Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 15

Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 15
Góð Idrkjusókn um hátíðamar Mjög góð kirkjusókn var í Mosfells- prestakalli nú um jólin og kirkjumar okkar þéttsetnar í hvert sinn sem boð- að var til helgihalds. Þegar allt er talið, almennar guðsþjónustur, bamastarf og kvöldsamkomur lætur nærri að um 2.500 manns hafi sótt helgihaldið frá aðventubyrjun til áramóta. - Þá em ekki taldir foreldramorgnar, TTT- fundimir eða starfið með 7-9 ára bömum, ekki heldur þeir sem sóttu sérstakar skímarathafnir í kirkjunum, hjónavígslur eða útfarir. Fjöldi fólks þurfti frá að hverfa þeg- ar boðað var til hátíðarguðsþjónustu í Mosfellskirkju á annan í jólum, en þar söng Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöng og eiginmaður hennar, Þorkell Jóelsson lék á hom. - Kirkjukór Lágafellssókn- ar leiddi saihaðarsöng við undirleik organistans Jónasar Þóris. Við guðs- þjónustuna skírði sóknarpresturinn, sr. Jón Þorsteinsson Amar Má, en foreldr- ar hans em Guðrún Margrét Hreiðars- dóttir og Páll Pálsson, Merkjateig 7 í Mosfellsbæ. Tolvuslýrður rennibekkur Vélsmiðjan Sveinn hefur fest kaup á tölvustýrðum rennibekk fyrir um 5 rnillj. króna, framleiddur í Þýska- landi af tegundinni GILDE- MEISTER. Haraldur V. Har- aldsson sagði bekkinn keypt- an eftir kröfum markaðarins og það tæki um tvo mánuði að læra fullkomlega á hann. Þessi tölvustýrði rennibekkur vinn- ur 60 % hraðar en venjuleg gerð og tölvan geymir ná- kvæmt forrit af vinnslunni á hlutnum, upp á síðari tíma. Á jólafundi Kiwanisklúbbsins Mosfells voru þessir teknir fonnlega í klúbbinn. F.v.tPétur Jökull Hákonarson, Erlendur Fjeldsted, Sigurður Jóhannsson, Guðmundur Kristófersson, Bjöm Magnússon, Omar Egilsson, Öm Haraldsson og Magnús Þorvaldsson. Pílukast Fimmtudaginn 20. jan. s.l. var haldin keppni ungra áhugamanna í Mosfellsbæ í pílukasti og fótbolta- spili á veitingahúsinu Ásláki. Þátt- taka var mjög góð og mikil spenna eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en bræðumir Vilhjálmur og Jó- hann vom meðal sigurvegara. Dalbúar með myndband Víghóll, félag dalbúa í Mosfellsdal hefur gefið út myndband um dalinn og fólkið sem þar býr. Myndbandið er um tveggja klst. langt og var gert í umsjá Bjarka Bjamasonar og verður til sölu. Mosfellsbær styrkti verkefnið. Áslákur í endurbyggingu Miklar endurbætur hafa staðið yfir á veitingahúsinu Ásláki, hinu gamla heimili Gunnars Gunnars- sonar, listmálara og skálds. Sem kunnugt er hafa ung hjón tekið við staðnum, þau Freyja Ámadóttir og Guðjón Öm Ingólfsson. Um þessa helgi er áætlað að taka í notkun nýjan veislusal í risi þessa skemmtilega húss og mun salurinn taka 35 - 40 manns. Pólitískar ekkjur í Mosfellsbæ Við hið hörmulega fráfall Finns Ingólfssonar úr pólítík er ljóst að ekkjum hefur fjölgað í Mosfells- bæ. Gæti verið um að ræða 4-5 nýjar ekkjur, sem syrgja sárt sinn ektaleiðtoga. Blaðið sendir þeim samúðarkveðjur, því þama hafa brostið mikilfengleg bönd og missirinn sár, en þó er huggun harmi gegn að Seðlabankinn um- vefur hann nú hlýju sinni og pen- ingaseðlar svífa kring um hann bæði í vöku og svefni. Mæti fólk í Mosfellsbæ persónu með slör fyrir andlitinu, þá er þar á ferð pólitísk ekkja og ber að sýna henni hlut- tekningu. BÍLAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Onnumst allar almennar bifreiðaviðgerðir, jeppabreytingar, rennismíði, sprautun o.fl. Flugumýri 16 c, Mosfellsbæ Sími 566 6257 - Fars. 853 6057 Fax 566 7157 — — I _________________ FRAMKÖLLUN ^ MOSFELLSBÆ I Þverholti 9 Sími: 5668283 Starfskraftur óskast hálfan daginn, seinni part. Upplýsingar hjá Jóhanni, Framköllun, Þverholti 9, Mosfellsbœ Vönduð vinna - Lipur þjónusta - Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10 - 18 Mosfcllsblaðið ©

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.