær stundir eru fljótar í för- um. S.K. Austurbæjarbíó. Angélique og soldáninn. Frönsk mynd. Leikstjóri: Bernard Borderie. Aðalhlutverk: Michéle Merci- er, Robert Hossein. ALLT er í heimimim bverfuílt — meira að segja hin tryigglynda Angélique ku nú vera að yfir- gefa kvikm'yndaihús'agesti fyriir fullt og fast. Þetta er sögð síðasta myndin, sem hún treður upp í. Margir murm kiveðja hana af söknuði — að ég segi ekki þrá — því naumaist muin hin sérotæða fegurð hennar og yndisjþokki hafa látið alla ós'nortna. í næsbsíðiuistu mynd var hún að leita að manninum sániuim, en í þessari er hlutverkum svo skipt, að maður hennar er að leita að henni og reyna að heimita hana úr ræningjahöndum. Þeir höfðu hrifið hana frá honum og halda með hana til Alsír, og þar er hún seld volduigum soldáni fyrir of f j'ár. Soldán þessi á tvílyft krvenina búr, og eru á neðri hæðinni kon- ur, sem eru orðnar li'tt hæfar til hvíiuibragða, en á hinni efri eru konuir af hærra kvaflítet, sem keppa um ást soktómis. Þótt sioldlán væri ýmsu góðu vanur, þá feilur hanm þó í stafi, er hann sér fegurð Angélique, og á hún þess nú kost að gerast drottming ríkisins, í stað þess að hafna í kvennabúri um lifsíð. Þriðji kosturinn er sá að láta pynda sig til daiuða. — Sá á kvöl- ina, sem á völina, em í þessu falli virðist þó valið auðvelt. Og það er það líka — fyrir Angélique. Hún móðgar sjáifan Allaih, með því að hrækja fram- an í einn æðsta fulltrúa hans hér á jörðu, soid'áinimm, er hamm hyggst neyða hana til lagis við sig. Valdi sum sé „þriðju leið- ina“, því nú hlaut dauðinn að vera á naestu grösurn. Þetta er fiimmta bvilkmyndin um Angélique, sem Austurbæjar- bíó sýnir, og heflur það komið í mimm hlut að fjalla um þær allar hér í kvifcmyrndaþáttunum. Það hafur verið mér ljúfur starfi, því enda þótt flestum megi ljóst vera, að kvikmyndir standa ekki undir nafni mikillar listar og sagnirnar um Angélique einkenndist ekki af ýkja nýstár- leguim hugmyndum, þá hafa þær yfir sér þann myrkrauða ævin- týraljóma, sem sálir flestra þrá á stundum, ti-1 að l'ífga upp grá- ann hversd'agsleikann. Því er það, að ég held, að Angélique veirði saknað, jaifnvel af þeim, sem hafa stundum amazt við henni á sviði hér. Því jafmvel þeir, sem kröfuiharðastir eru um fraimúrstefnulist í kvikmymdum, hinir sönnu „púrítanar” lis'tar- innar, munu ekki ávallit ónæmir fyrir kvenlegri fegurð og yndis- þokka. Kannski næst svo almann sam- staða um að klappa Angélique fram á sviðið aftur, að hún sjái sér ekki fær að forsmá þær óskir, fremur en Slherlock Holmes, sem reis upp frá dauðum á sinum tíma, til að taka þátt í nýjum ævintýrum, að kröfu aðdáenda sinna. Tími kraftaverikannia er ékSki liðimn, það hafa atburðir síðustu daga fært okkur heim sainninn um. S. K. Fjórir danskir styrkir DÖNSD stjórnvöld bjóða frafn fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1'969-I'97i0. Einn styrkj- anna er einkum ætlaður kandi- dat eða stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir eða sögu Danmerk- ur, og annar er ætlaður kennara til náms við Kennaraháskóla Danmerkur. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjár- hæðin er áætluð rúrmlega 1.100 danskar krónur á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykja- vík, fyrir 15. fðbrúar n.k. Um- sókn fylgi staðfest afrit af próf- skírteinum ásamt meðmælum, avo og heiibrigðisvottorð. Sér- stök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frá Menntamálaráðuneytinu) VELJUM ÍSLENZKT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.