Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 4

Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 4
Ríkisendurskoðun kannar óreiðnslóða í Heilsngæslunni Ríkisendurskoðun gaf út á sl. ári endurskoðunarskýrslu fyrir Heilsugæslu Mosfellsumdæmis fyrir árið 1998 og einnig fyrir tímabilið 01.01. til 30.04.1999, var það gert að ákvörðun Ríkisendurskoðunar eftir mjög erfitt ástand innan stöðvarinn- ar að loknum flutningi frá Reykja- lundi, sem lauk með brottvísun framkvæmdastjórans og uppsögn stjórnarformannsins þann 7. maí s.l., en starfsfólk tók uppsagnir til baka. Heilbrigðisráðuneytið ákvað í mars 1999 að Guð- mundur Einarsson, forstjóri heilsugæslunnar í Reykjavík tæki tímabundið við af fram- kvæmdstjóra stöðvarinnar í Mosfellsbæ. Svört skýrsla Fyrstu fréttir af svartri skýrslu ríkisendurskoðunar mátti lesa í dagblaðinu Degi, laugardaginn 13. nóvember 1999 undir fyrir- sögninni: „Oreiðubókhaldi komið í fóstur.“ Ríkisendurskoðun taldi að uppgjör og frágangur Heilsu- gæslu Mosfellsumdæmis á árinu 1998 væri óviðunandi, staða við- skiptamanna í árslok ekki rétt og mikið af rangfærslum í bókhaldi. Framkvæmdastjórinn þáverandi, El- ísabet Gísladóttir hafi verið með bók- haldið á mörgum stöðum, á stöðinni sjálfri, í Ríkisbókhaldi og heima hjá sér. Framkvæmdastjóra hafi ekki verið ljóst hvaða kröfur em gerðar til bók- haldsgagna og áritunar reikninga og ýmis gögn hafa ekki fengist afhent segir Ríkisendurskoðun m.a. í rann- sóknarskýrslu sinni. Það undarlega virðist hafa gerst síðla árs 1998 að stjómarformaður Heilsugæslunnar, Björgvin Njáll Ing- ólfsson mun hafa óskað eftir 5.1 millj- ón á fjáraukalögum og fengið það til að mæta áætluðum halla í rekstri, en á sama tíma átti stöðin ónotaðar um 15 milljónir króna, þannig að stöðin var tæplega 21 milljón króna undir heim- ildum fjárlaga eða sem nam rúmum 27%. Ríkisendurskoðun bendir á að skylt sé að endurgreiða fjármuni sem ekki er þörf á til rekstrar hverju sinni. - Þetta segir að stjómarformaður og framkvæmdastjóri hafi ekki haft hug- mynd um stöðu fjármála á þessum tíma, en stjómarmenn höfðu óskað eft- ir skýringum á peningalegri stöðu stöðvarinnar, en fengu ekki. - Spum- ingin er: Hvaða gögn vom lögð fram fyrir fjárlaganefnd Alþingis vegna um- sóknar um 5.1 milljón? I rannsókninni kemur fram að árið 1998 hafi sex starfsmönnum verið gre- itt fyrirfram upp í laun og kemur fram að stjómarformaðurinn er þar með næsthæstu upphæð. Ríkisendurskoðun segir að óheimilt sé að greiða starfs- mönnum upp í laun og beri að inn- heimta viðkomandi skuldir án tafar. - Fjölmargar aðrar alvarlegar athuga- semdir koma fram í skýrslu Ríkisend- urskoðunar, sem ekki verða frekar tí- undaðar hér. Uppsagnarbréf stjórnar- formanns Stjómarformaðurinn Björgvin Njáll Ingólfsson sendi heilbrigðisráðherra bréf þann 7. maí, 1999, skömmu fyrir Alþingiskosningar. Þar koma fram ádeilur á starfsfólk Heilsugæslu Mos- fellsumdæmis og embættismenn Heil- brigðisráðuneytisins. Segir hann þar að vegið hafi verið grimmdarlega að framkvæmdastjóra stöðvarinnar og hann hafi sætt einelti um langt skeið af hálfu ákveðins hóps starfsmanna stöðvarinnar. Fram kemur að embætt- ismenn heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins hafi gengið að kröfum þriggja lækna stöðvarinnar að fram- kvæmdastjórinn yrði látinn víkja og það hafí verið gegn vilja stjómarfor- mannsins. Engin gild rök hafi legið fyrir ákvörðuninni. Látið hafi verið undan þrýstingi einstakra starfsmanna stöðvarinnar, sem ekki vildu sætta sig við að stöðin væri rekin á faglegum rekstiarlegum grunni og þeirri stað- reynd sem lög og reglur kveða á um hvað varðar starfsemi heilsugæslu- stöðva í landinu. I bréfinu segir einnig að ljóst sé eft- ir fyrmefndar breytingar að læknar stöðvarinnar væm að yfirtaka rekstur- inn og ráðstafa fjármunum hins opin- bera að eigin geðþótta. Síðar í bréfinu kemur fram að í raun sé sorglegt að embættismenn ráðuneytisins skuli ekki hafa fylgt eftir þeim umbótum, sem unnið hafi verið að á stöðinni með fullri vitund þeirra. Hér hafi verið um að ræða prófraun á það hvort hægt væri að aðlaga rekstur heilsugæslu- stöðva að nútíma stjómunar- og rekstr- ammhverfi. Margt annað kemur fram í bréfi stjómarformannsins, m.a. að sök- um skorts á nauðsynlegum stuðningi ráðuneytisins við þær umbætur sem staðið hafi verið fyrir, segi hann af sér formennsku í stjóm stöðvarinnar. Sameiginleg yfirstjórn Ekki hafa komið fram önnur við- brögð ráðherra við framangreindu bréfi og niðurstöðu Ríkisendurskoðun- ar, en að óska formlega eftir við bæjar- stjómir Seltjamamess og Mosfellsbæj- ar að Heilsugæsla Reykjavíkur hafi yf- irstjóm heilsugæslu þessara þriggja sveitarfélaga á sinni hendi. Bæjar- stjóm Seltjamamess hefur samþykkt þessa málaleitan. Umsögn Starfs- mannafélags Heilsugæslu Mosfells- umdæmis liggur fyrir, jákvæð fyrir er- indinu og mun þar vega þungt fyrri reynsla af fv. framkvæmdastjóra og stjómarformanni. I bæjarstjóm Mosfellsbæjar á fundi þann 8. desember s.l. lagði meirihluti B og G lista fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Mosfellsbæjar lýsir sig andvíga sameiningu heilsugæslu- stöðvarinnar í Mosfellsbæ við heilsugæsluna í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi. Astæður þess eru að mati bæjarstjórnar að eingöngu með óbreyttu fyrirkomulagi sé hægt að tryggja viðunandi heilsugæslu- þjónustu í bæjarfélaginu til framtíð- ar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar lýsir jafnframt yfír stuðningi sínum við störf stjórnarformanns og fulltrúa Mosfellsbæjar í stjórn heilsugæsl- unnar. Bæjarstjórn fer fram á það við ráðherra heilbrigðismála að séð verði til þess að stjórnin verði gerð starfhæf að nýju, en eins og ráðu- neytinu er kunnugt hefur stjórnin verið óstarfhæf síðan í maí á þessu ári, sem er með öllu óásættanlegt.“ Þessi tillaga var samþykkt með fjór- um atkvæðum meirihlutans, en þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá vegna stuðningsins við stjómarfor- manninn, en vom þó á móti samein- ingu heilsugæslunnar í Mosfellsbæ við Reykjavík og Seltjamames. Stuðningur við óreiðu og stjórnsýslubrot Augljóst er að svo þýðingarmikið gagn sem fyrrgreind skýrsla Ríkisend- urskoðunar hlýtur að hafa verið lögð á borð bæjarfulltrúanna fyrir þenn- an fund. I ljósi þess hljóta að koma fram efasemdir um hverra hag meirihluti bæjarstjómar ber fyrir brjósti, bæjarbúa eða hags- muni einhverra annarra. Með samþykktinni er meirihlutinn að leggja blessun sína yftr stjóm- sýslubrot og flótta starfsmanna frá Heilsugæslu Mosfellsum- dæmis. Ef það er stefna rneiri- hlutans að koma stjórnarfor- manninum aftur að mun það kalla aftur á uppsagnir starfsfólks á stöðinni og áframhaldandi óör- yggi. Stjómin hefur verið óstarf- hæf nánast allt árið 1999 og eng- ir fundir haldnir nema rétt í upp- hafi ársins. Formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar lét hafa eftir sér að þau vandamál sem þá vom uppi væru vandamál Heilbrigðisráðuneytisins. - Aftur á móti er áríðandi að Mosfells- bær hafi forræði í heilsugæslunni, en þetta er tvískinnungur. Hins vegar er það hinn eðlilegasti hlutur að sveitar- félögin hafí vemleg áhrif á stjómun stöðvarinnar, en Heilsugæsla Mos- fellsumdæmis nær yfir Mosfellsbæ, Kjalames, Kjós og Þingvallahrepp. Regnhlíf Það er dagljóst að hagsmunir fólks í læknisumdæminu em ekki varðir með því að sveitarstjóm eins sveitarfélags telji það sína hagsmuni að bregða regnhlíf yfir stjómarformann, sem ber ábyrgð á óreiðu og stjómsýslubrotum í stjómartíð sinni. Þá virðist það koma á daginn að bæjarstjórn hafi ekki fengið eðlilegar upplýsingar um hvað væri að gerast á Heilsugæslustöðinni enda bárust fund- argerðir seint og illa, sem stjómarfor- maðurinn tók sjálfur að sér að gera og hann ritaði í einrúmi eftir geðþótta, eft- ir að fundum var lokið. - Að lokum kynni sú stund að renna upp, að at- hafnir stjómarformannsins og athafna- leysi meirihluta bæjarstjómar Mos- fellsbæjar geri það að verkum að for- ræðið í stjóm Heilsugæslu Mosfells- umdæmis fari úr læknishéraðinu. - Að- alatriðið er að starfsfólk Heilsugæslu Mosfellsumdæmis hafi yfirstjóm sem sýni ráðvendni og mannúð, það gefur hlýju inn í læknisumdæmið. o Mosfcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.