Morgunblaðið - 03.01.1969, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.01.1969, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969. 23 Aðaláfangi Breiðhoitsfram- kvæmdanna boiinn út — — Útboðið vœntanlega tilbúið í janúar eða febrúar — Byggðar verða 850 íbúðir og þeim lokið 1972 FYRSTI fundur borgarstjómar Reykjavíkur á þessu ári var haldinn í gær. óskaði Auður Auðuns forseti borgarstjórnar mönnum gleðilegs árs og þakkaði samvinnuna á liðnu ári. Nokkrar nmræðnr urðu í borgarstjóminni um byggingarframkvæmdir borg ainnar í Breiðholti, og kom fram, að framkvæmdirnar munu drag- ast fram til ársloka 1972. Af- bendingartími þeirra íbúða, sem Beykjavikurborg fær mun þó ekki dragast nema um eitt ár. Akveðið er að bjóða út þær framkvæmdir, sem ráðist verður 1 næst, þ. e. byggingu 850 íbúða. Umræðurnar urðu vegna fyrir. spurnar Kristjáns Benediktsson- ar (F) um framkvæmdirnar, en ■borgarráð hefur nýlega fjallað um þær. Ræddi Kristjánm.a. um, að nú hefði aftur verið horfið að útboðum, en upphaflega hefði Byggingarnefndin ekki viljað út- boð. - VEÐURSPA Framhald af bls. 24 koma. Tunglin boða gott veð- urfar. Það þarf enga veðurathug- unarstöð til þess að sjá þetta, gamla fólkið fór eftir þessu og það dugði“. í Hvítársíðu í Borgarfirði á bænum Hallkelsstöðum býr gömul kona, draumspök, Hall. dóra Sigurðardóttir 92 ára gömul. Hana dreymdi draum fyrir veðrinu í vetur og hljóð- aði hann á þessa leið: „Hún va-r að vinna ull, mikið af ull og öll ullin var mórauð, nema dálítill hvítur ullarlagður. Svo fannst henni að hún færi að vefa úr þessu voð, vaðmál, og varð voðin hér um bil öll mórauð, nema fyrst í henni þar sem var dálítil hvít rönd“. Það er falleg draumlíking, mórauð ull með hvítum rák- um og landið okkar hvítrákað að Iitlum hluta. Gunnar Marel Jónsson 78 ára gamall skipasmiður í Vest mannaeyjum og fyrrum skip- stjóri sagði að það væri úr móð að spá um veðrið með þeim skynfærum sem hefðu orðið að duga áður fyrr. Nú væri bara hlustað á útvarpið eða faorft á kortið í sjónvarp- inu, en alltaf þætti sér nú tryggast að horfa á tunglin og hnusa út í loftið. „Gamla fólkið spáði fyrir verðinu með því að fylgjast með gangi tungla", sagði Gunnar, en maður fer svo lítið út nú orð- ið. Nú, bændurnir mörkuðu veðrið eftir því hvernig garn- irnar röktust úr kindunum í sláturtíðinni. Það fór m. a. eftir því hvernig gorið lá í görnunum, stundum voru auð ir blettir í görnunum og þeir voru fyrir barðindaköflum á komandi vetri. Já, svo er nú það. Ég spái vorkuldum í vor, eftir þennan milda vetur, sem kann að haldast um sinn. Gömlu pápisku dómarnir eru að leggjast niður, menn leggja sig ekki eftir veðrinu eins og þeir gerðu hér áður en þá gat yfirleitt hver og einn sagt til um veðrið, ef hann lagði sig eftir því og lærði lögmálin, sem mátti byggja á. Oftast voru það skipstjórarnir sem lögðu sig mest fram. Það er nú svo. Þetta getur haldið svona áfram eitthvað, en ég er hræddur við vorið, það getur orðið kalt, án snjóa. Ég er hræddur við apríl og Geir Hallgrímsson borgarstjóri skýrði frá áætlunum Bygging- arnefndar Breiðholtsframkvæmd anna, sem eins og fyrr segir voru til umræðu í borgarráði. Samkvæmt þeirri greinargerð er nú að mestu lokið fyrsta bygg- ingaráfanganum. Voru byggðar 335 íbúðir, þ. e. 23 íbúðir í ein- býlishúsum úr tim'bri og 312 í'búðir í fjölbýlishúsum á neðra svæðinu í Breiðholti. Unnið hefur verið í tvö ár að undirbúingi aðalbyggingaráfang- ans, byggingu 850 íbúða í fjöl- býlishúsum, sem verða í efra Breiðholti. Þessar 850 íbúðir verða í 18 fjölbýlishúsum, samtals 100 stiga hús, og eru húsin öll fjórar hæð- ir og kjallaralaus. Húsin verða af tveimur gerðum, annars vegar þar sem sjö fjögurra herbergja ibúðir eru i hverju stigahúsi og hins vegar þar sem fjórar tveggja herbergja og sex þriggja herbergja íbúðir eru í hverju stigahúsi. Byggðar verða 200 tveggja herbergja íbúðir, 300 þriggja herbergja íbúðir og 350 fjögurra herbergja íbúðir. Verður meðal- stærð 285,6 rúmmetrar, og er það allmiklu minna en á neðra svæð- inu, en þar var meðalstærðin 349 rúmmetrar. Hins vegar eru fjög- urra herbergja íbúðir hlutfalls lega fleiri á efra svæðinu. Allar íbúðir af sama herbergja fjölda verða eins að stærð og gerð, og verða því aðeins þrjár gerðir á efra svæðinu, en hins vegar voru íbúðargerðir alls níu á neðra svæðinu. Gert er ráð fyrir að bygging íbúðanna 850 taki hálft fjórða ár hefjist í maí nk. og ljúki í nóv- ember 1972. Hefur byggingar. framkvæmdunum verið skipt nið ur í þrjár annir, og verður að vinna þær nokkuð í sameiningu þannig að hefja verður aðra önn, nokkru eftir að fyrsta er hafin og þá þriðju áður en annarri lýkur. Annirnar skiptast svo: 1. 180 íbúðir, tveggja og þriggja her- bergja, tilbúnar á tímabilinu marz-sept. 1970. 2. 350 íbúðir fjögurra herbergja, tilbúnar okt 1970 — des. 1971, 3. 320 íbúðir. tveggja og þriggja herbergja, til- búnar á tímabilinu jan. — nóv. 1972. Verkið verður boðið út Eins og sagði í inngangi, verð- Ur verkið boðið út. Skal velja aðalverktaka á grundvelli út- boðs að undangengnu forvali. En að því stefnt, að útboð geti farið fram í þessum eða næsta mán- uði. Eru teikningar miðaðar við byggingarmáta svipaðan og beitt var við neðra svæðið, en frjálst er verktökum að leggja til aðrar byggingaraðferðir. Gert er ráð fyrir að láta útboð í aðalverkið verða þríþætt, þ. e. bjóða í fyrstu önnina eina, bjóða í tvær síðari og í allt verkið. Fjármagnsþörfin er áætluð um eina milljón á íbúð eða 850 milljónir. Á þessu ári er hún áætluð 155 miÚjónir, 1970 er hún áætuð 310 milljónir, 1971 áætluð 310 milljónir og 1972 er hún áætluð 85 milljónir. Þessi áætlun er þó miðuð við stöðugt verðlag ailan byggingartimann. í niðurlagi skýrslunnar er fjallað um skiptingu íbúðanna milli ríkis og borgar. Er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg fái 250 íbúðir af 1250. Þegar hafa verið reistar 335 íbúðir, og fær borgin þar eitt fjölbýlishús með 52 íbúðum. Af því mætti ætla að borgin vildi fá 185 íbúðir á næsta áfanga svo að i hluti íbúð- anna félli í hennar hlut. Borgin hefur þó sýnt meiri áhuga á smærri íbúðunum. Er farið fram á það að borgin skýri hið fyrsta frá því, hvar hennar íbúðir eiga að vera. Að endingu er skýrt frá því, að enn vanti áætlun um 65 íbúðir. Er sagt, að ekki sé að svo komnu máli tímabært að taka ákvarð- anir með þær, en fullur hugur sé á að hafa þær í ráðhúsi. fbúffir borgarinnar Borgarstjóri skýrði frá því í framhaldi af þessu, að hann hefði svarað byggingarnefnd Breiðholtsfram'kvæmdanna. bréfinu skýrir borgarstjórí frá ósk borgarráðs um, að í fyrstu önn síðari áfangans fái borgin tvö hús með samtals 80 2ja og 3ja herbergja íbúðum, í mið- önninni eitt hús með 42 fjögurra herbergja íbúðum og í lokaönn- inni eitt hús með 60 2ja og 3ja herbergja íbúðum. Gísli Halldórsson (S) tók einn- ig til máls og sagði, að það væri nú verið að undirbúa útboðin. Hefðu þegar sjö aðilar lýst því yfir, að þeir mundu taka þátt í útboði. Hann benti einnig á, að þótt framkvæmdirnar drægjust um tvö ár drægist afhending borgaríbúðanna aðeins um eitt ár. Harffur árekstur varff á mótum Hringbrautar og Sóleyjargötu klukkan 06:20 á nýjársdagsm orgun. Tveir farþegar, sem voru í öðrum bílnum, meiddust lít ils háttar og voru fluttir í Slysa- varffstofuna, þar sem gert var aff meiðslum þeirra. Bilamir s kemmdust báðir nokkuð og sýn ir myndin annan þeirra eftir á reksturinn. Eitt ár síðan hjarta var grætt í Blaiberg Baðaði sig í ísköldum sjó á afmœlinu Höfðaborg, 2. janúar — NTB ÞESS var minnzt i Höfffaborg i dag ,að liffiff er eitt ár síffan skipt var um hjarta i suffur-afríska tannlækninum Philip Blaiberg, sem lifaff hefur lengst allra þeirra sem fengiff hafa nýtt hjarta. Blaiberg hélt upp á af- mælið í dag meff ísköldu sjóbaði á baffströnd skammt frá Höfffa- borg. Honum varff ekki aff þeirri ósk sinni að halda upp á afmæl- iff í kyrrþei, því aff ekki hefur linnt símhringingum fólks, sem hefur viljaff óska honum til ham- lngju. Blaiberg var hinn hressasti er hann ræddi við blaðamenn á bað- ströndinni og sagðist aildrei hafa liðið betur síðan hann fékk fyrst hjartaslag fyrix 13 árum. Hann skýrði frá því, að hann hyggðist Tilræði við Japanskeisara Tókíó, 2. janúar — NTB HIROHITO Japanskeisara var sýnt banatilræffi í dag, en sak- affi ekki. Skotið var á hann 5 skot um úr haglabyssu, en ekkert þeirra hæfði. Tilræðismaðurinn, sem var samstundis handtekinn, hefur sex sinnum höfðað mál í þeim tilgangi aff afnema konung dæmi í Japan. Hann reyndi aff myrða keisarann er hann kom fram á svalir hallar sinnar ásamt fjölskyldu sinni til aff taka við kveðju mikils mann- fjölda, sem safnazt hafði saman til þess að hylla hann á afmæli hans. - A AKUREYRI Framhald a( bls. 24. um bæinn. Ekki er vafí á því að sjónvarpið átti sinn hlut að því. Logandi kyndlar mynduðu hið nýja ártal í hliðum Vaðlaheið- ar um miðnætti, en miklu minna var um flugelda en verið hefur undanfaTÍn áramót. Engin slys urðu um áramótin, ef frá er talið að ungur maður vaT sleginn f rot í Sjálfstæðishús. inu. Hafði hann boðið hópi manna gleðilegt nýár, en því var ekki betur tekið en svo að hann var eltur upp í danssalinn og rotaður þar. Hann var veill fyrir, hafði gengizt undir höfuðaðgerð i Kaupmannahöfn sl. sumar. 7 menn voru vistaðir i fanga- geymslu lögreglunnar á nýárs- nótt, vegna áfloga, en að þessu slepptu fór áramótahátíðin vel 'fram. Dansleikir voru í sam- komu'húsum bæjarins og ókeypis dansleikur í gagnfræðaskólanum fyrir nemendur skólans sam- kvæmt venju. — Sv. P. Ted Kennedy keppir um þingembætti Tvær íkviknanir fara í langt ferðalag áisamt Eileen konu sinni í marz eða apríl. í kvöld hélt Blaiberg nokkrum vinum sínum veizlu, þeirra á meðal Christian Bam- ard lækni, sem skipti um hjarta í honum. í gær sait Blaiberg ný- ársveizlu þeldökkra íbúa Höfða- borgar og sat við hliðina á Dorotihy Haupt, konu Ciive Haupts, sem gaf hjartað er grætt var í Blaibeng. Hjartað var grætt í Blaiberg tíu dögum eftir að fyrsti hjarta- þeginn, Louis WaSkanSky, lézt. Síðan Christian Barnard fram- kvæmdi fyrsta hjartailutninginn 3. desember 1967, hefur verið skipt um hjarta í 101 sjúkling. Þar af hafa 72 verið yfir fertugt og 7 eins árs eða yngrL Önnur hjartaígræðslan var reynd á ung barni í New York 3. desember, en barnið lézt samdiægurs og Blaibeng varð þriðji sjúklingur- inn, sem fékk nýtt hjarta. Um það bil helmingur allra hjartaflutninga hefur verið fram kvæmdur í Bandaríkjunum, flest ir í Houston í Texas og í Palo Alto í Kaliforníu. A£ banda- rísku sjúklingunum eru 20 enn á Ifefi. í Frakklandi hafa verið fram- kvæmdir tíu hjartaflutningar og þar af eru fjórir hjartaþegar enn á lífi, þeirra á meðal kaþólskur preatur, Daniel Boulogne, sem Blaiberg talaði við í síma í gær. Tveir hjartaflutningar hafa ver- ið framkvæmdir í London, en báðir sjúk’lingarnir létust. Allis eru 35 hjartaþegar enn á lifi. Washington, 2. janúar — NTB EDWARD Kennedy öldunga- deildarþingmaður, hefur til- ( kynnt, aff hann muni gefa kost á sér sem varaformaffur þingflokks demókrata í öld- ungadeildinni, þegar nýkjörið þjóðþing kemur saman siffar í mánuðinum. Núverandi vara leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni er íhaldssamur Suð- , urríkja-demókrati, Russel Long frá Louisiana, en aðal- leiðtogi demókrata er Mike Mansfield frá Montana. Kennedy nýtur stuffnings Hubert Humpbreys og vara- forsetaaefnis hans í forseta- kotsningunum í 'haust, Bd- mund Muskies. Bf Kennedy nær kosningu, fær hann mik- inn pólitískan frama, sem gæti aukið möguleika hans á því að verða fonsetaefni demó- krata 1972 eða 1976, að dómi stjórnmálafréttaritara. AKUREYRI 2. janúar. — Tvær íkviknanir urðu á A'kureyri á gamlársdag. Sú fyrri varð kl. 9.40 um morguninn í saltfiskhúsi Útgerðarfélags AkuTeyringa. Þar hafði eldur komizt í olíu á gólfi í kyndiklefa, en varð fljótlega slökktur án þess að teljandi skemmdir yrðu. Hinn síðari varð laust eftir kl. 20.30 á gamlárskvöld í ris'hæð hússins nr. 4 við Reynivelli, en þar býr Stefán Vilmundarson. Mestar brunaskemmdir urðu í stofu sunnan til á hæðinni, en einnig urðu nokkrar skemmdir á annarri gtofu, eldhúsi og gangi og eldur komst í einangrun á þa'ki hússins. Tvö herbergi norð- an til sluppu óskemmd og einnig itvær neðri hæðirnar. Þetta var síðasta útkall slökkvi liðs Akureyrar á árinu 1968, en jþau urðu samtals 50, þar af eitt :gabb, 9 færri útköll en á árinu ,1967. Tveir verulegir eldsvoðar urðu á árinu í Niðursuðuverk- ismiðju K. J. og Co. og í Hrafna- giisstræti 21. — Sv. P. Systir mín og móðursystir Guðbjörg Auðunsdóttir Giljalandi 11, lézt 2. janiúar. ITnnor Auðunsdóttir Auður Sigurðardóttir. Konan mín Hiltrud Thomsen andaðist á nýjársdag. Útför hennar fer fraim frá Dómkirkjunini þrfðjudag 7. janúar kL 3. Henning Thomsen ambassador sambandslýðveld- isins Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.